SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 36
36 4. apríl 2010 Ferðalög P ókot-hérað í Keníu var afskaplega frumstætt samfélag þegar íslenskir kristniboðar drápu þar fyrst niður fæti árið 1978, íbúarnir voru hvorki læsir né skrifandi og kristin trú þeim með öllu framandi. Verkmenning hafði ekki breyst í hundrað þús- und ár, var ennþá á steinaldarstiginu. Pókot er fjallahérað og þaðan koma margir fræknir langhlauparar. „Maður er ennþá að koma inn á svæði, einkum í Ka- rapókot, sem er sléttuhérað í Pókot, þar sem merki nú- tímamenningar eru nánast engin,“ segir séra Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem sótt hefur Pókot heim fjórum sinnum frá árinu 2007, síðast nú í vor. Hann vísar til heimsóknar í manjatta, hefðbundinn kofa, til gamals manns fyrir nokkrum vikum. „Svo þröngt var þarna að ég komst ekki inn í kofann. Það má eiginlega segja að ég hafi fundið menningarmuninn á ístrunni á mér,“ segir hann hlæj- andi og strýkur sér um kviðinn. Gamli maðurinn hafði tekið sér óbyrju og var hún að mala maís á steinum á kofagólfinu. Á rúmum voru skinn. „Mér fannst eins og ég væri að horfa inn í steinöld.“ Elstu kirkjur í Karapókot eru á bilinu tíu til fimmtán ára. Sömu sögu má segja um skólana. Svo stutt er hefðin. Að sögn Jakobs má sjá feður sitja með börnum sínum á skólabekk og læra að lesa. Svo skammt á veg er menntun komin. Fyrsti vegurinn í Karapókot var lagður í fyrra, fram að því voru bara slóðar í héraðinu. „Pókotmenn eru afskiptir af stjórnvöldum í Keníu,“ segir Jakob en þar búa um 330 þúsund manns – svipaður fjöldi og á Íslandi. Pókotmenn lifa á landbúnaði og rækta helst maís, kart- öflur og hirsi. Helsti búpeningur er kýr, kindur, geitur og kameldýr. „Líf Pókotmanna byggist á hjörðinni og jörð- inni. Allir í ættbálkinum eiga hlutdeild í tilteknum jarð- argæðum og eignafyrirkomulagið er mjög flókið. Sá sem nýtir jörðina hefur skyldur gagnvart mörgu öðru fólki,“ segir Jakob og bætir við að Pókotmenn sem flytjist inn til borga slitni oft úr tengslum við tilverugrundvöllinn og verði bjargarlausir. Jakob segir Pókotmenn taka öllum áföllum með ótrú- legri ró. Verði hungur, verður bara hungur og fólk deyr. „Þeir taka bara því sem að höndum ber. Maður verður al- veg undrandi að horfa upp á þetta. Raunar horfa Pókot- menn aldrei fram veginn, heldur ganga aftur á bak upp í tímann. Öfugt við okkur sjá þeir tilveru sína í baksýn. Það má kalla þetta spíralhugsun, þeir lifa í hringrás árs- tíðanna.“ Hann segir þessa lífssýn skýringuna á því hvers vegna hægt hefur gengið að byggja upp í Pókot. Það er einfald- lega ekki í hugsun fólksins að skipuleggja ókominn tíma. Íslenskum kristniboðum hefur, að sögn Jakobs, orðið mjög vel ágengt í Pókot, bæði við uppbyggingu skóla, kirkna og heilsugæslu í samstarfi við Norðmenn „Ég þekki ekkert starf Íslendinga á erlendri grundu sem jafn- ast á við þetta. Er ég þó margvís maður og kallaður „öld- ungur“ þarna úti,“ segir hann hlæjandi. Jakob ber einnig lof á starf Íslendinga á nálægum slóðum, í Konsó í Eþíóp- íu, en þangað komu íslenskir kristniboðar fyrst árið 1956. „Pókot hefur á undraskömmum tíma byggt upp kirkju sem er með fleiri virka meðlimi en okkar eigin kirkja. Það er stórmerkilegt. Prestastéttin telur nú um tuttugu manns og sjálfur hef ég ekki verið viðriðinn merkilegra verkefni en að kenna á undirbúningsnámskeiði þessara presta,“ segir Jakob. Hann segir kristnina hafa opnað Pókotmönnum fram- tíðarsýn enda felist í henni framsækin hugsun. „Í þeirra huga er dauðinn aldrei lausn, aðeins hryllingur. Flökt anda í dimmu og myrkri. Illur andi situr alls staðar að svikráðum við þá, í ljóninu sem ræðst á þá, í fjallinu sem gýs. Kristin trú færir þeim hins vegar þá trú að goðmögn stjórni ekki gangi náttúrunnar og að sá sem reis upp frá dauðum á páskum hafi vald yfir illum öndum. Kristin trú færir þeim umfram allt trú á framtíðina og tilgang lífs- ins.“ Samkeppni er á þessu sviði sem öðrum en Jakob segir íslam sækja fram í Keníu og víðar í Afríku og augljóst að þar séu miklir peningar á bak við. „Heiðnin heldur líka Fósturfjölskylda Jakobs og Auðar Daníelsdóttur: Cornelíus, Carroline og dætur. Hann er safnaðarleiðtogi og fyrrum nem- andi. Hún æfir langhlaup eins og fleiri í fjölskyldu Jakobs. Ganga aftur á bak upp í tímann Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson hefur varið drjúgum tíma í Pókot- héraði í Keníu síðan hann lét af starfi dómkirkjuprests fyrir um þremur árum. Hann segir þjóðirnar geta lært hvora af annarri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson við guðsþjónustu í Pókot. Hann ber heimamönnum afar vel söguna. Þeir hafa tekið vel í kristniboðskap Íslendinga. Ljósmyndir/Jakob Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.