SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 38
38 4. apríl 2010
Þ
að er búið að vera mikið að gera í kringum
þennan mánuð,“ segir Gauti Torfason,
sem er af annarri kynslóð rakara á Herra-
mönnum í Kópavogi. „Menn hafa verið að
safna mottum í mars en skegg hefur einnig verið í
tísku um nokkurt skeið. Það þarf að snyrta þetta,
móta og laga til. Og nú þegar mottumars er búinn er
nokkuð um að menn komi og vilji taka það í burtu.
Þá vilja menn almennilegan rakstur.“
Gauti Torfason, sem er af annarri kynslóð rakara á
rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Torfi
Guðbjörnsson, faðir hans, stofnaði rakarastofuna
árið 1961 og sonur hans, Andri Týr, vinnur á stof-
unni.
„Hér hefur nánast alltaf verið gamaldags rakst-
ur,“ segir Gauti. „Þetta minnkaði á tímabili, en nú
er það að færast í vöxt aftur. Ég er viss um að fleiri
verða með yfirvaraskegg en áður eftir mottumars.
Margir voru að kynnast þessu í fyrsta skipti núna.
Og svo er líka meira um alskegg.“
Á þessari gamalgrónu rakarastofu eru notaðir
hnífar í raksturinn. „Rakhnífar eru einhver beitt-
ustu verkfæri sem til eru. Af því að þeir þurfa að
vera það. En upphaflega, þegar menn fóru að raka
sig með hníf var ekkert annað í boði. Rakvélablaðið
kom seinna á markaðinn. Þótti náttúrlega hand-
hægara. Menn voru fljótari, en gæðunum er ekki
saman að jafna. Og ætli menn hafi ekki haft meiri
tíma í gamla daga. Nú þarf allt að gerast á þremur
mínútum.“
Hann þagnar.
„Það er betra hægt. Eða þær segja það allavega.“
Húðin verður betri
Öll verkfæri í góðan rakstur eru seld hjá Herra-
mönnum. „Við erum með gæðabursta, góðar rak-
sápur og sköfur,“ segir Gauti. „Þetta er vönduð
vara, ekkert einnota, eins og það er kallað. Og við
mokum út bæklingnum sem við gáfum út um rakst-
ur. Þar er kennsla í rakstri, af því að menn eru ekki
með þá aðferð á hreinu og raka sig til óþæginda,
eins og sagt er. Þeir fara að finna fyrir því í húðinni
ef þeir þjösnast á þessu. En ef menn taka sér tíma
líður þeim betur á eftir og húðin verður betri.“
Eitt algengasta umkvörtunarefnið hjá viðskipta-
vinum hárgreiðslustofunnar er verð á rakvélablöðum,
að sögn Gauta. „Það eru til ódýrari valkostir. Gamla
skafan fyrir rakvélablaðið, eins og pabbi þinn og afi
notuðu. Þá er sett rakvélablað í sköfuna, bara eitt blað,
og hægt er að kaupa tíu blöð á 1.300 krónur. Þá hefur
hvert blað tvær hliðar og getur enst frá fimm og upp í
tíu rakstra – það fer eftir skeggrótinni, hversu hörð
hún er og hversu vandlega menn vinna. Ef menn sápa
vel og raka sig eins og á að gera þá endist blaðið mun
lengur.“
Skeggið er áhugamál
Og sumir vilja aðeins snyrta skeggið, ekki raka það af.
„Við höfum alltaf verið með marga karlmenn í skegg-
snyrtingu,“ segir Gauti. „Ef menn safna skeggi vilja
þeir forma það, ekki sleppa því alveg lausu. Það þarf að
vera lag á því. Sumir gera það sjálfir fyrir framan speg-
ilinn og svo koma sumir til okkar. Það er að verða
meira um það.“
Skeggsnyrting kostar frá 1.000-2.500 króna, allt eftir
umfanginu. „Stundum þarf aðeins að laga það til og
skera línu, en þurfi að forma skegg frá grunni tekur það
lengri tíma. Þá þarf að taka tillit til andlitslagsins. Sum-
ir nota skeggið til að rétta andlitið af. Það er allur gang-
ur á því. Einn var að stíga upp úr stólnum núna og lítur
út eins og jólasveinn – vill hafa sítt skegg.“
„Ég er algjör jólasveinn!“ heyrist að baki honum.
– Skeggið flokkast jafnvel undir áhugamál?
„Já, það er áhugamál hjá mörgum. Þeir sem eru með
gott skegg, þegar þeir koma til mín, leggja miklu meiri
áherslu á skeggið, að hvert hár sé uppraðað eins og ég
orða það, en hárklippinguna. Skeggið er hluti af lífs-
stílnum. Menn eru alltaf að gera tilraunir með það, nota
til dæmis skeggvax og bretta það í allar áttir. Það getur
verið heilmikil vinna í kringum skegg. Og það er miklu
minna mál að raka sig en að leggja rækt við skeggið.“
Ef fólk vill fara í klippingu þarf það ekki að panta
tíma hjá Herramönnum, sem eru í Neðstutröð í Kópa-
vogi, heldur mætir það bara og bíður. En ef karlmenn
vilja fara í rakstur þarf að panta það, því það krefst
meiri undirbúnings. Það þarf að gera hnífana klára.“
Skeggið
færist í
vöxt
Það er nóg að gera á gamaldags
rakarastofunni Herramönnum
að raka motturnar að liðnum
mars. En svo eru þeir sem vilja
halda skegginu. Þrír karlmenn
lögðu leið sína á Herramenn í
sínu fínasta pússi.
Texti: Pétur Blöndal
Ljósmyndir: Árni Sæberg