SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Qupperneq 44
44 4. apríl 2010 Það virðist ekki vera nóg fyrir tónlistarmann- inn Beck Hansen að dæla út ábreiðuplötum í stórum stíl þessa dagana, heldur hefur nú verið tilkynnt að lög eftir hann verða í kvik- myndinni Scott Pilgram Vs. The World sem kemur í kvikmyndahús vestanhafs í ágúst. Nigel Godrich sem unnið hefur með Ra- diohead og Beck mun sjá um að velja tón- listina í myndina og munu lög eftir hljóm- sveitir á borð við Broken Social Scene, Metric, and Cornelius, hljóma í henni. Með aðalhlutverki í myndinni fara til dæmis Mich- ael Cera og Jason Schwartzman. Beck með tónlist í nýrri kvikmynd Tónlistarmaðurinn Beck er með næg járn í eldinum þessa dagana. Bankainnistæðan hjá Pete Doherty mun stækka í sumar samkvæmt the Guardian. Reuters Sú saga flýgur nú um tónlistarheiminn að ólátabelgirnir í hljómsveitinni The Libertines muni koma aftur saman í sumar og spila á tónlistarhátíðum á Englandi. Það eru komin átta ár síðan fyrsta plata sveitarinnar Up the Bracket kom út og síðan þá hefur ferill henn- ar verið ansi skrautlegur, eiturlyfjaneysla og slagsmál komið mikið við sögu, þá sér í lagi hjá söngvaranum Pete Doherty. Hátíðirnar sem um ræðir verða í Reading og Leeds, helgina 27. til 29. ágúst. Og verð- ur þetta í fyrsta sinn síðan 2004 sem sveitin kemur saman. Samkvæmt dagblaðinu Gu- ardian fá þeir félagar um eina og hálfa millj- ón punda fyrir tónleikana tvenna. The Libertines koma saman í sumar Það voru ekki til margir geisla- diskar á heimilinu þegar komið var heim með fyrsta geislaspil- arann úr fríhöfninni fyrir um 18 árum. Einn diskur var með frá byrjum og var það Greatest Hits með ofurhljómsveitinni Queen. Fáar hljómsveitir hafa sent frá sér jafnmarga smelli á jafn stuttum tíma og Queen gerði. Á árunum 1973 til 1981, þegar Greatest Hits kom út, komst hver rokksmellurinn á fætur öðrum á topp vinsældalista í heiminum. Sendu þeir fé- lagar Freddie Mercury, Brian May, John Deacon og Roger Taylor frá sér alls tíu plötur á þessum árum. Diskurinn var ósjaldan spilaður í gegn á stóra svarta Sony-spilaranum og oft sungið með hástöfum. Þessi endurtekna spilun hefur síðar gert það að verkum að þegar hlustað er á diskinn núna þá er textinn raulaður með í nánast hverju einasta lagi. Þegar rennt ef yfir lagalistann á þessari miklu safnplötu fer ekki á milli mála að hér er þungavikt á ferðinni, svoleiðis yfirfull af smellum. „Another One Bites the Dust,“ „Killer Queen ,“ „Crazy Little Thing Called Love“ og „Don’t Stop Me Now, “ eru bara nokkr- ir þeirra smella sem finna má á plötunni og ekki má gleyma lokalaginu „We Are The Champions,“ sem er orðið þjóðsöngur sig- urvegara í íþróttum um allan heim. Það fór mikið fyrir söngvaranum Freddie Mercury í laga- og textasmíðum á plötunni, því af þeim 17 lögum sem komust á plötuna er Mercury skrifaður fyrir tíu þeirra. Hin eru eftir þá félaga Brian May og John Deacon. Ekki nóg með það að platan var hátt í 500 vikur á metsölulistum í Bretlandi, heldur er þessi fyrsta safnplata sveit- arinnar líka söluhæsta safnplata fyrr og síðar á Bretlandseyjum. Óhætt að segja að meðlimir Queen hafi í raun verið konungarnir. Hvernig getur plata sem byrjar á „Bo- hemian Rhapsody“ og endar á „We Are The Champions,“ lögum sem hvert mannsbarn kann utan að, verið annað en klassík? Matthías Árni Ingimarsson PoppklassíkGreatest Hits – Queen Mest selda safnplatan og 500 vikur á toppnum Þ egar nafn Imeldu Marcos ber á góma bregst það ekki að allir fara að tala um skó. Það kemur ekki á óvart í sjálfu sér því þegar hún hrökklaðist úr landi með eiginmanni sínum, einræðisherr- anum Ferdinand Marcos, í ársbyrjun 1986 skildi hún eftir sig 3.000 skópör. Ferdinand er löngu dauður en Imelda lifir og er enn jafn for- vitnilegt fyrirbæri og forðum; hvað er það sem knýr fólk eins og hana áfram? Þetta er spurn- ing sem ýmsa fýsir að vita svarið við og þar á meðal tónlistarmanninn David Byrne. Hann lét sér þó ekki duga að spyrja, því hann hófst handa um að leita að svari og sú leit endaði sem söngleikurinn Here Lies Love sem kemur út á diski á þriðjudaginn. Here Lies Love er reyndar ekki eiginlegur söngleikur, heldur söngvasafn sem fjallar um Imeldu frá ýmsum hliðum. Byrne leitaði til Norman Cook, eða bara Fatboy Slim, um að setja leikinn saman, enda vildi hann hafa tón- listina danskennda, eiginlega hreint diskó eða því sem næst, því Imelda hafði dálæti á diskói, var tíður gestur á þeirri frægu búllu Studio54 og setti meira að segja upp diskótek á einu heimila sinna í New York á áttunda áratugnum og þar dunaði dansinn þegar Imelda drap þar niður fæti á innkaupaleiðöngrum sínum. Þeir Byrne og Fatboy Slim eru ekki þeir einu sem koma við sögu, heldur kallaði Byrne á ýmsa söngvara til þess að gefa skífunni sem líflegast yfirbragð og þannig syngja á henni meðal ann- arra Florence Welch (Florence and the Mach- ine), St. Vincent, Tori Amos, Martha Wainw- right, Nellie McKay, Steve Earle, Cyndi Lauper, Sharon Jones (Sharon Jones & The Dap Kings), Santigold (áður Santogold) og Natalie Merchant, en Byrne syngur sjálfur eitt lag og eitt með öðr- um. Heiti skífunnar er fengið frá væntanlegri graf- skrift eftir Imeldu sem hún valdi sjálf og text- arnir eru byggðir á tilvitnunum í Imeldu. Hvergi örlar á gagnrýni í textunum eða framsetningu þeirra, enda segist Byrne ekki vera að gera þennan tíma upp: „Mér fannst forvitnileg sú spurning hvað það væri sem knýr valdamikið fólk, hvað heldur því gangandi,“ segir hann í inngangi að skífunni, en henni fylgir ríflega 100 síðna bók. Annað sem vakti fyrir Byrne, ef marka má viðtöl sem hann hefur veitt í tilefni af útgáfunni, er að hann langaði til að búa til söngvasafn sem styngi í stúf við þann sið nútímamannsins að tína stök lög af skífum og skeyta ekki um heild- ina; „því fleiri lög sem maður heyrir í slíkum lagaflokki, þeim mun meiri dýpt og saga birtist“. Sönglagasafn um Imeldu Marcos er nýjasta verkefni David Byrne og Fatboy Slim, en á skífunni er rýnt í lífssögu Imeldu við svellandi diskótakt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Byrne og Marcos David Byrne er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í músík, en hefur sjald- an tekið eins sérkennilegan krók. Imelda Marcos er ríflega áttræð. Fjölskylda hennar var þokkalega stæð, þó Imelda hafi síðar haldið því fram að hún hafi alist upp í fátækt. Þegar Marcos-hjónin voru hrakin úr landi skildi Imelda eftir sig 3.000 skópör, eins og frægt varð, en einnig 1.200 gala-kjóla, 35 loðfeldi, 1.500 handtöskur og 500 brjóstahaldara svo fátt eitt sé nefnt. Fataherbergi hennar var ríflega 500 fermetrar. Imelda er enn í fullu fjöri og hún er meðal annars í framboði til þings í kosningum á Filipps- eyjum sem haldnar verða í næsta mánuði. Imelda Marcos er enn í fullu fjöri. Skór, pelsar og kjólar Tónlist Ókrýndur konungur ný-hippanna, tónlist- armaðurinn Devendra Banhart, hefur neyðst til að aflýsa tónleikaferðalagi sínu í Banda- ríkjunum sökum fótbrots. Banhart tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að hann hefði slas- ast á hjólabretti stuttu fyrir tónleika. Ætlaði hann að reyna allt til að spila á tónleikunum, jafnvel rúmliggjandi, en læknar hafa ráðið honum frá því. Banhart mun þó koma fram á Isle of Wright-hátíðinni í júní og fylgja eftir síðustu plötu sinni, What We Will Be. Devandra slakar á baksviðs fyrir tónleika. Aflýsir tónleikum

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.