SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Blaðsíða 47
4. apríl 2010 47 LÁRÉTT 1. Steikir brá með áverka (10) 4. Ekki nýtur sjór er mattur. (8) 8. Með Loft ræ og sting að lokum með sérstöku tæki. (11) 12. Ærð í kaffi færði undir vatn. (8) 13. Gef unglegri glas mjög óskipulega. (12) 15. Haf fær einfalt yndi út af sársauka. (7) 16. Horfi á hús hjá prestinum. (6) 17. Snjókoma með litlum boltum er lífshættuleg. (9) 19. Stór hæstaréttarlögmaður á al eða eitthvað í þá áttina. (6) 21. Meitt bak hjá sorgmæddum. (10) 23. Karfa fær mið á banka. (8) 25. Hluti af örgjörva sem gefur okkur sársauka af stærðfræði. (10) 27. Háð í Íran gefur ekkert til að flækjast fyrir. (6) 28. Var menntaskóli með pumpur sem pumpuðu hita. (10) 30. Virki sönghóps er útbygging kirkju. (8) 31. Æ, illvígt vegna ómerkilegrar. (8) 32. Dillar sér um gull, ennþá að reyna að finna illa lyktandi. (9) 33. Grassvörður gerir einhverja erfiða brjálaða. (8) LÓÐRÉTT 1. Endalok á félagsskap iðnaðarmanna er hvenær eitthvað er útrunnið. (9) 2. Bruna í bardaga að tilhlaupi. (7) 3. Ég lit rósar sé í plöntu (7) 5. Aumingjar og Nanna fúslega koma í ljós. (7) 6. Meiðsli flytur skapvonda. (9) 7. Er hálfvegis að eyðast að sögn við að skeyta skapi. (7) 9. Fælir jarm frá því að þvælast í mælitæki. (9) 10. Skamm, sjór flýgur. (7) 11. Gunnar og blaut fá agn í röksemdafærslu. (7) 14. Fullyrða að hafi hitt pláss. (8) 18. Hannes ekki einfaldlega festi vel með höggi þessa maskínu. (11) 19. Gull, kakí og lóin eru ekki góð fyrir líkamann. (10) 20. Lík var bál í villuljósi. (11) 21. Maskínan sem er stigin framleiðir skófatnaðinn (9) 22. Gefum hérum gap svona sirka. (3,2,3) 24. Horfnir þurrka út fuglana. (8) 26. Viðloðun afhendir gegn greiðslu dýr. (8) 29. Örlagastund nær að batna. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 4. apríl rennur út fimmtudaginn 8. apríl. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 11. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafar krossgátunnar 28. apríl sl. eru Helga og Bryndís Brynjólfsdætur. Þær hljóta í verðlaun bókina Kirkja Hafsins eftir Ildefonso Falcones. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Sagt er að á yngri árum hafi Vasily Smyslov, sem lést þann 27. mars sl. 89 ára gamallm, alið með sér mikinn metnað á sviði óperu- söngs og jafnvel reynt að komast að hjá Stóra leikhúsinu í Moskvu, Bolshoi. En skákin varð ofan á. Smyslov kvaddi sér hljóðs aðeins 17 ára gamall þegar hann varð efstur á Skákþingi Moskvu. Um það leyti var helsta stjarna Sovét- ríkjanna Mikhael Botvinnik. Sá varð heimsmeistari árið 1948 í keppni fimm stórmeistara sem haldin var eftir að Alexander Alj- ékín féll frá. Það átti fyrir Smyslov og Botv- innik að liggja að halda skákunn- endum víða um heim spenntum á sjötta áratugnum. Botvinnik tefldi lítið á þessum árum en hélt þeim mun fastar um heimsmeist- aratitilinn. Eftir sigurinn í áskor- endamótinu í Zürich 1953 tefldi Smyslov við Botvinnik í Moskvu 1954. Þeir skildu jafnir, 12:12. Betur gekk Smyslov í annarri til- raun og vann hann þá 12 ½ : 9 ½. Hann varð þá sjöundi heims- meistarinn. En ríki hans stóð stutt – í aðeins eitt ár. Botvinnik hafði laumað inn klásúlu í einvíg- isskilamála: ef hann tapaði ætti hann rétt á öðru einvígi. Í þriðja einvíginu sem fram fór 1958 vann Botvinnik 12 ½ : 10 ½ og endurheimti titilinn. Smyslov reyndi nokkrum sinnum fyrir sér eftir það en lengst komst hann í áskorendakeppninni 1984 þá 63 ára gamall og tefldi hann við Kasparov um réttinn til að skora á heimsmeistarann Karpov – en tapaði. Smyslov kom þrisvar til Ís- lands, á Reykjavíkurmótinu 1974 varð hann efstur með 12 vinninga af 14 mögulegum. Hann virtist ekkert hafa fyrir hlutunum, sett- ist framarlega við sviðið eftir að hafa leikið og virti fyrir sér stöð- una á sýningarborðinu. Þegar komið var að honum að leika studdi hann hönd undir kinn og lék án átaks. „Stíllinn minnir helst á fljót sem streymir lygnt og vatns- mikið og eirir engu á leið sinni,“ skrifaði Friðrik Ólafsson í tíma- ritið Skák eftir mótið. Skákir hans frá þessu móti fóru víða, t.d. sigrar hans yfir Friðrik Ólafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni. Næst kom Smyslov árið 1977 og var aðstoðarmaður Spasskís í einvíginu við Vlastimil Hort. Þá tefldi hann á 60 ára afmælismóti Friðriks árið 1995. Vasily Smyslov er minnst sem mikils heið- ursmanns sem jók virðingu hverrar keppni sem hann tók þátt í. Ef hann lagði eitthvað til málanna fannst aðdáendum hans jafnan eins og mikill spámaður lyki þar uppi munni. Af mörgu er að taka þegar rennt er yfir skákferil Smyslov. Í London 1983 mætti hann Ung- verjanum Zoltan Ribli, 30 árum yngri manni og vann 6 ½ : 4 ½. Þar blómstruðu taktískir hæfi- leikar hans. Tveir leikir, 23. Rh5 og 26. d5! setja af stað eftir- minnilega leikfléttu: London 1983; 5. skák: Smyslov – Ribli Tarrasch vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. O-O O-O 9. a3 exd4 10. exd4 Bf6 11. Dc2 h6 12. Hd1 Db6 13. Bc4 Hd8 14. Re2 Bd7 15. De4 Rce7 16. Bd3 Ba4 17. Dh7+ Kf8 18. He1 Bb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Rg3 Rg6 21. Re5 Rde7 22. Bxh6 Rxe5 23. Rh5 Rf3+ 24. gxf3 Rf5 25. Rxf6 Rxh6 26. d5! Dxb2 27. Dh8+Ke7 28. Hxe6+! fxe6 29. Dxg7+ Rf7 30. d6+! Hxd6 31. Rd5+! Hxd5 32. Dxb2 b6 33. Db4+ Kf6 34. He1 Hh8 35. h4 Hhd8 36. He4 Rd6 37. Dc3+ e5 38. Hxe5! Hxe5 39. f4 Rf7 40. fxe5+ Ke6 41. Dc4+ – og Ribli gafst upp. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Vasily Smyslov – sjöundi heimsmeistarinn fallinn frá Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.