SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Síða 50

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Síða 50
50 4. apríl 2010 S afnið er tíu ára í júní og þessi viðurkenning er besta afmælisgjöf sem við gátum fengið,“ segir Bera Nordal forstöðumaður Nordiska Akv- arellmuseet, Norræna vatnslitasafnsins, en það var í liðinni viku útnefnt „Besta safn Svíþjóðar árið 2010“. Safnasamtökin í Svíþjóð og alþjóðlegu safnasamtökin ICOM standa að tilnefningunni. Í úrskurði dómnefndar kemur fram að safnið hafi náð framúrskarandi árangri í að vekja athygli almennings á þeirri breidd og gæðum sem finna megi í vandaðri vatnsli- talist, auk þess að það hafi náð að viðhalda miklum vin- sældum meðal gesta. Þá er safnið sagt búa til og setja upp sýningar sem eru á heimsmælikvarða og sé til fyr- irmyndar hvað varðar samþættingu sýninga, rannsókna og menntunar. Með starfinu í safninu hafi tekist að um- breyta nærsamfélaginu. „Vitaskuld erum við mjög ánægð með þetta álit,“ segir Bera, sem hefur nú stýrt Nordiska Akvarellmuseet í nær sjö ár. Áður starfaði hún sem forstöðumaður Listasafns Ís- lands og stýrði hinum kunna sýningarstað Malmö Konst- hall. „Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir að vera með sýningar á heimsmælikvarða en ekki síður fyrir safn- fræðsluna, menntun og rannsóknir, sem við höfum lagt sífellt meiri áherslu á,“ segir hún. „Vissulega höfum við breytt þessum litla bæ. Umheimurinn á erindi hingað.“ Í fyrra heimsóttu 235.000 gestir þetta fallega safn við hafið á eynni Tjörn norðan við Gautaborg. Bera segir það vissulega vera afar góð aðsókn, jafnvel þótt miðað sé við listasafnið í Gautaborg eða söfnin í Stokkhólmi. „Við erum hér úti á eyju; staðsetningin við hafið er mjög sérstök. Ég féll fyrir þessum stað strax þegar ég sá hann, áður en ég var ráðin hingað. Náttúran og safnið mynda sterka heild. Taka þarf tillit til hvors tveggja – það er ekki hægt að sýna lélega list í þessu safni. Náttúran er það áhrifamikil.“ Upplifunin af hverri sýningu komi á óvart Nordiska Akvarellmuseet er sjálfseignarstofnun. Bera segir að ekki hafi verið auðvelt að koma rekstrinum af stað en nú sé hann kominn með sterkar stoðir. „Við höfum notið mikils stuðnings, bæði frá sýslunni og sveitarfélaginu, og ríkið kemur einnig að þessu, í minna mæli þó,“ segir hún. „Þetta litla sveitarfélag veitir safninu tvær milljónir sænskra króna á ári. Það er aðdáunarvert hvað fólkið hér hefur sýnt mikinn skilning á starfseminni. Það hefur líka verið mikilvægt fyrir okkur að því finnst þetta vera þess safn.“ Þetta er sérhæft safn sem sýnir og safnar eingöngu verkum sem byggjast á vatni og litarefnum. „Þessi sérhæfing er styrkur. Enginn annar er að vinna á þessu sviði. Grunnurinn í sýningarstefnunni eru vatns- litaverk á pappír, í samtímamyndlist og klassík. Akríl- myndir tengjast oft vatnslitum. Við höfum ekki verið mjög stíf í þessum skilgreiningum, sérstaklega ekki innan sam- tímalistarinnar. Í stað þess reynum við að skapa spennu.“ Bera segir safnið sýna norræna listamenn og alþjóðlega í bland. „Hrynjandin í sýningunum skiptir miklu máli, að Myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Möguleikarnir eru óendanlegir Norræna vatnslitasafnið var í liðinni viku valið Besta safn Svíþjóðar árið 2010. Bera Nor- dal stýrir safninu sem þykir í fremstu röð fyrir sýningar á heimsmælikvarða og einnig fyrir rannsóknir og menntun. Bera Nordal segir umheiminn eiga erindi í safnið. Helena Roos er einn listamannanna sem hefur unnið með rými safnsins. Frá sýningu danska listamannsins Adam Saks í Nordiska Akvarellmuseet. Ljósmyndir/Christer Hallgren Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.