SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 9

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Qupperneq 9
13. júní 2010 9 G uðmundur Guð- bjarnason, formaður Landssambands sum- arhúsaeigenda, segir sambandið hafa miklar áhyggjur af innbrotum í sumarbústaði undanfarin misseri. Innbrotin séu oft harmleikur fyrir þá sem verða fyrir þeim. „Þetta eru ekki bara innbrot, eins og fólk hefur lýst þessu fyrir mér er þetta svo sóðalegt. Þetta er okkar kæri reitur og hann er saurgaður. Það er kannski ekki bara búið að taka sjónvarps- tæki eða rest af einhverju áfengi eða eitthvað slíkt. Það er aðkoman að þessu,“ segir Guðmundur. Ímyndin eyðilögð Guðmundur segir að fólk viti jafnvel ekki af því að brotist hafi verið inn í sumarbústaðina þess fyrr en það mætir á stað- inn, þá hugsanlega til þess að gera sér glaðan dag með ætt- ingjum og vinum, og kemst þá að því að einhver eða einhverjir hafi verið þar innandyra og jafn- vel í talsverðan tíma. Þetta geti hæglega svipt fólk mun meiru en aðeins veraldlegum eigum þess. „Það er jafnvel búið að eyðileggja þá hugmynd sem fólk hafði um þennan stað. Því finnst hann vera orðinn óhreinn,“ segir Guðmundur. Málið mikið rætt Guðmundur segir að innbrotin hafi verið rædd á vettvangi Landssambands sumarhúsaeig- enda en aðkoma þess að mál- inu til þessa hafi aðallega falist í því að upplýsa félagsmenn um það og viðbrögð við því. Þannig komi t.a.m. á næst- unni út árlegt blað sambandsins sem dreift er til félagsmanna þar sem finna megi ýmislegt efni þessu tengt. Fyrst og fremst sé það einstakra sum- arhúsafélaga að bregðast við innbrotunum að öðru leyti. Endurtekin innbrot Guðmundur segir að sum- arbústaðaeigendur hafi verið að reyna að bregðast við þessari óværu, t.a.m. með því að koma upp hliðum og dýrum örygg- iskerfum. Hann segir að það sé eins og svona innbrot komi í bylgjum og séu skipulögð af einhverjum einstaklingum í þjóðfélaginu sem virðast end- urtaka þau aftur og aftur. „Ef þeim gengur vel í fyrsta skiptið fara þeir aftur. Þeir láta ekki eitt skipti duga. Eins og núna var komið upp um 30-40 innbrot eins hóps. Það er eins og þeir eiri engu þar til það bara kemst upp um þá. Þetta er alveg plága,“ segir Guðmundur. „Þetta er plága“ Guðmundur Guðbjarnason Ásdís segir að miðað við að- stæður megi segja að þau hafi verið heppin. Bæði að þau skyldu endurheimta mest af því sem stol- ið var en einnig vegna þess í hversu stuttan tíma þjófarnir hafa að öllum líkindum verið í bústaðn- um. Fyrir vikið hafi þau ekki feng- ið neina óþægindatilfinningu við að vera í bústaðnum eins og sennilega hefði verið raunin ef þjófarnir hefðu verið í honum í lengri tíma og jafnvel sofið þar. Þá hafi þau ekki uppgötvað innbrotið við það að koma í bústaðinn eins og sjálfsagt ýmsir heldur verið til- kynnt það af lögreglunni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.