SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 10

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Page 10
10 13. júní 2010 H ún kom ekki á óvart fréttin á forsíðu föstudagsblaðs Morgunblaðsins um að Besti flokkurinn og Sam- fylkingin hefðu boðið Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, fráfarandi borgarstjóra, að verða forseti borgarstjórnar. Þetta hefur reyndar legið í loftinu í heila viku, eða allar götur frá hinum fíflalega blaðamannafundi á þaki Æsufellsblokkarinnar, þar sem aðeins var tilkynnt um tvennt, þ.e. að Besti flokkuinn og Samfylkingin ætluðu að starfa saman í meirihluta og að Jón Gnarr yrði borgarstjóri og Dagur B. Egg- ertsson yrði formaður borgarráðs. Engar efnislegar upplýsingar voru veittar um samstarfið, heldur bara bullað og þvælt og ekkert af því sem sagt var var einu sinni hið minnsta skemmti- legt. Hanna Birna er sá borg- arfulltrúi sem nýtur lang- mests trausts og vinsælda meðal Reykvíkinga og nær það traust langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins. Hún lagði til að allir í borg- arstjórn störfuðu saman og verkefnum og ábyrgð yrði deilt út til borgarfulltrúa í hlutfalli við niðurstöður kosninganna. Þessu hefði Jón Gnarr ugg- laust getað unað, enda fékk framboð hans 6 borgar- fulltrúa, 34,7% atkvæða, 1,1 prósentustigi meira en Sjálf- stæðisflokkurinn, sem var með 33,6% fylgi og fimm borgarfulltrúa. Öðru máli gegnir um Dag og Samfylk- inguna, sem hefðu séð fram á takmörkuð áhrif í borgarstjórn ef um samstjórn allra hefði ver- ið að ræða, með 19,1% fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að það var Jón Gnarr sem átti hugmyndina að þessu tilboði til Hönnu Birnu og hann hefur þröngvað Degi og Samfylkingunni til að samþykkja. Ef ekki var um eitthvert svona útspil að ræða hjá hinum nýja meirihluta, sem er víst að koma málefnasamingi sínum á koppinn, hefði verið eðlilegt að tilkynna á fíflafundinum í Æsufelli hver yrði forseti borgarstjórnar, enda um mun áhrifameiri valdapóst að ræða í borgarkerfinu en þann sem Dagur fær, formennskuna í borgarráði. Líklega hefur Jón Gnarr verið manna fyrstur til þess að átta sig á því að borgarbúar myndu fá sig mjög fljótt fullsadda á trúðslátum. Hann hefur ugglaust séð að með því að gera Hönnu Birnu að forseta borgarstjórnar, væri hann sem oddviti Besta flokksins að stíga skref í þá átt sem Hanna Birna hafði talað fyrir um samstarf og sameiginlega ábyrgð. Og nú leita þeir Jón Gnarr og Dagur B. í smiðju til Sjálfstæðisflokksins, til þess að skreyta sig með lánsfjöðrum. Ekki eru þeir og þeirra lið það fiðruð, að slíkar skrautfjaðrir sem Hanna Birna leynist í þeirra röðum. Þeir vilja húkka sér far á vinsældavagni Hönnu Birnu og er það alveg skiljanlegt. En þarf ekki fleira að koma til? Þarf það ekki að liggja ljóst fyrir að tilboðið um forsetastól í nýrri borgarstjórn sé ekki einskorðað við það eina embætti? Þurfa Besti flokkurinn og Samfylkingin ekki að stíga skrefinu lengra og bjóða fulltrúum Sjálfstæðisflokks upp á raunverulegt samstarf, sem feli það meðal annars í sér að fulltrúar flokkanna fái formennsku í fagráðum borgarinnar í hlutfalli við kjörfylgi? Hanna Birna er í þröngri stöðu að segja nei takk, sem væri ugglaust það svar sem Dagur B. Eggertsson myndi helst vilja heyra. Hún boðaði samstarf og samábyrgð allra borgarfulltrúa og það tæki ugglaust ekki langan tíma fyrir andstæðinga henn- ar í pólitík að útleggja neitun hennar á þann veg að hún hafi ekki meint nokkurn skapaðan hlut með því sem hún sagði. Hún væri bara í fýlu af því hún fengi ekki lengur að vera borg- arstjóri. En vitanlega getur hún ekki heldur sagt já takk, nema fleira komi til. Hún er oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík og henni ber að tryggja að Besta flokknum og Samfylkingunni takist ekki að reka fleyg á milli hennar og annarra borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Því ber henni að tryggja að því verði hrint í framkvæmd sem hún boðaði sjálf, að samstarfið verði á milli allra 15 borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Vilja far hjá Hönnu Birnu Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Hanna Birna er í þröngri stöðu að segja nei takk, sem væri ugg- laust það svar sem Dagur B. Eggertsson myndi helst vilja heyra. Hanna Birna Jón Gnarr Kóalabjarnarungi hangir á kóalatuskudýri í dýragarðinum í borginni Duisburg í vesturhluta Þýskalands. Leikfangabjörninn er notaður til þess að vigta hinn enn ónefnda unga sem mældist 215 grömm og er við hesta- heilsu. Þessi nýjasta stjarna dýragarðsins fæddist fyrir 215 dögum en kom almenningi í fyrsta skipti fyrir sjónir á föstu- dag, dýragarðsgestum til ómældrar ánægju eflaust. Veröldin Vinir hanga saman Silja Úlfarsdóttir er nýbyrjuð sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni. Þá vinnur hún líka við frjálsíþróttaþjálfun samhliða því en Silja er gömul frjálsíþróttakempa. Það er nóg af verkefnum framundan hjá stétt íþróttafréttamanna þessa dagana enda heimsmeist- aramótið í knattspyrnu nýhaf- ið. 7.00 Vekjaraklukkan hringdi og ég var viss um að klukkan mín væri biluð, fannst ég vera nýlögst á koddann … Fór fram úr og klæddi mig og heyrði þá í litla eins árs af- reksmanninum mínum en hann var vaknaður líka. Við klæddum okkur og vöktum pabbann. 7.30 Lagði af stað í vinnuna en man eftir að fólk talaði allt- af um traffíkina á leiðinni úr Hafnarfirði til Reykjavíkur – og ég veit bara ekkert hvað fólk er að tala um? 8.30 Hleyp yfir á Bylgjuna (hugurinn er svo hægur á morgnanna – held ég kunni ekki á klukku svona snemma). Sagði þjóðinni íþróttafréttir – handboltalandsliðið tapaði fyr- ir Dönum daginn áður. 11.15 Hádegisfréttirnar til- búnar á blaði og ég fer inn með klipparanum og les inn frétt- irnar, en Carter Seymore ætlar að tilkynna í dag hvort hún má keppa aftur í 800 metrunum sem kona, en hún hafði verið send í kynjapróf eftir að hún varð heimsmeistari í 800 metra hlaupa í fyrra. Eftir þetta hentist ég á æfingu í Sporthús- inu og tók vel á því. Fékk mér góðan prótíndrykk eftir það. 13.00 Mætt upp í höf- uðstöðvar KSÍ á blaðamanna- fund, en þar var tilkynntur landsliðshópur kvenna fyrir næstu tvo leiki í undankeppni HM. 14.00 Settist við tölvuna ákveðin í að vera tilbúin með kvöldfréttirnar klukkan fjögur svo ég gæti æft mig fyrir kvöldfréttirnar og jafnvel planað þjálfun næstu daga, en ég þjálfa á „frídögum“ mínum. 16.00 Oh, kvöldfréttirnar ekki tilbúnar og blaðamanna- fundurinn sem ég ætlaði að fjalla um var blásinn af rétt fyrir fundinn, ég veit því ekki hvort Seymore er kona eða karl ennþá! 18.00 Les inn útvarpsfrétt- irnar hjá vinum mínum í Ís- landi síðdegis. Þar ruddist Logi Bergmann inn og stal athygli minni þar sem hann vildi ólm- ur tala um fína þáttinn sinn HM 442! Eftir þetta hentist ég í förðun hjá Stínu vinkonu minni og skellti mér í útsend- ingargallann, setti hljóðkút í eyrað og æfði textann minn – harðákveðin í því að negla fréttatímann. 18.50 Negldi útsendinguna (að mér finnst) og fór heim kát yfir að hafa ekki mismælt mig. Heima beið mín kvöldmatur, svo dönsuðum við Sindri minn við opnunartónleika HM, lék- um okkur og æfðum hann í að labba. 21.00 Horfði á HM-þáttinn og er ánægð með Rögnu Lóu – gaman að heyra sjónarmið konu í þessum karlafótbolta- heimi. 23.00 Búin að undirbúa næsta dag. Lagðist á koddann og hef örugglega verið sofnuð mínútu síðar! Silja Úlfarsdóttir íþróttafréttakona er önnum kafin enda að þjálfar samhliða fjölmiðlastarfinu. Dagur í lífi Silju Úlfarsdóttur Fréttatíminn negldur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.