SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Blaðsíða 23
13. júní 2010 23 A ð kvöldi 20. mars og nóttina þar á eftir var mjög skuggsýnt og lágskýjað. Flestir sem búa á vindasömum syðsta hluta landsins steinsváfu. Um kl. 22:30 þetta kvöld rifnaði jörð á Fimmvörðuhálsi, sem tengir tignarlegan Eyjafjallajökul við enn stærra eldfjall, sjálfa Kötlu.“ Þannig hefst ljósmynda- og fræðibókin „Eyjafjallajökull: Stórbrotin náttúra“ sem nýlega kom út. Er hún verk ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar og jarðeðl- isfræðingsins Ara Trausta Guðmundssonar og spannar hún tímabilið frá því eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi í mars fram til 15. maí. Ari Trausti segir að ekki sé hægt að fullyrða að eldsumbrotunum sé lokið þó að Eyjafjallajökull hafi haft hægt um sig undanfarið. Ástandið núna gæti allt eins verið hlé sem varir í vikur eða mánuði líkt og í gosinu 1821-23. „Nú er hægt að fylgjast með skjálftavirkni undir jöklinum en hún hefur verið að fjara út, sem er jákvætt. Þá er einnig hægt að fylgjast með lágtíðni óróa. Hann er eðlilegur núna líkt og þegar ekki gýs en það koma toppar, nokkurs konar hóstar, vegna gas- og gufusprenginga. Það myndi því enginn jarðvís- indamaður fullyrða að gosinu væru lokið,“ segir Ari Trausti. Öskufok er vandamál sem hefur verið viðvarandi í kringum gos- svæðið og hefur nýverið látið á sér kræla í Reykjavík og höfuðborg- arbúar urðu óþægilegar varir við. Ari Trausti segir að það öskulag sem liggur í grennd við gossvæðið muni að mestu hverfa ofan í jarð- veginn eða skolast burt með vatni. Ástandið á stöðum eins og Þórs- mörk, þar sem þunnt öskulag liggur yfir, muni stórbatna við hressi- lega rigningu. „Fínasta askan á svæðinu næst jöklinum mun hins vegar halda áfram að fjúka burt og öskufok verður líklega viðvarandi vandamál í sumar og jafnvel allt fram á það næsta, öllum til ama og leiðinda,“ segir Ari Trausti. Bókina segir hann vera margþætta. Hún gefi gott yfirlit um gosið frá A til Ö en veiti einnig almennan og áhugaverðan fróðleik. „Hún fjallar um gosið í Eyjafjallajökli en einnig um eldvirkni almennt og ekki síður um Kötlu sem mikið er rætt um í samhengi við gos í jökl- inum.“ kjartan@mbl.is Hóstandi eldgos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.