SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Síða 6
6 5. september 2010
Við lok kalda stríðsins voru Bandaríkjamenn með
pálmann í höndunum. Þeir voru eina heimsveldið.
Veldi þeirra eru þó takmörk sett og það hefur komið
fram bæði í Írak og Afganistan.
Þegar Barack Obama tilkynnti að bardagalið
Bandaríkjahers yrði kvatt heim og herinn yrði hér eft-
ir í takmörkuðu hlutverki í landinu ræddi hann meðal
annars um kostnaðinn af innrásinni í Írak. Hann
næmi billjónum dollara, sem að stórum hluta hefðu
verið teknir að láni.
Kostnaðurinn við að reka her og smíða vopn er
gríðarlegur og eykst eftir því sem tækninni fleygir
fram. Orrustuþotur eru sagðar í útrýmingarhættu
vegna kostnaðar. Ekkert ríki eyðir þó meira fé í her-
mál en Bandaríkin. Nú segir Robert Gates, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna, að skrúfa eigi fyrir
eyðsluna líkt og þegar er glímt við í Evrópu.
Í úttekt í vikuritinu The Economist er rifjað upp að
Paul Kennedy hafi í bók sinni The Rise and Fall of the
Great Powers sagt að herstyrkur væri í beinu sam-
hengi við efnahagsstyrk. Út frá þeirri kenningu væri
ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi efnahagsveldi
Kínverja, sem þegar væru komnir fram úr Bandaríkja-
mönnum í fjölda herskipa. Vitnað er í Andrew Krep-
inevich, sem stjórnar hugveitu um hermál og fjárlög í
Washington. Hann segir að Bandaríkin séu nú á svip-
uðum krossgötum og breska nýlenduveldið um alda-
mótin 1900. Þá þurftu Bretar að glíma við útþenslu-
stefnu Rússa og hraða iðnvæðingu Þjóðverja og
Japana. Þeim hefði tekist að viðhalda veldi sínu um
sinn, en spurning væri hvernig Bandaríkin brygðust
nú við.
Bandaríkin á krossgötum
Orrustuflugmaður sýnir listir sínar. Orrustuþotur eru
rándýrar og taldar vera í útrýmingarhættu.
Reuters
B
andaríkjamenn hafa nú kallað allt
bardagalið sitt heim frá Írak sjö og
hálfu ári eftir að þeir réðust inn í
landið. Barack Obama Bandaríkja-
forseti sagði í ávarpi að Bandaríkjamenn
hefðu nú gert skyldu sína í Írak og tímabært
væri að snúa sér að vandamálum heima fyrir.
Obama gekk þó ekki svo langt að segja að
átökum væri lokið í landinu og vandamálin
eru mörg. Á ágúst létu 426 manns lífið í
sprengingum og skotárásum, þar af 295
óbreyttir borgarar.
49.700 bandarískir hermenn eru eftir í
landinu, en voru þrisvar sinnum fleiri árið
2007. Þeir munu hafa það hlutverk að styðja
við uppbyggingu íraska hersins, vernda
bandarískt starfsfólk og mannvirki og standa
að aðgerðum gegn hryðjuverkum. Gert er ráð
fyrir að þeir verði í landinu fram á næsta
sumar og í fréttaskýringu fréttastofunnar AFP
sergir að íraski herinn sé enn það ófullburða
og skipulagslaus að líklegt sé að þeir verði
lengur. Babakir Sebari, yfirmaður íraska her-
ráðsins, segir að ekki verði hægt að beita
Íraksher til fulls fyrr en 2020. Rúmlega 4.400
bandarískir hermenn hafa fallið í Írak og
rúmlega 70 þúsund Írakar samkvæmt tölum
bandarískra og íraskra stjórnvalda.
Obama var andvígur innrásinni í Írak á sín-
um tíma Í ræðu sinni nefndi hann ágreining
sinn við George W. Bush um stríðið, en bætti
við að enginn gæti efast um „stuðning Bush
við hermennina okkar, ást hans á landinu og
skuldbindingu hans við öryggi okkar“.
Það voru engar skrúðgöngur þegar her-
mennirnir komu heim frá Írak og engir borð-
ar með áletrunum um að verkefninu væri
lokið.
Obama rakti gang stríðsins í ræðu sinni:
„Stríð til að afvopna ríki breyttist í baráttu
gegn uppreisn. Við lá að Írak liðaðist í sundur
vegna hryðjuverka og átaka milli þjóðfélags-
hópa. Þúsundir Bandaríkjamanna fórnuðu lífi
sínu; tugir þúsunda særðust. Samskipti okkar
við útlönd voru erfið. Það reyndi á einingu
okkar heima fyrir.“
Þessa mynd hefði mátt draga sterkari drátt-
um og nú blasir við spurningin hvað hafi
unnist. „Þessi dagur mun festast í minni allra
Íraka,“ sagði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, í sjónvarpsávarpi á þriðjudag. „Í dag
varð Írak fullvalda og sjálfstætt ríki.“
Sérfræðingar segja aftur á móti að Írak sé
langt frá því að geta talist fullvalda ríki og sé í
mjög veikri stöðu eftir tveggja áratuga refsi-
aðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna eftir
innrásina í Kúveit 1990 og sjö ára hernám.
Írakar greiða enn fimm hundraðshluta af ol-
íutekjum sínum í sérstakan sjóð SÞ, sem sér
um greiðslu stríðsskaðabóta. Írakar hafa nú
greitt 30 milljarða dollara í sjóðinn.
„Írak hefur árum saman reynt að end-
urheimta fullveldi sitt,“ segir Hamid Fadel,
sem kennir stjórnmálafræði við Bagdad-
háskóla, við AFP. „Hægfara brottflutningur
Bandaríkjahers kann að vera skref í þessa átt,
en enn eru margar hindranir á veginum …
Írak þarf enn á regnhlíf Bandaríkjamanna að
halda. Landið getur ekki varið sig sjálft.“
Það er til vitnis um vandann í Írak að enn
er pólitísk þrástaða og ekki er komin stjórn
eftir kosningarnar í mars. Á meðan situr al-
Maliki. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna,
sem fór til Íraks í vikunni, kvaðst eftir að hafa
rætt við pólítíska leiðtoga landsins sannfærður
um að stjórnarmyndun væri á næsta leiti.
Ijad Alawi var sigurvegari kosninganna í
mars. Hann býður fram á veraldlegum for-
sendum og vill hefja sig yfir togstreituna milli
súnníta og sjíta. Bandaríkjamenn gerðu Alawi
árið 2004 að fyrsta forsetanum eftir innrás og
hann sat í eitt ár. Í vikuritinu Der Spiegel
birtist í liðinni viku viðtal við hann, sem var
tekið á hótelherbergi í Kúveit. Alawi gerir lít-
ið úr kokhreysti al-Malikis: „Hann er ekki
sterkur. Hvaða styrkleika hefur hann? Að
hann stjórni einum ferkílómetra í Bagdad?“
Tarik Asis, sem var utanríkisráðherra Íraks í
tíð Saddams Husseins, segir að Bandaríkja-
menn skilji nú Írak eftir til að verða úlfunum
að bráð. Alawi segir að alls staðar ríki óttinn:
„Við stefnum í ástand, sem líkist Kúbudeil-
unni í október 1962. Óttinn breiðist yfir okk-
ur eins og risastór ábreiða. Við verðum að
gera allt í mannlegu valdi til að koma í veg
fyrir nýja spennu.“
Óvissa
blasir við
í Írak
Bandarískt
bardagalið
kallað heim
Lögregluþjónn á varðstöð í Bagdad 1. september, daginn eftir að hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers lauk formlega í Írak.
ReutersVikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Okkur hefur ekki tek-
ist að koma á lýð-
ræði. Við héldum
2007 að við værum
komin lengra en við
erum nú. Í raun erum
við nú komin á þann
stað þar sem enginn
treystir neinum leng-
ur og framtíð lands-
ins og heimshlutans
alls er í húfi.“
Ijad Alawi, íraskur
stjórnmálaleiðtogi.
Enginn
treystir
neinum
Krónu kjúklingabringur
1898 kr.kg
ódýrt og gott