SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 16

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 16
16 5. september 2010 greiða skuldir fyrrverandi forseta. Þetta köllum við trúnaðarbrest. Þeir fengu peninga frá almenningi til að gera ákveðna hluti og Parísarborg verður meðsek.“ Framboð Joly mun óhjákvæmilega hafa áhrif á störf hennar á Íslandi og ráðgjöf við embætti sérstaks saksóknara. „Ég byrjaði að vinna á Íslandi í mars 2009,“ segir hún. „Það var ekki gert ráð fyrir að það mundi vara að eilífu og störfum mín- um mun ljúka með eðlilegum hætti.“ Meira vill hún ekki segja, en bætir við þegar gengið er á hana að samkomulagið, sem gert var um störf hennar við íslensk stjórnvöld, renni út í árslok. Ánægð með uppbyggingu Joly vill heldur ekki tala um gang rann- sóknar embættis sérstaks saksóknara á hruninu. „En almennt get ég þó sagt að ég er mjög ánægð með uppbyggingu starfsliðsins,“ segir hún. „Á morgun [föstudag] hefst þjálfun 24 nýrra starfs- manna og ég mun ræða við þá. Þarna er komið mikið af upplýsingum, margir hugir leggja saman og það er forsenda fyrir því að ná árangri. Við höfum fengið mannskap og nýtt húsnæði. Einnig höf- um við smám saman áttað okkur á ferli afbrotanna. Hlutirnir eru mun skýrari nú en þeir voru í upphafi.“ Joly segir að í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis hafi verið sýnt fram á hvað gerðist og margar staðreyndir verið afhjúpaðar án þess að dregnar hafi verið ályktanir. „Þá vinnu erum við að inna af hendi.“ Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakaði sér- stakan saksóknara um óskiljanlegan yf- irgang og valdníðslu í rannsókn sinni á bankanum og krafðist rannsóknar á að- ferðum hans í viðtali í Fréttablaðinu fyrir viku. Hann beindi einnig spjótum sínum að Joly. Kvaðst hann hafa grunsemdir um að hér væri „frekar unnið í anda þess sem Eva Joly, sérstakur ráðgjafi saksóknara, lýsti í Silfri Egils … Þar fór hún vandlega yfir að það þurfi að fara með þetta mál fram á tveimur sviðum, annars vegar á sviði laganna og hins vegar á sviði al- menningsálits þar sem erfitt geti verið að fá menn sakfellda og dæmda fyrir meinta fjármálaglæpi“. Viðbrögð Sigurðar algerlega fyrirsjáanleg „Ég get aðeins sagt að reynsla mín og saksóknaranna í tengslanetinu, sem ég stofnaði 2005 og í eru um 30 saksóknarar alls staðar að úr heiminum, Indónesíu, Costa Rica, Nigaragúa, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi, er sú sama: þeir eru allir þreyttir á að verða fyrir árásum vegna rannsókna á málum, sem vekja athygli,“ segir Joly. „Svörin eru öll í rannsókn- argögnum, en saksóknarinn má ekki segja hvað þar er að finna. Þetta skapar ójafnvægi, sem mig grunar að þeir noti til að reyna að láta rannsakendurna líta út fyrir að vera jafn miklir glæpamenn og þeir eru sjálfir. Þeir reyna að snúa taflinu við með því að láta líta út fyrir að ann- arlegar hvatir búi að baki. Þetta er alger- lega fyrirsjáanlegt og ég get meira að segja sagt þér að öllum brögðum í bók- inni verður beitt til að koma í veg fyrir að málið fari fyrir dóm og, þegar það gerist, að dómur verði felldur. Þetta munu þeir gera með fjölda krafna um frestanir, ef það líða tíu ár eða fimmtán verða þeir all- ir áður en þar að kemur og það yrði góð staða. Og þegar það gengur ekki og þeir verða að standa reikningsskil gerða sinna verða þeir mjög veikir og þeir munu senda læknisvottorð þess efnis að þeir þoli ekki lýjandi setur í réttarsalnum. Þetta er ekki bara mín reynsla, heldur vandamál, sem allir þurfa að glíma við. Við sáum þetta í sérstaka dómstólnum vegna Júgóslavíu. Þeir sem eru í hárri stöðu í samfélaginu og eiga peninga eru ekki vanir að þurfa að svara spurningum. Þeir eru með góða lögfræðinga sem kunna öll brögðin. En svarið við spurningunni er að þetta kem- ur ekki á óvart. Hvað varðar það, sem hann hefur eftir mér, gæti það verið rétt. Inntak rannsóknar er lögum samkvæmt leyndarmál, en engu að síður þarf að upplýsa almenning, ekki um efnisatriðin, heldur til að gera grein fyrir því að rann- sóknin sé í góðum höndum. Það þarf að veita ákveðnar lágmarksupplýsingar og koma til skila hvaða vandkvæði er um að ræða. Ég veit ekki hvernig það er á Ís- landi, en það eru leiðir til að stöðva rann- sóknir og almenningsálitið veitir ákveðna vernd. Það er mikilvægt að al- menningur beri traust til stofnana og styðji rannsóknina. Hann getur sagt það sem honum sýnist, þetta er fyrirsjáanlegt og almenningur mun sjá allar upplýsing- arnar þegar og ef kemur í réttarsalinn.“ Joly segir að hugarfar þeirra, sem fremja efnahagsbrot, sé af allt öðrum toga en hjá hefðbundnum glæpamönn- um. „Þjófar og bankaræningjar vita að þeir eru í leik þar sem þeir brjóta reglur sam- félagsins,“ segir hún. „Þegar þeir nást vita þeir að það er hluti af áhættunni, sem þeir taka. Þeir, sem fremja efnahags- brot, eru svo vanir að halda að þeir séu hafnir yfir lögin að þeim finnst og þeir trúa að þeir hafi bara verið að gera það, sem allir séu að gera; að það sé ósann- gjarnt að þeir þurfi að svara til saka, en ekki kollegar þeirra í London eða Banda- ríkjunum.“ Hver eru gildi samfélagsins? Joly segir að þessi mál veki spurningar um gildi samfélagsins. „Ég var að skoða norskt blað, Dagens Næringsliv, fyrir viku og þar var mynd af ungum, mynd- arlegum manni. Ég hélt að þetta væri íþróttamaður, en undir myndinni stóð „samkvæmisljón“ og hann sagði: Líf mitt snýst um partí alla daga vikunnar. Ég hugsaði með mér að þetta væru þá gildi samfélagsins, ekki að vinna í þágu al- mannahagsmuna, ekki að reyna að leysa þau gríðarlegu vandamál, sem að okkur steðja, heldur að geta drukkið og skemmt sér. Það er brjálæði að leggja það til sem fyrirmynd fyrir annað fólk. Svo að ég snúi aftur að spurningunni í upphafi mun ég hafa á stefnuskrá minni að hampa ekki þessum gildum. Í Frakk- landi var umboðsmaður að gefa út eft- irtektarverða skýrslu þar sem hann segir að Frakkar séu í heild þunglyndir. Hann segir að átta milljónir manna óttist að fara undir fátæktarmörk. Ef tekjur þeirra minnkuðu um 50 evrur myndu þeir ekki geta borgað leigu og mat. Þetta er svaka- legt og þetta fólk er mjög nærri því að glatast. Rúmlega milljón eldri borgarar skrimta á 800 evrum á mánuði, tala ekki við annað fólk oftar en tvisvar á viku og stríða við mikið þunglyndi. Þetta er galið samfélag. Við erum að eyðileggja um- hverfi okkar, en það færir okkur ekki hamingju, heldur forheimskun.“ Joly segist ekki vita hvernig þessum Eva Joly yrði forsetaframbjóðandi nýrrar hreyfingar, sem nefnist á frönsku Eu- rope Ecologie, er þýða mætti vistkerfi Evrópu, sem hljómar ekki sérlega vel í þýðingu sem nafn á stjórnmálahreyfingu. Hreyfingin er sprottin upp úr flokki Græningja og tengdum flokkum og hreyfingum, þar á meðal hreyfingu Joly, Civil Society. Hreyfingin var mynduð í Frakklandi í október 2008 fyrir kosningarnar til Evrópuþingsins í fyrra og gekk svo vel – fékk 16,3% atkvæða – að hún bauð einnig fram til héraðsstjórnarkosninga í Frakklandi á þessu ári og fékk rúmlega 12% atkvæða. „Nú erum við sameinuð, einn nýr flokkur,“ segir Joly. „Í nóvember verður síð- an haldinn fundur þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um framboðið, en framboð mitt kom fram á þriggja daga sumarþingi hreyfingarinnar og ætti því ekki að koma neinum á óvart lengur.“ Joly segir að sameining þessara afla sé töluverð tíðindi vegna þess að Græn- ingjum hafi ekki vegnað vel í Frakklandi miðað við sambærilega flokka í Belgíu, Þýskalandi og Austurríki. „Flokkurinn fékk mjög lítið fylgi í Frakklandi og átti því mikið inni,“ segir hún. „Nú er kominn nýr kraftur í þetta afl. Það er vegna þess að komið er fólk úr Civil Society, sem vildi ekki einfaldlega verða Græningjar. Á listum þessarar nýju hreyfingar, Europe Ecologie – við tökum nafnið, sem við notuðum í Evrópukosn- ingunum – eru til skiptis græningjar og félagar úr Civil Society og það skapaði þennan gríðarlega árangur,“ segir hún og telur upp nokkra nafntogaða ein- staklinga. Þeirra á meðal eru José Bové, sem er þekktur fyrir baráttu sína gegn erfða- breyttum matvælum, Yannick Jadot, fyrrverandi leiðtogi Greenpeace í Frakklandi, og fleiri, sem eru þekktir á sínu sviði. Fyrir hreyfingunni fer Daniel Cohn-Bendit, sem í stúdentauppreisninni 1968 varð þekktur undir nafninu Rauði Danni. Hann hefur lýst yfir stuðningi við framboð Joly ásamt Cécile Duflot, formanni flokksins og nýrri vonarstjörnu í franskri pólitík. „Ég vildi ekki fara í framboð og kosningabarátta getur verið mjög lýjandi,“ seg- ir Joly. „Einstaklingurinn, sem hefur mesta þungavigt, er Daniel Cohn-Bendit, en hann er þýskur. Hann gæti gerst franskur ríkisborgari, en hann vill það ekki. Fé- lagar mínir á Evrópuþinginu báðu mig og þessi hugmynd fékk brautargengi á sumarþinginu, en ég bað um að hún yrði afgreidd formlega í atkvæðagreiðslu innan flokksins þannig að aðrir frambjóðendur gætu gefið kost á sér og lagt fram stefnu sína. Þess vegna verður haldið prófkjör.“ Nýtt afl í franskri pólitík

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.