SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 21

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 21
H ljóðfæraleikararnir hafa lagt frá sér hljóð- færin. Heil sinfóníuhljómsveit fylgist með fingrum Víkings Heiðars Ólafssonar dansa á nótnaborði píanósins. Í kröftugum lokahljómi kastast líkaminn aftur, stóllinn fylgir með og svo þögn eitt andartak. Þar til hljóðfæra- leikararnir klappa fyrir þessum unga og hæfileikaríka einleikara á sinn hátt, með fiðlubogum, kjuðum og skó- sólum. Menningarhús mæta alltaf andstöðu Það liggur vel á Víkingi Heiðari Ólafssyni þegar hann sest á stól á Kaffi tári í Þjóðminjasafninu, þar sem við höfum mælt okkur mót. Kannski liggur alltaf vel á honum. Blaðamaður hefur ekki orðið var við annað í gegnum tíð- ina. Að minnsta kosti í félagi við annað fólk. Eða flygil. „Ég var að æfa í Háskólabíói, einn í stóra salnum, svo- lítið eins og Palli var einn í heiminum,“ segir hann í óspurðum fréttum. „Það rann upp fyrir mér um daginn að þetta yrðu síðustu tónleikar mínir í þessu húsi og ég er strax farinn að sakna þess. Ég veit að þetta eru fáránlegar aðstæður, að spila sinfóníutónlist í kvikmyndahúsi er eins og að spila fótbolta í tónlistarhúsi, en húsið á sér ríka sögu og því fylgja margar minningar.“ Ekki það, að hann kvíði því að flytja niður á hafnar- bakka. „Ég verð fljótur að yfirstíga það þegar komið verður í Hörpu. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig hljóm- burðurinn verður, fyrsta hljómnum fylgir óhjákvæmilega hjartsláttur, og Harpa er ekki allra núna. En ég er viss um að hún verður það. Menningarhús mæta alltaf andstöðu, þannig er það alltaf þegar peningar fara ekki í eitthvað praktískt, eins og framkvæmdir á vegum gatnamála- stjóra.“ – Þú spilaðir einmitt í Hofi, nýju menningarhúsi á Ak- ureyri, um síðustu helgi? „Já, það er ekki aðeins tónlistarhús, aðstaðan er góð fyrir ráðstefnur, ferðamenn munu venja þangað komur sínar og þar er veitingastaður og fleira. Ég sá að fyrsta frétt í sjónvarpinu var að skíðaskáli eða snekkja Jóns Ásgeirs [Jóhannessonar] kostaði 3,5 milljarða, en þriðja fréttin að menningarhúsið á Akureyri kostaði 3,5 milljarða. Það er fáránlegt í samhengi, plebbalegur skíðaskáli eða fullbúið menningarmannvirki sem á eftir að lyfta menningu Norðurlands á hærra plan að minnsta kosti næstu hundr- að árin. Uppselt var á alla viðburði um helgina, allt bæjarfélagið kom í húsið og það er strax farið að fenna yfir forsöguna. Nú er Hof í hjarta bæjarins og ég vona að það eigi einnig eftir að gilda um Hörpu. En það er mikilvægt að keyra upp sem allra fjölbreyttasta dagskrá fyrir þjóðina, ekki aðeins þá 1.000 til 1.500 manns sem mæta á sinfóníutónleika, að það verði myndlistarsýningar í anddyrinu, popp- og djasstónleikar, gjörningar, söngleikir og allur andskotinn! Fyrst við erum búin að reisa þetta rosalega hús, á sama tíma og efnahagskerfið hrundi, skulum við fylla það af tónlist og fá sem mest út úr því. Ég held að það gerist mjög fljótt.“ – Það hefur hjartsláttur fylgt fyrsta hljómnum í Hofi? „Það var mikil spenna fyrir fyrstu æfinguna, en sem betur fer olli hún ekki vonbrigðum. Harpa er hús á miklu stærri skala en Hof, en hljómburður í nútímatónlist- arhúsum er stillanlegur og yfirleitt þarf að nostra áfram við fínstillingar eftir formlega vígslu. En það var inspírer- andi að upplifa hversu fólk fyrir norðan er ánægt og stolt yfir Hofi.“ – Það styttist í upphafstónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir veturinn. Þar spilar þú! „Tónleikarnir eru helgaðir djöflinum.“ Víkingur Heiðar færist allur í aukana við tilhugsunina, þessi ungi og geðþekki maður. „Ég er að velta fyrir mér hvernig ég get klætt mig upp til að vera sem djöfullegastur, kannski í svörtum kjólföt- um og með rautt bindi? Ég veit það ekki...“ – Er ekkert djöfullegt að klæðast sauðkindinni? „Nei, þetta verður ekki lopapeysa,“ segir hann og lítur á peysuna sem hann smeygði sér í áður en hann hljóp á milli húsa. „Ég spila tvö verk á tónleikunum, annað nefnist Dauðadans og er eftir Frans Liszt og svo er það Paganini rapsódían eftir Rachmaninoff. Þetta eru tveir stórir og rómantískir konsertar, báðir fingurmölbrjótar. Ég veit ekki hvað ég var að spá, að spila þá báða á þessum tón- leikum, ekki síst af því að ég hef hvorugan spilað áður með hljómsveit. Rachmaninoff leikur sér með einfalt stef Paganinis, sem er afar grípandi, mikið kvikmyndastef og hefur veitt ófáum tónskáldum innblástur. Það var meira að segja notað í ekki ómerkari þáttum en morgunleikfimi Halldóru Björns á gufunni þar til fyrir skemmstu. Það er spenna og seiður í þessu stefi. Ég hef oft spilað þriðja píanókonsert Rachmaninoffs, sem nefndur hefur verið Everest konsertanna – já, ég veit það er klisja. Það er stærsti konsertinn, en mér finnst Pag- anini hinsvegar skemmtilegastur. Þar gætir áhrifa af djassinum, sem Rachmaninoff hreifst svo mikið af, en hann samdi verkið fjórða áratug síðustu aldar. Það er allt-

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.