SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 24
24 5. september 2010 ustu búð á Laugavegi og bað um vinnu. Ég var á sex- tánda ári og fékk alls staðar neitun. Í einhverju gríni fór ég inn á Rakarastofuna á Klapparstíg og þar var ég tekinn á samning. Strax fyrstu dagana fann ég mig í starfinu. Eftir það vann ég hjá Elsu Haralds hár- greiðslumeistara í mörg ár. Hún er guðmóðir mín í starfinu og ég lít mjög upp til hennar. Svo stofnaði ég eigin hárgreiðslustofu fyrir fimm árum. Sú kona sem ég vinn mest með og hefur staðið þéttast við bakið á mér síðustu árin er Hrund sem vinnur við hliðina á mér. Mér finnst ómetanlegt að hafa hana nálægt mér.“ Tala við þá látnu Faðir þinn lést þegar þú varst unglingur, er það ekki rétt? „Pabbi, Svavar Örn Höskuldsson, fékk hjartaáfall og dó árið 1991, þá var ég rétt sautján ára. Auðvitað er það áfall að missa foreldri sitt. En ég lít aldrei svo á að pabbi sé farinn, og það sama á við um látna vini og vandamenn. Þeir eru ekki farnir, eru bara ekki við og taka ekki símann. Ég tala við allt þetta fólk, bið það um leyfi fyrir hinu og þessu og leita eftir ráðgjöf í sam- bandi við fyrirtækið. Alltaf fæ ég svör. Það er ekki langt síðan ég fór til miðils sem sagði við mig: „Þú tal- ar alltaf við pabba þinn á sama stað.“ Það er alveg rétt hjá honum. Alltaf þegar ég keyri Öskjuhlíðina á leið- inni heim hugsa ég til pabba og tala við hann. Ég trúi sannarlega á líf eftir dauðann.“ Ertu þá ekki hræddur við dauðann? „Alls ekki. Ég hlakka til þeirrar stundar, vona bara að hún verði friðsæl og falleg.“ Þú hefur náð mjög langt og ert eftirsóttur, hvað er það sem þú hefur og aðrir hafa ekki? „Ég er ekki endilega besti klippari í bænum en ég hef áhuga á fólki og hef óskaplega gaman af starfinu mínu. Ef maður hefur ekki gaman af því sem maður er að gera á maður að hætta því. Ég er léttur og kátur, sýni fólki áhuga og þess vegna er ég eftirsóttur.“ Talarðu mikið við viðskiptavinina? „Ég er sannarlega altalandi.“ Ertu með margar prímadonnur sem viðskiptavini? „Ég er sjálfur prímadonna, lít svo stórt á mig að mér finnst ég ekki minni maður en aðrir. Ég umgengst það fólk sem ég vil þekkja og læt hina vera. Maður þarf að finna hvar maður er sterkur og hvar ekki. Ég er ekki endilega sterkur með öllum, frekar en þeir með mér.“ Vinátta við viðskiptavini Þú hefur nokkrum sinnum farið með söngvurum í Júróvisjónkeppnina. Hvernig upplifun var það? „Það hefur hjálpað mér í hárgreiðslunni að ég hef S vavar Örn Svavarsson er einn eftirsóttasti hár- greiðslumaður landsins. Hann rekur stofuna Mojo/Senter í Tryggvagötu þar sem hann vinnur yfirleitt langt fram á kvöld. Svavar Örn hefur verið kallaður „tískulögga“ en vill lítið gefa fyrir þann titil. „Ég hef einu sinni látið plata mig í dómnefnd sem valdi best og verst klædda fólkið á Íslandi. Það er ekki hægt að setja fólk í slíka bása af því allir hafa sinn stíl. Ég kann illa við að setja fólk í ákveðið form,“ segir hann. „Ég hef ákaflega gaman af tísku og því að vinna með fólki, hjálpa því að finna sinn stíl og vera ánægt með sjálft sig. Þarna er ekkert algilt en vissulega eru tískustraumar sem gaman er að fylgjast með.“ Hugsarðu mikið um útlitið? „Ég hef gaman af að gefa fólki ráð varðandi hár- greiðslu og fatastíl, en þegar kemur að mínum eigin fatastíl þá á ég mjög erfitt með að klæða sjálfan mig al- mennilega. Venjulega er ég í gallabuxum og bol og hendi yfir mig leðurjakka. Svava Johansen og Arnar Gauti, vinir mínir, aðstoða mig við fataval þegar ég vil vanda mig. Ég er í stöðugri megrun sem gengur ekkert. En ég hugsa um heilbrigði, hreyfi mig og fer í jóga. Ég er ekki frá því að mér líði betur andlega með þessari hreyfingu. Ég vinn sem hárgreiðslumaður og lít á starf mitt sem mannlífsrannsókn og leit að manneskjunni á bak við klippinguna og fötin. Þegar viðskiptavinur kemur til mín vil ég að hann kveðji mig ánægður.“ Meðfæddur áhugi Vaknaði áhugi þinn á tísku og útliti strax þegar þú varst krakki? „Þetta er meðfætt. Ég er mikill gaur inni í mér, en föt voru mitt áhugasvið og ég lék mér með Barbí, en var um leið mikill bílakall. Pabbi minn var múr- arameistari og ekki langaði mig í múrverkið. Ég held að pabbi hafi verið óskaplega feginn að ég fór ekki þangað. Ég ætlaði alltaf að verða flugþjónn, í stöðugu stoppi í útlöndum og svo ætlaði ég að verða mót- orhjólalögga. Ég held að þar hafi leðurfötin heillað meira en starfið.“ Hvenær fórstu svo að vinna í hárgreiðslu? „Heima var ég látinn vinna í öllum skólafríum, það var ekki ætlast til að maður væri að hanga og mæla göturnar. Ég var handlangari hjá pabba, bar steypu í múrarana og naglhreinsaði timbur. Eitt sumarið vann ég svo í Steypustöðinni, var að hella kaffi ofan í strák- ana sem unnu þar, var að þrífa og gera fínt og huggu- legt. Eftir að ég kláraði skyldunámið ákvað ég að fá mér innivinnu um sumarið. Ég gekk inn í hverja ein- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Í leit að manneskjunni „Tískulöggan“ Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður segist stundum eiga erfitt með að klæða sig almennilega. Í viðtali ræðir hann um starf sitt, tískuna, sterkt samband sitt við þá látnu, mikilvæg vináttusambönd og stóru ástina í lífinu. ’ „Það var eiginlega litið svo á að ég hefði meiri rétt en aðrir til að vera hommi af því ég var í hár- greiðslunámi. Fólk sagði: Æ, hann er í hárgreiðslunni. Og þegar ég var spurður í hvaða skóla ég væri og ég svaraði Iðnskólanum var viðhorfið oft: Æ, hann er sennilega með les- blindu, athyglisbrest eða eitthvað svoleiðis, allavega hlýtur eitthvað að vera að honum.“ Svavar Örn: Ég lít á starf mitt sem mannlífsrannsókn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.