SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 25
5. september 2010 25
unnið mikið í öðrum verkefnum. Söngvarar hafa viljað
fara með mér til útlanda af því ég er ekki bara hár-
greiðslumaður heldur líka förðunarmeistari. Ég hef
farið nokkrum sinnum með söngvurum á Júróvisjón,
Einari Ágústi, Birgittu, Jónsa, Selmu og Eiríki Hauks-
syni. Allir halda að við séum þarna á fylliríi á kostnað
ríkisins. Það er ekki þannig, þetta er mikil vinna og
miklar æfingar en það er samt gaman. En keppnin er
alltaf að verða umfangsmeiri. Ég hætti að fara með á
Júróvisjón þegar þetta fór að vera hálfur mánuður í
útilegu. Ég hafði ekki efni á því.“
Hvaða kúnnar eru mestu vinir þínir?
„Það er erfitt fyrir mig að gera upp á milli þessa
fólks. Ég á svo margar góðar vinkonur. Bára „bleika“
Sigurjónsdóttir var mikil vinkona mín, stórkostleg
kona sem kenndi mér margt. Ég var bara barn þegar ég
byrjaði að greiða henni. Við urðum gríðarlega miklir
mátar og ég erfði eftir hana fallegan stól sem ég held
mikið upp á.
Þegar maður talar reglulega við fólk í mörg ár, eins
og ég hef gert, þá kynnist maður því mjög vel. Sumir
viðskiptavinir koma vikulega, flestir á sex vikna fresti.
Þessi nána vinátta er mjög sérstök, bæði er þetta sterkt
trúnaðarsamband og kært vinasamband. Ég hitti þetta
fólk jafnvel oftar en nána ættingja enda lít ég á marga
viðskiptavini sem fjölskyldu mína. Ef ég fer í frí í tvær
vikur kem ég til baka og segi við sjálfan mig: Mikið er
gott að vera kominn aftur í rútínuna og hitta allt þetta
dásamlega fólk.“
Stóra ástin
Þú ert hommi, var erfitt að koma út úr skápnum á
sínum tíma?
„Það var eiginlega litið svo á að ég hefði meiri rétt
en aðrir til að vera hommi af því ég var í hárgreiðslu-
námi. Fólk sagði: Æ, hann er í hárgreiðslunni. Og þeg-
ar ég var spurður í hvaða skóla ég væri og ég svaraði
Iðnskólanum var viðhorfið oft: Æ, hann er sennilega
með lesblindu, athyglisbrest eða eitthvað svoleiðis,
allavega hlýtur eitthvað að vera að honum.
Ég fann ekkert fyrir því að ég hefði verið í skápnum
eða að ég hefði komið út úr skápnum. Fjölskyldan vissi
ekki að ég væri hommi fyrr en ég byrjaði að vera með
Daníel sem ég bý með í dag. Fjölskyldan tók sambandi
okkar mjög vel, það voru kannski einhver aukaslög hér
og þar og hjartaflökt í einn eða tvo daga, en svo var
það búið. Fjölskylda Daníels er algjörlega yndisleg og
það er mín líka. Ef fólk sér að maður er hamingju-
samur þá skipta svona hlutir engu máli.“
Hvernig kynntust þið Daníel?
„Ég var að vinna hjá Simba vini mínum hjá Jóa og
félögum og Simbi réð Daníel í vinnu. Ástin bankaði
fljótlega upp á. Núna vinnur Daníel með mér í fyr-
irtækinu. Við erum líkir en samt ólíkir. Við höfum
áhuga á svipuðum málum en hann er algjört nátt-
úrubarn, gefinn fyrir útveru, meðan ég kann af-
skaplega vel við mig á Jómfrúnni með rauðvínsglas og
smurbrauð. Við höfum verið saman í átta ár og okkar
sambúð hefur verið mjög farsæl. Það er alltof mikið um
að fólk hlaupi úr einu sambandi í annað, eins og ekkert
sé. Það er ekki mikil ást í þannig samböndum.“
Er Daníel stóra ástin í lífi þínu?
„Það var eiginlega ekki neinn áður en ég kynntist
honum. Ég var mjög upptekinn af sjálfum mér og
langaði alltaf í eitthvað sem ég fékk ekki. En svo kom
Daníel. Þá kynntist ég því hversu mikill munur er á
því að vera ástfanginn og vera spenntur fyrir ein-
hverjum. Það er alveg gjörólíkt. Ég er reiðubúinn að
ganga í gegnum eld og brennistein til að viðhalda
þeirri tilfinningu sem við Daníel berum hvor til ann-
ars.“
Langar ykkur til að eiga börn?
„Já, okkur langar að eiga börn. Við erum svo heppn-
ir að búa í yndislegu þjóðfélagi þar sem stjórnvöld hafa
komið því áleiðis að samkynhneigðir megi ættleiða en
það vill svo til að ekkert land vill ættleiða til samkyn-
hneigðra. Þannig að fara verður alls kyns krókaleiðir.
En við myndum taka barni opnum örmum.“
Þú virðist vera mjög glaðsinna og áhyggjulaus, er
það rétt mynd af þér?
„Ég er svo heppinn að vinna innan um fólk og tala
við mjög marga. Sumir hafa það miklu verra en ég,
margir eru miklu glaðlyndari en ég, margir hafa meiri
ábyrgðartilfinningu og aðrir eru kærulausari en ég. Það
góða við þetta er að maður tekur hverjum eins og hann
er og það hvarflar ekki að manni að dæma nokkurn
mann. Ef ég er dapur einn daginn get ég alltaf talað við
viðskiptavininn og á eftir líður mér betur og sömuleið-
is get ég hjálpað öðrum með því að tala við þá.
Mér finnst jafn gaman núna og í góðærinu. Allt er
orðið miklu mannlegra en áður, en ég er samt ekki að
gera lítið úr versnandi fjárhag. Sjálfur hef ég aldrei átt
jafnlitla peninga. Ég þarf að hafa fyrir hverri einustu
krónu en ég borga skattana mína með bros á vör. Ég
veit að ég hef ekkert upp úr því að hafa áhyggjur. En
ég er líka að verða miklu andlegri. Það hefur gerst
ósjálfrátt.
Ég veit að ef allir færu eftir boðorðunum tíu þá væri
ekkert að. Þá væri líka miklu skemmtilegra að lifa,
þótt það sé gaman að lifa. Ég trúi því líka að ef maður
kemur fram við aðra eins og maður vill að komið sé
fram við mann sjálfan þá verði lífið yndislegt.“
Morgunblaðið/Ernir