SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 29
5. september 2010 29
kjusvín þegar þannig ber undir. Ég
g ætti að taka passamynd af Len-
m og það væri bara leyndarmál:
a og reyndi að færa sig úr röðinni,
ara eða hvaða fyrirbrigði ég eig-
kvaðandi og setti hann strax í
umalfingurinn upp í loftið í átt að
annað munnvikið. „Ertu brjál-
buxunum. „Þeir taka af þér úrið ef
m í köflóttu buxunum öllum lokið,
njósnarar, skalf eins og lauf í
nn. Sveinn var að missa sig úr
itnaði maðurinn æ meira. Í hvert
til að leggja áherslu á leynd-
armálið. Við innganginn í grafhýsið var blátt bann við myndavélum. Ég
faldi hana undir frakkanum. Það sá hana enginn. Það var svolítið skrítið að
sjá Lenín liggja þarna á börum í glerbúri frekar lágvaxinn og líta mun betur
út en þegar hann var á lífi. Það hefur sennilega verið búið að sparsla hann
allan til að gera hann flottari.
Ég sneri mér snögglega við inni í grafhýsinu og sagði við Ameríkanann
glottandi: „Hann er að missa hárið.“ Ég vissi að það mundi enginn skilja
það sem ég sagði hvort sem var nema hann. Ég held að maðurinn hafi end-
anlega orðið vatnslaus af hræðslu og strunsaði út eins hratt og hann komst.
Ég var nú eiginlega með smámóral yfir þessu öllu á þessari stundu, haga
mér yfirleitt aldrei svona, en honum var nær að vera með þessa endalausu
stæla og hótanir.
Við gengum frá grafhýsinu og horfðum á eftir manninum í köflóttu bux-
unum strunsa niður götuna og framhjá litlu barni sem spilaði á harm-
onikku í göturennunni. Hann leit ekki á barnið, það var eins og litla stúlk-
an væri ekki til.
Við komum að barninu, sem hefur ekki verið eldra en fimm til sex ára.
Augun voru brostin. Því var kalt og barnið reyndi að spila á harmonikkuna
með köldum litlum fingrum í von um að einhver gæfi smápening fyrir
mat. Það er fátt eins átakanlegt og lítið barn sem er kalt og svangt, líður
illa og kvíðir framtíðinni. Hjartað nánast stöðvaðist og ómurinn úr
hljóðfærinu undirstrikaði andrúmsloftið á götunni.
Inni í grafhýsinu lá Lenín, sem átti stóran þátt í að búa til kerfi sem
kom þessu litla barni í þá stöðu sem það var í eða foreldrum þess, og
framhjá strunsaði ríkur maður í köflóttum buxum sem tímdi ekki að gefa
því fyrir mat. Hún var ein og afskiptalaus á milli þessara tveggja and-
stæðu póla. Mórallinn yfir því að hafa strítt þessum manni í köflóttu
buxunum hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hann gekk framhjá litlu
stelpunni.
Við Sveinn tæmdum alla vasa og gáfum henni alla peningana sem við
vorum með á okkur. Við borðuðum bara óætið á hótelinu og í flugvélinni
á leiðinni heim, það varð að duga.
Ég hef aldrei framkallað þessa mynd áður og því hefur hún ekki birst
fyrr, en hún hefur alltaf setið í huga mér til umhugsunar um hvað heim-
urinn er í raun grimmur. Kannski breytist aldrei neitt, það er öllum ein-
hvern veginn alveg sama um allt og alla, hugsa bara um sjálfa sig.