Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is 4.sæti www.aslaug.is Áslaug María Friðriksdóttir biður um þinn stuðning í 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 23. janúar Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „AFKOMA ykkar hér og margra annarra sjávarplássa um landið er í mikilli hættu,“ sagði Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á fjölmennum fundi útvegsmanna, sjómanna og Vest- mannaeyjabæjar í Eyjum í gærkvöldi. Fundarstjóri taldi að 400-500 manns hefðu verið á fundinum. Vilhjálmur spurði hvers vegna stjórnvöld vildu stríð við sjávarútveginn í miðri kreppu einmitt þegar þörf væri fyrir samstöðu og nýja sókn í atvinnumálum. Hann sagði að menn ætluðu ekki að láta fyrningarleið- inga yfir sig ganga og spurði hvers vegna það væri svo, að menn vildu vinna hugmyndafræðilega sigra á sjáv- arútveginum og gera hann að leikfangi fyrir sófaspek- inga og kaffihúsasérfræðinga. Vilhjálmur sagði að þó að búið væri að deila í langa hríð um kvótakerfið þá væri það samt þannig að stöð- ugt meiri friður væri um það hjá þeim sem störfuðu í sjávarútvegi. Vilhjálmur sagði að fyrir daga kvótakerfisins hefðu verið eilíf vandamál í rekstri sjávarútvegsins. Árið 1982, þegar yfir 400 þúsund tonn af þorski bárust á land, hefði tap fyrirtækjanna aldrei verið meira. „Það var mjög erfitt að stjórna efnahagsmálum á Íslandi meðan kvótakerfið var handan við hornið. Um leið og það kom lagaðist ástandið og kvótakerfið er einn helsti grundvöllur undir efnahagslegan stöðugleika á Ís- landi.“ Vilhjálmur sagði að ríkisstjórnin hefði brotið eigin stjórnarsáttmála við úthlutun skötuselskvóta. Í sátt- málanum væri kveðið á um að úthlutun veiðiheimilda ætti að ákvarðast af nýtingarstefnu og aflareglu. Samt hefði verið úthlutað skötuselskvóta sem væri 80% um- fram veiðiráðgjöf. Ríkisstjórnin áformar að setja á fót auðlindasjóð. Vilhjálmur sagði að allir vissu hvernig svona sjóðir virkuðu. Þeir kölluðu á pólitísk afskipti. Hann minnti á að hann hefði sem þingmaður átt þátt í að búa til byggðakvóta og hann hefði síðan passað upp á að Hofsós fengi alltaf úthlutað úr honum. Hann hefði komið þessu rækilega til skila í kjördæminu. „Enda fékk ég alltaf góðan stuðning frá Hofsósi,“ sagði Vil- hjálmur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að ógn steðjaði að Eyjum. Það væri ekki nýtt. Eyjamenn hefðu sigrast á náttúruhamförum og hafinu. En þessi nýja ógn, sem stafaði frá stjórnvöldum, væri lúmsk og hættuleg. Til að takast á við hana yrðu Eyja- menn að sýna samstöðu. Elliði sagði að Eyjamenn hefðu tapað 400 milljónum með ákvörðun sjávarútvegsráðherra um úthlutun skötuselskvóta. Við ákvörðun um að setja á 5% útflutn- ingsálag hefðu Vestmannaeyjar tapað 200 milljónum, þar af hefðu sjómenn tapað 70 milljónum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar Talið er að hátt í 500 manns hafi lagt leið sína í Höllina í Eyjum í gærkvöldi, þrátt fyrir af- takaveður. Auk sjómanna, útvegsmanna, bæjarfulltrúa og annarra íbúa mættu nokkrir þingmenn. Afkoman í hættu Eyjamenn sammála í andstöðu við fyrningarleið, útflutn- ingsálag á ísfisk og áform um afnám sjómannaafsláttar Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞRÍR starfs- menn Kastljóss- ins voru meðal þeirra sem sagt var upp störfum á Ríkisútvarpinu í gær. Elín Hirst, fréttamaður og annar umsjón- armaður Frétta- aukans, fékk einnig uppsagnarbréf í gær, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki fékkst staðfest hversu mörg- um yrði sagt upp en nefnt hefur verið að um 20 fastráðnum starfs- mönnum yrði sagt upp í þessari uppsagnahrinu. Páll Magnússon útvarpsstjóri mun kynna niðurskurðinn og upp- sagnir sem þeim fylgja á starfs- mannafundi í dag. Þeir starfsmenn Kastljóssins sem sagt var upp eru, skv. heim- ildum Morgunblaðsins, Þóra Tóm- asdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Elsa María Jakobsdóttir. Þá hætti Þórhallur Gunnarsson, rit- stjóri Kastljóssins, fyrr í vikunni. Það þýðir að aðeins Sigmar Guð- mundsson, sem tók við af Þórhalli, og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eru eftir af umsjónarmönnum Kastljóssins. Sleginn og leiður Sigmar sagði í gærkvöldi að hann væri að sjálfsögðu sleginn og leiður yfir því að missa þetta góða fólk. „En Kastljósið heldur áfram,“ sagði hann. Einhverjar hróker- ingar yrðu innan deilda. Stjórn Ríkisútvarpsins hélt fund í gær en ekki náðist í Svanhildi Kaaber stjórnarformann að fundi loknum. Páll Magnússon útvarps- stjóri vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi. Alls mun RÚV þurfa að skera niður um 270 milljónir króna á þessu ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Niðurskurður Ríkisútvarpið þarf að skera niður um 270 milljónir. Mörgum sagt upp hjá RÚV Elínu Hirst sagt upp og þremur úr Kastljósi Elín Hirst LEIÐTOGAR stjórnarandstöð- unnar áttu í gær fund um Icesave- málið með Jó- hönnu Sigurð- ardóttur for- sætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra. Haft var eftir Jó- hönnu í fréttum RÚV að ekki lægi fyrir hvort nýjar viðræður yrðu hafnar við Breta og Hollendinga en viðbrögð þeirra væru a.m.k. ekki neikvæð. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Steingrím hvort Bretar og Hollendingar hefðu gefið einhvern ádrátt um nýjar viðræður. „Þetta eru allt trúnaðarvið- ræður,“ sagði Steingrímur. „Menn hafa verið að þreifa varfærnislega fyrir sér, við höfum rætt við mjög marga en það skiptir líka máli að við séum eins samstillt hér heima og kostur er ef til þess kemur. En þetta var ágætis fundur í dag.“ kjon@mbl.is Aftur fundað um Icesave í stjórnarráðinu Steingrímur J. Sigfússon BÆJARSTJÓRN Álftaness fjallaði um fjárhags- áætlun þessa árs og þriggja ára áætlun 2011- 2013 á lokuðum bæjarstjórn- arfundi í gær. Var samþykkt með fimm at- kvæðum gegn tveimur atkvæðum Álftaneslistans að loka fundinum. Í bókun Á-lista kemur fram að ranglega hafi verið ákveðið að loka fundinum og þar með binda bæj- arfulltrúa þagnarskyldu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og Margrét Jónsdóttir, sem er óháð, lýstu í bókun vanþóknun sinni á afstöðu Á-listans í málinu og lýstu fullri ábyrgð á hendur þeim sem stóðu að bókuninni. Pálmi Þór Másson bæjarstjóri segir í bókun að brýnt sé að bæj- arstjórn geti rætt mál sem þessi efnislega fyrir luktum dyrum. Lokaður fundur haldinn á Álftanesi Álftanes Sund- laugin góða. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði þrjá ökumenn í fyrri- nótt fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða þrjá karla, tvo á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. Þess má geta að sá síðastnefndi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunar- akstur í Reykjavík í fyrrinótt. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en sá var stöðvaður á Sæbraut og var hann sviptur leyfi til bráðabirgða. Þrír ökumenn undir áhrifum fíkniefna „Íslenskt samfélag þarf síst á því að halda nú að höggvið sé að rótum sjávarútvegsins, þeirrar atvinnugreinar sem öðrum fremur skapar þjóðinni gjald- eyristekjur, stöð- ugleika og atvinnu landið um kring,“ segir í ályktun sem sam- þykkt var á fundinum í gærkvöldi. Það sé sam- eiginlegt verkefni stjórnmálamanna og þeirra sem hagsmuna eiga að gæta að fjalla um hugsanlegar breyt- ingar á kerfinu í stað þess að stjórnvöld birti einhliða stríðsyfirlýs- ingar. Höggvið að rótum útvegsins Í FORSÍÐUFRÉTT í Morgun- blaðinu í gær er fullyrt að Lands- bankinn hafi yfirtekið Lífsval ehf. Þetta er ekki rétt. Eins og kemur fram í fréttaskýringu á bls. 8 í blaðinu á Landsbankinn 19% hlut í félaginu. Bankinn keypti þennan hlut sinn árið 2005 og hefur hann ekki tekið neinum breytingum síðan. Í fréttaskýringu blaðsins eru Jón Þ. Jónsson, Gunnar Þorláksson, Ágúst S. Karlsson og Árni Marías- son sagðir meðal eigenda félagsins. Það er ekki rétt. Þeir eru ekki hlut- hafar í Lífsvali. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Landsbankinn á 19% hlutafjár í Lífsvali ehf. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir TVEIR franskir ferðamenn sluppu ótrúlega vel frá umferðaróhappi á Grindavíkurveginum í gærkvöldi þegar vörubíll með tengivagn valt við Seltjörn. Við óhappið lenti tengivagninn ofan á bíl Frakkanna. Sem fyrr segir sluppu mennirnir án teljandi meiðsla en bíll þeirra er væntanlega ónýtur. Á meðan unnið var að því að ná tengivagninum ofan af fólksbílnum var Grindarvíkurvegi lokað um stund. Vísaði lögreglan ökumönn- um um hjáleið á meðan en slæmt veður var á vettvangi. Tveir Frakkar sluppu við veltu tengivagns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.