Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Á TÍMABILINU frá 1998-2007
fjölgaði komum á Neyðarmóttöku
vegna nauðgana úr 12,5 í tæplega 17
fyrir hverjar 10 þúsund konur á Ís-
landi á aldrinum 13-49 ára þegar litið
er til alls kynferðisofbeldis. Í aldurs-
hópnum 18-25 ára fjölgaði hins vegar
tvöfalt komum vegna alvarlegs kyn-
ferðisofbeldis, þ.e. nauðgana, á þessu
tíu ára tímabili. Hlutfallið fór þannig
úr rúmlega 12,5 í 24 fyrir hverjar 10
þúsund konur á Íslandi. Rétt er að
taka fram að búið er að leiðrétta
vegna mannfjöldabreytinga á tíma-
bilinu. Þó að komum hafi fjölgað er
ekki hægt að segja að kynferðisof-
beldi hafi aukist á Íslandi, því mögu-
leg skýring er að hærra hlutfall leiti
sér aðstoðar en áður. Á sama tímabili
jókst hlutfall nauðgana þar sem fleiri
en einn gerandi kom við sögu úr tæp-
um 14% að meðaltali á tímabilinu
1998-2003 í tæp 20% að meðaltali
2003-2007.
Meðalaldur þolenda 24 ár
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í meistaraprófsritgerð
Agnesar Gísladóttur í lýðheilsuvís-
indum við Háskóla Íslands. Agnes
ver meistararitgerð sína í Lögbergi í
dag kl. 12.30 í stofu 101, en Agnes er
ein af þeim fyrstu sem útskrifast með
meistarapróf í lýðheilsuvísindum.
Leiðbeinandi hennar var Unnur
Anna Valdimarsdóttir, for-
stöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsu-
vísindum, og meðleiðbeinendur
Berglind Guðmundsdóttir sálfræð-
ingur á Neyðarmóttökunni og Ragn-
hildur Guðmundsdóttir, doktorsnemi
í lýðheilsuvísindum.
Í rannsókn sinni skoðaði og greindi
Agnes, í samvinnu við tvo aðra rann-
sakendur, komuskýrslur á Neyð-
armóttökunni á árunum 1998-2007
með það að markmiði að skoða hvort
og þá hvaða breytingar orðið hefðu á
tímabilinu. Allar upplýsingar voru
kóðaðar og útbúinn ópersónugrein-
anlegur gagnagrunnur, en rann-
sóknin var unnin með leyfi frá Per-
sónuvernd og siðanefnd
Landspítalans. Alls voru 1.152 komur
kvenna á þessu tíu ára tímabili og 35
komur karla, en í rannsókn sinni ein-
blíndi Agnes aðeins á komur kvenna
þar sem það gæfi, að hennar sögn,
ekki réttan samanburð að bera kynin
saman þar sem fjöldinn er svo ólíkur.
Hún tekur fram að í framhaldinu
væri þarft verk að greina nánar upp-
lýsingarnar í tengslum við komur
karla.
Á tímabilinu sem Agnes skoðaði
var yngsti þolandinn sem leitaði sér
aðstoðar á Neyðarmóttökuna 10 ára
en sá elsti 76 ára. Um 96%
kvennanna voru á aldrinum 13-49
ára, en 70% voru 25 ára og yngri.
Meðalaldur þolenda var 24 ár.
Meðal þess sem Agnes skoðaði var
áfengis- og vímuefnaneysla og vit-
undarástand þolenda nauðgana. Þar
má sjá að um 70% þolenda höfðu
neytt áfengis áður en kynferðisof-
beldið átti sér stað, en hlutfall þeirra
sem voru í áfengisdái eða með veru-
lega skerta vitund þegar ofbeldið átti
sér stað jókst úr tæplega 36% að
meðaltali á tímabilinu 1998-2002 í
tæp 50% að meðaltali 2003-2007.
Jafnframt fjölgaði þeim þolendum
sem neytt höfðu fíkniefna úr tæpum
5% að meðaltali 1998-2002 í tæp 9%
að meðaðtali 2003-2007.
Kynferðisofbeldið framið á
heimilum í 50% tilvika
Athygli vekur að í nokkrum atrið-
um var enginn marktækur munur á
greindum upplýsingum á tímabilinu
1998-2007. Þetta á m.a. við um tengsl
gerenda og þolenda, sem nánar er
vikið að í grafinu og rammanum hér
til hliðar. Einnig kom í ljós að hlutfall
erlendra gerenda hækkaði ekki um-
fram fjölgun 15-49 ára karlmanna á
Íslandi með erlent ríkisfang. Jafn-
framt má sjá að hlutfallsleg skipting
milli vettvangs ofbeldisins helst
óbreytt á fyrrgreindu tíu ára tímabili.
Samkvæmt greiningu Agnesar er
kynferðisofbeldi framið á heimili þol-
enda í um 20% tilvika, á heimili ger-
enda í rúmlega 30% tilvika, á vinnu-
stað, öðru heimili eða gististað í
rúmlega 20% tilvika, á skemmtistað, í
miðbæ Reykjavíkur eða á útihátíð í
rúmlega 11% tilvika, en í tæplega
13% tilvika er um annan vettvang að
ræða s.s. á víðavangi, í bíl, á skipi eða
á meðferðarstofnun. Agnes segir
eftirtektarvert hversu mikla athygli
nauðganir á skemmtistöðum, í
miðbæ Reykjavíkur og á útihátíðum
fá í ljósi þess að aðeins rúmlega 11%
nauðgana fara fram á þessum stöð-
um.
Komum vegna nauðgana fjölgar
Morgunblaðið/Ómar
Vettvangur Agnes segir eftirtektarvert hversu mikla athygli nauðganir á skemmtistöðum, í miðbæ Reykjavíkur og
á útihátíðum fá í ljósi þess að aðeins rúmlega 11% nauðgana fara þar fram. 50% nauðgana eiga sér stað á heimilum.
Komum vegna kynferðisofbeldis, þar sem fleiri en einn gerandi kom við sögu, fjölgaði frá 1998-2007
Fjöldi koma 18-25 ára kvenna á Neyðarmóttökuna tvöfaldaðist á fyrrgreindu tíu ára tímabili
Fyrsta allsherjar samantektin á
upplýsingum úr komuskýrslum á
Neyðarmóttöku vegna nauðgana
á árunum 1998-2007 verður
kynnt í Háskóla Íslands í dag.
„Hópurinn sem leitar á Neyðarmóttökuna endurspeglar ekki alla þolendur
kynferðislegs ofbeldis,“ segir Agnes Gísladóttir. Bendir hún sem dæmi á að
í gögnum Neyðarmóttökunnar séu gerendur í 44% tilvika ókunnugir eða
einhver sem þolandinn hefur þekkt í minna en sólarhring.
Séu tölurnar í grafinu hér til hliðar bornar saman við tölur úr ársskýrslu
Stígamóta kemur þar fram að bæði árið 2007 og 2002 voru um 16% ger-
enda ókunnugir. Samkvæmt fyrrnefndum ársskýrslum Stígamóta er vinur,
kunningi eða samstarfsfélagi 32-40% gerenda, í 23-34% tilvika er hann
fjölskyldumeðlimur annar en maki og í 5-7% er gerandinn maki.
Að sögn Agnesar benda þessar tölur til þess að mun færri sifjaspellsmál
komi inn á borð Neyðarmóttökunnar en hjá Stígamótum en þess beri að
geta að ungir þolendur fái þjónustu í Barnahúsi. „Ástæðan gæti verið sú að
þolendur leiti sér frekar bráðaaðstoðar ef gerandinn er ókunnugur. Þol-
endur líta ef til vill frekar á nauðgun sem glæp ef gerandinn er ókunnugur,“
segir Agnes.
Leita sér frekar aðstoðar sé gerandi ókunnugur Tengsl þolenda og gerenda
Ókunnugur eða þekktur íminna en
sólarhring
Vinur, kunningi eða samstarfsfélagi
Fjölskyldumeðlimur annar enmaki
Maki
Fyrrverandimaki
Annað eða ekki vitað
Byggt á 1.152 komum á Neyðarmót-
tökuna á árunum 1998-2007
44%
36%
2,5%
4%
5%
8,5%
44%
36%
2,5%
4%
5%
8,5%
EYRÚN Jónsdóttir, deildarstjóri
Neyðarmóttöku nauðgana í Foss-
vogi, fagnar því að nú sé búið að taka
saman á einum stað upplýsingar úr
komuskýrslum móttökunnar á ár-
unum 1998-2007. „Það er mikilvægt
að þessar upplýsingar liggi ljósar
fyrir því þar með er hægt að nýta
þær í annarri vinnu, t.d. varðandi for-
varnir og til þess að takast á við kyn-
bundið ofbeldi,“ segir Eyrún. Bendir
hún í því samhengi á að í ljósi þess að
tölurnar sýni að 70% þeirra þolenda
sem leiti til Neyðarmóttökunnar séu
25 ára og yngri og að yngstu þolend-
urnir séu aðeins 10 ára gamlir, væri
skynsamlegt að byrja fræðslu og for-
varnir gegn kynferðislegu ofbeldi
mun fyrr en gert er í dag.
„Það þyrfti að fræða nemendur
strax í efstu bekkjum grunnskólans
um samskipti kynjanna, virðingu,
ábyrgð og kynheilbrigði almennt,“
segir Eyrún og tekur fram að mik-
ilvægt sé að horfa ekki aðeins til af-
leiðinga kynferðislegs ofbeldis held-
ur ætti líka að fara í fyrirbyggjandi
aðgerðir.
„Það þarf því
að leggja áherslu
á að það er
ábyrgð allra að
ekki sé verið að
misnota sér að-
stæður fólks, t.d.
þegar fólk er
drukkið, í áfeng-
isdái eða í ástandi
þar sem það getur
ekki varið sig,“
segir Eyrún. Bendir hún á að tölur
hérlendis sem og erlendis frá sýni að
kynferðislegt ofbeldi sé mjög sam-
tengt áfengisneyslu og skemmt-
unum. „Við vitum að áfengisneysla
hefur aukist, kannski ekki síður hjá
konum, en konur sem hafa drukkið
eru auðveldari fórnarlömb,“ segir
Eyrún og tekur fram að oft séu ger-
endur líka undir áhrifum. „Áfeng-
isneysla er engin afsökun fyrir
nauðgun og tekur ekki ábyrgð af ger-
anda sem misnotar aðstöðu sína
gagnvart brotaþola.“
Eyrún leggur áherslu á að miðað
við tíðnirannsóknir megi ljóst vera að
aðeins lítill hluti þeirra sem verða
fyrir kynferðislegu ofbeldi leiti sér
aðstoðar hjá Neyðarmóttökunni og
Stígamótum. „Það eru mun fleiri
konur sem segja að þær hafi verið
beittar kynferðislegu ofbeldi,“ segir
Eyrún. Leggur hún áherslu á að í
allri fræðslu og öllum forvörnum
þurfi að leggja áherslu á að í öllum
kynferðisbrotamálum séu gerendur
þeir sem beri ábyrgðina.
Spurð um samanburð við ná-
grannalönd okkar bendir Eyrún á að
þjónustan hérlendis sé víðtækari en
víðast hvar annars staðar. Þannig sé
t.d. afar stutt síðan neyðarmóttaka
vegna nauðgana í Kaupmannahöfn
fór að þjónusta allar konur en ekki
bara þær sem hugðust kæra ofbeldið.
Innt eftir því hvers konar rannsóknir
sé aðkallandi að gera í framhaldinu
bendir hún á að brýnt sé að gera aft-
urvirkar og framvirkar rannsóknir á
áfallastreituröskun brotaþola. „Því
meginmarkmið okkar er að veita þol-
endum þessara áfalla þannig þjón-
ustu að ástandið þróist ekki yfir í
áfallastreituröskun.“
Rannsóknarniðurstöður
geta nýst í forvörnum
Aðkallandi að rannsaka betur áhrif áfallastreituröskunar
Eyrún Jónsdóttir