Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BJÖRGUNARSVEITIR héldu enn í vonina um að finna fleiri á lífi í húsa- rústum á hamfarasvæðinu á Haítí eftir að tveimur börnum var bjargað í höfuðborginni rúmri viku eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir. Björgunarmenn sögðu að ekki væri útilokað að fleiri fyndust á lífi í rústunum eftir skjálftann sem mældist um 7 stig á Richters- kvarða. Talið er að a.m.k. 75.000 manns hafi farist í náttúruhamför- unum og um milljón manna missti heimili sitt. Björgunarmennirnir sögðu að eftirskjálfti sem varð í fyrradag og mældist 6,1 stig kynni í einhverjum tilvikum að hjálpa þeim að bjarga fólki úr rústunum. „Hugsanlegt er að rústir hafi sigið vegna eftir- skjálftans, en það er líka hugsanlegt að fólk, sem var fast á milli steypu- klumpa, hafi losnað,“ sagði franski slökkviliðsmaðurinn Gilles Perroux. Hjálparstarfið snýst nú einkum um að sjá fórnarlömbum hamfar- anna fyrir matvælum, vatni, lyfjum, tjöldum og öðrum nauðsynjum en björgunarmennirnir sögðust ekki vera úrkula vonar um að finna fleiri á lífi þótt líkurnar á því teldust litlar. „Er einhver á lífi í rústunum átta dögum eftir skjálftann? Við teljum það, annars værum við ekki hérna. Á meðan við erum hérna erum við von- góðir,“ sagði annar franskur björg- unarmaður, Fabrice Montagne. Sérfræðingar sögðu að fólk gæti enn verið á lífi í rústunum ef það hef- ur ekki slasast alvarlega, hefur fund- ið loftgat og eitthvað að borða og drekka. Fimm bjargað á tveimur dögum Tvö börn voru dregin úr rústum bygginga í höfuðborginni Port-au- Prince á tæpum sólarhring. Fimm ára piltur fannst í rústum heimilis síns og nágrannar björguðu ellefu ára stúlku í öðrum hluta borgar- innar. „Þetta er ekkert annað en krafta- verk, hún lifnaði smám saman við,“ sagði Dominique Jan, skurðlæknir í bráðabirgðasjúkrahúsi sem franskar hjálparstofnanir komu upp. Þremur var bjargað á þriðjudag, þriggja vikna gömlu barni og tveim- ur konum, 25 og 70 ára. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði að björgunarsveitirnar hefðu bjargað alls um 120 manns úr rúst- unum. Talið er að 250.000 manns hafi slasast í skjálftanum og margir þeirra hafa ekki fengið neina lækn- ishjálp. Endurreisnin gæti tekið 25 ár Erlend ríki og alþjóðasamtök eru farin að huga að endurreisn Haítí eftir hamfarirnar og ætla að halda fund um málið í Montreal á mánu- daginn kemur. Dominique Strauss- Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði að vinna þyrfti að endurreisnaráætlun sem líkja mætti við Marshall-áætlun Bandaríkja- manna um endurreisn Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Sendiherra Haítí á Spáni, Yolette Azor-Charles, sagði að endurreisnin gæti tekið 25 ár. Hann kvaðst telja að tala látinna kynni að fara í rúm 200.000 þegar björgunarsveitir kæmust til þorpa sem eru enn einangruð. Um 4.000 bandarískir hermenn, sem höfðu átt að fara til Mið- Austurlanda og Evrópu, héldu til Haítí í gær og gert er ráð fyrir því að þeir verði komnir þangað um helgina. Alls hafa um 15.000 bandarískir hermenn verði sendir til Haítí til að aðstoða við hjálparstarfið. „Ekkert annað en kraftaverk“ Björgun tveggja barna vakti von um að fleiri fyndust á lífi Reuters Hjálparstarf Brasilískir friðargæsluliðar úthluta matvælum og vatni í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Reuters Björgun Barni bjargað úr rústum byggingar í Port-au-Prince. TIL átaka kom milli örvæntingarfullra íbúa bæjarins Leogane, vestan við Port-au-Prince, þegar tveir vörubílar komu þangað með matvæli í gær. Hjálparstarfsmenn reyndu að úthluta einum matarpakka til hverrar fjöl- skyldu en urðu að hætta því og leita aðstoðar bandarískra hermanna. Um 130 hermönnum tókst ekki að stilla til friðar og vörubílunum var ekið á annan stað í bænum. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að minnst hálf milljón manna svæfi undir berum himni í höfuðborginni einni. Braskarar hafa not- fært sér neyðarástandið í borginni og verð á öllu frá matvælum til sím- korta hefur rokið upp úr öllu valdi. Barist um mat á hamfarasvæðinu ÁRÁSUM sjóræningja fjölgaði á liðnu ári í 406 og árásirnar hafa ekki verið jafnmargar í sex ár, eða frá árinu 2003 þegar sjóræningjar gerðu alls 445 árásir í heiminum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Skrifstofu alþjóðlegra siglingamála (IMB). Alls var 49 skipum rænt á liðnu ári, reynt var að ræna 84 og skotið var á 120 skip. Alls voru 1.052 skipverjar teknir í gíslingu, 68 særðust og átta skipverjar biðu bana í árásunum. Árásunum fjölgaði um nær helming undan strönd Sómalíu þar sem sjó- ræningjar réðust á alls 217 skip. Þeim tókst að ræna 47 skipum og 867 skip- verjar voru teknir í gíslingu. Önnur hafsvæði við Afríku eru einnig „mjög hættuleg“, að sögn IMB, sem segir að skýrt hafi verið frá 28 árásum undan strönd Nígeríu. Árásum sjóræningja fjölgar Heimild: ICC SVÆÐI ÞAR SEM TVEIR ÞRIÐJU TILKYNNTRA ÁRÁSA ÁTTU SÉR STAÐ Aden- flói 116 Sómalía 80 Bangladess 17 Nígería 28 Malasía 16 Indónesía 15 Rauðahaf 15 TILKYNNTAR ÁRÁSIR Á ÁRINU 2009 Árásum sjóræningja fjölgaði á liðnu ári úr 293 í 406, samkvæmt árlegri skýrslu Skrifstofu alþjóðlegra siglingamála (IMB), en hún er deild í Alþjóðaverslunarráðinu (ICC) og safnar upplýsingum um sjórán og árásir á skip á heimshöfunum. SJÓRÁN Í HEIMINUM A fr ík a 26 4 Ameríka 37 Indland/ Pakistan 29 Austurlönd fjær 23 Suðaustur- Asía 45 Önnur svæði 8 0 100 200 300 400 500 2005 2006 2007 2008 2009 276 239 263 293 406 TILKYNNTAR ÁRÁSIR Í HEIMINUM Á ÁRI 69 38 3229 24212118 13 14 14 16 20 45 59 64 FJÖLDI SKIPA, SEM URÐU FYRIR ÁRÁSUM ÁRIÐ 2009, EFTIR RÍKJUM Fánaríki Ríki þar sem skipin eru gerð út 0 10 20 30 40 50 60 70 80 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Ty rk la nd Br et la nd Ja pa n H on g Ko ng Si ng ap úr G rik kl an d Þý sk al an d Ký pu r Ba ha m a- ey ja r H on g Ko ng M al ta An tíg va /B ar bú da M ar sh al l-e yj ar Si ng ap úr Lí be ría Pa na m a HILLARY Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi Kína og fleiri lönd fyrir ritskoðun á netinu og hvatti til þess að fólk fengi óhindraðan aðgang að netinu í ræðu sem hún flutti í Washington í gær. „Við þurfum að skapa heim þar sem aðgangur að tölvunetum og upplýsingum færir fólk saman og víkkar skilgreiningu okkar á sam- félaginu,“ sagði Clinton í ræðu um upplýsingafrelsi á netinu. Rannsaki ásakanir Google Áður hafði netfyrirtækið Google hótað að hætta starfsemi sinni í Kína ef þarlend stjórnvöld létu ekki af rit- skoðun á netinu. Fyrirtækið sakaði einnig kínversk stjórnvöld um að hafa staðið fyrir árásum tölvuþrjóta með það að markmiði að afla upplýs- inga úr tölvupósti manna sem hafa barist fyrir mannréttindum í Kína. Clinton hvatti stjórnvöld í Kína til að „rannsaka ýtarlega árás- irnar sem leiddu til þessara ásak- ana“. „Við viljum að rannsóknin og niðurstöður hennar verði gegnsæj- ar,“ bætti hún við. Clinton sagði að refsa bæri ríkjum sem stunduðu ritskoðun á netinu. „Ríki eða einstaklingar sem taka þátt í árásum á netinu ættu að standa frammi fyrir eftirmálum og alþjóðlegri fordæmingu,“ sagði utanríkisráðherrann. Clinton gagnrýnir ritskoðun á netinu Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.