Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 25
vinum frá fæðingu Þóru dóttur sinnar
voru lýsingar á getu hennar svo há-
stemmdar að kollegi hans gat ekki á
sér setið og spurði sakleysislega: „Og
hvað sagði hún?“ Lengi hefur verið
flissað yfir þessari sögu en hún lýsir
vel hrifningu Marteins á börnum sín-
um og þeim ómældu tækifærum er í
þeim búa.
Fyrstu kynni Marteins af fjöl-
skyldu Þórunnar, konu sinnar, voru í
gegnum ólátagarð yngri systkinanna:
„Þórunn, einhver Marteinn Lúter
King er í símanum,“ galaði einn ung-
lingurinn. Framhjá haukfránum aug-
um systkinanna fór ekki sú staðreynd
að borgaralega klæddur maður, í síð-
um frakka, með belti um sig miðjan og
með hanska og skjalatösku, kom tíð-
um í heimsókn til hippans, hippans
sem var svo mikill hippi að móðir
hennar gat ekki látið sjá sig við hlið
hennar á Laugaveginum, enda fór við-
snúin kommagæra lítt við vandaða
kasmírullarkápu móðurinnar. Geltið í
yngri systkinunum hélt áfram um hríð
en fór inn um annað og út um hitt –
guði sé lof, segjum við öll, eftir á. Ástin
milli þeirra Marteins og Þórunnar var
sterkari en sterkt og dýpri en dýpst.
Á þessari stundu hneigjum við höf-
uð og þökkum almættinu fyrir að hafa
fengið að kynnast Marteini. Við skul-
um minnast þess hve kraftgefandi
þessi stórbrotni maður var. Þann
kraft og það sólskin sem hann gaf
okkur skulum við bera áfram inn í nýj-
an dag.
Elsku systir, mágkona og fjöl-
skylda – Marteinn verður ávallt í
hjarta okkar. Sem kraftgefandi sól.
Valgerður Benediktsdóttir
og Grímur Björnsson.
Hóglega, hæglega,
á hafsæng þýða,
sólin sæla,
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
(Úr Sólsetursljóðum
Jónasar Hallgrímssonar)
Það er með sárum trega sem við
kveðjum vin okkar Martin í dag, allt,
allt of snemma. Þennan góða dreng
sem var yngstur í anda, ljúfur og
strangur í senn, höfðingi heim að
sækja, umhyggjusamur faðir og afi,
vinur vina sinna, ákveðinn og fylginn
sér, flottur á velli, orkubolti og afreks-
maður. Þessa kosti alla mátum við
eins og aðrir samferðamenn hans en
mest af öllu metum við þó að hafa átt
vináttu hans og trúnað í 34 ár. Fyrir
það viljum við þakka nú að leiðarlok-
um.
Og við horfum til baka með gleði og
þakklæti: Ferðalög um landið sem
hann unni mest, hraði á þjóðvegi 1,
tjaldbúskapur í Hrífunesi, bíll í skafli
á heiðinni háu, andakt í dómkirkju,
heitur pottur á Flúðum, kyrrðarstund
í Skálholti, sól og sandur á Álands-
eyjum, smíðar í garði, gleði, söngur og
þýðverskur hrossahlátur í stofu.
Barnastússið tók sinn tíma framan af,
synir okkar ólust upp í skjóli Martins
og fjölskyldu og urðu þeirra ævivinir
því alltaf var rými í húsi, alltaf tími til
að sinna, hvetja, hugga og fagna.
Þannig er vináttan.
Martin var margræður persónu-
leiki; ekki maður einhamur. Hann
vissi vel hvað hann vildi, setti sér
markmið og náði þeim. Hann var
brotinn af þýsku bergi en varð samt
meiri Íslendingur en mörg okkar
hinna. Hann var framsýnn og agaður
listamaður en líka hagsýnn fjöl-
skyldufaðir sem setti sína nánustu í
fyrirrúm. Hann var ör til verka og lét
þau tala en gat líka látið eins og hann
hefði allan heimsins tíma lausan og lá
ekkert á þegar sá gállinn var á honum.
Þannig var Martin.
Við minnumst með þakklæti ljúfra
daga sl. sumar í skagfirskri fegurð
með Martin og Tótu. Orrustan við
hans óvelkomna vágest stóð sem hæst
en við trúðum því að sigur ynnist og
bauð ekki í grun að þetta yrði hans
síðasta sumar. Og þar, eins og alltaf
áður, náði Martin að ljúka sínu verki;
hafði í félagi við aðra skapað griðastað
fyrir sig og sína á Hofsósi, athvarf
sem hann sá í hillingum eftir að önn-
um og skyldustörfum lyki. Síðast sat
hann við hljóðfærið í Dómkirkjunni á
aðfangadagskvöld á nýliðnum jólum,
sárkvalinn og nær bugaður en samt
staðráðinn í að stjórna sínum svana-
söng. Honum tókst það óaðfinnanlega
eins og alltaf.
Við kveðjum vin okkar og hugsum
daginn langan um Tótu og fjölskyld-
una sem tekst á við sorgina. Við sökn-
um sárt vinar í stað en ornum okkur
við minningar um góða og gefandi
daga.
Megi moldin á leiði Marteins H.
Friðrikssonar verða honum létt sem
fiður.
Guðrún og Valþór.
Við minnumst manns í snjóhvítri
hnökralaust straujaðri skyrtu sem
með bros á vör og takmarkalausa
orku reiðir fram bakka með handmál-
uðum Meissen-kaffibollum. Bollum
frá fæðingarborginni í Þýskalandi.
Hver og einn er ómetanlegt listaverk
sem Marteinn leggur fyrir alla sína
gesti. Hann veit að við vitum verðgildi
bollanna bæði í andlegum og verald-
legum skilningi og biður okkur að
hafa ekki áhyggjur þótt einhver
þeirra brotni því þeir séu verðlausir ef
þeir eru ekki notaðir. Þeir séu til þess
að njóta þeirra, listin væri til lítils
rykfallin inni í skáp. Þannig má yf-
irfæra líf Marteins. Af hógværð hins
sanna listamanns bar hann list sína á
borð fyrir alla jafnt og meðhöndlaði
hana af öryggi og taumlausri virðingu
og naut þess að deila list sinni með
þeim sem hennar vildu njóta.
Við minnumst eiginmannsins, föð-
urins, vinarins, ferðafélagans, stílist-
ans og glæsimannsins en þó fyrst og
fremst bónbesta og viljugasta manns
sem sögur fara af, manns sem þrátt
fyrir gífurlega yfirferð í starfi hafði
alltaf tíma fyrir fjölskyldu og vini.
Manns sem ótalin skipti skaust eftir
smáræði fyrir unga gesti og gamla.
Manns sem ásamt Tótu opnaði heimili
sitt og þjónaði þeim mikla fjölda fólks
sem tengdist störfum þeirra hjóna.
Við minnumst manns sem gerði að
eigin sögn aðeins það sem honum
þótti gaman að gera en Marteinn var
þó bæði framtakssamur og ósérhlíf-
inn. Þeir sem ekki þekktu Martein
gætu haldið að þarna væri um mót-
sögn að ræða en Marteinn einfaldlega
naut þess að vera til og taka þátt.
Við minnumst ferðafélagans sem
fór með barnaskara heimshorna á
milli, svaf á hermannabeddum,
smurði og steikti, spilaði og straujaði,
vakti og svæfði sem félagi þeirra og
vinur.
Við minnumst manns sem þjónaði
af gleði og glæsileika kirkjunni, fjöl-
skyldunni, vinunum og listinni af slík-
um krafti að jafnvel þeir sem næst
honum stóðu gátu varla fylgst með
því öllu og seint verða áhrifin fullmet-
in sem maður eins og Marteinn hafði
og mun hafa á alla sem honum kynnt-
ust. Ótal margir hafa notið þeirrar
gæfu að kynnast Marteini og Tótu.
Sumir við erfiðar aðstæður þar sem
verið var að skipuleggja kveðjustund
maka, vinar eða ættingja, aðrir við að
skipuleggja stærstu gleðistundir lífs
síns og alltaf var Marteinn einmitt
maðurinn sem best var að hafa við
þær aðstæður.
Við minnumst Marteins með ein-
stakt bros á vör, stolts og sterks.
Hann var alltaf til staðar þar sem
hans var þörf, fullur af orku og gleði.
Hann verður áfram alltaf til staðar
hjá okkur, hvatning til góðra verka.
Við minnumst Marteins með sökn-
uði og virðingu.
Fríða, Ari, Mist, Sigfús
og börnin.
Marteinn H. Friðriksson var ráð-
inn dómorganisti frá 1. desember
1978. Honum var fagnað af einlægni
og miklar væntingar bundnar við
starf hans. Hann stofnaði strax lítinn
kór, sem stækkaði ört og er löngu
orðinn fyrirferðarmikill í tónlistarlíf-
inu. Með Tónlistardögum Dómkirkj-
unnar, sem fyrst voru haldnir 1982,
tókst Marteini að veita ferskum, öfl-
ugum straumum inn í tónlistarlífið og
samþætta þar hið trúarlega og list-
ræna. Sjálfur hefur hann verið eitt af
stóru nöfnunum í organistahópnum,
afburðasnjall en samt auðmjúkur
þjónn drottningar hljóðfæranna.
Þegar við vinir hans og samstarfs-
menn fögnuðum með honum á sjö-
tugsafmæli hans og litum yfir farinn
veg, varð mér ljóst, að hann hafði far-
ið langt fram úr björtustu vonunum,
sem við hann voru bundnar. Hann
hefur ekki eingöngu verið frábær tón-
listarmaður og kirkjuorganisti, hann
hefur einnig verið einstakur í öllu
samstarfi, ljúfur vinur, lítillátur, jafn-
vel um of, maðurinn sem við gátum
ætíð treyst.
Í meira en þrjá áratugi hefur Mar-
teinn verið einn af burðarásunum í
starfi Dómkirkjunnar. Hans er líka
sárt saknað. Ég hlýt að þakka fyrir
mig, bæði samstarfið, sem aldrei bar
skugga á, og eins fyrir fólkið mitt,
sem einnig hefur notið hans á marg-
víslegan hátt. Öll þökkum við dýr-
mæta gjöf Guðs í góðum vini, sönnum
manni.
Við hugsum til fjölskyldu hans og
biðjum henni blessunar. Við Þórunni
mælti ég á dögunum með orðum sr.
Matthíasar: Gott átt þú sem grætur
slíkan mann. Ég lýk þessari minningu
með tilvitnun í eitt af huggunarljóð-
um hans og beini henni til ástvinanna
allra:
Slá trúartóninn, líftón allra lýða,
þá lýsir stjarna hverri sólu skærri,
á meðan nóttin nöpur er að líða.
Slá elskutóninn, djúpa, himnum hærri,
sem helið vorrar jarðar á þíða,
og þá er ávallt einkavin þinn nærri.
Guð geymi Martein og annist ykk-
ur öll.
Þórir Stephensen.
Lofa þú Drottin, sála mín,
og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,
lofa þú Drottin, sála mín,
og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.
Þessar línur, upphaf 103. Davíðs-
sálms, leituðu á huga minn þegar ég
settist niður til að minnast manns,
sem að mínu mati uppfyllti eftirfar-
andi mannlýsingu: „Hann var dreng-
ur góður“ og hét Marteinn H. Frið-
riksson.
Örlagastjörnur tónlistarinnar voru
Íslendingum hliðhollar þegar Mar-
teinn að loknu námi í kirkjutónlist tók
þá ákvörðun að sigla norður í höf og
setjast að á Íslandi. Hér hefur Mar-
teinn markað djúp spor í menning-
arsögu okkar, sér í lagi á sviði kór-,
orgel- og kirkjutónlistar, og verður
það framlag hans seint fullþakkað.
Í tæpa sjö áratugi hefur dýrmæt og
náin vinátta okkar við fjölskyldu Þór-
unnar, konu Marteins, varað. Hefur
aldrei borið skugga á þau vinarbönd.
Þegar Marteinn bættist í hópinn
heillaði hann samstundis alla með fág-
un sinni, einlægni og framkomu. Það
eru sannkölluð forréttindi að hafa
fengið það tækifæri að vera samferða
manni eins og Marteini á lífsleiðinni
og njóta vináttu hans og kærleika.
Megi hið eilífa ljós lýsa honum,
hann hvíli í friði.
Gunnar Eyjólfsson og fjölskylda.
Góði vinur Marteinn.
Nú skilur leiðir um sinn. Þakka þér
fyrir samfylgdina, einkum þau átján
ár sem við áttum saman með Dóm-
kirkjusöfnuðinum. Það var gott að
eiga þig að förunaut, áreiðanlegur og
forsjáll sem þú varst. Aldrei þurfti að
hafa neinar áhyggjur af því að þú
sinntir ekki því sem þér bar og allt
væri svo sem vænst var. Allt sem þú
inntir af hendi var gert af kostgæfni
og mikilli list. Elja þín var aðdáun-
arverð, sívinnandi og með hugann við
óorðna viðburði, vinna í haginn og svo
þegar á brast þá kom í ljós góður
gundvöllur verksins sem fyrirhyggj-
an lagði. Metnaður þinn fyrir hönd
Dómkórsins og Dómkirkjunnar var
mikill og einlægur, en þótt þú værir
hrósi ausinn þá nægði þér sjálfum
vitneskjan um að hafa unnið gott
verk. Auðfundin var einnig umhyggj-
an sem þú barst fyrir þínu fólki og
gleðin yfir góðum verkum þeirra. Ég
þakka þér fyrir mig, uppörvun og að-
stoð og óbrigðula kurteisi og virðingu.
Far þú vel vinur og gleð þig við söng
englanna sem jafnvel taka Dómkórn-
um fram, já og börnunum í Kársnes-
kórnum líka.
Elskulega Þórunn og fjölskylda,
við Auður vottum ykkur djúpa samúð
okkar og grátum með ykkur að hafa
ekki fengið að njóta hans Marteins
lengur. En árin að baki eru mikið lán
sem ber að þakka og gleðjast við. Guð
blessi ykkur öll og leiði.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Fleiri minningargreinar um
Martein Hunger Friðriksson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu, systur og mágkonu,
EMMYJAR MARGITAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Neðstaleiti 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima-
hlynningar Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
einstaka hlýju og alúð.
Guðjón Hallur Hallsson,
Hallur Guðjónsson, Guðbjörg R. Tryggvadóttir,
Þórunn Guðjónsdóttir, Melanie Huetter,
Margrét Petrína Hallsdóttir,
Lea Þórarinsdóttir, Gestur Óli Guðmundsson,
Elna Þórarinsdóttir, Baldvin E. Albertsson,
Þórunn Þórarinsdóttir,
Trausti Ólafsson, María Einarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN G. ÞÓRARINSSON
fyrrv. söngkennari og orgelleikari,
til heimilis Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn
17. janúar.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 28. janúar kl. 15.00.
Helga Jónsdóttir,
Sigrún Stella Jónsdóttir, Jón Þorvaldsson,
Þórarinn Jónsson, Halla Sigurðardóttir,
Magnús Þór Jónsson, Þórunn Þórisdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir,
HALLDÓR Ó. STEFÁNSSON,
áður til heimilis
Gautlandi 1,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
18. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
27. janúar kl. 13.00.
Bára Halldórsdóttir,
Brynja Halldórsdóttir, Axel Priebs,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRBJÖRG J. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Þóra,
Lönguhlíð 3,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Guðmundur Agnar Axelsson, Sigrún Reynisdóttir,
Benedikt Axelsson, Jóhanna Valgeirsdóttir,
Lára Axelsdóttir, Valdimar Ingimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BÁRÐUR BRYNJÓLFSSON,
Dalbraut 16,
andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 14. janúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn
28. janúar kl. 13.00.
Rósa Magnúsdóttir,
dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabarn.