Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 ✝ HildimundurBjörnsson fæddist í Stykkishólmi 15. janúar 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 13. janúar sl. Foreldrar hans voru Björn Hildi- mundarson verk- stjóri, f. 1906, d. 1983, og Elísabet Magnúsdóttir hús- móðir, f. 1912, d. 1984. Systkini hans eru Kristín, f. 1931, maki Benedikt Lárusson; Guðrún, f. 1934, d. 2009, maki Sveinn A. Davíðsson; Elsa, f. 1935, maki Jó- hann Hannesson; Viðar, f. 1943, maki Kristín Ósk Sigurðardóttir. Þór, Arnar, Írena Rut og Andrea Dís voru afabörnin hans og auga- steinar. Hildimundur ólst upp í Stykkis- hólmi og gekk þar í Barna- og gagnfræðaskólann. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og um leið og hann hafði aldur til tók hann bílpróf og gerði akstur að ævistarfi sínu. Hann eignaðist snemma vörubíla og var með þá í vegavinnu og öðrum verkefnum. Hildimundur var snyrtimenni og var til þess tekið hve vel hann hugsaði um bíla sína og hús. Hildimundur var mikill áhuga- maður um íþróttir. Hann var fé- lagi í Umf. Snæfelli og stundaði frjálsar íþróttir frá unga aldri og keppti fyrir hönd síns félags með góðum árangri. Seinni árin átti golfíþróttin allan hug hans á með- an heilsan leyfði. Útför hans fer fram frá Akra- neskirkju 22. janúar kl. 14. Hinn 4. apríl 1996 kvæntist Hildimund- ur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guð- nýju Ernu Þórarinsdóttur, f. 21. september 1938. þau bjuggu fyrst í Stykk- ishólmi, fluttu í Borg- arnes 2004 og til Akraness 2007. Þeim varð ekki barna auð- ið, en börn Guðnýjar Ernu eru: Einar Örn Einarsson, f. 1963, maki Preccha Nak- suwan, Marta Ester Einarsdóttir, f. 1969, unnusti Karl Sig- urgeirsson, Elmar Björgvin Ein- arsson, f. 1972, maki Elva Jóna Gylfadóttir. Barnabörnin Einar Hann kom inn í líf mitt þegar dimmt var yfir og sorgin enn í hjarta mínu. Þá birtist hann óvænt, ljós- hærður, glaðvær og indæll. Það var engin lognmolla í kring- um hann, kappsamur og fylginn sér, enda íþróttamaður frá æsku. Það liðu ekki margir mánuðir þar til við tókum þá ákvörðun að búa saman, fyrstu árin í Hólminum kæra, en þegar hann hætti rekstri vörubif- reiðar sinnar var stefnan sett á Borgarnes, þar sem við vorum nær sælureitnum okkar við Langá og golfvöllurinn á Hamri ekki langt undan, þar áttum við yndislegar stundir saman. Síðustu árin í íbúð- inni okkar við Eyrarflöt á Akranesi. Einnig eru ógleymanlegar ferð- irnar okkar allar til Kanaríeyja, þar sem við áttum góðar stundir með kærum vinum. En fyrir þremur árum kom vá- gesturinn, sjúkdómurinn skæði. Fyrst var talið að hann hefði verið sigraður, en því miður, þrátt fyrir óbilandi kjark og baráttuvilja hafði sjúkdómurinn sigur í hetjulegri bar- áttu. Elsku Hilli minn, síðustu dagana þína varstu umvafinn fjölskyldunni, börnum, systkinum og elsta barna- barninu, sem vék ekki frá þér fyrr en yfir lauk. Þú sveifst á brott með vængjum morgunroðans klukkan sex að morgni. Andlát þitt var fagurt og friðsælt, þjáningin horfin úr svipnum, heilög stund sem við aldrei gleymum. Þú varst ekki bara eig- inmaður minn, þú varst minn besti vinur. Þú studdir mig og styrktir, varst mitt leiðarljós í gleði og sorg. Ég veit að þú fylgist með mér áfram, eins og þú mátt. Alfaðir geymi þig, ástin mín. Guðný Erna. Öllu er afmörkuð stund, allt undir sólunni hefur sinn tíma. Hið for- gengilega gengur sinn veg, en hið andlega lifir áfram með okkur í formi minninga og þakklætis, spor sem markast í sálina og býr þar innra og á sinn þátt í að móta okkur í framtíðinni og hjálpar til að vinna á sorginni og söknuðinum sem er í hjörtum okkar sem eftir lifa. Hann kom inn í líf fjölskyldunnar eftir að móðir mín hafði misst föður minn. Hann var velkominn og eft- irminnileg stund þegar mamma og Hilli giftu sig í Keflavíkurkirkju í apríl 1996. Við eigum honum margt að þakka. Að færa móður okkar vonina á ný og leiða hana úr hinum dimma dal, sem sorgin býr eftir missi, var eins og himnasending. Hann kom til dyr- anna eins og hann var klæddur, hreinn og beinn. Minningu föður okkar sýndi hann sérstaka virðingu. Hann tók við sælureitnum þeirra, Birkihvammi, við Langá, og tók þar til hendinni og sýndi staðnum natni og umhyggju svo sómi er að. Þeir voru sprottnir úr sama jarðvegi, báðir annáluð snyrtimenni með allt sitt, komnir af harðduglegu heiðar- legu alþýðufólki. Trúmennska og traust var hans aðalsmerki. Um árabil fóru þau til Kanaríeyja strax eftir áramót, og undu þar vel í hópi góðra vina og félaga sem þau eignuðust þar í sínum árvissu ferð- um. Ég fór til þeirra fyrir ári til Kan- aríeyja, en Hilli hafði þá veikst og lá á sjúkrahúsi þar. Við sjúkrabeð hans þar ræddum við saman á einlægum nótum. Hann hafði áhyggjur af að geta ekki farið á golfvöllinn aftur. En ákveðinn var hann og keppnis- maður. Golfið átti hug hans allan. Hann náði sér á strik aftur og spilaði í sumar, þótt ekki færi hann 18 hol- urnar. Það var honum mikils virði að geta skroppið á golfvöllinn. Nú snemma á jólaföstu var ljóst að meðferð dugði ekki. Hann tók því með æðruleysi. Hann var heima svo lengi sem hægt var, eins og hann óskaði. Lokalegan var stutt á sjúkrahúsinu á Akranesi, þar var hann umvafinn fjölskyldunni okkar ásamt systur hans og bróður. Alúð- arþakkir til starfsfólks sjúkrahúss- ins sem af einstakri nærgætni hjúkrar og líknar í þessum erfiðu að- stæðum fólks. Fyrir hönd okkar systkinanna, maka og barna vil ég þakka Hilla samferðina. Hann var móður okkar góður, þau áttu góð ár saman. Þau voru svo lánsöm að vera ekki bara hjón, heldur góðir vinir og félagar. Það er ómetanlegt og dýrmætt. Hann var úr Stykkishólmi og bjó þar mestan part ævinnar. Um hríð bjuggu þau Hilli og móðir okkar í Borgarnesi, en síðan 2007 á Akra- nesi, en þar fluttu þau hjónin inn í fallega glænýja íbúð. Honum leið vel á Akranesi, þar verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið föður okkar, en leiðið hans hafði hann hugsað um, ásamt móður okkar, af sinni um- hyggju og drengskap til margra ára. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson) Blessuð sé minning Hildimundar Björnssonar, með þökk og virðingu. Einar Örn Einarsson. Okkur systkinin langar að minn- ast föðurbróður okkar, Hilla frænda, en hann er nú horfinn á brott eftir erfið veikindi. Það eru ótal margar minningar sem renna í gegnum hugann á stundum sem þessari. Í uppvexti okkar bjó Hilli hjá ömmu og afa þannig að tengsl okkar við hann voru mjög mikil auk þess sem hann var tíður gestur á heimili okkar. Það var alltaf spennandi að koma við hjá Hilla í skúrnum og fá að gramsa í dótinu hans og ekki skemmdi fyrir þegar maður fékk að skreppa með í ferð á vörubílnum. Ekki var síður spennandi að Hilli átti alltaf gulan Wrigley’s og fylgdi ávallt hverri ferð í það minnsta hálf plata. Skúrinn var eins og ævintýraland fyrir okkur og þar fundum við ýmislegt sem Hilli hafði haldið upp á, svo sem sleða og gömul tréskíði sem veittu okkur mikla gleði í snjónum á veturna. Hilli var iðulega hjá okkur á að- fangadagskvöld og það var mikil til- hlökkun þegar við sáum appelsínu- gula Volvóinn (drossíuna eins og hann kallaði fólksbílinn sinn) renna í hlaðið og Hilli gekk inn með hvítan poka fullan af gjöfum. Hann stytti einnig biðina eftir pökkunum með því að spila við okkur systkinin á meðan mamma og pabbi vöskuðu upp eftir matinn. Nú ert þú kominn til ömmu og afa og hafa þau tekið vel á móti þér, amma eflaust með bolla til að spá í og afi með spil við höndina. Við mun- um alltaf minnast Hilla frænda með hlýhug og sendum við Ernu og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur okkar. Sigurður Ingi Viðarsson og Elísabet Viðarsdóttir. Í dag er kvaddur móðurbróðir minn, Hildimundur Björnsson. Kveðjustund fylgir söknuður en um leið léttir yfir því að dauðastríðinu er lokið. Á þessari stundu er mér þó efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina. Frá því ég fyrst man eftir mér var Hilli fastur punktur í tilverunni. Í fyrstu fjarlægur, eins og eldri frændur eru oft í huga barna, á ung- lingsárum náinn samstarfsmaður og leiðbeinandi. Síðan þá, góður vinur og félagi. Hildimundur hafði mikinn áhuga á íþróttum og var einn afreksmanna Snæfellinga í frjálsíþróttum á 6. og 7. áratugnum en aðalgrein hans var spjótkast. Elstu minningar mínar um Hilla eru frá því hann bjó ungur maður í foreldrahúsum, nýbúinn að eignast fyrsta vörubílinn. Okkur krökkun- um þótti það nú aldeilis merkilegt og ekki minnkaði virðingin þegar við fórum í sumardvöl í vegavinnuna með afa og ömmu. Þá var toppurinn á tilverunni að fá að „sitja í“ nokkrar ferðir með Hilla eða hinum bílstjór- unum. Það voru ekki bara við sem dáð- umst að Hilla. Okkur systrasonum hans varð það fljótlega ljóst að amma hafði miklar mætur á syni sín- um og eilíflega var hann viðmiðið þegar við vorum annars vegar. Ef við fórum illa með leikföng, ötuðum okkur út eða rifum fötin okkar, minnti amma okkur á fyrirmyndina. Og það var rétt hjá ömmu, enginn sem við þekktum var sami snyrti- pinninn og Hilli. A.m.k. ekki neinn í stétt vörubílstjóra. Hilli var líka laginn með bíla sína og tæki. Þegar við strákarnir vorum á tippnum var það okkar verk að beina bílstjórunum hvar þeir áttu að sturta, tína grjót úr ofaníburðinum og moka úr bílhlössunum. Mikilvæg- ast var að þeir gætu sturtað þannig á ferðinni að ofaníburðurinn dreifð- ist jafnt svo að sem minnst væri að moka. Við þekktum sterkar og veik- ar hliðar hvers einasta bíls og bíl- stjóra og á erfiðustu staðina var Hilla einum treystandi. Í vegavinnunni vann ég undir hans stjórn og afa frá 13 ára aldri til tvítugs. Við Hilli vorum oft tjald- félagar og hann kenndi okkur strák- unum að setja upp tjaldbúðir, að kynda Aladdin-ofninn rétt, gera tjaldið múshelt (sem var reyndar meira áhugamál hans en okkar) og handtökin við skóflur og kvíslar. Ár- in í vegavinnunni með Hilla, afa og ömmu og öðrum skemmtilegum vinnufélögum, urðu mér dýrmætt veganesti fyrir lífið og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Þegar Hilli fór seinna að spila golf varð það til þess að treysta á ný sam- band okkar. Það var eins með golfið og frjálsíþróttirnar, Hilli náði fljótt góðum tökum á því. Keppnisskapið var það sama og í gegnum golfið eignaðist hann fjölda nýrra vina. Hilli var orðinn fullorðinn þegar hann giftist Ernu sem þá var ekkja og átti uppkomin börn. Þau voru samhent, áttu lengi sumarhús og land sem þau höfðu mikið yndi af að sinna og ferðuðust mikið saman. Þau höfðu nýlega fest kaup á íbúð á Akranesi þar sem þau ætluðu að eyða saman ævikvöldinu en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ernu og fjölskyldu hennar send- um við Unnur samúðarkveðjur og einnig eftirlifandi systkinum Hildi- mundar. Minningin um góðan dreng og traustan frænda lifir. Eyþór Benediktsson. Hildimundur Björnsson V i n n i n g a s k r á 38. útdráttur 21. janúar2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 7 7 3 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 7 6 3 5 1 8 4 0 0 5 1 7 0 6 5 6 3 8 4 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4075 32344 45330 47724 57152 59328 28942 44106 47002 55719 57468 62364 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 132 6773 13163 25367 35818 51389 64717 75817 665 7707 13355 25387 37359 55111 64878 75995 1017 7800 14942 27305 39368 56458 65669 76767 1329 8151 15623 28690 39543 57527 68968 77183 1824 9045 16117 28978 39710 58629 69876 77642 2516 9694 16872 30271 41728 58909 71055 77650 2900 9919 17325 30549 42087 58923 71487 77905 3258 10089 19089 30998 43886 60414 72162 79258 4325 11099 19106 31970 45481 61322 73230 79706 4619 11121 19132 33232 46381 62800 73317 4755 11558 21656 33773 46467 63134 74247 4887 12844 24106 33849 48008 63276 74823 6316 13002 25344 35135 49839 63580 75329 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 40 9266 20175 29981 38857 50628 61473 70616 180 10184 20284 30469 39686 50916 61767 71044 181 10566 20890 30576 41444 50946 62495 71369 368 10720 20999 30778 41504 51264 63615 71689 477 11357 21052 31200 42073 51979 63886 71983 769 12312 21163 31407 42128 52452 64141 72346 858 12369 21735 31900 42137 52973 64372 72427 1306 12471 21908 32129 42264 53528 65013 72755 1397 13049 22491 32409 43032 53577 65499 72821 1542 13082 22744 32664 43925 53696 65861 72966 1693 13304 23033 32679 44139 54104 65966 73265 1929 13860 23286 33238 44329 54161 66092 73524 2025 13916 23599 33441 45075 54642 66345 73544 2374 14157 23614 33915 45868 54785 66447 73563 2459 14209 23620 34052 45879 54895 67178 73625 2757 14241 24423 34885 46138 55109 67202 73741 3051 14512 24479 35175 46513 55410 67581 74305 4121 14527 26070 35258 46515 55443 67603 74658 4379 15586 26338 35295 46984 56534 67819 75426 4578 15935 26454 35556 47635 56660 67860 76802 4685 16506 27266 35560 47932 56989 68186 77104 5325 16600 27627 36088 48145 57418 68664 77342 6169 17293 27739 36325 48164 57529 68669 77627 6271 18005 27857 36364 48508 57812 69185 78630 6585 18251 27880 36625 48848 58216 69897 78925 7013 18803 27999 36947 48890 58226 69909 79071 7639 19249 28152 37108 48951 59457 69924 8118 19888 28292 37237 48959 60043 70015 8138 19898 28307 37669 49154 60084 70156 8754 19998 28836 37817 49390 60478 70211 8793 20053 28873 38098 50143 61205 70421 9246 20071 29271 38279 50544 61284 70584 Næsti útdráttur ferfram 28. jan 2010 Heimasíða á Interneti: www.das. ✝ Bróðir minn, KRISTINN ÓLAFSSON fyrrv. bóndi og landpóstur, Hænuvík, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar miðviku- daginn 20. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Dagbjört Una Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.