Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Scott Brownskoraði áBarack Obama Banda- ríkjaforseta í körfubolta þegar forsetinn hringdi í hann til að óska honum til ham- ingju með sigurinn í kosning- unni um öldungadeildarþings- sætið sem losnaði þegar Edward Kennedy lést af völd- um krabbameins í fyrra. Brown er ágæt skytta og hittir vel utan af velli en færni nýliðans í öld- ungadeildinni á körfuboltavell- inum veldur forsetanum senni- lega minna hugarangri en þær pólitísku afleiðingar sem sigur hans getur haft. Brown er repúblikani. Með kjöri hans fer fjöldi demókrata í öldungadeildinni niður fyrir þau sextíu sæti, sem þarf til þess að koma í veg að hægt sé að stöðva frumvörp með mál- þófi. Því gæti Obama reynst erfitt að koma í gegn þeim breytingum, sem hann hyggst gera á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum og orðið til þess að þynna þær út. Sigur Browns er demókröt- um ekki bara áhyggjuefni af þeirri ástæðu. Í nóvember verða þingkosningar. Þá er kosið um öll sæti fulltrúadeild- arinnar og þriðjung sæta í öld- ungadeildinni. Þekkt er að flokkur forsetans veikist í slík- um kosningum og samkvæmt skoðanakönnunum fara óvin- sældir Obama vaxandi. Kennedy hafði verið þing- maður Massachu- setts í öldunga- deildinni í 47 ár. Ríkið hefur löngum verið vígi demó- krata og Brown þótti ekki eiga mikla möguleika framan af. Í janúar fóru hjólin hins vegar að snúast og skyndilega beindust augu Bandaríkjanna að kosn- ingaslagnum. Athyglinni fylgdi aukinn stuðningur. Bandarísk- ur almenningur er óánægður um þessar mundir og sú tilfinn- ing er útbreidd að stjórnvöld hugsi um það eitt að bjarga bankaforkólfum og bílafram- leiðendum á meðan hinn al- menni borgari eigi stöðugt erf- iðara með að ná endum saman og sitji í þokkabót uppi með reikninginn. Þessi afstaða bitnar óhjá- kvæmilega harðast á flokknum, sem er við völd, en repúblik- anar þurfa einnig að passa sig. Andstaða þeirra við reglugerð- ir, sem eiga að setja fjármálalíf- inu ramma, gæti skaðað þá í því andrúmslofti óvildar sem nú ríkir í garð ofurlaunaðra bankamanna. Bilið á milli flokksforustunnar í Repúblik- anaflokknum og grasrótarinnar þýðir að sitjandi þingmenn flokksins þurfa að gæta sín. En vandi Obama er flóknari. Hann þarf að bregðast við þeirri reiði, sem tryggði Brown sigur, en gæta þess um leið að öfl í eigin flokki saki hann ekki sjálfan um undanslátt og eftir- gjöf og snúi við honum baki. Vandi Obama end- urspeglast í sigri repúblikana í Massachusetts} Óvæntur sigur Bankastarfsemisnýst ekki síst um traust. Klisju- tal auðvitað en þó uppfullt af sann- leikskornum. Og harður raunveru- leiki hjá banka með nýtt nafn og fortíð sem glittir sífellt í. Arion banki hefur tekið yfir fyrirtækin sem tengjast Högum. Hann hefur því ekki meiri skyld- ur við fyrri eigendur en aðra, þvert á móti. Það felst í því mis- munun af versta tagi að hann skuli fremur ræða við fyrri eig- endur en aðra. Fyrri eigendur hafa sannað meiri glæfra- mennsku og fyrirhyggjuleysi en nokkrir aðrir rekstarmenn á Ís- landi. Þeir skulduðu íslenska bankakerfinu upphæðir sem samsvöruðu heilli þjóðarfram- leiðslu! Þeir hafa hlaupið frá stærstum hluta þessara skulda. Ef Arion banki þarf langan tíma til að vega og meta hversu heppi- legir rekstrarmenn viðkomandi eru, þá á hann að hætta banka- starfsemi hið bráð- asta. Þá hefur hann ekki neinar for- sendur til að stunda slík viðskipti. Nú gengur fjöll- um hærra hér á landi saga um hvernig uppgjör fyrirtækja helstu braskara sem rásuðu út á síðustu árum fari raunverulega fram. Sagan er svona: „Þegar braskarinn sér að hann getur ekki lengur undan vikist setur hann allar skuld- irnar sínar í jakkavasana. Eign- irnar setur hann í buxnavasana. Hann fer á fund sýslumanns. Skiptaráðandinn tekur frakkann hans, jakkann hans, hattinn, skóna og hanskana. Skuldarinn fer út á brókinni. Skiptaráðand- inn fer að tala við kröfuhafana. Skuldarinn fer að tala við Sævar Karl og syni.“ Ef þetta er raunsönn lýsing á siðferði þeirra sem stýra bönk- unum þá er borin von að byggja upp traust á íslenskum banka- heimi. Arion banki heldur áfram leiksýningu í myrkvuðum sal án áhorfenda. Gagnrýn- endur munu aldrei fá að sjá sýninguna} Hinir leikrænu tilburðir skaða bankann Þ eir sem þekkja til Linux-stýrikerf- isins þekkja flestir nöfnin Richard Stallman og Linus Thorvalds. Árið 1983 hóf Stallman vinnu við GNU- verkefnið, með það að markmiði að búa til ókeypis og frjálst stýrikerfi. Í kringum árið 1990 var í raun búið að skrifa stóran hluta stýrikerfisins, en svokallaðan kjarna (e. kernel) vantaði. Finninn Linus Thorvalds greip til sinna ráða og hófst handa við að skrifa þennan kjarna. Vegna þessa vilja margir að talað sé um GNU/Linux, til að undirstrika mikilvægi þeirr- ar vinnu sem Stallman og félagar hans höfðu unnið áður en Thorvalds kom að verkefninu. Í bókinni In The Beginning Was The Comm- and Line færir Neal Stephenson hins vegar rök fyrir því að feður Linux séu ekki tveir heldur þrír. Ekki nóg með það heldur vill hann meina að þriðji faðirinn sé enginn annar en erkifjandi margra Linux- notenda, Bill Gates. Á níunda áratugnum slógust tvö stýrikerfi um það hvert þeirra myndi verða ráðandi í hinum nýja stafræna heimi. Annað var framleitt af Apple og hitt af Microsoft. Deila má um hvort stýrikerfið var í raun betra en hitt, en þau tóku miklum breytingum á þessu tímabili. Almennt var þó litið svo á að Windows-stýrikerfi Microsoft væri ljótt og klunnalegt. Fyrsta Mac-tölva Apple var hins vegar fyrst til að bjóða almennum notendum upp á myndrænt not- endaviðmót og þegar Windows kom fyrst út sökuðu marg- ir Apple-notendur Microsoft um að hafa stolið hugmyndinni. Burtséð frá þessum deilum og spurningunni hvort stýrikerfið væri betra var grundvall- armunur á viðskiptaáætlunum fyrirtækjanna tveggja. Apple leit á sig fyrst og fremst sem vélbúnaðarframleiðanda. Til að nota stýrikerfi frá Apple þurftir þú að kaupa Mac-tölvu og enginn annar mátti framleiða slíkar tölvur en Apple. Microsoft sá sig hins vegar sem hug- búnaðarframleiðanda og bjó til stýrikerfi og forrit, sem áttu að geta keyrt á hvaða vélbún- aði sem var, svo lengi sem hann notaði ör- gjörva af ákveðinni tegund. Afleiðingin af þessari ákvörðun var spreng- ing í framleiðslu á einkatölvum og íhlutum í þær. Alls konar framleiðendur stukku á tæki- færið og verð á einkatölvum hrundi. Fólk gat smíðað sér sjálft eigin tölvur úr ódýrum íhlutum og keyrt Windows á þeim. Það sem meira máli skiptir fyrir þessa sögu er að sömu ódýru tölvurnar gátu líka keyrt Linux-stýrikerfið. Afar ólíklegt er að Linux, sem var á sínum tíma ansi erfitt í meðförum fyrir óinnvígða, hefði náð þeirri útbreiðslu sem það þó náði ef ekki hefði verið fyrir aðgengi að ódýrum tölvum, sem keyrt gátu stýrikerfið. Mér þykir það skemmtilega kaldhæðnislegt að mað- urinn, sem margir Linux-notendur telja hægri hönd kölska, hafi hjálpað til við útbreiðslu stýrikerfisins þótt það hafi verið með óbeinum hætti. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Bill Gates, einn feðra Linux STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is E kki er líklegt að nefnd um endurskoðun fisk- veiðilöggjafarinnar takist að ljúka störf- um þessum mánuði eins og að hefur verið stefnt. Nefndin var skipuð í júní á síðasta ári og var upphaflega miðað við að hún skilaði af sér fyrir 1. nóv- ember, en nú er miðað við 1. febr- úar. Nefndin kom síðast saman í byrjun desember. Guðbjartur Hannesson er formaður nefnd- arinnar og segist stefna að fundi í næstu viku, en það hafi lítið upp á sig að funda í sáttanefnd um stjórn fiskveiða án útgerðarmanna. Fulltrúar útgerðarinnar hafa að- eins mætt á þrjá fundi af fimm og sætta sig ekki við frumvarp sjáv- arútvegsráðherra frá 10. nóvember um stjórn fiskveiða. Þeir telja frumvarpið inngrip í störf nefnd- arinnar og eru einkum ósáttir við ákvæði um skötusel. Þar er reikn- að með gjaldtöku fyrir úthlutun hluta aflamarks í skötusel og segja útgerðarmenn það upphaf fyrn- ingar aflaheimilda í sjávarútvegi. Í kynningu ráðherra á frum- varpinu var tiltekið að skötusels- ákvæðið væri brýn ráðstöfun í samræmi við stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Útvegsmenn eiga hins vegar erfitt með að sam- þykkja að þessi aðgerð sé brýn. Spurður hvort ákvæðið um skötu- selinn væri hluti af bráðavanda í sjávarútvegi sagði Guðbjartur það vera ráðherra að meta, ekki nefnd- arinnar. Hann segir ólík sjónarmið vera innan nefndarinnar og mismunandi hagsmuni. Lögð hafi verið vinna í að skilgreina álitaefni í fisk- veiðistjórnunni og síðan hafi verið ætlunin að fá Háskólann á Ak- ureyri til að meta áhrif innköll- unarleiðarinnar. Það hafi hins veg- ar lítinn tilgang að búa til vinnuferli án aðkomu LÍÚ. „Án útgerðarmanna höldum við bara áfram að búa til eigin skýrslur,“ segir Guðbjartur. „Ef LÍÚ kemur ekki að borðinu verður nefndin að meta hvort vinnunni verður haldið áfram og hvort allir aðrir vilja vera með í því starfi. Stjórnvöld verða líka að meta hvort þau vilja þá koma beint inn í þessa vinnu, en kveðið er á um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmálanum. Ég lít þannig á að við séum að fást við langtímaverkefni, að breyta útgerðartilhögun til lengri tíma. Það hefur aldrei staðið til að svipta fyrirtæki rekstrargrund- velli. Þvert á móti lögðum við upp með að tryggja varanlega afkomu þeirra og taka átti tillit til skulda- stöðu greinarinnar. Í nefndinni hefur verið talað um lang- tímaúthlutanir á fiski, 20 ára út- hlutun eða jafnvel í enn lengri tíma. Fullyrðingar um annað eru áróður. Þá er ætlunin að taka af skarið með að eignarhald í sjávar- útvegi sé í raun nýtingarheimild,“ segir Guðbjartur. Starfið verður ómarkvisst Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem á fulltrúa í nefndinni, segir að alls ekki hafi verið reiknað með að ráð- herra spilaði út umdeildum atriðum á sama tíma og nefndin væri að störfum. Ákvæðið um skötuselinn hafi hleypt illu blóði í allt starf nefndarinnar. „Okkur finnst lítill tilgangur í því að halda þessu starfi áfram ef full- trúa útgerðarinnar vantar að borð- inu. Starfið verður ómarkvisst og við, eins og margir fleiri í nefnd- inni, erum óánægðir með hversu lít- ið hefur gengið. Í umsögn SF um frumvarpið leggur stjórnin ríka áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og öllum ákvæðum þess verði vísað til umfjöllunar sátta- nefndar sjávarútvegsráðherra. Ég sé ekki að störf nefndarinnar kom- ist í gang meðan skötusels- frumvarpið hangir yfir mönnum,“ segir Arnar. Morgunblaðið/Ómar Fiskveiðistjórnun Þeir voru glaðhlakkalegir á fyrsta fundi sáttanefnd- arinnar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Einar K. Guðfinnsson. Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar FORYSTA LÍÚ FUNDAR MEÐ RÁÐHERRA FORYSTUMENN Landssambands íslenskra útvegsmanna eiga fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, í dag. „Við vonumst til þess að við getum komið málinu aftur í farveg og ég hef fulla trú á að hægt verði að ná sátt um þessi mál. Í mínum huga er formaður nefndarinnar að vinna í þeim anda,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í gær. „Við viljum finna einhvern flöt á þessu máli svo báðir aðilar geti lifað við þá stöðu sem uppi er og komið málinu aftur í farveg. Um leið og þær for- sendur sem lagt var upp með við skipan nefndarinnar verða til staðar þá komum við aftur að þessu starfi,“ sagði Friðrik. Reynt verður að halda fund í sáttanefnd um fiskveiðistjórnun í næstu viku. Engin sátt er í nefnd- inni og hafa útgerðarmenn ekki mætt á síðustu fundi hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.