Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
✝ Marteinn Frið-riksson (f. Fritz
Martin Hunger)
fæddist í Meissen í
Þýskalandi 24. apríl
1939. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi eftir
snarpa baráttu við
krabbamein 10. jan-
úar sl.
Foreldrar hans
voru Frieda Doro-
thea, d. 1972, og Alf-
red Fritz Hunger, d.
1944. Systir Marteins
er Maria Steinhäuser, gift Helmut
Steinhäuser. Synir þeirra eru Al-
brecht og Ekkehard Steinhäuser.
Marteinn kvæntist Hrefnu Odd-
geirsdóttur 1967, þau skildu.
Árið 1979 kvæntist Marteinn
Þórunni Björnsdóttur, f. 1954. Börn
þeirra eru: 1) Kolbeinn, f. 1973,
framkvæmdastjóri (f. Kolbeinn
Karlsson), sem Marteinn ættleiddi
árið 1982. Sambýliskona Kolbeins
er Harpa Katrín Gísladóttir, kenn-
ari, f. 1973. Börn þeirra eru Birna
Rún, f. 1998, Katla, f. 1999, og Ívar,
f. 2009. 2) Þóra Marteinsdóttir, tón-
listarmaður, f. 1978. Sambýlis-
maður hennar er Gunnar Bene-
diktsson, tónlistarmaður, f. 1976.
Sonur þeirra er Hjörtur Martin, f.
2009. 3) María, f. 1980, eðlisfræð-
ingur. Sambýlismaður hennar er
Sölvi H. Blöndal, hagfræðingur, f.
1975. 4) Marteinn, nemi, f. 1990.
Marteinn lauk B-prófi í kirkju-
tónlist frá kirkjutónlistarskólanum
gefið út nokkrar hljómpötur og
geisladiska, sá síðasti, „Hljóður lýt
ég hátign þinni“, kom út í nóv-
ember sl. Að frumkvæði Marteins
voru Tónlistardagar Dómkirkj-
unnar haldnir í fyrsta sinn árið
1982 og hafa þeir verið árviss við-
burður allar götur síðan. Hann stóð
fyrir síðustu Tónlistardögum í
október og nóvember 2009 og lék
sína lokatóna í útvarpsmessu í
Dómkirkjunni sl. aðfangadags-
kvöld. Marteinn samdi einnig nokk-
ur tónverk og útsetti mikið af lög-
um, sérstaklega fyrir Dómkórinn,
Kór Menntaskólans í Reykjavík og
Skólakór Kársness, en einnig fyrir
Námsgagnastofnun, Tónmennta-
kennarafélag Íslands o.fl. Að fé-
lagsmálum vann Marteinn í stjórn
Félags íslenskra organleikara og í
kennarafélagi Tónlistarskólans í
Reykjavík. Marteinn fékk fálkaorð-
una 17. júní 2004.
Marteinn naut sín best með fjöl-
skyldunni og í góðra vina hópi.
Hann hafði nýlega endurbyggt hús
á Hofsósi með eiginkonu sinni og
vinahjónum þar sem ætlunin var að
dvelja þegar tóm gæfist þegar
störfum hans innan Dómkirkjunnar
lyki. Marteinn var félagi í Frímúr-
arareglunni Hamri í Hafnarfirði.
Útför Marteins fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, föstu-
daginn 22. janúar, og hefst athöfnin
kl. 15. Ef kirkjan nær ekki að rúma
alla kirkjugesti er þeim bent á sal
Oddfellow, gegnt Ráðhúsi Reykja-
víkur, en þar verður komið fyrir
skjávarpa.
í Dresden árið 1961 og
síðar A-prófi við Tón-
listarskóla F. Mend-
elssohn-Bartholdy í
Leipzig árið 1964.
Hann útskrifaðist
einnig í hljómsveitar-
stjórn og tónsmíðum
auk kennaraprófs í pí-
anóleik og tónfræði.
Marteinn flutti til Ís-
lands frá Austur-
Þýskalandi árið 1964
og gerðist organisti
við Landakirkju og
skólastjóri tónlistar-
skólans í Vestmannaeyjum, auk
þess að stjórna Samkór Vest-
mannaeyja og síðar Lúðrasveit
Vestmannaeyja. Árið 1970 var hann
ráðinn organisti við Háteigskirkju
og hóf jafnframt störf við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Þar kenndi
hann samfellt í 39 ár, aðallega nem-
endum í tónmenntakennaradeild-
inni. Um árabil stjórnaði hann líka
hljómsveit skólans og kór þar til
tónmenntakennaradeildin var lögð
niður. Síðustu árin kenndi hann
kórstjórn og orgelleik við Listahá-
skóla Íslands. Marteinn stjórnaði
söngsveitinni Fílharmóníu í áratug
áður en hann varð dómorganisti.
Árið 1994 tók hann að sér að endur-
vekja Kór Menntaskólans í Reykja-
vík og stjórnaði honum til 2006.
Marteinn var ráðinn dómorgan-
isti við Dómkirkjuna árið 1978.
Fljótlega stofnaði hann Dómkórinn
sem starfað hefur allar götur síðan
undir hans stjórn. Dómkórinn hefur
Mér hlotnaðist mikil gæfa þegar
Marteinn tók saman við móður mína
fyrir hartnær 35 árum. Það lýsir þess-
um manni kannski hvað best að þrátt
fyrir að óstýrilátur drengur fylgdi
með í kaupunum með móður minni
gekk hann honum í föðurstað skilyrð-
islaust. Þegar svo fleiri börn komu til
sögunnar ættleiddi Marteinn undir-
ritaðan til að undirstrika að fyrir hon-
um væri enginn munur á mér og
systkinum mínum. Mamma fékk eig-
inmann en ég fékk pabba.
Pabbi var strangheiðarlegur og
vinnusamur maður sem reyndi eftir
bestu getu að kenna okkur börnum
sínum að verða góðir og gildir þjóð-
félagsþegnar. Mér er minnisstætt
þegar ég sagði foreldrum mínum
hróðugur frá því sjö ára gamall að ég
hefði afrekað að fylla bensíntank á
gömlum rússajeppa, sem stóð rétt við
heimili okkar, af grjóti og vatni. Hann
brást hinn versti við og gekk með mig
í öll hús við götuna til að reyna að hafa
uppi á eiganda jeppans, sem þá var
horfinn. Á þessari göngu okkar milli
húsa ræddi hann í löngu máli um að
svona gerði maður ekki og að núna
skyldum við finna eigandann og bæta
fyrir brot mitt. Jeppaeigandann fund-
um við ekki. En ég fann þarna og
lærði eitthvað annað.
Faðir minn gerði kröfur til okkar og
sjálfs sín. Vinnu stundaði maður og
hana ætti maður að vera þakklátur
fyrir. Smáóþægindi í líkama hristi
maður af sér og héldi ótrauður áfram
þótt smápestir og verkir plöguðu
mann. Ef maður var hins vegar rúm-
liggjandi var hann fyrsti maðurinn
sem mætti á svæðið með mat og góð-
gæti úr apótekinu. Mér eru minnis-
stæð veikindi sem ég átti við að stríða
fyrir fáeinum árum þar sem hann
hringdi og kom á hverjum degi með
eitthvað að borða eða bara leit inn. Ég
þorði nú ekki að segja nokkrum manni
af þessu – að þrítugum manninum
væri sinnt líkt og ungbarn væri af full-
orðnum föður sínum! En svona var
hann.
Mér hefur oft reynst erfitt að skilja
hve miklum tíma pabbi var tilbúinn að
eyða í kórana sína og vinnu, oft á
kostnað fjölskyldu og einkalífs. Það er
ótrúlegt til þess að hugsa að faðir
minn vann alla daga vikunnar allt árið
um kring. Hann fékk fjóra sunnudaga
á ári frí frá messum og nær allir laug-
ardagar fóru í kóræfingar og brúð-
kaupsspil. Þessum fjórum sunnudög-
um skipti hann milli fjölskyldunnar og
kórferðalaga. Þegar maður hefur
ástríðu fyrir ævistarfinu verður mað-
ur að gefa sig allan því á vald, það er
enginn millivegur og slíka gæfu ber að
virða.
Það var aðdáunarvert að sjá pabba í
veikindum sínum, sem hann tók af
fullkomnu æðruleysi. Þegar verulega
var farið að halla undan fæti sleppti
hann lyfjagjöf og verkjalyfjum til þess
að geta klárað skyldu sína. Útvarps-
messu á aðfangadagskvöld og jóla-
messu í sjónvarpi skyldi hann spila
sjálfur, engan varamann mátti kalla
inn, þetta skyldi hann klára sjálfur.
Þetta heitir að falla með sæmd og lýs-
ir þessum manni einkar vel.
Það eina sem raunverulega skiptir
máli í þessu lífi eru minningarnar sem
eftir mann standa. Minning um ein-
stakan föður og frábæran félaga sem
allt vildi fyrir mann gera munu að ei-
lífu vara.
Kolbeinn Marteinsson.
Kveðja frá Dómkórnum
– Það eru ekki til góðir eða vondir
kórar, bara góðir og vondir kórstjór-
ar, sagði Marteinn einhverju sinni og
hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Sjálf-
ur var hann góður kórstjóri, sá besti
finnst okkur og höfum fyrir því gild
rök.
Hann var auðmjúkur þjónn listar-
innar, hún hafði allan forgang, fyrir
hana varð að gera allt. Á stundum
fannst okkur þessi auðmýkt ganga
einum of langt því hann var ekki gef-
inn fyrir að auglýsa það sem hann var
að gera og vildi helst ekki selja inn á
tónleika. Tónlistin ratar til sinna, hana
þarf ekki að auglýsa. Það var viðhorf
hans.
Hann var mannvinur, kom eins
fram við okkur öll. Fyrir það elskuð-
um við hann og efuðumst ekki eitt
augnablik um að hann elskaði okkur
öll jafnmikið, hvort sem hann hafði
áhyggjur af innkomu bassans, lyfti
undir hangandi tón hjá altinum, hrós-
aði tenórnum eða blikkaði sópraninn.
Hann tók okkur öllum opnum örm-
um og hleypti okkur inn á gafl hjá sér.
Við urðum hluti af fjölskyldu hans
sem raunar var öll að stússast í kring-
um okkur, syngja með okkur, semja
fyrir okkur, elda ofan í okkur og bara
vera okkur til almennrar ánægju.
Hann naut þess að ferðast með okk-
ur. Dómkórsferðir eru bestu ferðalög
sem farin eru. Síðustu utanlandsferð-
inni gleymir enginn. Þá fór hann með
okkur til heimahaganna í Þýskalandi.
Við sungum Maístjörnuna úti fyrir
æskuheimili hans í Meissen og há-
punkturinn var að syngja verkið
hennar Þóru dóttur hans í Frúar-
kirkjunni í Dresden, þessu stórkost-
lega mannvirki sem Marteinn hafði
horft á hverfa í logana fimm ára gam-
all.
Hann gaf allt fyrir tónlistina og
okkur og við reyndum að gefa það
sem við gátum. Það var ekki fyrr en
undir það síðasta sem við gerðum
okkur grein fyrir hetjulundinni sem
hann sýndi í allt haust. Hann var
ákveðinn í að klára tónlistardagana,
jólalagið hennar Þóru, sjónvarps-
messuna og sjálfa jólamessuna á að-
fangadagskvöld. Allt þetta gerði hann
sárkvalinn og hart leikinn af sjúk-
dómnum sem af fullkomnu miskunn-
arleysi lagði hann loks að velli.
Og nú stöndum við ráðvillt og vitum
ekki hvað við eigum af okkur að gera.
Hvar finnum við annan Martein sem
vill taka að sér 60 söngglaðar sálir og
veita þeim áframhaldandi leiðsögn, sí-
menntun í tónlist og athvarf á kirkju-
loftinu frá stormum tíðarinnar? Verða
ekki fleiri rennslur?
Meðan við bíðum svars við þessum
spurningum leitum við huggunar í
minningu um mann sem kenndi okkur
svo margt og gaf okkur enn meira.
„Hvernig líður þér?“ spurði hann.
Jafnvel á síðustu andartökum lífs-
göngu sinnar hugsaði Marteinn um
hag okkar. Þarna lá hann undir drif-
hvítri sæng, fallegur og friðsæll, á 31
árs brúðkaupsafmæli þeirra Þórunn-
ar. Sól fyrir utan og skein á frostkalda
fönn. Ég sagði honum frá fuglunum
sem kæmu í mat daglega og að trú-
lega væru fuglarnir hans komnir til
mín.
Marteinn hafði unun af fuglum him-
insins. Hann hændi þá að sér og þeir
hændust að honum. Eins var um
söngfuglana í Dómkirkjunni. Til hans
sótti kórinn kraft og andlega djúp-
næringu. Hann gaf okkur hlutdeild í
fegurð tónbókmenntanna og hann gaf
okkur sólskin, eins og öllum sem hann
þekkti – jafnvel ókunnugum. Þannig
ók eitt sinn ung, einstæð móðir á bíl
Marteins og eyðilagði við það bíl sinn.
Marteinn vorkenndi ungu konunni og
unni sér ekki hvíldar uns hann hafði
leitað hana uppi og keypt handa henni
annan bíl. Fyrr gat hann ekki notið
jólahátíðarinnar sem var að ganga í
garð.
Marteinn var höfðingi og líf hans
endurspeglaði gæsku hans og virð-
ingu í garð annarra. „Með ánægju,“
var jafnan viðkvæði hans er hann var
beðinn um eitthvað. Hann var stoltur
og elskur faðir barna sinna og sá í
þeim svo skjótar framfarir að sumum
þótti nóg um. Þegar Marteinn sagði
Marteinn Hunger Friðriksson
✝
KRISTJÁN ELDJÁRN ÞORGEIRSSON
bóndi í Skógsnesi,
lést miðvikudaginn 20. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Magnús Kristjánsson, Guðrún Arnarsdóttir,
Erlingur Kristjánsson, Dóra Hlín Ingólfsdóttir,
Þórdís Kristjánsdóttir, Ingvar Jónsson,
Þóroddur Kristjánsson, Elín Tómasdóttir,
Þorgeir Kristjánsson, Sigríður Einarsdóttir,
Davíð Kristjánsson, Drífa Eysteinsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JARÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR,
Varmalæk,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
miðvikudaginn 20. janúar.
Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason,
Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir,
Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason,
Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir,
Magnea Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR O. EGILSDÓTTIR
kennari,
Austurströnd 12,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn
20. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórður Adolfsson, Sigrún Haraldsdóttir,
Agla Jael Friðriksdóttir,
Kjartan Jónatan Friðriksson,
Egill Moran Friðriksson,
Soffía Kristín Þórðardóttir,
Þórdís Ögn Þórðardóttir,
Sölvi Þórðarson
og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ALDA EYJÓLFSDÓTTIR
frá Laugardal í Vestmannaeyjum,
Hringbraut 2b,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ragnar Hafliðason,
Kristín Ósk Kristinsdóttir, Vigfús Björgvinsson,
Líney Guðbjörg Ragnarsdóttir, Arnar Hilmarsson,
Ágústa Ragnarsdóttir, Jónas Hilmarsson,
Óskar Hafliði Ragnarsson, Sigríður Líney Lúðvíksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANÞRÚÐUR FRÍMANNSDÓTTIR,
Svana,
Laufvangi 6,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 20. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 28. janúar kl. 13.00.
Guðný Sigurvinsdóttir, Kristinn Atlason,
Guðný Ó. Sigurvinsdóttir, Kåre Solem,
Sif Sigurvinsdóttir, Jón L. Sigurðsson,
Ethel B. Sigurvinsdóttir, Daníel Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.