Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið að annast sölu
á öllu hlutafé í Bílaleigu Flugleiða ehf. (Hertz á Íslandi). Bílaleiga
Flugleiða hefur einkarétt á að nota og markaðssetja vörumerkið Hertz
á Íslandi samkvæmt samningi við Hertz International.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum
fjárfestum sem sýnt geta fram á eiginfjárstöðu umfram 500 milljónir
króna og hljóta samþykki Hertz International.
Þeir fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu þurfa að fylla
út trúnaðaryfirlýsingu, veita upplýsingar vegna hæfismats og
fullnægjandi staðfestingu á áðurnefndri eiginfjárstöðu. Þessi gögn
má nálgast á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is. Framan-
greindum upplýsingum skal skilað í lokuðu umslagi til Fyrirtækja-
ráðgjafar Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, merkt;
Söluferli-Bílaleiga Flugleiða og á tölvutæku formi á netfangið
soluferli@landsbankinn.is fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 26. janúar 2010.
Þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði til áframhaldandi þátttöku í
söluferlinu fá afhent frekari gögn um félagið miðvikudaginn 3. febrúar
2010.
Óskuldbindandi tilboðum skal skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Lands-
bankans fyrir klukkan 17.00 mánudaginn 8. febrúar 2010. Hæst-
bjóðendum verður boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu. Stefnt
er að því að ljúka sölu um miðjan febrúar 2010.
Upplýsingar og gögn um söluferlið og Bílaleigu Flugleiða ehf. má
nálgast á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
6
2
6
LANDSBANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n)
,k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Bílaleiga Flugleiða ehf.
í söluferli
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SEX af níu mótmælendum mættu
fyrir dómara í sal 101 í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Hinir þrír voru vant við
látnir. Einnig sýndu allmargir félagar
sakborninga samstöðu með því að
fylgjast með þinghaldinu. Það var
stutt og verður málið tekið fyrir að
nýju 9. febrúar nk.
Allur gangur var á því hvort mót-
mælendur hyldu andlit sín en allir
voru þeir afar rólegir. Nokkur við-
búnaður var í dómshúsinu þó að ekki
færi mikið fyrir honum. Á milli fimm
og tíu lögreglumenn voru á varðbergi
í húsinu en sáust ekki fyrr en þeir yf-
irgáfu það að loknu þinghaldi. Gera
má ráð fyrir að einn lögreglumaður
hafi verið á hvern sakborning.
Líkt og venja er spurði héraðsdóm-
arinn Pétur Guðgeirsson sakborninga
hvort þeir vildu taka afstöðu til ákær-
unnar. Ekkert þeirra vildi á þessum
tímapunkti gera það og hafa þau því
frest fram að næsta þinghaldi til að
gera upp hug sinn. Hulda Elsa Björg-
vinsdóttir, settur saksóknari, lagði
jafnframt fram bréf frá sálfræðingi til
upplýsingar um andlega líðan eins
þingvarðar sem slasaðist í átökunum.
Á milli 20 og 30 manns
Þáverandi þingfréttaritari Morg-
unblaðsins, Halla Gunnarsdóttir, var
í Alþingishúsinu þegar fólkið ruddist
inn. Hún segir ástandið hafa verið
nokkuð rosalegt og afar eft-
irminnilegt hversu mjög starfsfólki
Alþingis var brugðið. Atvikið á sér
ekki hliðstæðu, því þó svo að komið
hafi til óeirða fyrir utan þinghúsið
hefur aldrei verið ruðst inn í það með
þessum hætti.
Í frétt Höllu af atvikinu segir:
„Þingfundur hófst í gær eins og hver
annar fundur. Siv Friðleifsdóttir
steig í pontu í þeim tilgangi að beina
fyrirspurn til fjármálaráðherra en
komst ekki langt því ofan af þingpöll-
um mátti heyra hrópað: „Drullið ykk-
ur út!“ Karl og kona voru fjarlægð af
pöllunum en héldu áfram að hrópa,
m.a. að ríkisstjórnin ætti að víkja.
Forseti Alþingis hugðist halda fundi
áfram en þegar í ljós kom að á milli 20
og 30 manns voru í stigaganginum
sem liggur upp að þingpöllum var hlé
gert á fundi.“
Ofbeldi og ofríki
Í ákæruskjali er mótmælendum
gefið að sök að hafa veist að sex þing-
vörðum og lögreglumanni með of-
beldi, hótun um ofbeldi og ofríki í
þeim tilgangi að komast upp á þing-
palla. Einn þingvarða slasaðist sýnu
mest; hlaut tognun á hálsi, hálshrygg,
brjóst- og lendhrygg og mar á brjóst-
kassa. Sá hefur enn ekki náð fullri
heilsu, og fer fram á 577 þúsund
krónur í skaðabætur. Annar hlaut
tognun á öxl, þriðji tognun í hnakka
og lögreglumaður hlaut áverka á
þumli og hné og er varanleg lækn-
isfræðileg örorka hans metin 8%.
Með háttsemi sinni eru sakborn-
ingar sagðir hafa rofið friðhelgi Al-
þingis, starfsfrið og ógnað öryggi
þess. Þeir eru ákærðir fyrir húsbrot,
brot gegn stjórnskipan ríkisins og
æðstu stjórnvöldum þess og brot
gegn valdstjórninni.
Viðbúnaður vegna mótmælenda
Mál ákæruvaldsins gegn níu mótmælendum sem réðust inn í Alþingishúsið var þingfest í gærmorgun
Á milli fimm og tíu lögreglumenn voru á varðbergi í dómshúsinu á meðan þinghaldið fór fram
Sex karlmenn og þrjár konur eru
ákærð fyrir innrás í Alþingis-
húsið 8. desember 2008 og fyrir
að veitast að þingvörðum og lög-
reglumönnum. Þingfesting í mál-
inu fór fram í gærmorgun.
Morgunblaðið/RAX
Stuðningur Flestir sakborningar og allmargir félagar þeirra mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorgun.
Allir sakborningar eru ákærðir
fyrir brot gegn Alþingi, brot
gegn valdstjórninni, almanna-
friði og allsherjarreglu, og hús-
brot með því að hafa, þann 8.
desember 2008, ásamt hópi
óþekktra manna, í heimild-
arleysi ruðst inn í Alþingishúsið
við Austurvöll meðan á þing-
fundi stóð.
Síðast var ákært fyrir brot
gegn Alþingi árið 1949. Refsing
við brotinu er fangelsi ekki
skemur en eitt ár, og getur refs-
ingin orðið ævilangt fangelsi, ef
sakir eru mjög miklar.
Brot gegn Alþingi
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SAMKOMULAG
hefur verið gert
milli Rangárþings
eystra og Eggerts
Haukdals, fyrrver-
andi alþingismanns
og oddvita Vestur-
Landeyja, vegna
krafna sem Eggert
hefur haft uppi á
hendur sveitarfé-
laginu. Eggert fær
1,7 milljónir króna greiddar. Sjálfur
segir hann það smánarlega lága upp-
hæð miðað við það sem hann telur sig
eiga inni hjá sveitarfélaginu.
Kröfunni hélt Eggert uppi vegna
kostnaðar og óþæginda sem hann tel-
ur sig hafa orðið fyrir í tengslum við
opinbert mál sem rekið var á hendur
honum vegna meintra fjármunabrota
í störfum hans fyrir hönd sveitarfé-
lagsins.
Eggert var sakaður um og ákærð-
ur fyrir fjárdrátt með því að hafa sem
oddviti Vestur-Landeyjahrepps dreg-
ið sér 500 þúsund krónur árið 1996.
Hann var sakfelldur í Hæstarétti árið
2001 fyrir að láta færa sér til inneign-
ar á viðskiptareikning sinn fjár-
munina, sem höfðu verið gjaldfærðar
hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna
vegagerðar við Þúfuveg í hreppnum,
án þess að reikningar lægju þar að
baki.
Hæstiréttur sakfelldi Eggert árið
2001 en féllst síðan á að taka málið
upp á ný, í kjölfar matsgerðar tveggja
óhlutdrægra matsmanna og skýrslu-
töku af matsmönnum. Við endurupp-
töku málsins var Eggert sýknaður af
öllum ákæruliðum um fjármunabrot
Að því er segir í fundargerð sveit-
arstjórnar Rangárþings eystra er um
að ræða fullnaðargreiðslu án viður-
kenningar aðila samkomulagsins á
þeim sjónarmiðum sem haldið hefur
verið fram í málinu fram til þessa
dags. Telst málinu alfarið lokið milli
Eggerts og Rangárþings eystra.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
vildi Eggert sem minnst segja um
málið. Hann sagði upphæðina lága og
miklum mun lægri en hann hefði farið
fram á. Spurður hvort málinu væri þá
lokið af sinni hálfu útilokaði Eggert
ekkert í þeim efnum, og sagði fleiri
skuldir standa úti. Hann nefndi þó
ekki hvort það væri hjá sveitarfé-
laginu eða öðrum.
Fær 1,7 millj-
ónir frá sveit-
arfélaginu
Rangárþing eystra gerir samkomulag
við Eggert Haukdal vegna málareksturs
» Eggert var sakaður
um fjárdrátt 1996
» Sakfelldur í Hæsta-
rétti fimm árum síðar
» Sýknaður seint á
árinu 2008
Eggert
Haukdal