Morgunblaðið - 22.01.2010, Side 20
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
mánudaginn 25. janúar.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma
569-1134/692-1010 og sigridurh@mbl.is
Netið skipar æ stærri sess í viðskiptalíf-
inu. Ísland er fremst í flokki þjóða þegar
kemur að netnotkun og ljóst að íslenskt
atvinnulíf stendur vel að vígi til að grípa
þau mörgu tækifæri sem internetið býður
upp á.
Viðskiptablað Morgunblaðsins kryfur
möguleika netsins í veglegu sérblaði.
Skoðuð verða spennandi sprotafyrirtæki,
staðan tekin á verslun og þjónustu á
netinu og rýnt í hvernig ná má því besta
út úr vefnum.
Meðal efnis verður:
Hvar liggja sóknarfærin?
Hverjir eru möguleikar netverslunar á Íslandi?
Er sama hvernig vefsíður eru hannaðar?
Er fyrirtæki þitt að nota netið rétt?
Þetta og margt fleira í blaðauka
Viðskiptablaðsins 28. janúar.
Framtíðin
er á netinu
Vitringarnir frá
Austurlöndum komu
færandi reykelsi og
mirru við fæðingu Jes-
úbarnsins á jólunum.
En í aðdraganda jóla og
nýárs nú færðu „vitr-
ingarnir“ frá Betri
byggð þeir Örn Sig-
urðsson, Gunnar H.
Gunnarsson og Einar
Eiríksson samherja sínum um flug-
völlinn burt úr Vatnsmýrinni, borg-
arfulltrúanum Gísla Marteini Bald-
urssyni og öðrum borgarfulltrúum
þvílíkt talnaspil í hverri greininni á
fætur annarri að það hálfa væri nóg af
ósannreyndum tölum.
Væntanlega hefur Gísli Marteinn
eins og önnur ungmenni, sem fá ým-
iskonar spil í jólagjöf sökkt sér niður í
talnaspil „vitringanna“ af mikilli
ánægju með framtakið en ég efast
stórlega um að meirihluti landsmanna
hafi orðið mjög glaður.
Hann hlýtur að reyna mikið á allur
þessi talnaleikur um hvað tapast mikl-
ir fjármunir helst á öllum sviðum við
að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni en
ekkert jákvætt svo maður freistast til
að halda að þarna spili inn í eiginhags-
munir arkitektsins og verkfræðings-
ins. „Vitringarnir“ þrír hafa skrifað
hverja greinina á fætur annarri og
hrakið vel rökstuddar greinar frá t.d.
virtum og reyndum flugstjórum og
öðru fagfólki og nýjasta dæmið er
þegar að þeir réðust að Birnu Lár-
usdóttur bæjarfulltrúa á Ísafirði og
fullyrtu að þeir væru að verja hags-
muni höfuðborgabúa og mikils meiri-
hluta annarra landsmanna, sem ég
leyfi mér að segja að séu tómar lygar.
Mig furðar á því að ekki fleiri aðilar af
landsbyggðinni skuli
láta í sér heyra og ekki
síst bæjarfulltrúar frá
þeim byggðarlögum,
sem eiga meira og
minna undir flug-
samgöngum komið, því
ekki er að búast við
neinu jákvæðu frá höf-
uðborgarfulltrúunum,
sem líta á okkur lands-
byggðarfólkið, sem ein-
hvern afdalalýð, sem
getur étið það sem úti
frýs.
Ég vil í þessu sambandi segja frá
því að fyrir fáum árum, er umræða
um flugvöllinn var vel í gangi, hringdi
ég í Gísla Martein og Dag B. Eggerts-
son, sem höfðu sig vel í frammi gegn
flugvellinum og spurði þá hvað þeir
notuðu innanlandsflugið oft á ári.
Svarið frá Gísla Marteini var einu
sinni en Dagur var ekki alveg viss en
sagði svo, svona þrisvar til fjórum
sinnum. Þetta var mjög ótrúverðugt
svar hjá honum. En eftir því sem ég
hef komist næst er svipuð ferðatíðni í
innanlandsflugi hjá flestum borg-
arfulltrúum og svo á þetta fólk að
leggja mat á það hvar innan-
landsfluvöllurinn á að vera.
Þetta er í hæsta máta eins ótrú-
verðugt og mest getur verið og fer
ekki hjá því að þetta sé rammpólitískt
þar sem borgarfulltrúarnir berjast
um atkvæði í borginni þar sem borg-
arbúar eru þó í meirihluta með flug-
vellinum í Vatnsmýrinni. Það hljóta
einhverjar óeðlilegar hvatir að liggja
þarna að baki.
Ég og margir fleiri viljum fá þær
upp á borðið en ekki eitthvert talna-
rugl frá „vitringunum“. Einnig vil ég
minna á að Reykjavík er höfuðborg
okkar allra, landsbyggðarfólksins
jafnt sem Reykvíkinga.
Ég vil hvetja alla til að lesa stór-
góða grein sem var í Morgunblaðinu
hinn 31. desember sl. eftir sjömenn-
ingana að norðan, mennina sem bera
hitann og þungann af sjúkraflugi frá
Austurlandi, Norðurlandi og Vest-
fjörðum.
Þá er mjög umhugsunarvert að
enginn úr meirihluta bæjarstjórnar
Akureyrar, mínum heimabæ, skuli
láta í sér heyra þó svo að miðstöð
sjúkraflugs sé hér og einnig er sann-
anlega flugleið innanlandsflugsins
Akureyri-Rvík sú fjölfarnasta á land-
inu og hefur lengi verið. En þetta fólk
er auðvitað uppteknara við tíð bæj-
arstjóraskipti og eyðslu á fjármunum
bæjarins sem hafa verið úr hófi fram.
Að lokum vil ég lýsa yfir miklum
vonbrigðum mínum og undrun með
hvernig samgönguráðherra Kristján
L. Möller hefur haldið á málum í sam-
bandi við væntanlega samgöngu-
miðstöð þar sem öll leyfi eru til staðar
og fjármögnun líka. Er maðurinn að
bíða eftir því að borgarfulltrúarnir
hrifsi til sín það litla svæði, sem eftir
er til að byggja á eftir að hafa látið
kúga af sér mikinn hluta þess lands
sem í upphafi stóð til boða fyrir sam-
göngumiðstöð?
Innanlandsflugvöllinn áfram í
Vatnsmýrinni, það á ekki að þurfa að
þrátta um það.
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Herbertsson
»Mig furðar á því að
ekki fleiri bæjar-
fulltúar af landsbyggð-
inni en þessi skellegga
kona frá Ísafirði skuli
láta í sér heyra og
svara þessu bulli.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er framkvæmdastjóri
og fv. ritstjóri.
ÞEKKT er sú brotalöm íslenska mennta-
kerfisins að ekki hefur tekist að beina nem-
endum í nægum mæli í iðn- og starfsnám. Af-
leiðingar þessa eru skortur á faglærðu fólki í
ýmsum iðngreinum og lægra hlutfall ungs
fólks sem lokið hefur formlegu prófi úr fram-
haldsskóla með þjálfun sem nýtist atvinnulíf-
inu. Skortur á fagmenntun er atvinnulífinu
dýr því tími, efni og tæki fara í að þjálfa upp
starfsfólk. Einnig aukast líkur á að óþjálfað
starfsfólk finni sig illa í starfi og hverfi því
fljótt annað. Mikið hefur verið rætt um
ástæður þessa og oftast beinast spjótin að framhalds-
skólum landsins. Það er ómaklegt því rannsóknir sýna að
náms- og starfsáhugi barna mótast mun fyrr. Það er því
líklega of seint að gefa unglingum ekki kost á að kynnast
iðn- og starfsnámi að neinu marki fyrr en þeir eru 16 ára.
Í ljósi þessa lagði ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
fram tillögu í borgarstjórn vorið 2008 um hugmyndir til að
kynna starfs- og iðnnám fyrir leik- og grunnskóla. Í kjöl-
farið var sett á laggirnar nefnd til að setja hugmyndirnar í
framkvæmd. Sumar hugmyndanna eru kostnað-
arsamar og verða að bíða. Hugmynd sem verður
að veruleika í haust felur í sér að útbúnar verða
verkfærakistur sem verða í förum milli leik- og
grunnskóla borgarinnar. Í kistunum verða raun-
veruleg tæki og tól ýmissa iðngreina og er inni-
haldið ákveðið í samstarfi kennara og fagfólks.
Fagfólk kemur síðan í heimsókn í skólana til að
sýna meðferð verkfæranna, spjalla við krakkana
og leyfa þeim að skoða, prófa og spyrja. Með
kistunum fylgir fræðsluefni ásamt hugmyndum
að verkefnum og leikjum.
Verkfærakisturnar eru gott dæmi um farsæla
samvinnu stjórnvalda, skóla og atvinnulífs til að
ná fram sameiginlegu markmiði sem er að tryggja að hæfir
og duglegir nemendur veljist í þau fög þar sem áhugi
þeirra liggur. Aukin iðnmenntun snýst ekki bara um að
hjálpa nemendum að finna sér farveg í lífinu heldur einnig
um að hjálpa samfélaginu á tímum þar sem nýsköpun og
frumkvöðlastarf er nauðsyn.
Verkfærakistur
Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir
2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
HVORT sem okkur
líkar það betur eða verr
eiga oft ögurstundir
mannlífs sér stað innan
veggja sjúkrahúsa. Þar
heilsum við nýjum ástvin-
um og kveðjum aðra, þar
heyjum við orustur við
sjúkdóma, upplifum von-
brigði og sigra sem
marka djúp spor í sálarlíf
okkar. Við könnumst við
þessar stundir, biðina, eftirvænt-
inguna eða kvíðann sem þessu fylgir.
En iðulega er stund milli stríða og
þá er nauðsynlegt að komast út und-
ir bert loft eða fá sér göngu.
Um árabil hefur staðið til að reisa
nýtt hátæknisjúkrahús á höfuðborg-
arsvæðinu. Í þeirri umræðu hafa
Vífilsstaðir verið nefndir en því mið-
ur stefnir nú allt í að upp-
byggingin verði á Land-
spítalalóðinni. Síðar á
þessu ári minnumst við
þess að ein öld er liðin síð-
an Heilsuhælið á Vífils-
stöðum hóf starfsemi sína
sem er með merkustu
áföngum í sögu heilbrigð-
ismála á Íslandi. Sam-
kvæmt nýjustu tíðindum
hefur verið ákveðið að
leggja niður hjúkrunar-
heimilið á Vífilsstöðum.
Það er því ljóst að starf-
semin þar er á tímamótum. Á hundr-
að ára afmæli starfseminnar á Vífils-
stöðum er ástæða til að vekja athygli
á þessari dýrmætu perlu fyrir fram-
tíðarheilbrigðisþjónustu. Staðsetn-
ing góð, nærri þungamiðju byggðar á
höfuðborgarsvæðinu og auðveld
tenging á aðalstofnbrautir. Þyrluflug
að svæðinu veldur ekki miklu ónæði í
íbúðarbyggð. Heilbrigðisstofnanir
eru einnig stórir vinnustaðir og hafa
áhrif á umferðarflæði en Vífilsstaðir
eru á hentugum stað með tilliti til
þess. Umhverfi Vífilsstaða skapar
stórkostlega umgjörð um stofn-
anirnar. Fegurð staðarins, vatnið,
lækurinn, hraunið og hlíðin skapa
einstakt umhverfi. Í nágrenninu er
mikill vettvangur frístundaiðkunar.
Ég hvet alla þá sem huga að upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu á
landinu til þess að skoða vel þá kosti
sem Vífilsstaðir bjóða. Umhverfi
heilbrigðisstofnana skiptir miklu
máli fyrir alla þá sem þjónustunnar
njóta og þar starfa.
Ég fullyrði að enginn staður á höf-
uðborgarsvæðinu er eins mörgum
kostum gæddum fyrir uppbyggingu
heilbrigðisstofnana og Vífilsstaðir í
Garðabæ.
Vífilsstaðir á tímamótum
Eftir Stefán Snæ
Konráðsson
Stefán Snær
Konráðsson
Höfundur er bæjarfulltrúi.
KOSNINGAR 2010