Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 35

Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 It‘s Complicated (forsýning) kl. 10:20 LEYFÐ Avatar 3D kl. 4:40 - 7 - 8 - 10:20 B.i.10 ára Did you hear about the Morgans kl. 4:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Avatar 2D kl. 4:40 - 8 Lúxus Mamma Gógó kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL YFIR 90.000 MANNS Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 2 GOLDEN GLOBEVERÐLAUNBESTA MYNDBESTI LEIKSTJÓRI HHHH+-Ó.H.T., Rás 2HHHHH-V.J.V., FBLHHHHH-T.V., Kvikmyndir.is HHHH-Á.J., DV HHHH - Hilmar Karlsson, Frjáls verslun HHHHH -Hulda G. Geirsdóttir, Poppland/Rás 2 HHHH - Hjördís Stefánsdóttir, Morgunblaðið HHHH - Dr. Gunni, Fréttablaðið ri ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 4, 7 og 10:10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 10:10 YFIR 90.000 MANNS Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 GEORGE CLOONEY, VERA FARMIGA OG ANNA KENDRICK FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND STÓRKOSTLEGMYND SEM SLEGIÐHEFUR RÆKILEGA Í GEGN Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Þeir eru ófáir listamennirnirsem ég hef rætt við sem sér-hæfa sig í því sem viðkemur menningu barna. Hvort sem það eru rithöfundar, tónlistarfólk, leikarar eða annars konar listafólk segja margir hverjir sömu söguna. Við- kvæðið meðal vina og vandamanna er ærið oft; Já, þetta var nú aldeilis fínt hjá þér en hvenær ætlar þú að fara að skrifa, syngja, mála eða leika fyrir fullorðið fólk og gera alvöru úr þessu? Flestir eru sammála því að yngstu þjóðfélagsþegnarnir eigi að- eins það besta skilið en um leið er ekki borin eins mikil virðing fyrir því starfi sem er unnið fyrir blessuð börnin og okkur, hin fullþroskuðu.    Ég get ekki með neinu móti lýstþakklæti mínu yfir metnaðar- fullu starfi Hrefnu og Lindu í hlut- verkum Skoppu og Skrítlu, yfir vönd- uðum barnabókum Sigrúnar Eldjárn og yndislegri barnatónlist Aðalsteins Ásbergs. Ég gæti fyllt þessa síðu af þakklæti í garð listamanna sem hafa kynnt börn mín fyrir fjölbreytilegri og vandaðri menningu en það bíður betri tíma og í staðinn langar mig til að vekja athygli á tveimur barna- leiksýningum sem hafa fengið allt of litla umfjöllun í fjölmiðlum.    Barnasýningum stóru atvinnu-leikhúsanna, Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins, er iðulega gert hátt undir höfði og hljóta þær verðskuldaða athygli, eru gagn- rýndar, myndaðar í bak og fyrir og viðtöl tekin við leikara. Er það gott og gilt og kærkomið að efni ætluðu börnum séu gerð skil. Það sem er þó miður er að sjálfstæðu atvinnuleik- húsin eiga bágt með að keppa við stóru leikhúsin í fjölmiðlaheiminum.    Árið 2008 var sett á svið sýninginum þjóðskáldið Bólu-Hjálmar í uppsetningu Stopp-leikhópsins. Sýn- ingin hefur nær eingöngu verið seld í skóla og á elliheimili og almenningi veist erfitt að sjá hana. Það kom því skemmtilega á óvart þegar Bólu- Hjálmar skaut Kardemommubæn- um og öðrum stórum sýningum ref fyrir rass og vann Grímuverðlaunin sem besta barna- og unglingasýn- ingin árið 2009. Þjóðleikhúsið hefur nú ákveðið að bjóða þjóðskáldið vel- komið á sitt svið og verða tvær sýn- ingar á verkinu hinn 27. og 28. jan- úar næstkomandi. Nú loksins gefst áhugasömum kostur á að kaupa sig inn á sýninguna um Bólu-Hjálmar, líta grimmilega kallinn með höku- skeggið augum og þylja upp þekktar níðvísur með leikurunum.    Þar má þó ekki við sitja. Ein bestabarnaleiksýning síðasta árs var án efa Horn á höfði í uppsetningu Grindvíska atvinnuleikhússins. Áhorfendur fengu að fylgja vinun- um Jórunni og Birni um ævintýra- heima. Fornsögur blönduðust við nútímann og leikararnir litu á börn- in sem jafningja. Skrækar raddir og kjánalegan ofleik var ekki að finna í þessu verki, aðeins skemmtilega tónlist, fallegt mál, smekklega um- gjörð og góðan leik. Vonandi mun dómnefnd Grímuverðlauna ekki láta þetta verk framhjá sér fara þegar kemur að tilnefningunum og eins væri frábært ef annað tveggja stóru atvinnuleikhúsanna í Reykjavík flytti litla Grindvíska atvinnuleik- húsið í bæinn um stund.    Það er afskaplega gott menning-aruppeldi að gefa börnunum tækifæri að sjá Horn á höfði og fari hún aftur á svið mun ég eflaust sitja með ungunum mínum á fremsta bekk. Eins getur það ekki verið slæmt fyrir unglinga landsins að kynnast níðskáldinu Bólu-Hjálmari á jákvæðan hátt. Morgunblaðið/Ómar Leikhús Horn á höfði í uppsetningu Grindvíska leikhússins var án efa ein besta barnasýning síðasta árs og óskandi að hún verði tekin upp aftur svo borgarbörn fái tækifæri á auknu menningarlegu uppeldi. Eiga börnin nokkuð gott skilið? » Flestir eru sammálaþví að yngstu þjóð- félagsþegnarnir eigi að- eins það besta skilið en um leið er ekki borin eins mikil virðing fyrir því starfi sem er unnið fyrir blessuð börnin og okkur, hin fullþroskuðu. AF LISTUM Signý Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.