Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.01.2010, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010 Stöðugt bætist í hóp þeirra erlendustjórnmálamanna og sérfræð- inga sem telja Íslendinga órétti beitta í Icesave-málinu.     ÍMorgunblaðinu var í gær rætt viðErkki Tuomioja, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Finnlands og doktor í félagsfræði.     Tuomioja hefur fylgst vel með Ice-save-málinu og skrifað um það. Hann segist skilja tregðu Íslendinga til að samþykkja samninginn sem sé „bersýnilega ósanngjarn“.     Og hann heldur áfram: „Ef eitt-hvert annað ríki hefði þurft að búa við samskonar þrýsting og upp- hæðir á hvert mannsbarn yrði brugð- ist hart við því. Það yrði útilokað að ná slíkri kröfu fram.“     Í fyrradag var rætt við Jan Kregel,fyrrverandi stefnumótunarstjóra hjá efnahags- og félagsmáladeild SÞ og prófessor við Johns Hopkins- háskóla og víðar.     Kregel segir frá því að hann hafiveitt Norðurlöndunum ráðgjöf um hvað beri að gera í Icesave- málinu og að hann hafi ráðlagt aðra leið en aðstoð Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins.     Kregel segir að Íslandi beri enginskýr lagaleg skylda til að greiða Icesave-reikninginn sem Bretar og Hollendingar hafa gert kröfu um. Hann telur auk þess að framkoma stjórnvalda í þessum löndum gagn- vart Íslandi sé ólögleg.     Á sama tíma og sjónarmiðin erlend-is þróast í þessa átt halda íslensk stjórnvöld sig við að „Ísland muni standa við skuldbindingar sínar“. Ósanngjarn samningur og ólögleg framganga Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 rigning Lúxemborg 1 þoka Algarve 16 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Brussel 3 skýjað Madríd 9 heiðskírt Akureyri 6 alskýjað Dublin 8 súld Barcelona 12 heiðskírt Egilsstaðir 7 súld Glasgow 5 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 6 rigning London 5 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Nuuk -10 léttskýjað París 7 skýjað Aþena 9 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Amsterdam 3 súld Winnipeg -6 snjókoma Ósló -4 snjóél Hamborg -6 heiðskírt Montreal -5 alskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Berlín -7 skýjað New York 2 heiðskírt Stokkhólmur -2 skýjað Vín -7 snjókoma Chicago 0 alskýjað Helsinki -16 snjókoma Moskva -15 heiðskírt Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 22. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.17 1,1 10.27 3,3 16.46 1,0 22.57 3,2 10:37 16:42 ÍSAFJÖRÐUR 0.09 1,8 6.17 0,7 12.21 1,9 18.54 0,6 11:04 16:25 SIGLUFJÖRÐUR 2.52 1,1 8.43 0,4 15.08 1,1 21.09 0,4 10:48 16:07 DJÚPIVOGUR 1.28 0,5 7.28 1,7 13.46 0,5 19.55 1,7 10:12 16:06 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag og sunnudag Sunnan- og suðaustanátt, 8-15 m/s um landið sunnan- og vestanvert og rigning með köfl- um og hiti 2 til 7 stig. Heldur hægari annars staðar, bjartviðri og hiti kringum frostmark. Á mánudag Útlit fyrir sunnan hvassviðri með talsverðri rigningu, en úr- komuminna norðaustan til. Hiti 5 til 10 stig. Á þriðjudag og miðvikudag Suðvestlæg átt með vætu, en úrkomulítið norðaustanlands. Kólnar heldur. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-13 m/s og skúrir, léttir til norðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. FJÖGUR íslensk bókaforlög hafa í samvinnu við Eymundsson ákveðið að gefa sjö nýja bókartitla að sölu- verðmæti um 4,5 milljónir króna til stuðnings rústabjörgunarsveit Landsbjargar við að endurnýja bún- að sem sveitin skildi eftir á Haítí. Bækurnar verða seldar í Eymunds- son um allt land nú um helgina og er þetta upphaf átaks sem nefnist „Bókaþjóðin styður fólkið á Haítí“. Allir fjármunir sem koma inn fyrir sölu á þessum bókum renna óskertir til að endurnýja búnað sveitarinnar. Jafnframt hefur Eymundsson ákveðið að bæta 10% af allri sölu ís- lenskra barnabóka í verslunum sín- um þessa daga við söfnunarupphæð- ina. Útgáfufélögin eru Forlagið, Bjartur & Veröld, Opna og Upp- heimar. Íslenska utanríkisráðu- neytið hefur ákveðið að greiða fimm milljónir fyrir þann búnað sem rústabjörgunarsveit Landsbjargar skildi eftir en markmiðið er að bóka- þjóðin bjargi því sem upp á vantar. Félagar í rústabjörgunarsveit Landsbjargar hleypa átakinu af stað í Eymundsson Austurstræti kl. 14 í dag, föstudag. Bækurnar sem um ræðir eru Sagan og Ísland í aldanna rás 1700-1799 frá Forlaginu, Ás- gerður Búadóttir – Veftir og Elías B. Halldórsson frá Uppheimum, Myndlist í þrjátíu þúsund ár og Jökl- ar á Íslandi frá Opnu og Svavar Guðnason frá Bjarti & Veröld. Gefa bækur til að endurnýja búnaðinn Rústabjörgunarsveit Landsbjargar hleypir átakinu af stað í dag Á Haítí Þrekvirki voru unnin. LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu voru tilkynnt sjö innbrot á þriðjudag. Dekkjum og felgum var stolið úr tveimur geymslum í Vogunum og í sama hverfi hurfu varahlutir og fartölvur af verk- stæði. Fartölvu var líka stolið úr húsi í Árbæ og í Hlíðunum var innbrots- þjófur einnig á ferðinni en sá tók bæði myndavél og skartgripi. Sími og veski var tekið úr bíl í Breið- holti og í Háaleitishverfi var einn- ig brotist inn í bíl en sá sem það gerði hafði lítið upp úr krafsinu en viðkomandi, karl á þrítugsaldri, var handtekinn skammt frá vett- vangi. Einnig hafa komið upp nokkur hnuplmál í vikunni, í Smáralind, Korputorgi og víðar. Sjö innbrot tilkynnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.