Morgunblaðið - 22.01.2010, Síða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2010
✝ Sigurbjörg Ei-ríksdóttir fæddist í
Reykjavík 29. ágúst
1924. Hún lést hinn 13.
janúar sl.
Faðir hennar var Ei-
ríkur Gísli Eiríksson,
skipstjóri í Reykjavík,
f. á Akranesi 30.4.
1879, d. 20.9. 1965.
Móðir hennar var
Sigurlína Guðrún Ei-
ríksdóttir, f. í Reykja-
vík 17.5. 1891, d. 10.5.
1967. Sigurbjörg var
yngst barna þeirra, elstur var Gunn-
ar Eiríkur, f. 1913, d. 1978, og næst-
elst Soffía I. Eiríksdóttir, f. 1920.
Sigurbjörg giftist 23.2. 1946
Hauki Guðmundssyni, skrifstofu-
manni í Reykjavík. Haukur fæddist
29.12. 1921, en hann lést 21.11. 2002.
Foreldrar hans voru Sigríður
Grímsdóttir, f. 17.4. 1892, d. 2.9.
1973, og Guðmundur Ólafsson, f. 5.8.
1881, d. 22.5, 1935, hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík.
Haukur og Sigurbjörg eignuðust
sjö börn: a) Sigríður, f. 9.6. 1946.
Hún var gift Hafliða Albertssyni, en
hann lést árið 2008. Þau eiga tvo
syni, Kristin og Hauk, og tvö barna-
börn. b) drengur, f. 21.4. 1951, d. 1.9.
sama ár, c) Guðrún, f. 9.1. 1953. Hún
á eina dóttur, Sigurbjörgu, og
barnabarn, d) Guðmund-
ur Ólafur, f. 2.12. 1954.
Hann er kvæntur Hall-
dóru Sigfúsdóttur og
eiga þau tvö börn, Einar
Helga og Hrund, og fjög-
ur barnabörn, e) Gunnar
Eiríkur, f. 2.6. 1957.
Hann er kvæntur Birg-
ittu Bragadóttur og eiga
þau þrjú börn, Krist-
björgu, Sigrúnu og Jón
Gunnar, og eitt barna-
barn, f) Þór, f. 28.5. 1959.
Hann er kvæntur Magn-
hildi Sigurbjörnsdóttur og eiga þau
þrjá syni, Sigurbjörn Þór, Magnús
Örn og Guðmund Má, g) Ragnar, f.
10.3. 1961. Hann er kvæntur Esther
Þórhallsdóttur og eiga þau tvö börn,
Þórhall og Sólrúnu Birtu.
Sigurbjörg ólst upp í Vesturbæn-
um. Að loknu skyldunámi lauk hún
verslunarprófi frá Verslunarskóla Ís-
lands. Þau Haukur bjuggu lengst af í
Reykjavík en nokkur ár í Ólafsvík.
Sigurbjörg hóf störf hjá Hitaveitu
Reykjavíkur 1975 og starfaði þar við
skrifstofustörf þar til starfsævinni
lauk. Síðustu árin bjó hún í Æsufelli 2
í Reykjavík áður en hún fluttist á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 22. janúar
kl. 13.
Sólin skein, björt og falleg, daginn
sem tengdamóðir mín kvaddi þennan
heim. Hún var sem sagt „heppin með
veður“, eins og hún hefði sjálf orðað
það, en veðrið skipti hana, skipstjór-
adótturina, miklu máli. Og það var
ekki eingöngu veðrið sem hún vildi
hafa bjart og fallegt, hún vildi hafa
allt bjart og fallegt í kringum sig og
hún lagði sitt af mörkum til að svo
mætti verða.
Í eitt af fyrstu skiptunum sem ég
kom á heimili tengdaforeldra minna
var mér boðið í hádegissnarl. Á miðju
borði stóð stór og falleg glerskál með
kornfleksi í og í henni silfurausa.
Fjölskyldumeðlimir jusu hver á fætur
öðrum kornfleksi á diskana og ég var
andaktug yfir fínheitunum. Það var
ekki fyrr en mörgum árum seinna að
ég komst að því að þetta hafði verið
sett á svið til að impónera tilvonandi
tengdadóttur.
Oft síðar dáðist ég þó að heimilis-
haldinu á þeim bænum. Jólaboð, kaffi
eftir messu á páskadag og bara venju-
legt sunnudagskaffiboð – alltaf var
það veisla af fínustu sort. Tengda-
pabbi breiddi fallegan dúk á borð-
stofuborðið og dró fram sparistell og
silfurskeiðar á meðan tengdamamma
bar fram ilmandi kökur úr eldhúsinu.
Þetta voru notalegar samverustundir
sem geymast í minningunni.
Haukur og Bagga voru samrýnd og
samhent og það varð henni mikið áfall
þegar hann lést fyrir sjö árum. Þá
setti hún allt sitt traust á elstu dótt-
urina, „hana Siggu sína“, sem stóð
þétt við hlið hennar fram á síðasta
dag. Fyrir tveimur árum kom að því
að hún gat ekki lengur búið heima og
flutti hún þá frá fallega útsýninu sínu í
Æsufelli á hjúkrunarheimilið Skóg-
arbæ. Vil ég færa góðum nágrönnum
hennar í Æsufellinu og starfsfólki í
Skógarbæ bestu þakkir fyrir um-
hyggjusemi í hennar garð.
Þó að andlegur þróttur hennar færi
þverrandi var hún vel á sig komin lík-
amlega og létt og lipur í hreyfingum.
Hún hafði unun af því að fara í göngu-
ferðir og anda að sér hreinu lofti og
hvergi þótti henni betra að ganga en í
Vesturbænum. Ég á margar góðar
minningar um gönguferðir með henni
nú síðustu árin, snemma á sunnu-
dagsmorgni, þegar borgin var að
vakna, í Vesturbænum, úti á Granda
eða í miðbænum – hún naut andar-
taksins og skynjaði fegurðina í því
sem fyrir augu bar.
Ég kveð tengdamóður mína í þökk
fyrir það sem hún gaf mér og fjöl-
skyldu minni. Minningin um hana er
björt og falleg.
Birgitta.
Mig langar að minnast tengdamóð-
ur minnar, Sigurbjargar Eiríksdótt-
ur.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningargrein um þessa ynd-
islegu konu því tilfinningar verða ekki
settar á blað. Hún var yndisleg kona
og vönduð í alla staði og var mikill
kærleikur og vinskapur með okkur.
Bagga, eins og hún var kölluð, var
trúuð kona. Trúin var henni allt, alveg
frá því hún var barn. Varðveitti hún
trúna með sér alla lífsgönguna.
Það er ekki hægt að skrifa um
Böggu án þess að minnast á Hauk
heitinn tengdapabba þar sem þau
voru svo náin og miklir félagar en
hann lést 2002.
Ég og fjölskylda mín eigum ótal
góðar minningar um samverustundir
með þeim hjónum á ferðalögum er-
lendis og innanlands, svo ekki sé
minnst á jólin sem við áttum saman.
Bagga var falleg kona og myndar-
leg í sér og bar heimilið hennar það
með sér.
Að endingu vil ég þakka fyrir allt
það góða sem hún veitti mér og fjöl-
skyldu minni.
Þú átt yl og eld í sál
alla vilt þú kæta.
Laus við hræsni,
laus við tál,
lífið viltu bæta.
(Þórhildur Sveinsdóttir.)
Þín tengdadóttir,
Halldóra Sigfúsdóttir.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til ömmu og afa, fá kaffi og heitt
brauð með osti, eplum og kanelsykri,
fara saman í göngutúra, horfa á Leið-
arljós eða bara sitja inni í stofu og
spjalla. Göngutúrarnir seinustu árin
voru ekki af verri endanum enda var
amma alltaf í góðu formi. Mér er sér-
staklega minnisstætt þegar hún
ákvað að fara í kapp við Jón Gunnar,
litla bróður minn, niður brekku, þá
komin hátt á áttræðisaldur.
Það var alltaf svo fínt í kringum
hana ömmu. Hún hafði góðan smekk
og næmt auga fyrir því sem var fal-
legt og glataði þeim eiginleika ekki
þrátt fyrir veikindi sín. Henni var alla
tíð mikið í mun að líta vel út og hún
hafði oft áhyggjur af því hversu göm-
ul og lúin hún væri orðin. Við vorum
eitt sinn á göngu við Tjörnina þegar
hún uppgötvaði að við værum með
eins húfur. Þá varð hún heldur betur
stolt yfir því að hún, gamla konan,
væri með eins húfu og ungu konurn-
ar.
Alltaf þegar maður kom í heim-
sókn til ömmu og afa var allt í topp-
standi. Amma var mikil handavinnu-
kona og það var ævintýri líkast að
koma til þeirra rétt fyrir jól. Íbúðin
var smekklega skreytt með fallegu
jólaskrauti sem hún hafði gert sjálf.
Þegar hún varð eldri fékk hún konu
heim til þess að þrífa. Hún var þó
ekki alveg sátt við það fyrirkomulag
og var stundum búin að þrífa allt út í
horn áður en konan kom. Hún bauð
henni þá í staðinn upp á kaffi og með
því.
Ég var heima á Íslandi um jólin og
hitti þá ömmu og átti góðan tíma með
henni. Ég heimsótti hana á Skóg-
arbæ daginn áður en ég fór heim til
Gautaborgar og gerði Brynhildur
Anna heldur betur lukku. Amma var
þá hress en daginn eftir varð hún fyr-
ir óhappi og náði sér ekki á strik eftir
það. Ég kveð ömmu mína með þakk-
læti í huga.
Kristbjörg.
Amma Bagga var glæsileg kona og
góð amma og við eigum margar
minningar um hana sem aldrei munu
gleymast. Flestar tengjast þær
minningar líka afa þar sem þau voru
afar samrýnd hjón. Það helsta sem
við munum af samskiptum þeirra er
hversu ástfangin þau voru alla tíð.
Það var henni því mjög erfitt að sjá á
eftir honum. Gott er að hugsa til þess
að nú séu þau saman á ný.
Það var gott að koma í heimsókn til
ömmu og afa. Hjá þeim var alltaf
mjög fínt og kræsingar á borðum.
Páskaboðin eru okkur sérstaklega
minnisstæð, allt svo fínt og fallegt og
lítið páskaegg við hvern disk. Þegar
við frænkurnar gistum hjá ömmu og
afa var oftar en ekki tekið í spil og
spjallað og svo fórum við með bæn-
irnar með ömmu áður en við fórum að
sofa. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi
amma á hjúkrunarheimilinu Skógar-
bæ. Það var ánægjulegt að heim-
sækja hana þangað þar sem hún tók
alltaf á móti okkur með brosi og
faðmlögum. Við kveðjum ömmu með
sálmaerindi sem var henni kært:
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
Sigrún Gunnarsdóttir
og Sigurbjörg Magnúsdóttir.
Sigurbjörg Eiríksdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma.
Vonandi hefur þú það gott
núna. Við söknum þín mjög
mikið og vildum óska að við
hefðum getað eytt meiri tíma
með þér.
Við elskum þig og munum
aldrei gleyma þér.
Þín,
Þrándur Snær og Sigrún Elfa
✝ Rögnvaldur Árna-son húsgagna-
smiður fæddist á Atl-
astöðum í
Svarfaðardal, Eyja-
firði, 16. mars 1920.
Hann lést á dval-
arheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri mánudaginn
11. janúar sl.
Foreldrar hans
voru Rannveig Rögn-
valdsdóttir húsmóðir,
f. 8.10. 1894 á Skegg-
stöðum í Svarf-
aðardal, d. 14.7. 1989,
og Árni Árnason bóndi, f. 19.6. 1892
á Atlastöðum í Svarfaðardal, d. 4.12.
1962. Systkin Rögnvaldar eru Sig-
ríður, f. 22.5. 1917, d. 2003, Anna, f.
26.1. 1919, d. 1980, Sigurlína, f. 26.4.
1922, Ragnhildur, f. 5.11. 1923, Ísak
Árni, f. 23.5. 1925, d. 2004, og
Trausti Helgi, f. 21.5. 1929.
Árið 1945 giftist Rögnvaldur
konu sinni Nikólínu Sigríði Þorkels-
dóttur, f. 27.4. 1920. Lína er fædd á
Mið-Grund í Blönduhlíð, Skag., dótt-
ir Unu Gunnlaugsdóttur og Þorkels
Jónssonar. Börn Línu og Rögnvald-
ar eru: 1) Rannveig Erna, f. 25.12.
1944, d. 22.5. 2008. Rannveig var
gift Ívari Baldurssyni, f. 5.1. 1942.
Dætur þeirra eru: a) Bára Denný, f.
þeirra eru Amalía Malen og Embla
Karí. b) Una Margrét, f. 15.3. 1991.
c) Sigþór Árni, f. 29.1. 1993. d) Hjör-
dís Erna, f. 29.1. 1993. 5) Heiðar, f.
30.4. 1956, maki Sigríður Jóhann-
esdóttir, f. 29.5. 1958, þau skildu,
börn: a) Íris Huld, f. 4.1. 1979, börn
hennar eru Heiðdís Lilja Ólafsdóttir
og Heiðar Máni Ólafsson. b) Guðrún
Helga, f. 19.9. 1985, í sambúð með
Val Björnssyni. c) Unnar Ingi, f.
15.6. 1990.
Rögnvaldur lærði húsgagnasmíði
við Héraðsskólann á Laugum og hjá
Ólafi Ágústssyni á Akureyri. Hann
vann við smíðar alla sína ævi og
lengst af sem sjálfstætt starfandi
smiður. Rögnvaldur stofnaði og átti
trésmíðaverkstæðið Lund ásamt
Hróari Laufdal. Einnig stofnaði
hann Trésmiðjuna Ösp ásamt sonum
sínum. Hann vann hjá bænum við
ýmsar byggingarframkvæmdir, s.s.
byggingu einnar álmu dvalarheim-
ilisins Hlíðar og skólabyggingar.
Hjá Norðurverki vann hann um ára-
bil og í stuttan tíma hjá Gunnlaugi
Jóhannssyni. Rögnvaldur hafði mik-
inn áhuga á sjómennsku og kynntist
Nóa bátasmið og smíðaði með hon-
um og sonum sínum báta. Rögnvald-
ur reri á trillu með syni sínum og
nafna í nokkur sumur, m.a. frá
Raufarhöfn.
Útför Rögnvaldar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn
22. janúar 2010, og hefst athöfnin
kl.13.30.
3.4. 1964, maki Felix
Högnason, dætur:
Bríet og Þyrí Stella. b)
Sigurlín Huld, f. 25.8.
1965, maki Helgi
Bergs, synir: Helgi
Hinrik Bergs, Ívar
Jarl Bergs og Kol-
beinn Tumi Bergs. c)
Guðlaug Anna, f. 18.4.
1969, maki Stefán Pét-
ursson, börn: Baldur,
Daníel Atli og Bjartey
Unnur. d) Valdís Ösp,
f. 19.9. 1972, maki Vig-
fús Bjarni Albertsson,
börn: Rannveig Íva, Albert Elí og
Patrekur Veigar. 2) Þorkell Ingi, f.
7.2. 1949. Þorkell var giftur Kristínu
Jóhannesdóttur, f. 18.8. 1953, d.
12.7. 1997, börn þeirra eru: a) Gísli
Aðalsteinsson, f. 26.3. 1970, maki
Anna Guðný Júlíusdóttir, dóttir:
Kristín Eva. b) Lína Hrönn, f. 4.11.
1973, maki Aðalsteinn Þorvaldsson,
dóttir: Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir.
3) Una Sigurlína, f. 22.3. 1953, maki
Óskar Smári Haraldsson, f. 2.8.
1954, sonur: Huldar Bjarmi Hall-
dórsson, f. 30.4. 1993. 4) Heimir, f.
30.4. 1956, maki Guðrún Björg
Steinþórsdóttir, f. 7.6. 1957, börn: a)
Rögnvaldur Þór, f. 22.9. 1977, maki
Jóhanna Björk Gísladóttir, dætur
Það er við hæfi að kveðja pabba á
bóndadaginn. Bóndason úr Svarfað-
ardal sem lærði snemma að vinna
hörðum höndum og gerði alla ævi.
Hann var maður gjörða fremur enn
orða. Pabbi fjasaði ekki um hlutina og
var afar vanafastur. Þegar ég var
barn átti ég alltaf hlýja og vinnu-
hrjúfa hönd vísa að halda í og svoleiðis
hélst það alla ævi. Aldrei brást vænt-
umþykja pabba í minn garð og hjálp-
semi á allan hátt. Það var alltaf jafn-
gott að heimsækja mömmu og pabba í
Einilundinn, þar sem þau bjuggu síð-
ustu þrjátíu og fimm árin. Heimili
þeirra stóð okkur afkomendunum
alltaf opið.
Oft var glatt á hjalla enda hópurinn
stór. Litlir angar voru fljótir að finna
leiðina í fang afa þar sem gott var að
kúra. Alltaf var eitthvað gómsætt á
borðum hjá ömmu og stund til að
spila. Ég minnist allra berjaferðanna
okkar saman á haustin. Fram á síð-
ustu ár fór pabbi út í Múla og kannaði
berjasprettuna. Alltaf fékk ég sendan
bauk á haustin ef ég komst ekki norð-
ur, vel límdan aftur, fullan af ferskum
berjum.
Pabbi byggði húsið í Grænumýri 2
þar sem ég fæddist og einnig húsið í
Vanabyggð 15 þar sem við systkinin
ólumst upp. Þegar hann byggði þar
áttum við heima niðri á Eyri. Hann
labbaði alla daga uppeftir í bygginga-
vinnuna, stundum fékk ég að fara
með og þurfti að hlaupa við fót þegar
hann leiddi mig, enda bara sex ára
pabbastelpa. Hann fór alltaf fyrstur á
fætur á heimilinu og ég minnist þess
hvað pabbi var alltaf ilmandi og end-
urnærður eftir morgunsundið sitt
sem hann stundaði fjöldamörg síð-
ustu ár ævinnar þegar vinnuamstur
fór að minnka. Hann var kallaður einn
af húnunum í sundlaug Akureyrar
þar sem hann var einn af hópnum sem
mætti fyrstur á morgnana. Þar átti
pabbi marga góða heitapottskunn-
ingja og drakk sinn morgunsopa með
þeim. Eftir að pabbi fór í hjartaað-
gerð til London árið 1988 átti hann
góð ár við bátasmíði og trillusjó-
mensku á sumrin og naut einnig sam-
vista við fjölskylduna sem var orðin
býsna stór. Síðustu árin hafa foreldr-
ar mínir dvalið í Hlíð eftir að ellikerl-
ing barði dyra. Þangað til höfðu þau
unað hag sínum vel í raðhúsinu sínu í
Einilundinum, með lítinn kartöflu-
garð á lóðinni, fallegu blómin sín,
stutt í sundið og Skodann til að fara
sinna ferða á. Þar áttu þau góða
granna og leið vel. Huldar þakkar þér
allar góðu stundirnar sem hann átti
með þér og að fá að kúra í fangi í
gamla hægindastólnum. Pabbi kvaddi
þetta líf umkringdur ástvinum sínum
sem þakka honum samfylgdina.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guð geymi þig elsku pabbi.
Una Sigurlína Rögnvaldsdóttir.
Þegar við minnumst afa okkar
kemur fyrst upp í hugann lyktin góða
af sagi frá smíðaverkstæðinu og
sterkar hlýjar hendur sem oftar en
ekki voru að vinna eða héldu í litlar
barnshendur. Við systurnar ólumst
upp í næsta húsi við afa og ömmu í
Vanabyggðinni á Akureyri. Alltaf
vorum við velkomnar og það voru ófá-
ar stundirnar sem við eyddum hjá
þeim. Mikill styrkur var að því fyrir
mömmu að búa í nábýli við foreldra
sína og afi hjálpaði henni oft með okk-
ur systurnar þegar við vorum litlar.
Hann gekk um gólf með okkur þegar
við vorum veikar og hann og amma
voru alltaf til staðar fyrir okkur eins
og þau hafa verið fyrir öll barnabörn-
in. Þegar afi lét gamlan draum rætast
og festi kaup á trillu með Heiðari syni
sínum fór hann oft á sjó með afabarni
sínu og nafna, Rögnvaldi Þór. Afa
þótti gaman að fara á sjóinn með
Rögga og varði mörgum stundum
niðri á smábátabryggju að brasa í
bátnum og spjalla við trillukarlana.
Jólin í Vanabyggð hjá afa og ömmu
voru sérstakir dýrðardagar fyrir okk-
ur börnin og margar af okkar dýr-
mætustu og fallegustu barnaminn-
ingum tengjast aðventunni og
jólahaldinu. Heimili afa og ömmu var
rekið með miklum myndarbrag og
mikið var bakað og eldað. Laufa-
brauðsgerð var fastur liður þar sem
börn og barnabörn tóku þátt. Afi flatti
út kökurnar og fussaði reglulega þeg-
ar amma kvartaði yfir því að kökurn-
ar væru ekki nógu þunnar. En eins og
amma sagði þá voru þau hjónin ekki
alltaf sammála en það var fljótt að
fjúka úr þeim. Á sínum efri árum vildi
afi hafa rólegheit í kringum sig og lífið
í föstum skorðum. Hann fór í morg-
unsundið sitt svo lengi sem heilsan
leyfði og fékk sér hafragraut á
morgnana. Hann settist ávallt á rúm-
bríkina á kvöldin og bar á sig fóta-
smyrsl fyrir svefninn. Hann hugsaði
oft til allra í fjölskyldunni og fylgdist
vel með hvort ekki væri nú í lagi hjá
öllum. Hann var maður gjörða frekar
en orða, hann kvartaði ekki en gerði
það sem gera þurfti. Afi var duglegur
og verklaginn og brýndi ávallt fyrir
okkur krökkunum að vera dugleg og
að vanda okkur. Á heimili hans og
ömmu lærðum við margt til verka
sem hefur nýst okkur vel seinna á lífs-
leiðinni. Minningarnar eru margar og
verða vel varðveittar.
Bára Denný Ívarsdóttir
og Sigurlín Huld Ívarsdóttir.
Rögnvaldur Árnason