Morgunblaðið - 05.02.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
MARGIR hafa leitað til Ráðgjafar-
stofu heimilanna eftir fjármálaráð-
gjöf beinlínis vegna þess að þeir
treysta ekki ráðgjöf bankanna. Þetta
segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-
maður Ráðgjafarstofu heimilanna. Á
síðasta ári afgreiddi Ráðgjafarstofan
yfir 2.000 mál, en Ásta segir að það
sé eins og hún hafi afgreitt á þremur
árum fyrir hrun bankanna.
„Það er mikið vantraust á bönk-
unum ennþá,“ segir Ásta og bætir
við að það sé ekki óeðlilegt miðað við
það sem gerst hafi með hruni banka-
kerfisins. Það þurfi að byggja upp
traust að nýju. „Fólk vill gjarnan fá
álit hjá okkur á þeim úrræðum sem
bankarnir eru að bjóða fólki. Fólk
vill fá álit á því hvort bankinn sé að
gera rétt og hvort þetta sé allt í lagi.
Ráðgjafarstofan gegnir heilmiklu
hlutverki sem hlutlaus aðili. Við
reynum að stuðla að því að fólk nái
samningum við bankana.“
Starfsmönnum
fjölgaði úr sjö í 30
Fyrir hrun bankakerfisins haustið
2008 voru starfsmenn Ráðgjafar-
stofu heimilanna sjö, en þeir urðu
flestir 31 á síðasta ári. Fljótlega eftir
hrunið lengdust biðlistar, en í maí,
þegar um 400 manns voru á biðlista,
var tekin upp ný þjónusta sem fólst í
því að fólk gat strax fengið viðtal við
ráðgjafa. Ásta segir að þetta hafi
gefist vel og fólk sé mjög þakklát
fyrir þessa þjónustu. Með þessu móti
sé hægt að greina málin strax í upp-
hafi og leiðbeina fólki um næstu
skref.
Ásta segir að mjög mikið álag hafi
verið á Ráðgjafarstofunni frá
hruninu haustið 2008. Febrúar sé að
jafnaði mjög erfiður mánuður hjá
heimilunum. Um 17 þúsund manns
eru núna án vinnu og Ásta segir að
þetta mikla atvinnuleysi sé mikið
áhyggjuefni.
Æ fleiri leita til Ráðgjafarstofunn-
ar vegna greiðsluaðlögunar. Ráð-
gjafarstofan hefur brugðist við
þessu með því að ráða fleiri lögfræð-
inga til starfa. Ásta segir að þetta úr-
ræði sé að slípast til. Reynt sé að
hraða afgreiðslu þessara mála eins
og hægt er og því sé mikilvægt að
vanda undirbúning þessara mála t.d.
til að koma í veg fyrir að dómstólar
vísi málum frá vegna þess að gögn
vanti til að mál séu dómtæk.
Fólk vantreystir bönkunum
Ráðgjafarstofa heimilanna afgreiddi á síðasta ári um 2.000 mál sem er svipaður
fjöldi og Ráðgjafarstofan afgreiddi á þremur árum fyrir bankahrunið
» 870 fjölskyldur fengu ráðgjöf árið 2008
» Árið 2007 voru 612 mál afgreidd
» Á síðasta ári fékk Ráðgjafarstofan yfir 2.000 mál
NAUTHÓLSVEGUR var opnaður fyrir umferð í
gær en hann hefur hingað til gengið undir heit-
inu Hlíðarfótur. Vegurinn liggur frá Hringbraut
út í Nauthólsvík. Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri sá um að klippa á borðann en henni
til halds og trausts voru Kristján Möller sam-
gönguráðherra, Gísli Marteinn Baldursson, for-
maður umhverfis- og samgönguráðs borg-
arinnar, og Óskar Bergsson, formaður
framkvæmda- og eignaráðs.
Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 480
milljónir króna.
NAUTHÓLSVEGUR OPNAÐUR FYRIR UMFERÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNNIÐ hefur
verið að því að
endurskipuleggja
skattaeftirlit á
vegum ríkisskatt-
stjóra. Þetta er
gert í kjölfar þess
að lögum var
breytt um ára-
mót, en breyting-
arnar fólu í sér að
landið var gert að
einu skattumdæmi. Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri sagði að
skattaeftirliti á vegum ríkisskatt-
stjóra, skattstofunnar í Reykjavík
og skattstofunnar á Reykjanesi yrði
steypt saman í eina 30 manna deild.
Hún tekur til starfa í lok þessa mán-
aðar. Auk þess koma fjórir menn á
Akranesi og fjórir menn á Akureyri
til með að sinna skattaeftirliti. Það
verða því 38 menn í skattaeftirliti á
vegum ríkisskattstjóra.
Skúli Eggert sagði að skattaeft-
irlitið myndi beina spjótum sínum
sérstaklega að aðilum í atvinnu-
rekstri og meðal þess sem yrði skoð-
að væru svokölluð aflandsfélög.
egol@mbl.is
38 menn
í skatta-
eftirlitinu
Skúli Eggert
Þórðarson
Skattstofur samein-
uðust um áramót
SKIPAN fimm
efstu sæta á
framboðslista
Samfylkingar á
Akureyri fyrir
bæjarstjórn-
arkosningar í vor
verður með sama
hætti og nið-
urstaða í próf-
kjöri um sl. helgi.
Í kjölfar próf-
kjörs fyrir fjórum árum var settur
upp fléttulisti karla og kvenna til
skiptis. Var Ásgeir Magnússon sem
lenti í 5. sæti færður í það fjórða.
Reglur prófkjörs um síðustu helgi
voru þær að í fimm efstu sætum
skyldi hlutfall annars kynsins aldrei
vera minna en 40%. Jafnframt var
kveðið á um að frambjóðendur af
sama kyni skyldu aldrei skipa meira
en tvö sæti í röð. Var niðurstaða
prófkjörsins eftir þessu. Hermann
Jón Tómasson bæjarstjóri náði efsta
sæti en fékk aðeins 64,9% greiddra
atkvæða í það. sbs@mbl.is
Listi eins og
niðurstaðan
Hermann
Jón Tómasson
BJÖRN Jónsson,
fyrrverandi skóla-
stjóri Hagaskóla, lést
á líknardeild Land-
spítalans á Landakoti
í fyrradag. Hann varð
77 ára.
Björn fæddist 3. júlí
1932 á Ytra-Skörðu-
gili í Skagafirði. For-
eldrar hans voru
Agnes Guðfinnsdóttir
húsmóðir og Jón Jó-
hannesson bóndi.
Björn lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri og cand.
mag.-prófi í íslenskum fræðum frá
Háskóla Íslands 1959.
Hann var um tíma bóndi á Ytra-
Skörðugili. Björn var kennari við
Hagaskóla í Reykjavík frá 1960,
yfirkennari frá 1963 og skólastjóri
Hagaskóla frá 1967 til 1994. Hann
þýddi fjölda bóka.
Björn stundaði
skógrækt á jörðinni
Sólheimum í Land-
broti um áratugaskeið
og vann að fræðslu-
starfi um skógrækt á
vegum Skógrækt-
arfélags Íslands.
Hann fékk viðurkenn-
ingu Skógrækt-
arfélags Íslands fyrir
framlag til skógrækt-
ar, viðurkenningu
umhverfisráðuneyt-
isins fyrir störf að
umhverfismálum og
riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu.
Eiginkona Björns, Guðrún Sig-
ríður Magnúsdóttir, cand. mag.,
lést 2005. Börn þeirra eru Heiður
Agnes viðskiptafræðingur og
Magnús Jón tannlæknir.
Útför Björns verður gerð frá
Neskirkju næstkomandi mánudag.
Andlát
Björn Jónsson skólastjóri
ÞRJÚ tilvik hafa komið upp á síðustu vikum þar sem far-
tölvum nemenda sem sitja við lestur Þjóðarbókhlöðunni
hefur verið stolið. Síðast gerðist þetta nú á þriðjudag. Hin
tilvikin voru í sl. viku og hið þriðja um áramótin.
„Þetta hefur verið ákveðið vandamál hér og okkur hefur
ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem tölvurnar tóku.
Svona mál komu upp fyrir tveimur árum og þá var hægt að
finna hina brotlegu með myndum úr öryggismyndavélum
bókhlöðunnar. Nú hafa slík gögn ekki komið okkur að
neinu gagni og því eru þessi þrjú síðustu mál óupplýst,“
sagði Edda G. Björgvinsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs
Landsbókasafnsins, í samtali við Morgunblaðið.
Brugðist hefur verið við þessum vanda með merkingum
á borðum í bókhlöðunni þar sem fólk er hvatt til þess að
skilja ekki lausa hluti svo sem fartölvur við sig. Í þeim
þremur tilvikum sem hent hafa á síðustu vikum hefur fólk
brugðið sér frá stundarkorn. Og á meðan er tölvan gripin.
„Við getum fátt gert í svona málum nema hvetja fólk til að
fara varlega,“ segir Edda.
Hjá tryggingafélögum gildir sú regla að skilji fólk við sig
lausa hluti í opnum rýmum eins og til dæmis í Þjóðarbók-
hlöðunni er stuldur á þeim ekki bættur. Tölvueigendur í
umræddum málum sitja því eftir með sárt ennið.
sbs@mbl.is
Fartölvum er stolið í far-
aldri í Þjóðarbókhlöðunni
Þremur stolið Eigendur
sitja eftir með sárt enni
„Eins og milljón sinnum áður
stóð ég upp frá borðinu mínu,“
segir háskólaneminn Ása S. Otte-
sen á bloggsíðu sinni. Segist hún
hafa verið fjarverandi í um fimm
mínútur. „Þegar ég kom til baka
var búið að taka tölvuna mína
sem er hvít MacBook, símann
minn, sem er glænýr Nokia sem
ég fékk í jólagjöf, og námsbók
sem var 10 þúsund króna virði. Ég
er ekki að djóka en ég hélt ég myndi deyja.“
Stálu tölvu og glænýjum síma
Ása S. Ottesen.