Morgunblaðið - 05.02.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 05.02.2010, Síða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 www.noatun.is FOLALDAFILE KR./KG 1998 FOLALDA PIPARSTEIK KR./KG 1798 2898 38% afsláttur Við gerum meira fyrir þig Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Útsala á folalda- kjöti 2959 32% afsláttur 36% afsláttur FOLALDA INNRALÆRI KR./KG 1698 2649 ÞÓ umhverfisráðherra hefði staðfest skipulag vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár hefðu enn fjölmargir þættir þurft að ganga upp til þess að hægt væri að ráðast í framkvæmdir í Þjórsá. Þeirra á meðal er annars vegar fjármögnun framkvæmdanna, sem er erfið um þessar mundir og ræðst af því hvenær tekst að koma fjármálum ríkisins í lag, og hins vegar hvernig gengur að ná samningum við kaupendur um raforkuverð. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, í samtali við Morgunblaðið. Í fréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld var haft eftir Herði að atvinnuuppbygging, sem nýtt hefði orku Þjórs- árvirkjana, tefðist um eitt til tvö ár vegna ákvörð- unar umhverfisráðherra þess efnis að synja skipulagi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár staðfestingar. Í sama viðtali kom fram að Landsvirkjun yrði nú að fresta viðræðum við fjölda fyrirtækja sem sýnt hefðu því áhuga að nýta orku úr Þjórsá til atvinnuuppbyggingar. Í samtali við Morg- unblaðið vildi Hörður hvorki gefa upp hvaða fyr- irtæki væri um að ræða né heldur hversu mörg þau væru. „Þessar viðræður voru ekki á neinu lokastigi þannig að til skemmri tíma hefur þetta lítil áhrif,“ segir Hörður og tekur fram að nú sé verið að meta hvaða möguleikar séu á að nýta önnur svæði á landinu. Segir að ekki megi oftúlka hlutina Að sögn Harðar hefur Landsvirkjun nú þegar lagt u.þ.b. 3,7 milljarða króna í undirbúning virkjana í Þjórsá, en um er að ræða bæði und- irbúnings- og hönnunarvinnu. Bendir hann á að þessir fjármunir muni nýtast þó framkvæmdum sé frestað, en glatast verði framkvæmdir alfarið slegnar af. „En það er alls ekki verið að slá framkvæmdir af með þessari ákvörðun. Umhverfisráðherra er með ákvörðun sinni ekki að fjalla efnislega um virkjanirnar, þannig að við gerum ráð fyrir að þetta muni nýtast.“ Spurður hvort ekki sé óheppilegt að Land- virkjun vinni að virkjunum í Þjórsá á sama tíma og eigandi fyrirtækisins, þ.e. ríkið, viti ekki hvort það vilji yfirhöfuð virkja þar segir Hörður að ekki megi oftúlka hlutina. Á fundum sínum sl. miðvikudag samþykktu bæði hreppsnefnd Hrunamannahrepps og sveit- arstjórn Flóahrepps ályktanir þar sem lýst er undrun á synjun umhverfisráðherra á staðfest- ingu aðalskipulagsins. Að mati sveitarstjórnar hafi verið staðið rétt að gerð og samþykkt skipu- lagsins og í ljósi þeirra röksemda sem ráðherra byggi synjun sína á vakni spurningar um hvort öll sveitarfélög á landinu sitji við sama borð í skipulagsmálum. Var sveitarstjóra og oddvita falið að skoða nánar í samráði við lögmann sveitarfélagsins þær leiðir sem færar eru í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í málinu í kjölfar synjunar ráðherra á staðfestingu aðalskipulagsins. silja@mbl.is Framkvæmdir ekki slegnar af Morgunblaðið/RAX Í ferli rammaáætlunar Þjórsá eins og hún rennur undir Þjórsárbrúnni á hringveginum.  Forstjóri Landsvirkjunar bendir á að fjármögnun framkvæmda í neðri hluta Þjórsár sé ekki í hendi auk þess sem ekki liggi fyrir samningar við kaupendur raforkunnar þó rætt hafi verið við áhugasama Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir stefnu stjórnvalda liggja skýrt fyrir þegar komi að neðri hluta Þjórsár þar sem málið sé í ferli rammaáætlunar. „Það ferli setti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks af stað árið 2007,“ segir Katrín og tekur fram að það eigi því ekki að koma neinum á óvart. Tekur hún fram að rammaáætlunin sé væntanleg í kynning- arferli í lok þessa mánaðar og í framhald- inu inn í alþingi til umfjöllunar þar sem tekist verður á um einstaka kosti. Kristján Þór Júlíussonar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði á þinginu í gær eftir viðbrögðum iðnaðarráðherra við um- mælum forstjóra Landsvirkjunar í kvöld- fréttum Stöðvar tvö sem greint er frá hér til hliðar. Einnig spurði hann hvaða aðrir virkjunarkostir væru í hendi til að vinna að atvinnuuppbyggingu á næstunni. „Það eru fjölmargir aðrir kostir á borð- inu,“ sagði Katrín á þinginu og tók fram að eitt stærsta svæði sem næst væri í tíma væri í Þingeyjarsýslum. Einnig nefndi ráð- herrann Búðarhálsvirkjun. Á ekki að koma á óvart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.