Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 14
Hvernig hefur samvinnu Úkra- ínu við AGS verið háttað? Úkraínskir stjórnmálamenn hafa verið tregir til að uppfylla skilyrði sjóðsins um niðurskurð. Sjóður- inn brást við með því að heimila meiri fjárlagahalla en gert var ráð fyrir í upphafi. Það svigrúm var nýtt til hins ýtrasta og er sjóður- inn sagður líta svo á að hallinn hafi síðan keyrt um þverbak. Hvað með framhaldið í sam- vinnu stjórnvalda og sjóðsins? Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu búast sérfræð- ingar greiningarfyrirtækisins RGE við að sendinefnd AGS komi til Úkraínu að kosningum loknum. Hefur samvinnunni verið slegið á frest vegna innanlandsmála? Já. Áætluninni, sem hljóðar upp á 16,4 milljarða dala, var slegið á frest í haust í kjölfar samþykktar þingsins um að hækka laun og önnur félagsleg útgjöld. Janúkó- vítsj barðist gegn því að kröfur sjóðsins kæmu niður á þeim sem höllustum fæti standa. S&S Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÁTAKALÍNURNAR eru ekki jafn skýrar í úkraínskum stjórnmálum í aðdraganda annarrar umferðar for- setakosninganna á sunnudag og fyr- ir sex árum þegar Júlía Tímósénkó forsætisráðherra vildi treysta bönd- in til vesturs í „appelsínugulu bylt- ingunni“ sem svo var nefnd. Staða Úkraínu hefur enda breyst. Efnahagur landsins hvílir mjög á iðnframleiðslu og hefur mikill sam- dráttur í eftirspurn og verðbólga komið hart niður á almenningi og gert stjórnina háðari Rússum. Umskipti hafa einnig orðið á póli- tískri stöðu Tímósénkó. Þannig hef- ur stuðningur við hana hrapað úr 47% vorið 2005 niður í 14% í október, þegar hann mældist hvað minnstur. Ljóminn af appelsínugulu bylting- unni virðist farinn af ráðherranum. Snýr til baka úr gröfinni Á sama tíma hefur staða Viktors Janúkóvítsj, mótframbjóðanda Tímósénkó, styrkst til muna eftir miklar óvinsældir í kjölfar þess að sigur hans í forsetakosningunum 2004 var úrskurðaður ógildur. Og eins og Washington Post bend- ir á virðast skrautleg mismæli Janú- kóvitsj ekki ætla að setja strik í reikninginn en honum varð það með- al annars á á kosningafundi fyrir skömmu að lýsa fylgismenn sína „besta þjóðarmorðið í landinu“ þeg- ar hann vildi hafa lýst þeim sem „bestu genalauginni í Úkraínu“, með vísan til úrvalserfðamengis þeirra. Líkt og á Íslandi fléttast afstaðan til samvinnu við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn inn í stjórnmálaumræðuna og hefur Viktor Jústsénkó, sigur- vegari kosninganna fyrir sex árum, beitt áhrifum sínum sem yfirmaður úkraínska seðlabankans til að skrúfa Horfa til austurs og vesturs í kosningunum  Úkraína er mun háðari Rússlandi en í appelsínugulu bylt- ingunni 2004  Jústsénkó beitir AGS í kosningabaráttunni Reuters Í minnihluta? Ungliðar á bandi Tímósénkó horfa til vesturs. fyrir framlög sjóðsins til stjórnar Tímósénkó, fullur beiskju eftir að hafa hlotið aðeins 5,45% atkvæða í fyrri umferð kosninganna í janúar. Til samanburðar hlaut Tímósénkó 25,05% og Janúkóvítsj 35,32%. Þrír aðrir frambjóðendur fengu 13,05%, 6,96% og 5,45% atkvæða og hefur Tímósénkó reynt að laða stuðningsmenn þeirra til sín. Hún á erfitt verk fyrir höndum því nýleg könnun fyrirtækisins KIIS bendir til að 55% ætli að kjósa Janú- kóvítsj en um 40% Tímósénkó. Hefndarhugur forsetans Forsetinn hefur þar með nýtt síð- ustu daga sína í embætti til að gera stjórninni lífið leitt, enda á hún nú erfitt með að fjármagna ríkisrekst- urinn og kaup á rússnesku gasi, eins og rakið er á vef Daily Telegraph. Þá hefur sú ákvörðun Jústsénkós að breyta kosningalögum á þann veg að fulltrúar allra frambjóðenda þurfi ekki að vera viðstaddir á kjörstað mælst illa fyrir hjá Tímósénkó sem telur hana ýta undir svindl. Hin breytta staða veldur því að stuðningsmenn byltingarinnar eiga nú erfitt með að gera upp við sig hvort þeir eigi að styðja Tímósénkó. Ljóst er að það er á brattann að sækja fyrir forsætisráðherrann og telja stjórnmálaskýrendur Tímó- sénkó verða að höfða til þess hóps til að eygja sigur á sunnudaginn. Með því að sitja heima gætu fylgismenn hennar fært Janúkóvítsj sigurinn en hvernig sem fer er talið öruggt að Úkraína hallist nær Rúss- um á næstum árum. NATO og ESB-aðild á ís? Þannig er talið næsta víst að Úkraínustjórn muni ekki leggja sömu áherslu á aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og Tímósénkó hefur gert á undanförnum árum, þótt bæði séu þau Janúkóvítsj talin hliðholl samningi um verslun og vegabréfaáritanir við Evrópusam- bandið, sem aftur er talinn skref í átt til aðildarumsóknar síðar meir. Heimild: NASA 2mÞvermál *á sporbaug Farmur Cupola/Tranquility Node 3 Áhöfn Stjórnandi: George Zamka Flugmaður: Terry Virts S1: Kay Hire S2: Steve Robinson S3: Nicholas Patrick S4: Bob Behnken S = Sérfræðingur Geimferjan Endeavour flytur á sunnudag rannsóknarstofu til alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS). Stofan er þakin stórum gluggum sem bjóða upp á einstakt útsýni til jarðarinnar. Með ferð Endeavour hófst lokakaflinn í sögu ferjanna því NASA hyggst leysa þær af hólmi með öðrum ferjum. Þannig eru aðeins fimm ferðir til geimstöðvarinnar á dagskránni og er síðasta flugið ráðgert í september. Þvermál þakglugga er 80 cm eða það mesta í sögu geimferða. Sex útsýnis- gluggar úr kísilgleri. Gluggalokar verja gluggana fyrir örlitlum ögnum á fleygiferð. Hæð: 1,5m Þyngd: 1.880 kg* Kúpulaga Útsýnisstöð. 360˚ sjónarhorn Búkur steyptur úr áli án samskeyta og málmsuðu. Endeavour Fyrsta flugið: 7. maí, 1992 Flugferðir: 23 | Hringir í kringum sporbaug: 4.212 Flugdagar: 266 Tími: 12 dagar og 18 stundir Geimgöngur: 3 Áætluð lending: 19. febrúar LEIÐANGURINN FJÖLDI FLUGFERÐA Tranquility STAÐSETNING Í ISS Þegar burðarfarið hefur verið fest við geimstöðina er stöðin flutt frá enda hennar á hliðarnar þannig að hún snúi að jörðu. 7m 4,5m Burðarfarið Tranquility. Þyngd: 18.143 kg* LEIÐANGUR TIL GEIMSTÖÐVARINNAR Flutningsfarið Node 3 er það síðasta sem ESA smíðaði fyrir ISS. Sívalningslaga skrokkur með keilulaga búnaði á báðum endum. STEFNT er að því að Endeavour taki á loft frá Canaveral-höfða á Flórída þegar klukkan er 39 mínútur gengin í fimm aðfaranótt sunnudags. Leiðangurinn, sem skammstafað- ur er STS-130, er kallaður „Her- bergi með útsýni“ í kynningarbæk- lingi Geimvísindastofnunar Banda- ríkjanna (NASA), í orðaleik þar sem vísað er til tilraunastöðvarinnar sem áföst verður burðarfarinu (sjá kort). Til stendur að áhöfn Endeavour fari í þrjár geimgöngur til að koma „herberginu“ fyrir á réttum stað á burðarfarinu en mikið verður notast við vélarma við verkið. Um klukkustund áður en Endea- vour leggur að alþjóðlegu geimstöð- inni (ISS) mun hún staðnæmast um 180 metra fyrir ofan stöðina. Síðan mun ferjan hægt og sígandi nálgast stöðina á meðan tveir geim- faranna taka myndir af hitaskildi þessa stærsta mannvirkis sem mað- urinn hefur sett saman í geimnum. Rússneskar flaugar taka við Með ferð Endeavour styttist í lok merks kafla í sögu NASA sem stefn- ir á að leggja geimferjum sínum í haust og notast við rússneskar So- yuz-geimferjur þar til nýjar ferjur hafa leyst þær af hólmi. Endeavour er ein af þremur „geimskutlum“ (e. Space Shuttle) NASA sem eru nothæfar en hinar eru Discovery og Atlantis. Endeavour kom í stað Challenger sem brann upp í gufuhvolfinu 73 sek- úndum eftir flugtak í janúar 1986 og heitir eftir HMS Endeavour, skipi landkönnuðarins James Cook. Þegar síðustu ferðinni lýkur í haust hafa geimskutlurnar farið í 134 ferðir og komið ófáum gervi- hnöttum á braut um jörðu, tæpum þremur áratugum eftir að tilrauna- flug hófust árið 1981. Gömul tækni enn í lykilhlutverki Geimferjurnar hafa þjónað í áratugi Við ISS Úr einni ferða Endeavour. 14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ÞEIR bíða tveir við innganginn miðasalinn og félagi hans í farandbíóinu í Pusegaon, lítilli borg í ríkinu Maharashtra í vesturhluta Indlands. Á meðan klukkustundalöngum Bollywood-myndum er varpað á léreftið fylgjast tvímenningarnir með því að enginn svindli sér inn. Þeir þurfa að halda vöku sinni því þúsundir bænda streyma til borg- arinnar ár hvert til að sækja trúarhátíð og kjósa ófáir að gleyma amstrinu yfir fimm klukkustunda löngum sápuóperum með söngleikjaívafi upp á indverska vísu. Líklega dreymir þá um kjör kvikmyndastjarnanna. Reuters DRAUMAR Á TJALDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.