Morgunblaðið - 05.02.2010, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Enginn á Ís-landi vissiað íslenski
forsætisráð-
herrann ætlaði að
heimsækja ESB.
Þó hafði dagsetning fundarins
legið fyrir frá því í desember.
Fundurinn datt óviljandi inn á
heimasíðu Evrópusambands-
ins. Þá varð mikið pat.
Gegnsæisríkisstjórnin neitaði
að gefa upplýsingar um nokk-
urn fund. Þegar á var gengið
var sagt að um einkaheimsókn
væri að ræða. Talsmaður ESB
upplýsti á blaðamannafundi
að heimsókn íslenska for-
sætisráðherrans væri ekki
einkaheimsókn, heldur ein-
hvers konar óformleg opinber
heimsókn. Þá varð aftur mikið
pat. Nú hefur utanrík-
isráðherrann aðspurður í
þinginu fullyrt að heimsókn
Jóhönnu Sigurðardóttur sé
víst einkaheimsókn. Gott og
vel. En af hverju? Hefur ein-
hver annar forsætisráðherra
farið í einkaheimsókn til
Brussel, nema þá sem túristi
að skoða kirkjuturna og kaupa
súkkulaði? Aðstoðarmaður
Jóhönnu Sigurðardóttur bætti
svo um betur og segir að
heimsóknin sé ekki bara
einkaheimsókn heldur einnig
leyniheimsókn. Er það virki-
lega? Af hverju? Er þetta það
sem Ísland þarf helst á að
halda núna, að gera venjuleg-
an fund milli forystumanna
landsins og hátt settra útlend-
inga að einhverju furðuverki?
Það er óhjákvæmilegt að for-
sætisráðuneytið gefi taf-
arlaust frambærilegar skýr-
ingar á öllum
þessum ruglanda.
Hinar óform-
legu skýringar
sem hvíslað er að
mönnum eru þær
að íslenski forsætisráð-
herrann vilji með öllum ráðum
komast hjá að hitta erlenda
fréttamenn. Hefði tekist að
halda heimsókninni leyndri
eins og að var stefnt þá hefði
enginn erlendur blaðamaður
frétt neitt. Eftir að Bruss-
elskrifræðið missti tilkynn-
ingu inn á heimasíðu, sem var
síðar kippt út aftur í hasti af
óútskýrðum ástæðum, þurfti
að bregðast við. Leyniheim-
sókninni var breytt í einka-
heimsókn, vegna þess að þá er
ekki skylt að halda blaða-
mannafund. Nú vill þannig til
að Ísland þarf að nota hvert
tækifæri sem gefst til að koma
sjónarmiðum sínum á fram-
færi. Þau gefast ekki alltof
mörg. Eitt af því fáa sem
tryggir íslenskum tals-
mönnum athygli er fundur af
því tagi sem haldinn var í
Brussel. Á þessum tíma
brennur sú skylda á sér-
hverjum Íslendingi að halda
málstað þjóðarinnar fram.
Heitast brennur þessi skylda
á ráðherrum landsins, og þá
einkum þeim ráðherra sem
mesta athygli getur fengið
stöðu sinnar vegna. Því er
þessi uppákoma algjörlega
fráleit og með öllu óskiljanleg.
Fróðlegt verður að fylgjast
með því hvernig alþingismenn
muni taka á þessari undarlegu
framgöngu íslenskra stjórn-
valda.
Glutrað niður tæki-
færum og það af
ráðnum hug }
Ekki þetta sem við
þurftum helst
Það vakti at-hygli að for-
sætisráðherrann
gaf til kynna í
Kastljósi Sjón-
varps að Svavar
Gestsson hefði
ekki ráðið við verkefni sitt
sem samningamaður. Vegna
þessa urðu nokkrar umræður
í þinginu svo sem vonlegt var.
Voru þær stillilegar allt þar
til Steingrímur J. blandaði
sér í þær. Honum var ekki
skemmt. Hann skammaði
stjórnarandstöðuna í orði en
öllum mátti vera ljóst hvert
skeytin voru send. Þau voru
stíluð á samráðherrann, Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Gerð-
ist Steingrímur æ þungorð-
aðri eftir því sem á umræðuna
leið. Að lokum lýsti hann
þessum atburði
sem „mannaveið-
um“. Hann frábað
sér allar „manna-
veiðar“. Þeir, sem
fylgst hafa með
ferli Steingríms J.
Sigfússonar frá því að hann
tók við embætti fyrir einu ári
geta margvíslegar skoðanir
haft á embættisfærslu hans.
Þeir vita að fáir eru honum
málgefnari, hvort sem er á
þingi eða í fjölmiðlum utan
þess. Það kæmi ekki á óvart
þótt nokkuð góð samstaða
gæti náðst um eitt orð sem
þessi málglaði ráðherra ætti
að forðast að nota. Það er af
einhverjum ástæðum þannig
að honum fer ekki vel að saka
aðra menn um „mannaveið-
ar“.
Menn undruðust
hversu ókyrr
Steingrímur varð
í þinginu}
Mannaveiðar bannaðar
Þ
að getur stundum verið erfitt að
halda svartsýninni í skefjum,
einkum á tímum eins og þeim sem
við upplifum núna. Það getur ver-
ið lýjandi að fylgjast daglega með
fréttum af stjórnmálum, efnahagsmálum, at-
vinnumálum og öðru því sem aðeins virðist til
þess fallið að fella fólk í þunglyndi.
Ég er sjálfur gjarn á að verða svartsýni að
bráð, enda er ekki margt núna sem vekur
bjartsýni. Skattkerfið verður núna flóknara
og skattbyrðin þyngri fyrir almenning og fyr-
irtæki. Skuldir ríkisins hafa aukist gríðarlega
og hallarekstur þess sömuleiðis. Þrátt fyrir
þetta virðist lítill vilji til þess að draga nægi-
lega úr útgjöldum hins opinbera. Atvinnuleysi
er mikið á íslenskan mælikvarða og nú, tæpu
einu og hálfu ári eftir hrun, eru enn að koma
upp hneykslismál um aðdraganda þess. Eins og áður
segir er auðvelt að vera svartsýnn núna.
Maður verður þó að vera gagnrýninn á sjálfan sig hvað
varðar slíka svartsýni eins og aðra hluti. Málið er að
reynslan og kannanir sýna að almenningur er iðulega
svartsýnni á ástand hvers tíma og framtíðina en efni
standa til, og er ég sjálfur engin undantekning þar á.
Í stórkostlegri bók sinni, The Myth of the Rational Vo-
ter, skrifar Bryan Caplan meðal annars um ýmsar rang-
hugmyndir og fordóma í hagfræði.
Ein þeirra eru svokallaðir svartsýnisfordómar, þ.e. áð-
urnefnd trú á að staðan sé verri en hún er og að fram-
tíðin sé svartari en hún í raun verður. Þegar
horft er tuttugu, fimmtíu eða hundrað ár aft-
ur í tímann er í raun erfitt að skilja þá sem
voru á hverjum tíma sannfærðir um að allt
væri á leiðinni í hundana. Þrátt fyrir efna-
hagshrun hafa nær allir það miklu betra nú
en á nokkrum öðrum tíma Íslandssögunnar.
Það kann að vera gömul og klisjukennd
saga að telja upp allar þær breytingar sem
orðið hafa til góðs á undanförnum hundrað
árum. Einfaldir hlutir eins og kæliskápar og
frystikistur gera það að verkum að ferskur
matur er á færi hvers sem er. Súrmeti er nú
aðeins borðað af þeim sem raunverulega
finnst það gott.
Framfarir í læknavísindum hafa leitt til
þess að meðalaldur hefur hækkað, en það
sem meira er um vert er að fólk er heilbrigð-
ara og heldur heilsunni lengur en áður.
Hús á Íslandi eru vel byggð og heilsusamleg, ólíkt
þeim híbýlum, sem furðumargir bjuggu í hér á landi um
þarsíðustu aldamót.
Í bókinni vitnar Caplan í Gregg Easterbrook, sem
skrifaði eftirfarandi orð í bókinni The Progress Paradox:
„Forfeður okkar, sem unnu sleitulaust og fórnuðu miklu
í þeirri von að afkomendur þeirra myndu einhvern dag-
inn verða frjálsir, heilbrigðir, vel menntaðir og lifa þægi-
legu lífi, gætu farið að örvænta sæju þeir með hve miklu
vanþakklæti við höldum því nú fram að við búum ekki við
þessi gæði.“ Mikið til í þessu. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Það er hægt að vera of svartsýnn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Meiri afli og lengri
tími til strandveiða
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
J
ón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra
kynnti frumvarp til laga um
strandveiðar á ríkisstjórn-
arfundi á þriðjudag. Þing-
flokkar stjórnarinnar hafa samþykkt
það. Samkvæmt því verða aflaheim-
ildir auknar, veiðitímabilið lengt og
strandveiðar verða ekki aðeins bráða-
birgðaákvæði í lögum um stjórn fisk-
veiða.
Strandveiðar með handfæri voru
fyrst leyfðar í fyrrasumar og reru
fyrstu bátarnir 28. júní eftir að reglu-
gerð um veiðarnar hafði verið gefin út
25. júní. Nú verður heimilt að hefja
veiðarnar 1. maí og lýkur tímabilinu í
lok ágúst.
Í fyrra var heimilt að veiða 3.995
tonn af þorski, óslægðum. Bátarnir
komu með 3.452 tonn af þorski að landi
og 650 tonn af öðrum afla, mest ufsa.
Nú verður heimilt að veiða sex þúsund
tonn af óslægðum botnfiski, en reiknað
er með að þorskur geti orðið um fimm
þúsund tonn af þessum afla í stað 3.995
tonna eins og heimildin kvað á um í
fyrra, en ufsi og aðrar botnfiskteg-
undir um eitt þúsund tonn.
Veiðisvæðum verður áfram skipt
upp í fjögur hólf og með því að byrja 1.
maí ættu möguleikar suðursvæðis að
aukast því þar er alla jafna meiri fisk-
gengd í maímánuði en þegar kemur
fram á sumarið. Í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að ráðherra hafi reglugerð-
arheimild við framkvæmd veiðanna
m.a. til að ákveða veiði innan svæða og
tímabila. Þannig væri t.d. heimilt að
leyfa meiri afla á suðursvæði í upphafi
veiðitímabilsins. Eins og áður þurfa
veiðimenn að velja svæði í upphafi og
geta ekki fært sig eftir það á milli
svæða.
Meðal breytinga í frumvarpinu er að
hver umsækjandi getur aðeins fengið
leyfi á eitt skip. Sjómenn geta hætt
veiðum í krókakerfinu og haldið til
strandveiða, en þeir komast hins vegar
ekki til baka aftur í krókakerfið fyrr
en að strandveiðitíma loknum.
Takmarkanir vegna leigu
Nýtt ákvæði er í frumvarpinu þess
efnis að sjómenn geta ekki fengið leyfi
ef þeir eru búnir að leigja meira frá
sér en þeir hafa tekið til sín. Þetta
ákvæði kemur hins vegar ekki til
framkvæmda fyrr en á næsta ári þar
sem talið er að það feli í sér afturvirkni
og of langt sé liðið á fiskveiðiárið til að
það standist. Samkvæmt ákvæðinu
verður gengið frá því um leið og sjó-
menn hafa fengið strandveiðileyfi að
möguleikar lokist á að þeir geti leigt
frá sér kvóta.
Í fyrrasumar kvað reglugerð á um
að heimilt væri að veiða 800 kíló á
hverjum degi, en núna er þessu
ákvæði breytt og miðað verður við 650
kíló af þorskígildum. Þetta er gert til
að minnka brottkast og hugsað sem
hvati til að koma með allan afla að
landi. Miðað er við að þrjú kíló af ufsa
séu í einu þorskígildiskílói og er reikn-
að með að hámarksdagsafli geti verið
svipaður og áður. Skylt verður að
landa öllum afla í lok veiðiferðar.
Loks er samhliða þessu frumvarpi
gerð tillaga um breytingu á lögum um
veiðieftirlit, sem felur í sér að auk
17.500 króna leyfisgjalds, greiði sjó-
menn sérstakt 50 þúsund kr. gjald.
Það á að renna beint til löndunarhafna
báta sem hafa strandveiðileyfi og er
ætlað til að styrkja rekstur þeirra al-
mennt.
Strandveiðar 2009
Fjöldi veiðileyfa 595
Fjöldi báta með afla 554
Fjöldi löndunardaga 57
Afli samtals 4.106.437 kg
Þar af m.a.:
Þorskur 3.452.314 kg
Ufsi 574.342 kg
Gullkarfi 39.774 kg
Ýsa 21.455 kg
Lýsa 13.294 kg
Mestum afla var landað á
þessum stöðum síðasta
sumar:
Höfn Landaður afli (kg)
Bolungarvík 219.027
Grímsey 207.551
Patreksfjörður 195.808
Rif 195.247
Ólafsvík 186.692
Dalvík 176.972
Húsavík 168.788
Sandgerði 168.685
Siglufjörður 157.670
Stöðvarfjörður 157.475
Veiða má meira og á lengri tíma
en í fyrra samkvæmt frumvarpi
um strandveiðar. Skerpt er á
ýmsum atriðum og greiða þarf
meira fyrir leyfi til strandveiða.
TALSVERÐ fríðindi felast í leyfum
til strandveiða þar sem þau eru ut-
an aflamarks. Samkvæmt tilboðum
sem voru á heimasíðum kvótamiðl-
ara í vikunni myndi leiga á 50 tonn-
um af aflamarki í þorski kosta tæp-
lega 14 milljónir króna í stóra
kerfinu og 12,3 milljónir í króka-
aflamarkskerfinu. Hvort leiguverð
á eftir að hækka eða lækka í sumar
er ómögulegt að spá fyrir um.
Námskeið um meðferð afla
Landssamband smábátaeigenda
hyggst í samvinnu við Matís skipu-
leggja námskeið í meðferð afla fyr-
ir strandveiðisjómenn áður en veið-
arnar hefjast í vor. Sótt hefur verið
um styrk til AVS-sjóðsins til að taka
þátt í kostnaði. Fyrirhugað er að
þessi námskeið verði haldin víða
um land og tilgangur þeirra er að
auka gæði aflans.
MIKILS
VIRÐI
››