Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 25

Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 ✝ Davíð Guðbergs-son fæddist á Höfða í Dýrafirði 21. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. janúar 2010. Foreldrar Dav- íðs voru Guðbergur Davíðsson frá Neðri- Hjarðardal, f. 21.4. 1896, d. 13.1. 1980, og kona hans Svan- hildur Árnadóttir frá Spergli í Landeyjum, f. 10. des. 1889, d. 27.1. 1985. Systur Davíðs eru: Vilborg, f. 10.11. 1920, d. 2.12. 2004. Svava Sæunn, f. 28.4. 1923, d. 10.3. 2008. Jóhanna Krist- in, f. 22.5. 1925. Jóna, f. 8.6. 1930. Kristín Sigríður, f. 18.6. 1932, og samfeðra er Agnes Þórunn, f. 6.5. 1960. Davíð kvæntist Þórunni Her- borgu Hermannsdóttur, f. 29.9. 1932, hinn 21.3. 1953. Foreldrar Þórunnar voru Hermann Árnason og Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir frá Ystabæ í Aðalvík, Börn Davíðs og Þórunnar eru; 1) Svanhildur, f. 10.10. 1952, sambýlismaður Karl Rafnsson, f. 13.6. 1954, þeirra börn Katrín Erna,f. 7.10. 1975, (faðir Gunnar Hermannsson) sambýlis- maður Katrínar er Baldur Ingi frá fyrra hjónabandi er Daníel Freyr, f. 25.9. 1994. Davíð ólst upp á Höfða í Dýra- firði þar sem fjölskyldan var með búskap. Hann gekk í barnaskóla á Lambahlaði og á unglingsárunum var hann í Héraðsskólanum á Núpi. Árið 1946 hætta foreldrar Davíðs búskap að Höfða og flytja búferl- um til Reykjavíkur. Davíð hóf nám í Iðnskólanum í Reykjavík í bifvéla- virkjun og verknámshluti námsins var hjá Agli Vilhjálmssyni. Um áramót 1951-1952 fór Davíð til Bandaríkjanna til árs dvalar á veg- um Marchall-stofnunarinnar. Þar starfaði hann hjá Willys-verksmiðj- unni í Detroit. Eftir dvölina ytra starfaði hann um skeið hjá Agli og síðar hjá Heklu hf. í nokkur ár. Davíð stofnaði eigið bifreiðaverk- stæði, Arm hf., Skeifunni 5, og rak það í yfir fjörutíu ár, eða til sjötugs er hann lét af störfum. Davíð og Þórunn bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af í Heimahverfinu og síðastliðinn ára- tug á Kirkjusandi. Þau hjónin komu sér upp sumarbústað á Laug- arvatni þar sem þau undu sér vel. Ekki fóru fáar stundir í ræktun og umönnun gróðurs á lóðinni og var Davíð sérstaklega stoltur af stóru gullregni sem blómstrar á hverju ári við sumarhúsið Höfða. Útför Davíðs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 5. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ólafsson, sonur Karls frá fyrra hjónabandi er Ágúst Karl, f. 7.9. 1979, sambýliskona hans er Hildur Sunna Pálmadóttir. 2) Guð- bergur Davíð, f. 3.6. 1956, maki Halldóra Káradóttir, f. 3.3. 1965, þeirra börn eru Davíð, f. 28.4. 1980, og Egill Kári, f. 6.4. 1999. Dóttir Guð- bergs frá fyrra sam- bandi er Eva Berg- þóra, f. 19.6. 1972, móðir hennar er Elín Þóra Frið- finnsdóttir, sambýlismaður Evu er Eyjólfur Sveinsson, börn hennar eru Dagur Árni Guðmundsson, f. 12.4. 1996, Sveinn Atli Eyjólfsson, f. 17.9. 2002, og Ragnheiður Sara Eyjólfsdóttir, f. 7.6. 2006. 3) Árni, f. 6.3. 1961, d. 28.10. 1977. 4) Bald- ur Þór, f. 19.4. 1963, maki Kolbrún Gísladóttir, f. 29.3. 1966, þeirra börn eru Birta, f. 20.11. 1992, Númi Steinn, f. 11.6. 1996, og Diljá, f. 22.11. 1998. 5) Esther Björk, f. 3.1. 1968, sambýlismaður Birkir Þór Elmarsson, f. 7.6. 1965, þeirra börn eru Árni Þór, f. 15.1. 1995, (faðir Jakob Már Böðvarsson), Breki Þór, f. 6.4. 2004, Þórunn Agnes, f. 22.7. 2009, sonur Birkis Kallið er komið, dagsins önn á enda, lífsklukkan stöðvast. Nú skilja leiðir um sinn, því í dag kveðjum við tengdaföður minn Davíð Guðbergs- son. Mér er það ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Í allri auðmýkt þakka ég fyrir þau rúm- lega tíu ár sem ég átti með þér og í dag er ég afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og öllum þeim kost- um sem þú hafði til að bera. Það er ekki auðvelt að meitla orðin í örfáar setningar þegar maður hugsar til þín, því þú varst svo margt, Davíð. Þú hafðir svo margt til brunns að bera sem við sem eftir stöndum munum nú eftir og rifjum upp. Fyr- ir mér varstu í raun allt sem prýða þarf góðan einstakling. Þú varst allt í senn heiðarlegur og einlægur, áreiðanlegur og hjálpsamur, skipu- lagður og atorkusamur, hljóðlátur og rólegur, heimsborgari og alþýðu- maður. En fyrst og síðast varstu mikill fjölskyldumaður og það var aðdáun- arvert að fylgjast með hve þið Dódó voruð samhent hjón í einu og öllu. Þú varst líka góður faðir og ákaf- lega stoltur afi. En þú varst líka töffari, Davíð. Það varstu svo sann- arlega allt fram á síðasta dag. Það er því kannski ekki að undra að texti eftir annan töffara sem nýlega hefur hvatt leiti á mig þegar ég hugsa til þín. Er dimmir í lífi mínu um hríð, eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð. Þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júlíusson.) Oft tölum við um það sem yngri erum að við ætlum að lifa lífinu lif- andi. Því miður vill það nú oft gleymast í erli dagsins, en ef ein- hver af því fólki sem ég þekki til hefur tileinkað sér þann hugsunar- hátt þá varst það þú. Nánast allt sem þú tókst þér fyrir hendur virt- ist úthugsað og mörg atvik urðu að eins konar athöfn því þú lagðir þig fram um að njóta hverrar stundar sem gafst. Seinni árin kappkostaðir þú að hafa ætíð nóg fyrir stafni og þá skipulagðir þú hvern einasta dag langt fram í tímann. Um það vitna minnismiðarnir sem þú skildir eftir á skrifborðinu þínu. Nokkrar stiklur frá samveru- stundum með þér eru mér kannski minnistæðari en aðrar, af nógu er að taka. Ég minnist ánægjulegra ferðalaga með þér og Dódó innan- lands og utan. Ég minnist líka góðra stunda með ykkur hjónum á óðalinu ykkar að Höfða. Ég minnist allra heimsókna ykkar hjóna til okkar á Kirkjubæjarklaustur þar sem við nutum góðs af því að þið tókuð bæði til hendinni í garðinum okkar svo eftir var tekið, en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir allar góðar stundir sem ég hefi átt með þér, Davíð, og fjölskyldunni allri, þakk- látur fyrir allar góðar ráðleggingar og hreinskiptar skoðanir þínar á þjóðmálum og ég á eftir að sakna þess að fá ekki smá bank í öxlina frá þér því að það var þinn háttur, þeg- ar þú þurftir að leggja áherslu á orð þín, að fylgja þeim eftir með því að banka létt í öxl á viðkomandi. Farðu í friði, góði vinur. Þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson.) Takk fyrir allt og allt. Karl Rafnsson. Meira: mbl.is/minningar Það eru rúm tuttugu ár síðan ég kynntist Davíð tengdaföður mínum. Mér var strax tekið opnum örmum af þeim hjónum Davíð og Dódó og ég varð strax hluti af fjölskyldunni. Ég var ekki búin að þekkja þau lengi þegar reyndi á greiðvikni þeirra, er ég kom heim frá Noregi með afabarnið Davíð „junior“ á arminum og vantaði samastað í nokkra mánuði. Ekki var hikað við að hreinsa út úr sjónvarpsherberg- inu og búa um okkur. Ég komst fljótt að því að þetta var ekkert einsdæmi, þannig hefur fjölskyldan öll ávallt getað leitað á náðir Davíðs og Dódóar um lengri eða skemmri tíma. Ég á margar minningar um ljúfar samverustundir með Davíð. Ein þeirra var ógleymanleg ferð á æskustöðvar Davíðs að Höfða í Dýrafirði. Þar komum við heim að bænum og inn í norska timburhúsið sem foreldrar hans höfðu búið í, hús sem stendur en muna má fífil sinn fegri. Davíð fór með okkur um alla sveitina, sagði okkur frá uppeldis- árum sínum og sýndi okkur helstu perlur Dýrafjarðar. Á æskuslóðun- um skynjaði ég rætur Davíðs og þann jarðveg sem hann var vaxinn úr. Á Laugarvatni reisti Davíð sinn eigin Höfða, sumarhús fyrir sig og spúsu sína og þangað hefur verið yndislegt að koma. Davíð iðulega útivið að dytta að og bardúsa, tryggja að heiti potturinn og sturt- an væru rétt stillt. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar pollavöllur- inn var lagður, grafið undan húsinu svo þar væri hægt að koma fyrir geymslu og moldinni komið fyrir í hlíðinni. Davíð stjórnaði verkinu af útsjónarsemi og verkið allt fyrst og fremst til að tryggja afabörnunum sparkvöll í hallandi hlíðinni. Mér er ekki síður minnisstætt þegar grafið var fyrir rotþrónni. Gert var út á Laugarvatn um mitt sumar en eins og stundum vill verða rigndi eldi og brennisteini alla helgina. Fjölskyld- an var saman komin en ekki var nú gefist upp á verkinu. Ég var með lít- ið barn og slapp frekar vel en renn- blaut og forug uppfyrir haus höm- uðust systkinin með föður sinn Davíð í broddi fylkingar, skurðurinn grafinn og rotþrónni holað niður. Þrátt fyrir að árin hafi verið að fær- ast yfir, þá hefur aldrei verið slegið slöku við, prjónað hefur verið við pallinn og heitum potti komið fyrir, gróðursett og grisjað, jarðarber og kartöflur ræktaðar af kappi, þorra- blót haldin og kveikt í brennum. Það er erfitt að minnast Davíðs án þess að nefna tengdamóður mína Dódó. Þau eru í huga mínum alltaf saman. Ávallt hvort við annars hlið, stuðningur og umhyggja hvors fyrir öðru. Þau gerðu allt saman og bættu hvort annað upp, hún dríf- andi og ákveðin, hann fastur fyrir en hæglátur og eljusamur. Davíð var næmur á fólk og umhverfi. Hann var ekkert fyrir að vera mitt í hringiðunni, en engu að síður alltaf tilbúinn að taka að sér þau verkefni sem lágu fyrir. Við Davíð náðum alltaf mjög vel saman, hann dró sig oft út úr hamaganginum sem fylgir stórum fjölskyldum og gott var að geta sest hjá honum í logninu. Davíð var einn mesti öðlingur sem ég hef kynnst. Á sinn notalega hátt hefur hann búið um sig í hjarta mér til eilífðar. Elsku Dódó, góður guð styrki þig og varðveiti. Halldóra Káradóttir. Elsku hjartans afi. Það er svo sárt að kveðja þegar kveðjustundina ber svo brátt að. Síðustu daga, þegar ég hef lokað augunum, hafa minningarnar streymt að og eru þær svo margar. Ég sé þig fyrir mér á bílaverk- stæðinu þínu þar sem við amma komum við og fórum í útréttingar fyrir þig. Alltaf varstu svo nákvæm- ur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég sé þig fyrir mér í brúna leð- urstólnum í Ljósheimunum við ar- ininn, ekki hvað síst á jólunum þar sem þú fékkst þér sparivindil í til- efni hátíðanna. Ég sé þig fyrir mér í smókingn- um þínum á leiðinni á Frímúrara- fund, með greiðuna að biðja mig um að laga hárið þitt. Ég sé þig fyrir mér upp í sum- arbústað, Höfða, þar sem þitt ríki og ömmu var. Ég átti það til að keyra til ykkar og vera eina til tvær nætur með ykkur þar, bara að njóta þess að spjalla um allt og ekkert, fara í pottinn og njóta náttúrunnar. Alltaf þegar ég horfi á Gullregnið í garðinum mun það minna mig á þig, elsku afi. Ég sé þig fyrir mér tala um Kan- aríeyjar, handbolta og þjóðmálin. Alltaf fylgdist þú svo vel með frétt- um og málefnum líðandi stundar. Ég veit um fáa sem hafa hugsað jafn vel um heilsuna og þú afi. Þú hugsaðir alltaf vel um mataræðið, hreyfingu og upp á heilsuna al- mennt. Þú slóst mig alltaf út þegar við mældum liðleika okkar í eldhús- inu, enda búinn að stunda yoga í mörg ár. Þið amma hafið ávallt verið klett- urinn í mínu lífi og alltaf verið svo gott að leita til ykkar með hvað sem er. Hlýleikinn frá ykkar heimili hef- ur ætíð verið þannig að við í fjöl- skyldunni höfum mikið sótt í að vera hjá ykkur, margir verið heim- iliskettirnir og þar á meðal ég. Ég mun sakna þín, afi minn, og þú munt ávallt verða í hjarta mínu. Þín, Katrín. Í dag kveðjum við elskulegan afa minn. Það er svo skrítið að hann sé bara allt í einu farinn frá okkur, að það sé enginn afi Davíð lengur. En sem betur fer á ég svo margar góð- ar minningar um hann og þeim mun ég aldrei gleyma. Minningar um Að- alvíkur-ferðirnar sem ég fór með honum og sumarbústaðaferðirnar. Þegar við vorum í Aðalvík fórum við tvö saman út á sjó að veiða og fisk- uðum vel. Í sumarbústaðnum á Laugarvatni undi afi sér líklega best í seinni tíð, þar ræktaði hann jarðarber, kart- öflur og stundaði trjárækt. Við fór- um ófáar skógargöngurnar sem gengu oft hægt því hann þurfti allt- af að klippa eina grein hér og aðra þar á leið sinni. Það sem stendur upp úr er að afi leyfði manni að vera með og taka þátt, sama hvort það var við veiðar, trjáklippingar eða að tálga spýtur. Afi þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni enda sagði hann að það að hafa mikið að gera héldi manni ungum. Nú þegar ég fer upp í bústað mun ég hugsa um hann og veit að hann verður alltaf hjá okkur. Hann var flottur karl, hann afi minn, svo vel á sig kominn líkam- lega og andlega að maður gleymdi því stundum að hann væri orðinn rúmlega áttræður. Þau afi og amma sem höfðu verið gift í tæplega 60 ár hugsuðu svo vel um hvort annað og áttu svo fallegt samband. Elsku amma, mundu þú átt okkur að. Elsku besti afi, hvíldu í friði og ég mun aldrei gleyma þér. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín, Birta. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þetta ljóð Tómasar Guðmunds- sonar kom upp í hugann, þegar við fréttum að kær vinur hefði kvatt þennan heim. – Við kynntumst Dav- íð og Þórunni konu hans fyrir um 40 árum, þegar við vorum nýflutt í Glaðheima og þau bjuggu í næsta húsi. Við bundumst fljótt traustum vináttuböndum sem aldrei hefur borið skugga á. Við minnumst heimboðanna og eftirminnilegra ferða sem við fórum með þeim hjónum. Standa þar upp úr heimsreisuferðirnar á vegum Ingólfs Guðbrandssonar og má þar sérstaklega nefna Kínaferðina, þar sem við fórum í ævintýralega sigl- ingu á Li fljótinu frá Guilin til Jangshou, eða Suður-Ameríkuferð- ina þegar herrarnir keyptu sér jakkaföt og urðu heldur hissa að sjá fötin merkt Herragarðinum. Ekki má gleyma skíðaferðum og sólar- landaferðunum þar sem dóttir Dav- íðs og Þórunnar var fararstjóri og dekraði við okkur. Samskipti fjöl- skyldna okkar styrktust enn þegar synir okkar keyptu saman bifreiða- réttingaverkstæðið Arm sem Davíð stofnaði og rak í mörg ár. Fyrir um 20 árum keyptu þau Davíð og Þórunn landspildu í landi Snorrastaða í Laugardal og byggðu sér þar fallegt sumarhús og afdrep fjarri ys og þys borgarinnar. Kveikjan að þessu framtaki var að þau höfðu dvalið í sumarbústað okk- ar í Laugardalnum og þótti stað- setningin góð og útsýnið fallegt, ekki síst til Heklu og Eyjafjallajök- uls. Á Höfða dvöldu þau hjónin löngum stundum, söfnuðu orku og nutu friðsældarinnar og hins ægi- fagra víðsýnis frá bústaðnum. Þau höfðu þar alltaf nóg fyrir stafni, en allt lék í höndum Davíðs, hvort heldur sem var viðhald sumarhúss- ins eða fegrun og umhirða lóðarinn- ar. Var hann mikið snyrtimenni sem vildi hafa allt í röð og reglu og hafði hann sérstakt yndi af öllum gróðri og gróðurrækt. Davíð gekk í Frímúrararegluna 1976 og tók virkan þátt í störfum hennar þar sem hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum. Hann mælti með Daníel og aðstoðaði við inn- göngu í regluna þar sem þeir nutu margra góðra samverustunda. Að leiðarlokum kveðjum við góð- an mann og sannan vin með virð- ingu og þökk. Þórunni og fjölskyld- unni allri færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Erna H. Þórarinsdóttir. Daníel Emilsson. Davíð var ætíð meðvitaður um heilsu sína og líkamlegt ástand og kom því fráfall hans á óvart. Ég minnist þess að hann tók mig með sér í jógatíma, það hefur líklega verið 1972-3, hjá henni Jóhönnu í Glæsibæ. Hefur það líklega verið fyrsta jógakennsla á Íslandi. Davíð hélt svo áfram að stunda jóga og var alltaf vel á sig kominn. Annars er Davíð mér mikill gæðamaður í minningunni og reyndist mér ætíð mjög vel. Ég kom inn í fjölskyldu Davíðs og Dódóar 17-18 ára gamall þegar ég kynntist Svanhildi dóttur þeirra, en við Svana vorum saman í bekk í Lindargötuskóla. Mér var ótrúlega vel tekið miðað við það að vera síðhærður hljómsveitargaur og var strax tekinn inn í fjölskylduna. Ég bjó í íbúðinni að Glaðheimun 24 í 2-3 ár, þar til við Svana fórum sjálf að búa. Fljótlega dró hann strákinn með sér í vinnuna og fann honum verkefni á verkstæðinu Armi, fyr- irtæki sem hann átti og hafði byggt upp frá grunni. Líklega hefur hann ætlað að gera mann úr þessum unga manni og gerði það að mörgu leyti, enda finnst mér ég enn búa að upp- eldi hans og Dódóar. Davíð reyndist Kötu dóttur okkar Svönu góður afi sem hún leit ávallt upp til. Davíð, ég þakka fyrir að hafa fengið að fylgja þér hluta af lífsleið- inni og blessuð sé minning þín. Gunnar Hermannsson. Í dag kveðjum við yndislegan ein- stakling Davíð Guðbergsson, Kirkjusandi 5 í Reykjavík. Á mínum uppeldisárum bjó ég í Glaðheimum 24, Davíð og Dódó ásamt fjölskyldu sinni bjuggu á hæðinni fyrir neðan okkur og voru fyrirmynd á mínum æskuárum. Mig langar að kveðja þig með fáum orðum sem mér finnst lýsa þér, kæri vinur. Þú varst jákvæður gagnvart flestu og lést ekki mikið fyrir þér fara. Þú unnir lífinu og naust lífsins. Andlit þitt var brosmilt og bjart yf- irlitum og ferskur blær fylgdi fasi þínu. Í dalnum fagra mig dreymir um dásemdir lífsins og hnoss. Hann mærastar minningar geymir og morgunsins sólroðakoss. (Guðm. Jóh., frá Króki í Grafningi.) Elsku Dódó, Hildur, Bubbi, Bald- ur, Esther og fjölskyldur, megi Guð vefja ykkur kærleik og lýsa fram á veg. Linda Friðriksdóttir og fjölskylda. Davíð Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.