Morgunblaðið - 05.02.2010, Side 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
LAB LOKI frumsýnir í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu á laugardaginn leikritið
Ufsagrýlur eftir Sjón í leikstjórn
Rúnars Guðbrandssonar, en í verkinu
er fjallað um atburði sem anda okkar
eru nær, enda segist Sjón sækja inn-
blástur í uppákomuna miklu haustið
2008.
„Rúnar hafði samband við mig þá
um haustið og bað mig um að skrifa
verk fyrir Lab Loka sem myndi ein-
mitt fjalla um það sem þá var að ger-
ast í þjóðfélaginu. Mér leist strax vel
á það, enda vil ég hafa nýja áskorun í
hverju verki og er einmitt ekki þekkt-
ur fyrir að skrifa samfélagsleg verk,
og svo fór ég heim og skrifaði handrit
upp á 81 blaðsíðu sem þau hafa sam-
viskusamlega fylgt.
Þetta hefur verið mjög skemmtileg
og gefandi vinna, mig hefur lengi
langað til að vinna með Rúnari, enda
er hann helsti tilraunamaður í leik-
húsi hér á landi.
Ég heillaðist mjög af sýningunni
Steinar í djúpinu og hugsaði með mér
þegar ég horfði á hana að það væri öf-
undsverður höfundur sem fengi að
setja efnið sitt í hendurnar á Rúnari
og svo vildi svo til að ég varð sá höf-
undur.“
Í kynningu á Ufsagrýlum segir að
verkið taki á málefnum líðandi stund-
ar „með aðferðum gróteskunnar og
karnivalsins“ og Sjón tekur undir
það. „Absúrleikhúsið er í næsta ná-
grenni við súrrealismann og ég hef
alltaf haft gaman af því, enda gefur
fátt eins skarpar myndir af veru-
leikanum. Ég hef líka verið hrifinn af
leikhúsi grimmdarinnar og öfganna
og það má líka sjá í þessu verki; það
má eiginlega lýsa því sem hyllingu
öfga og hryllings, enda lifum við á
þannig tímum að það er það tungu-
mál sem er manni næst.
Við Rúnar dáum líka báðir Alfred
Jarry sem skrifaði Bubba kóng, en
fyrsta orð þess verks er einmitt
„skítr“ eða „merdre“. Í þessari sýn-
ingu er sá þráður tekinn upp líka og
það er því dálítill „skítr“ í sýningunni
hjá okkur.“
Að sögn Sjón gerist verkið í heimi
þar sem tiltekinn hluti þjóðfélagsþeg-
anna hefur komið sjálfum sér og öðr-
um í hryllilega stöðu sem verið er að
gera upp og að því leyti sé verki í
raun tímalaust; það geti átt við hvar
sem er þar sem samfélag klofni, þar
sem það verði trúnaðarbrestur milli
þegnanna. „Hér er það er þjóðin sjálf
sem er klofin og upplifir það að
ákveðnir aðilar hafi markvisst unnið
án tillits til hagsmuna hinna.“
Að þessu sögðu vill Sjón ekki segja
of mikið frá verkinu, segir að fólk
verði sjálft að fara á sýninguna til að
sjá niðurstöðu uppgjörsins.
„Ég held að allt leikhús sé skemmt-
un á sinn hátt og það er fullt í þessari
sýningu til að hrífast af og skemmta
sér yfir,“ segir Sjón og þegar rifjaður
er upp skelmishátturinn sem hann
sýndi í síðasta leikverki sínu, Tómri
ást, segir hann að ekki skorti gam-
ansemi í verkinu þó að viðfangsefnið
sé háavarlegt. „Þetta er fyrst og
fremst kolsvört kómedía, húmor eins
og hann gerist svartastur, enda eins
og Freud sagði: Sumir hlutir eru svo
alvarlegir að það er ekki hægt annað
en gera grín að þeim.“
Hylling öfga og hryllings
Skítr Frá uppfærslu Lab Loka í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Ufsagrýlum eftir Sjón og Rúnar Guðbrandsson. Með helstu hlutverk fara Aðalbjörg Þóra Árna-
dóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Erling Jóhannesson, Hjálmar Hjálmarsson og Orri Huginn Ágústsson.
Gróteskt Leikmynd er eftir Móeiði Helgadóttur, búninga gerði Myrra
Leifsdóttir, gervi Ásta Hafþórsdóttir og lýsingu Garðar Borgþórsson.
Ufsagrýlur taka á málefnum líðandi stundar með aðferðum gróteskunnar
og karnivalsins Innblástur sóttur í uppákomuna miklu haustið 2008
TÓNLISTARFÉLAG Ak-
ureyrar heldur hádegistón-
leika í dag í tónleikaröðinni
Föstudagsfreistingar.
Þar leikur Ásdís Arnardóttir
á selló, Petrea Óskarsdóttir á
þverflautu og Þórarinn Stef-
ánsson á píanó. Þau munu
flytja verkin Pavane vegna
dauða spænskrar prinsessu
eftir Maurice Ravel, Allegro
Appassionato, op. 43 eftir Ca-
mille Saint-Saëns, Fantaisie eftir Philippe Gau-
bert og Pavane, op. 50 eftir Gabriel Fauré.
Tónleikarnir hefjast í Ketilhúsinu kl. 12.15, að-
gangseyrir er 2000 kr. og er súpa innifalin.
Tónlist
Föstudagsfreisting
í Ketilhúsinu
Þórarinn
Stefánsson
TVÆR sýningar verða opnaðar
í Listasafni ASÍ við Freyjugötu
á morgun, laugardag, kl. 15.
Í Ásmundarsal og Gryfju er
sýning Guðrúnar Gunn-
arsdóttur, Að muna sinn fífil
fegurri. Horft er á fíflana frá
ýmsum sjónarhornum og unnið
með ýmiss konar tækni í marg-
vísleg efni. Í Arinstofunni er
sýning Guðmundar Ingólfs-
sonar, Heimild um horfinn
tíma. Þar sýnir Guðmundur syrpu af myndum af
rýmum sem hann hefur myndað frá árinu 1993.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá
kl. 13:00-17:00. Sjá nánar á : www.listasafnasi.is
Myndlist
Að muna sinn fífil
fegurri í ASÍ
Guðrún
Gunnarsdóttir
ÁRLEG Safnanótt fer fram 12.
febrúar næstkomandi. Verður
þetta stærsta Safnanóttin til
þessa með þátttöku ríflega
þrjátíu safna víðsvegar á höf-
uðborgarsvæðinu. Hátíðin
teygir sig allt vestur frá Nes-
stofu á Seltjarnarnesi suður til
Hafnarfjarðar og norður til
Gljúfrasteins í Mosfellsdal.
Safnanótt hefst með Kær-
leikum á Austurvelli þar sem ýmsar þjóðþekktar
persónur mæta og flytja kærleiksríkan boðskap.
Sérstakur safnanæturstrætó mun aka á milli safn-
anna. Hægt er að nálgast dagskrá Safnanætur á
www.safnanott.is.
Söfn
Safnanótt fer fram
12. febrúar
Gljúfrasteinn
EINN kunnasti bronsskúlptúr sviss-
neska myndlistarmannsins Alberto
Giacomettis (1901-1966) seldist fyrir
metfé á uppboði hjá Sotheby’s í Lond-
on í fyrradag.
Óþekktur kaupandi bauð 92,5 millj-
ónir dala, eða 104,3 milljónir með
gjöldum, í verkið „Gangandi maður I“.
Það eru um 13,2 milljarðar króna,
hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir
listaverk á uppboði.
Fyrra metið átti sá sem tryggði sér
málverk sem Picasso málaði árið 1905,
„Drengur með pípu,“ og greiddi 104,1
milljón fyrir árið 2004.
Í The New York Times er greint frá
því að tíu manns hafi boðið í styttuna,
sem er um 180 cm há. Giacometti, sem
er einn kunnasti myndlistarmaður 20.
aldar, mótaði verkið árið 1960 og var
það steypt í brons ári síðar. Að lokum
voru bara tveir vongóðir kaupendur
eftir, og buðu báðir gegnum síma. Þeg-
ar það var slegið fyrir metfé braust út
lófaklapp í troðfullum uppboðsalnum.
Sex tölusett eintök voru steypt af
skúlptúrnum, og fjögur „artists-
proof“, en þau munu öll vera í söfnum
og ólíklegt að þau fari á markað.
Sérfræðingar bjuggust við því að 19
til 28 milljónir dala fengjust fyrir verk-
ið. Kaupverðið er þrefalt hærra en
hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir
verk eftir Giacometti til þessa, en árið
2008 var „Standandi kona II“ frá ár-
unum 1950-60, selt fyrir 27,4 milljónir
dala.
Reuters
Dýrgripur Bronsskúlptúrinn Gang-
andi maður I eftir Giacometti.
Dýrasta
listaverkið
til þessa
Skúlptúr Giacomettis
seldur fyrir metfé
FORLEGGJARAR sem fara með
réttinn á bókum bandaríska rithöf-
undarins J.D. Salingers hafa til-
kynnt að nýrra útgáfna sé að vænta
á þeim fjórum bókum sem Salinger
sendi frá sér. Hann lést sem kunn-
ugt er í síðustu viku, 91 árs að aldri.
Nýju ensku útgáfurnar verða
með kápum sem Salinger hafði
samþykkt áður en hann lést. Hann
var frægur fyrir sérvisku og hafði
ákveðnar skoðanir á útliti bókanna.
Simon Prosser, útgáfustjóri Ham-
ish Hamilton forlagsins í Bretlandi,
sem gefur verk Salingers út, segir
hann hafa bannað allt myndefni á
kápunum, þannig að einungis mætti
notast við letur og formræna hönn-
un. Þá mátti enginn hefðbundinn
káputexti birtast á bókunum, engin
lýsing á innihaldinu, tilvitnanir eða
upplýsingar um höfundinn. Ein-
ungis heiti verksins, heiti höfundar
og hver útgefandinn væri.
J.D. Salinger
endurútgefinn
Óskarsakademían
hefur stundum kom-
ið manni á óvart, t.d. þeg-
ar Gladiator vann árið
2001, hrein og klár af-
þreying 34
»
TVÍEYKIÐ Stilluppsteypa sér um
alla tónlist í Ufsagrýlum og einn-
ig öll áhrifshljóð. Sigtryggur
Berg Sigmarsson, sem skipar
Stilluppsteypu með Helga Þórs-
syni, segir að þeir félagar hafi
komið þannig inn í verkefnið að
hann hitti leikstjórann Rúnar
Guðbrandsson á förnum vegi.
„Hann spurði mig um Still-
uppsteypu og Evil Madness og
spurði svo hvort við værum til í
að vinna með honum og Sjón að
leikriti, en Sjón hafði víst stung-
ið upp á því að við myndum sjá
um músíkina. Þeir voru ekki bún-
ir að skrifa handritið, en voru
með að hreinu hvernig heim þeir
vildu skapa og við fórum að
vinna út frá því. Svo eftir því
sem Sjón skrifaði handritið feng-
um við meira til að vinna með en
aðalvinnan byrjaði svo í nóv-
ember þegar handritið var tilbú-
ið.“
Sigtryggur segir að það sem
þeir félagar leggi til leikritsins
sé áþekkt því sem þeir hafa áður
gert, en einnig að þeir séu æv-
inlega með það efst í huga að
styða við textann og framvind-
una, en ekki trufla. „Rúnar leyfði
okkur að vera mjög frjálsir með
það sem við erum að gera, en
hann leikstýrir okkur líka og seg-
ir hvað hann vill fá, enda er hann
með sterka mynd, hvað hann vill
fá útúr textanum, leikurunum og
okkur,“ segir Sigtryggur.
Óhljóð í boði
Stilluppsteypu