Morgunblaðið - 05.02.2010, Síða 32
þegar Randi hringdi í hann og bauð honum að
troða upp hjá sér með fjölskipaðri hljómsveit í
mars næstkomandi.
„Það vildi svo skemmtilega til að ég var
nýbúinn að ráða mig í spilamennsku fyrir Ís-
lendingafélagið í Los Angeles og því gat
þetta ekki passað betur,“ segir Geir og bæt-
ir við brosandi: „Þetta er mikið skref fyrir
mig þó það sé kannski lítið fyrir mann-
kynið.
Ég hef verið að stúdera þessa
tónlist árum saman, og mörg
þessara laga eru lög sem ég
hef sungið hér heima. Ég
þarf samt að leggjast yfir
þau að nýju, nánast læra
þau upp á nýtt og stúdera
líka lög sem ég hef lítið
eða ekkert sungið áður,
en ég er búin að fá
listann yfir þau lög sem
þeir vilja að ég syngi og
líka upptökur af útsetning-
unum. Þetta er mér mjög
PÍANÓLEIKARINN Don Randi hefur leikið
með grúa tónlistarmanna á ferlinum, þar á
meðal þeim Sinatra-feðginum Frank og Nancy,
en hann er þó einna þekktastur fyr-
ir klúbbinn Baked Potato í Holly-
wood vestur í Kaliforníu. Þar
hafa fjölmargir fremstu lista-
menn Bandaríkjanna komið
fram og eins tónlistamenn víða
það og í mars bætist Geir okkar
Ólafsson í þann hóp, því honum
var boðið sérstaklega að koma þar
fram 12. mars næstkomandi.
Geir segist hafa komist í kynni við
Don Randi þegar hann var að reyna
að fá Nancy Sinatra hingað til
lands fyrir átta árum og svo vel
varð þeim til vina að Geir falaðist
eftir því að Randi myndi sjá um
upptökur á spilamennsku fyrir
síðustu plötu hans.
Geir segir að þeir Randi hafi
oft spjallað saman, en þó hafi það
komið honum í opna skjöldu
mikilvægt og verður ekki bara mikill heiður
heldur líka mjög lærdómsríkt, mikill skóli fyrir
mig, að fá að spila með Randi og þeim lista-
mönnum sem hann er með í hljómsveitinni hjá
sér. Ég hef fylgst með honum vinna áður og
veit að það er gríðarleg fagmennska og einbeit-
ing í gangi þó það sé létt yfir mönnum,“ segir
Geir.
Hann segir það ekkert hafa verið rætt hvort
af frekara samstarfi verði, en hann býr svo vel
að eiga þegar upptökur af nokkrum lögum sem
Randi vann fyrir hann og ekki hafa komið út.
„Næsta plata verður með klassísku sniði og ég
vinn hana með Kristján Jóhannssyni, en ég
nota þessi lög frá Randi örugglega einhvern-
tímann.“
Þó Geir hafi í nógu að snúast fyrir tón-
leikana þar ytra, er hann líka á fullu í spila-
mennsku hér heima og þannig verður hann
með sérstaka þorradansleiki á Kringlukránni
yfir helgina, en þar koma fram meðal annars
söngvararnir Egill Ólafsson, Helga Möller, Ótt-
ar Felix Hauksson og Ari Jónsson auk Geirs og
Furstanna hans. arnim@mbl.is
Geir Ólafs heldur til Hollywood
Lærdómur
Geir Ólafs
treður upp í
Hollywood.
32 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010
Þriðji Afleggjari Xins 977 fer
fram á morgun á Sódóma Reykja-
vík. Uppstilling sveita er af dýrara
taginu eins og sagt er en rokksveit-
irnar kimono, Mammút, Úlpa og
Morðingjarnir koma fram.
Kimono eru mikið í umræðunni
hjá neðanjarðarhundum um þessar
mundir en plata þeirra sem út kom
fyrir síðustu jól þykir vera mikil
snilld. Sömu sögu má segja um
Morðingjanna, sem snöruðu og út
miklum gæðagrip fyrir hátíðarnar.
Mammút er eitt frambærilegasta
tónleikaband landsins og hin góða
og gegna hafnfirska rokksveit Úlpa
sneri aftur á síðasta ári með hina
prýðilegu Jahiliya. Miðaverð er að-
eins 1000 kall og húsið opnar kl. 23.
Mammút, kimono, Úlpa
og Morðingjarnir
Fólk
Meistari Bubbi Morthens hefur
verið duglegur við að skrifa á Fas-
bókina að undanförnu, svo við not-
um þýðingu Páls Bergþórssonar
veðurfræðings á fyrirbærinu. Í gær
tilkynnti hann að hann væri radd-
laus vegna veirusýkingar og hann
yrði því að aflýsa tónleikum í þess-
ari viku. Eitthvað þarf nú að láta
undan stundum hjá slíkum ham-
hleypum greinilega og var hann
t.a.m. með sjálfan Ómar Ragn-
arsson hjá sér í Færibandinu á
mánudaginn, þætti sem best væri
lýst sem „kraftmiklum“. Það er
vonandi að Bubbi verði orðinn
frískur og fjörugur fyrir laug-
ardaginn því að þá verður skorið úr
um hvort kóngurinn fer út í Evr-
óvisjón eður ei.
Bubbi með veirusýk-
ingu en ber sig vel
Hönnunarmiðstöð Íslands stóð
fyrir HönnunarMars í fyrsta skipti í
mars 2009. Dagskráin skartaði yfir
130 atriðum um alla borg, sumum
litlum – öðrum risastórum og fjöl-
sóttum. HönnunarMars er ætlað að
vekja athygli á íslenskum hönn-
uðum sem hafa verið að sækja mjög
í sig veðrið undanfarin ár sem sést
á þeirri miklu grósku sem er í ís-
lenskri hönnun á Íslandi í dag. Dag-
ana 18. – 21. mars 2010 stendur
Hönnunarmiðstöðin öðru sinni fyrir
HönnunarMars og nú þegar hefur
fjöldi erlendra blaðamanna boðað
komu sína á HönnunarMars 2010.
Þeir íslensku hönnuðir sem áhuga
hafa á að vera með, finna allar
nauðsynlegar upplýsingar á heima-
síðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands,
www.honnunarmidstod.is
HönnunarMars haldin
öðru sinni í ár
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞETTA er ein stærsta fjöl-
skylduskemmtun heimsins í dag,
a.m.k. Evrópu. Ég hef verið að
syngja við sýninguna í fullu starfi nú
í um sjö ár og er með þann frábæra
titil að vera rödd sýningarinnar, The
Voice of Apassionata, og er ákveðið
vörumerki hennar,“ segir óp-
erusöngkonan Arndís Halla Ásgeirs-
dóttir um Apassionata fjölskyldusýn-
inguna sem hún starfar við.
Apassionata er mikil skrautsýning
þar sem hestafólk, dansarar og tón-
listarfólk koma saman. „Við erum
með hesta í grunninn en þetta er
ekki bara hestasýning, heldur líka
listasýning. Þetta er sambland af
skemmtun og list, með flottri leik-
mynd og ljósasýningu, en samt ekki
sirkus,“ segir Arndís Halla.
Um síðustu helgi var Appasionata
sýnt fjórum sinnum í Berlín fyrir um
þrjátíuþúsund áhorfendur. Fyrir
lokasýninguna á sunnudag var að-
standendum sýningarinnar veitt
gull- og platínuplata fyrir útgefið
efni af sýningunni. Til marks um hve
vinsæl og virt þessi sýning er komu á
mánudaginn, myndir og greinar um
Berlínar-sýninguna og plötuafhend-
inguna í yfir tvöþúsund og níuhundr-
uð blöðum og tímaritum, allt frá
Norðurlöndum til Ítalíu. „Gullplöt-
una fengum við fyrir mynddisk af
sýningunni í fyrra og platínuplötuna
fyrir pakka með mynddisk, með
bestu atriðum Apassionata, og
geisladiski mínum, Óður, sem ég gaf
líka út heima,“ segir Arndís Halla.
Gaman að vera út og suður
Arndís Halla syngur nokkur lög í
hverri sýningu og nú orðið eru þau
flest frumsamin.
„Ég ræð því svolítið sjálf hvað ég
flyt, það er misjafnt eftir árum en ég
er bæði með óperuaríur og mína eig-
in tónlist. Í sýningunni í ár hef ég
bara verið með frumsamið efni.
Stundum fæ ég gestasöngvara með
mér og undanfarið hefur Maríus
Hermann Sverrisson verið við sýn-
inguna og sungið með mér.“
Spurð hvort hún verði aldrei leið á
þessu flandri svarar Arndís Halla
neitandi. „Þetta er gaman og mér
finnst ekki leiðinlegt að vera alltaf út
og suður. Frá nóvember og fram í
maí ár hvert erum við með sýningar
um hverja helgi í hinum ýmsum
borgum Evrópu. Reyndar verð ég að
segja að í apríl er ég oft farin að
hlakka til að vera heima hjá mér.
Mér finnst þetta meira skapandi
vinna en að vera föst við óperuhús,
þó það sé líka alltaf gaman að stíga á
óperusviðið og ég geri það af og til.“
Apassionata-sýningin hefur hing-
að til bara farið um Evrópu en að
sögn Arndísar Höllu stefnir allt í það
að þau fari í sýningarferðir til Kína
og Bandaríkjanna bráðlega.
Óður til náttúrunnar
Arndís Halla vinnur nú að bók
með Emil Þór Sigurðssyni ljósmynd-
ara. Bókin á að koma út hér á landi í
vor en þýskt forlag hefur tryggt sér
dreifingu á henni á alþjóðamarkaði í
haust. „Við ætlum að gefa út nokk-
urskonar hljóðbók með landslags-
myndum. Það verður bæði geisla-
diskurinn minn nýi, sem er ekki
kominn út heima, og svo mynddiskur
með ljósmyndum Emils af íslenskri
náttúru og minni tónlist undir. Þetta
er óður til náttúrunnar enda fæ ég
mikinn innblástur úr íslenskri nátt-
úru í mína tónlist.
Í Apassionata hef ég alltaf verið
pínu að kynna Ísland, það heyrist
stundum í laglínunni og eitt lagið í
sýningunni núna er mitt lag með ís-
lenskum texta. Ég reyni að hafa að
minnsta kosti eitt númer á íslensku á
ári. Ég hef fengið góð viðbrögð við
því, enda mikill áhugi á Íslandi í
Þýskalandi,“ segir Arndís Halla. En
hvað með íslenska hestinn?
„Íslenski hesturinn hefur komið
við sögu í sýningunni og á næsta ári
er stefnt að því að hafa stórt númer
með íslenska hestinum og það verður
vonandi aftur Styrmir Árnason sem
sér um það.“
Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Apassionata Atriði með hestum eru aðalsýningaratriði Apassionata þó söngvarar, loftfimleikafólk og dansarar spili líka þar stórt hlutverk.
Rödd Apassionata-sýningarinnar
Arndís Halla Ásgeirsdóttir óperusöngkona syngur við eina stærstu fjölskyldu-
sýningu heims Vinnur að bók með Emil Þór Sigurðssyni ljósmyndara
Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Farsæl Arndís Halla Ásgeirsdóttir tók við gull- og platínuplötunum á
sunnudaginn. Apassionata er mjög vinsæl fjölskyldusýning.