Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,*- *.),/+ ))0,-* *1,/-2 *),-1/ )+,1-/ ))0,0) ),3.1* )0/,-0 )+/,)-  456  4 3" 7 58 5 *.). )*+,-- *.*,)/ ))0,2+ *1,+*+ *),-00 )+,3.+ )*.,*3 ),3.+1 )0+,)2 )+/,/3 *1),321 %  9: )*+,2- *.*,/- )*.,** *1,+0/ *),//* )+,3-2 )*.,-+ ),3))3 )0+,++ )++,)1 Heitast 1 °C | Kaldast 14 °C Léttir til sunn- anlands en annars svipað veður og í gær. Frost 1 til 14 stig, kald- ast inn til landsins. » 10 Bronsskúlptúr eftir Alberto Giacometti selst á 13,2 milljarða króna hjá Sotheby’s. Picasso átti áður dýrasta verkið. »31 LISTIR» Dýrasta listaverkið TÓNLIST» Meistari Bubbi með veirusýkingu. »32 Steed Lord kemur fram í nýjustu aug- lýsingaherferð fata- risans WESC ásamt leikaranum Jason Lee. »36 TÓNLIST» Steed Lord í auglýsingu KVIKMYNDIR» Fjórar kvikmyndir frum- sýndar í dag. »33 TÓNLIST» Er óopinber þjóðsöngur Ástrala stolinn? »37 Menning VEÐUR» 1. Óvenjulegt tilvik 2. Níu ára stúlka í Kína ól barn 3. Skoðaði nektarmyndir í beinni 4. Lýst eftir 13 ára stúlku  Íslenska krónan stóð í stað. »MEST LESIÐ Á mbl.is  Mynd Dags Kára Péturs- sonar, The Good Heart, hefur verið valin á kvik- myndahátíð South by SouthWest sem fram fer í Austin 12.-21. mars næstkomandi og verður hún sýnd á opnunarkvöldinu. Dagur Kári er nú staddur á Kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, en mynd hans er ein af átta myndum sem keppa um Norrænu kvik- myndaverðlaunin á hátíðinni, sem er helsta kvikmyndahátíð Norð- urlanda. KVIKMYNDIR The Good Heart opnunar-mynd á SXSW  Tónlistarkonan Emilíana Torrini heldur þrenna tón- leika í Háskólabíói dagana 19., 20., og 21. febrúar nk. Breski tónlist- armaðurinn Joe Worricker mun hita upp en hann er nýbúinn að semja við Rough Trade- útgáfuna sem Emilíana er einnig hjá. Geoff Travis og annað starfsfólk Rough Trade er væntanlegt til landsins til að fylgjast með tónleik- unum og væntanlega til að fagna saman góðu gengi nýjustu plötu Emilíönu Me and Armini. TÓNLIST Styttist í stórtónleika Emil- íönu Torrini í Háskólabíói  Gagnrýnandi franska dagblaðs- ins Telerama, Martine Laval, sem ku vera virtur í bókmenntaheim- inum þar í landi, fer lofsamlegum orðum um skáldsögu Stefáns Mána, Skipið, sem kom út í gær í Frakklandi. Bókin heitir Noir Océan í hinni frönsku þýðingu. Laval líkir Stefáni við Wagner, segir hann hafa góð tök á öfgafullum aðstæðum góðs og ills og ástar og haturs. Sagan sé af nær „biblískri“ stærð. Skipið er fyrsta bók Stefáns Mána. BÓKMENNTIR Stefán Máni hlýtur mikið lof í dagblaðinu Telerama Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is NEMENDUR og kennarar við Há- skólann í Reykjavík munu strax í vor hafa aðgang að rafmagnsbílum sem leigðir verða frá skólanum. Und- anfarið hafa nemendur í verk- fræðideild HR undir handleiðslu dr. Hlyns Stefánssonar lektors unnið að því að breyta bensínknúnum bíl í raf- bíl og er verkefnið nú langt komið. En meira stendur til og er ætlunin sú að í vor verði búið að breyta þremur bíl- um með þessum hætti og þá geta þeir sem nema og starfa við skólann gripið til þeirra. Til breytinganna var valinn sendi- ferðabíll af Renault-gerð sem þótti henta afar vel, til að mynda með tilliti til burðargetu. Breyta samgöngumynstri „Þetta er þróunarverkefni sem hef- ur það inntak að breyta sam- göngumynsti þjóðarinnar. Við byrj- um smátt með þremur bílum en svo er ætlunin að færa út kvíarnar. Það að fólk hér við skólann geti haft að- gang að bílunum verður nokkurs kon- ar milliliður. Þetta á að verða ódýrara en leigubíll en verður lítið eitt dýrara en strætó,“ segir Hlynur Stefánsson. Fjölmargir innan Háskólans í Reykjavík hafa komið að þessu verk- efni. Fyrst er til að taka nemendur verkfræðideildar sem hafa séð um breytingar á bílunum og annast tæknivinnu sem slíku fylgir. Þeir sem leggja stund á fjármálaverkfræði hafa í rannsóknarverkefnum sínum lagt hagræna mælistiku á verkefnið og aðrir rannsaka hljóðmengun og slíka þætti. Einnig koma nemendur í tölvunarfræðum við skólann að mál- inu með hugbúnaðarþróun, þar sem til dæmis eldsneytisneysla er mæld. Raunhæfur valkostur „Við höfum vissulega rekið okkur á hindranir í þessu undirbúningsferli en erum smám saman að finna hvað hentar og hæfir. Þannig ætlum við að feta okkur áfram með það fyrir aug- um að rafknúnir bílar verði raunhæf- ur valkostur í umferðinni innan ekki langs tíma sem ætti líka að vera vel raunhæft,“ segir Hlynur sem getur sérstaklega um styrk Orkuveitu Reykjavíkur við málið. HR ætlar að leigja út rafbíla  Nemendur og kennarar vinna að því að breyta bensínbíl í rafbíl fyrir hópinn Morgunblaðið/Golli Straumur Nemendur HR sem hafa breytt aflvél bíls sem nú gengur fyrir rafmagni en var áður knúinn bensíni. Inn- an skólans er unnið að víðtækum rannsóknum á því hvort rafbílar séu raunhæfur valkostur í umferðinni á Íslandi. NÝTT leikrit eftir Sjón verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu á laugardaginn. Verkið nefnist Ufsagrýlur og sækir Sjón inn- blástur í atburði haustið 2008. „Absúrdleikhúsið er í næsta ná- grenni við súrrealismann og ég hef alltaf haft gaman af því, enda gef- ur fátt eins skarpar myndir af veruleikanum. Ég hef líka verið hrifinn af leikhúsi grimmdarinnar og öfganna og það má líka sjá í þessu verki; það má eiginlega lýsa því sem hyllingu öfga og hryllings, enda lifum við á þannig tímum að það er það tungumál sem er manni næst.“ Rúnar Guðbrandsson leikstýrir verkinu og hefur samvinnan geng- ið vel. „Ég heillaðist mjög af sýn- ingunni Steinar í djúpinu og hugs- aði með mér þegar ég horfði á hana að það væri öfundsverður höf- undur sem fengi að setja efnið sitt í hendurnar á Rúnari og svo vildi til að ég varð sá höfundur.“ | 31 Ófrýnilegar Kvikindin í leikriti Sjón eru miður falleg. „Með aðferðum grótesk- unnar og karnivalsins“ ARNDÍS Halla Ásgeirsdóttir óperu- söngkona hefur sungið við eina stærstu fjölskyldusýningu í heimi í fullu starfi í sjö ár og er rödd hennar og vörumerki. Sýningin, sem hefur ferðast víða, heitir Apassionata og er mikið sjónarspil. „Við erum með hesta í grunninn en þetta er ekki bara hestasýning, heldur líka lista- sýning. Þetta er sambland af skemmtun og list, með flottri leik- mynd og ljósasýningu en samt ekki sirkus,“ segir söngkonan. | 32 Rödd og vörumerki Tilgangur með rafbílaverkefninu? Með rafbílaverkefninu ætlar HR að sjá betur hvernig ber að standa að rafvæðingu bíla, með hvaða leiðum og hvar sóknartækifærin eru. Einnig er ætlunin að fá breiðari innsýn í ávinning af því að nota innlenda orku í samgöngum. Að verkefninu stendur breiður hópur nemenda úr öllum deildum skólans ásamt fjölda starfs- manna hans. Af hverju að breyta bíl? Breytingar buðu upp á tilraunir og þjálfun. Bíllinn er hugsaður sem fjöl- notabíll og verður í umsjá tilrauna- stofu skólans. Með því verður hægt að rannsaka notkunarmynstur flota- bíla í borginni. Bílnum er einnig ætl- að að vera lifandi verkefni, það er nemendur geta komið að bílnum eft- ir smíði og betrumbætt eða skipt út hlutum til rannsókna. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.