Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 BRYNDÍS Jóns- dóttir hefur ver- ið ráðin fram- kvæmdastjóri SAMFOK, sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún hefur áður starf- að sem upplýs- ingafulltrúi, grunnskólakennari, dagskrárgerð- armaður og blaðamaður. Hún er að ljúka námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands en hefur áður lokið B.ed.-gráðu við Kennaraháskóla Ís- lands. Framkvæmdastjóri SAMFOK Bryndís Jónsdóttir Á SJÖTTA hundrað kennara í grunnskólum Reykjavíkur hefur skráð sig á ráðstefnuna „Svo lengi lifir sem lærir“ sem haldin verður í Ingunnarskóla í Grafarholti í dag, miðvikudag. Aðalfyrirlesari er Gestur Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem verður með erindi um hlutverk kennarans í samfélaginu. Hann mun leita svara við því hvernig félagsfræði mennt- unar skilgreinir skóla og kennara. Þá mun Lone Jensen, verkefna- stjóri hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, halda erindi um leiðir til að stuðla að aukinni vinnugleði. Kennarar fjöl- menna á ráðstefnu Í JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar söfnuðust 68,4 milljónir króna. Peningarnir munu renna til aðstoðar innanlands og til vatns- verkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Í jólasöfnuninni árið 2008 söfnuðust 58 milljónir króna, sem þýðir að stuðningur hefur aukist um 18% á milli ára. Í viðbót við mik- inn stuðning einstaklinga hafa stofnanir, félög, fyrirtæki og sóknir landsins lagt fram stórar gjafir til innanlandsaðstoðar. Hjálparstarf kirkjunnar vill færa öllum bestu þakkir fyrir þennan stuðning. Góð jólasöfnun Gjafmild Grýla og Skyrgámur gáfu í jólasöfnun Hjálparstarfsins. Morgunblaðið/RAX Á MORGUN, fimmtudag, kl. 12.00 stendur Félag háskólakvenna fyrir hádegisfundi á Hótel Holti þar sem fjallað verður um þorrann. Gestir á fundinum verða Ragnhildur Gísla- dóttir og Steinunnn Þorvaldsdóttir. Þær munu segja frá bók sinni „Vel- kominn þorri“ þar sem kynntar eru nýstárlegar leiðir til að gera sér dagamun á þorranum. Þar er einn- ig að finna margvíslegan fróðleik um þorrann og matarvenjur Íslend- inga. Morgunblaðið/Golli Þorrakonur Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir. Hádegisfundur um þorrahefðina STUTT Á NÝLIÐNU ári fluttu 4.835 fleiri frá Íslandi en til landsins og hafa aldrei jafn margir flutt frá landinu á einu ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næst flestir brott- fluttir umfram aðflutta voru árið 1887, þegar flutningar til Vest- urheims voru í algleymingi, en það ár fluttu 2.229 fleiri frá landinu en til þess. Þá var fólksfækkun vegna bú- ferlaflutninga samt tvöfalt meiri mið- að við mannfjölda, eða 3,1% á móti 1,5%. Pólland kemur oftast við sögu Flestir fluttu til Póllands, eða 2.818, sem er 26,6%. Tæplega 9 af hverjum 10 brottfluttum, eða 9.546, fluttu til Evrópu. Þar af fóru 4.033, eða 38,0%, brottfluttra til Norður- landanna. 1.576 fluttu til Noregs, 1.560 til Danmerkur og 733 til Sví- þjóðar. Mjög dró úr aðflutningi til landsins miðað við árið 2008, en 5.777 fluttu til Íslands frá útlöndum 2009 og hafa reyndar ekki verið fleiri á einu ári að frátöldum árunum 2005 til 2008. 85,5%, eða 4.938, fluttu frá Evrópu og þar af 1.931 frá Norðurlöndum. 1.193 komu frá Danmörku og 418 frá Ameríku. Flestir komu frá Póllandi, eða 1.235. Tíðasti aldur brottfluttra og að- fluttra var 25 ár. Flestir brottfluttra voru á aldrinum 25-29 ára og flestir aðfluttra á aldrinum 20-24 ára. Fram að árinu 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Á árunum 2004-2007 fluttust 5.913 fleiri karlar en konur til lands- ins. 2008-2009 flutti 4.241 karl um- fram konur frá landinu. Árið 2009 fluttu 3.689 fleiri karlar úr landi en til landsins en 1.146 fleiri konur fóru en komu. Lítil hreyfing innanlands Flutningar innanlands náðu há- marki árið 2007, en þá voru skráðar 58.186 flutningstilkynningar. Þeim fækkaði um 8.652 árið 2008 og voru komnar niður í 46.926 í fyrra, sem er lægsta tíðni síðan 1988, miðað við flutninga á hverja 1.000 íbúa. Flestir fluttu frá höfuðborg- arsvæðinu, eða 2.546 umfram að- flutta. Þetta helgast fyrst og fremst af miklum flutningum frá svæðinu til útlanda, en 3.212 fluttu þaðan til út- landa umfram aðflutta. Hins vegar fékk höfuðborgarsvæðið 666 manns umfram brottflutta í innanlands- flutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum svæðum landsins var fjöldi brottfluttra hærri en fjöldi að- fluttra. Minnstur var munurinn á Norðurlandi vestra (-29) og á Vest- fjörðum (-75). Munurinn var mestur á Suðurlandi (-473), svo á Austur- landi (-459), Vesturlandi (-424) og á Suðurnesjum (-450). steinthor@mbl.is Búferlaflutningarnir nú minna á flutninga til Vesturheims á 19. öld Aldrei fleiri flutt frá Íslandi en árið 2009 Búferlaflutningar milli landa 2009 Aðfluttir umfram Aðfluttir Brottfluttir brottflutta Alls -4.835 5.777 10.612 Pólland -1.583 1.235 2.818 Noregur -1.275 301 1.576 Svíþjóð -406 327 733 Danmörk -367 1.193 1.560 Þýskaland -192 237 429 Portúgal -179 58 237 Litháen -147 238 385 Tékkland -114 62 176 Slóvakía -87 43 130 Önnur lönd -485 2.083 2.568 SÍFELLT fleiri hlaupa sér til heilsuræktar eins og vel sést á göngustígum, eða hlaupastígum, borgarinnar. Þá hefur þátttaka í almenningshlaupum vaxið gríð- arlega á undanförnum árum og sem dæmi má nefna að 346 hlauparar luku 10 km Powerade-hlaupi sl. fimmtu- dag. Aukinn áhugi á hlaupum er ekki bundinn við Ísland því svipuð þróun hefur orðið undanfarin ár annars staðar á Vesturlöndum. Ísland hentar á margan hátt ágætlega til hlaupa, nóg er af brekkum, feikinóg pláss og veðrið er nánast aldrei of vont til að skella sér út. runarp@mbl.is HENTUGIR HLAUPASTÍGAR Morgunblaðið/Kristinn Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LANDSSAMBAND smábátasjómanna leggur til að erlend lán smábátasjómanna verði færð aftur til 1. mars 2008 og að það sem eftir stendur af lán- unum verði breytt í óverðtryggð lán sem beri ekki vexti. Örn Pálsson. framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátasjómanna, segir að illa hafi gengið að fá fram afstöðu banka og stjórnvalda við þessari tillögu. Örn sagði að smábátasjómenn skulduðu tugi milljarða í erlendum lánum. Mest af því væri til komið vegna kaupa á veiðiheimildum. Þeir hefðu á undanförnum árum reynt að styrkja stöðu sína með því að kaupa veiðiheimildir. Örn sagði að bankarnir hefðu sett fram kröfur um að smábátasjómenn færðu erlendu lánin yfir í krónur. „Við höfum sett fram þá hugmynd að öll erlendu lánin verði færð til 1. mars 2008 og mis- munurinn á stöðu þeirra í dag og þá verði breytt í lán til 15 ára í íslenskum krónum sem bæri enga vexti og engar verðbætur. Afborganir af þessum lánum hæfust þegar búið væri að greiða frum- lánin.“ Örn sagðist hafa kynnt þetta fyrir stjórnvöldum og bönkunum. Viðtökur hefðu verið ágætar, en ekkert endanlegt svar hefði komið ennþá. Bank- arnir hefðu upphaflega vísað tillögunni til stjórn- valda sem aftur hefðu vísað á bankana. Lands- sambandið þrýsti hins vegar fast á svör. „Allar aðgerðir bankanna ganga út á að staða manna er skoðuð með tilliti til skulda og eigna. Ef fyrirtækið gengur þokkalega, en það skuldar kannski meira en það á þá eru bankarnir til í að afskrifa. Fyrir- tæki sem er í svipaðri stöðu en á meira en það skuldar færi hins vegar ekki krónu afskrifaða. Við erum mjög ósáttir við þetta. Þessi aðferð skekkir samkeppnisstöðu milli einstakra útgerða og þess vegna höfum við lagt til þessa almennu leið. Við höfum megnustu andstyggð á þessari leið bank- anna þar sem samið er við hvern og einn. Við vilj- um hafa þetta uppi á borðinu þar sem tekið er á vandanum með almennri aðgerð,“ sagði Örn. Lán smábátasjómanna fóru flest í frystingu eftir hrun. Örn sagði að eitthvað hefði borið á því að bankarnir settu það sem skilyrði fyrir fyrirgreiðslu að vextir á lánum yrðu hækkaðir. Þetta sé undar- legt í ljósi þess að vextir í landinu séu almennt að lækka. Hafna skuldaleið bankanna  Landssamband smábátaeigenda vill að bankarnir taki á skuldavanda smábáta- sjómanna með almennri aðgerð og vill færa stöðu lána aftur til 1. mars 2008 Smábátar Margir smábátasjómenn eru með er- lend lán og þurfa fyrirgreiðslu frá bönkum. ENN fækkar ný- skráningum öku- tækja en í tölum Umferðarstofu kemur fram að frá 1. janúar til 15. febrúar í ár hafi 316 ökutæki verið nýskráð en þau voru 444 á sama tímabili í fyrra. Fækkunin nemur tæplega 29%. Ef þessar tölur eru bornar saman við fyrstu 46 daga árs- ins 2005, þegar nýskráningar náðu hámarki, kemur í ljós að þá voru skráð 2.937 ökutæki eða níu sinnum fleiri en það sem af er árinu 2010. Nú er fjöldi nýskráninga aðeins tæp 11% þess sem skráð var í upphafi árs 2005. Færri skipta um bíl Sama á við um eigendaskipti öku- tækja; það sem af er árinu hafa verið skráð 6.861 eigendaskipti en í fyrra voru þau 9.247. Þetta er 26% fækkun eigendaskipta. Árið 2005 voru skráð 13.209 eigendaskipti á sama tímabili eða nærri tvöfalt fleiri en núna. Nýskrán- ingum bíla fækkar enn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.