Morgunblaðið - 17.02.2010, Side 20

Morgunblaðið - 17.02.2010, Side 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 ✝ Kristinn PállKristberg Jó- steinsson fæddist í Veiðileysu, Ár- neshr. 9. desember 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. í Bol- ungarvík 27. mars 1915, d. 22. októ- ber 1998, og Jó- steinn Guðmundsson, verkamað- ur, f. í Byrgisvík á Ströndum 3. janúar, d. 8. febrúar 1986. Páll er annar í röð fimmtán barna þeirra hjóna, en systkini hans eru: Svanlaug, f. 1930, d. 1979. Lára, f. 1934. Sigríður, f. 1935. Kristján, f. 1936, d. 1953. Fanney, f. 1939. Rósa, f. 1942. Guðmundur, f. 1943, d. 1943. Sigrún, f. 1944. Elsa, f. 1946. Sól- ey, f. 1949. Guðrún, f. 1952. Kristín, f. 1954. Lilja, f. 1959. Guðmundur, f. 1960. Hinn 10. febrúar 1964 eign- aðist Páll soninn Pál Kristberg, vélvirkja, er ólst upp hjá móður sinni, Ásdísi Friðgeirsdóttur. Páll Kristberg er kvæntur Ásu Guðnýju Árnadóttur skrif- stofutækni, börn þeirra eru: a) ingur, f. 23. janúar 1974. Krist- inn á þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur. 3) Nanna S. Jóns- dóttir, verslunarkona, f. 4. jan- úar 1953, gift Birni Vífli Þor- leifssyni veitingamanni, f. 13. júlí 1951. Þau eiga fjögur börn. 4) Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir, f. 8. febrúar 1960, kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur, gjald- kera, eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Ingibjörg son f. 1981 og fyr- ir átti Jón son f. 1980. Páll bjó fyrstu árin sín í Byrgisvík en flutti snemma með foreldrum sínum að Kleifum í Kaldbaksvík og ólst þar upp. Frá ungaaldri tók hann fullan þátt í bústörfum á Kleifum, einnig reri hann snemma til fiskjar með föð- ur sínum. Upp frá því hefur líf hans snúist um sjómennsku. Um tvítugt fór hann að fara á vertíð- ar til Akraness og um 1960 fór hann suður til Sandgerðis á ver- tíð og settist þar að. Hann reri á ýmsum bátum, var meðal annars á síldveiðum í Norðursjónum. Hann fór í útgerð með Guðjóni Óskarssyni, gerðu þeir út bátana Fram og Hrefnu. Eftir að því samstarfi lauk gerði hann út bát- inn Jónu Björgu og reri á henni þar til hann hætti á sjó. Eftir að sjómennsku lauk vann hann hin síðari ár við beitningu. Útför Páls verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag, 17. febrúar, og hefst at- höfnin kl. 14. Sigurjón Árni, f. 1990, b) Brynjar Már, f. 1994, c) Margeir Fannar, f. 1999, d) Kristberg Rúnar, f. 2000. Hinn 5. desem- ber 1964 giftist Páll Unni Lár- usdóttur frá Sauð- árkróki, f. 26. mars 1930, d. 17. maí 2008, þau slitu samvistir. For- eldrar hennar voru Lárus Runólfsson og Þuríður Ellen Guðlaugs- dóttir. Páll og Unnur eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Guðmundur Pálsson, tannlæknir, f. 1. nóv- ember 1964, kvæntur Ólöfu Bolladóttur sérkennara, f. 15. júlí 1964. Börn þeirra eru: a) Páll, f. 1986, b) Anna Þórunn, f. 1990, c) Guðmundur Ingi, f. 1994, d) Lárus, f. 1996. 2) Jóna Björg Pálsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, f. 9. nóvember 1966. Maður hennar er Birgir Elías- son, rekstrarverkfræðingur, f. 3. apríl 1963. Fósturbörn Páls og börn Unnar eru: 1) Ellen Jón- asdóttir, f. 1. júlí 1949, og á hún þrjú börn. 2) Kristinn E. Jóns- son, skipstjóri, f. 1. júlí 1951, sambýliskona Lucyna Aug- ustynowicz, umhverfisverkfræð- „Ég hringi út af honum pabba,“ sagði bróðir minn þegar hann hringdi í mig til að láta mig vita að hann pabbi væri dáinn. Mikið skelfi- lega var það erfitt að vera stödd er- lendis og geta ekki komið til að kveðja þig pabbi minn. Ég var vön að hringja í þig á kvöldin um klukkan hálfátta, þá varst þú vanalega búinn að borða, fá þér að reykja og varst háttaður. Sárt þykir mér pabbi minn að hafa ekki verið búin að hringja þetta kvöld, mér finnst eins og ég hafi ekki fengið að kveðja þig. Pabbi var hið mesta ljúfmenni, ósérhlífinn og glaðlegur. Hann hafði yndi af því að blanda geði við fólk, var ófeiminn að snúa sér að ókunnugum og spjalla. Hann hafði yndi af því að lesa og spila í frítíma sínum. Ég minnist þess þegar við Guðmundur bróðir sátum með þér inni í eldhúsi og spiluðum oft langt fram á nótt. Verst var ef við gleymd- um okkur við að spila og vorum að fara að hátta þegar mamma var að fara á fætur, þá varð hún ekki ánægð. Stundum kom það nú fyrir að hún spilaði með okkur, guð hvað það gat verið skemmtilegt … þá var mik- ið hlegið. Í uppvextinum varst þú mikið að heiman pabbi minn, varst á vertíð úti á landi eða á sjó. Þegar landlega var þá var alltaf gaman. Þú tókst mig yf- irleitt með þér þangað sem þú þurftir að fara, ég vildi hvergi annars staðar vera. Ég fékk að fara með þér í beitn- ingaskúrana, niður á bryggju og í bátinn sem þú varst á, í það og það skiptið. Eftir að þið mamma slituð samvistir bjóst þú á Brekkustígnum. Þið mamma hélduð þó góðum vin- skap eftir skilnaðinn og það var dýr- mætt fyrir okkur systkinin. Á sunnu- dögum var það venja okkar Guðmundar að fara í heimsókn til ykkar mömmu. Tínt var fram allt það góðgæti sem til var, drukkið kók og borðaður harðfiskur. Síðastliðið sumar fluttir þú til Grindavíkur í íbúð sem Guðmundur bróðir og Ólöf höfðu standsett fyrir þig í kjallaranum hjá sér. Þar fannst mér þú vera kominn í öryggi, yrðir nærri þeim og gætir notið meiri sam- vista við barnabörnin. Veit ég að þú hlakkaðir til að geta eytt meiri tíma með þeim, þau voru þér svo kær. Ekki óraði mig fyrir að tími þinn í Grindavík yrði svona skammur. Eftir að þú fékkst heilablóðfall í lok ágúst í fyrra pabbi minn fann ég hvað dró úr lífsviljanum, þér fannst erfitt að vera orðinn svona mikill sjúklingur og geta ekki hugsað um þig sjálfur. Andlát þitt bar mjög snöggt að og var ekki það sem við bjuggumst við. Elsku pabbi minn, það er svo sárt að skrifa þessi kveðjuorð. Þá staðreynd að þú sért farinn svona stuttu á eftir henni mömmu er erfitt að sætta sig við. En þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill, þá finnst mér að svona hefðir þú viljað kveðja. Ég kveð yndislega góðan föður, takk fyrir öll árin pabbi minn. Hvíldu í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Jóna Björg. Þeir urðu aðeins þrír mánuðirnir, sem pabbi bjó hérna hjá okkur fjöl- skyldunni í Grindavík. Í ágúst síðast- liðnum veiktist hann og náði sér ekki upp frá því. Hann tók veikindum sín- um af miklu æðruleysi og kvartaði aldrei. Hann var orðinn sáttur við lífshlaup sitt. Einungis eru liðin tæp tvö ár síðan mamma féll frá, það er því stórt skarð höggvið í fjölskylduna á skömmum tíma. Stoltur í stafninum stendur hikar ei þó báran sé þung. Árla út á fjörðinn heldur til móts við Ægi konung. (Guðrún P. Jóhannsdóttir) Pabbi var sjómaður alla tíð, það kom því í hlut mömmu að sjá að mestu um uppeldið á okkur systk- inunum. Hún lagði hart að okkur að stunda námið vel og hvatti okkur óspart til frekari menntunar. Fyrstu árin var pabbi m.a. á síld og var því mikið að heiman. Eftir að hann fór á minni báta fékk ég oft að fara með honum á sjóinn. Mér er mjög minn- isstætt eitt skiptið þegar við fórum bara tveir saman í róður því þá fékk ég minn fyrsta hlut. Pabbi var eitt mesta ljúfmenni, sem ég hef kynnst. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða aðra og láta sínar eigin þarfir bíða á meðan. Að lána einhverjum smápening ef hann gat var alveg sjálfsagt „og borga bara þegar þú getur“ sagði hann. Eftir að ég fluttist að heiman var alltaf reynt að hittast á sunnudögum. Þá var allt- af boðið upp á pönnukökur á Upp- salaveginum, en eftir að pabbi varð einn bauð hann alltaf upp á gos og harðfisk. Það var mikil tilhlökkun í fjöl- skyldunni minni þegar að því kom að pabbi flyttist til okkar, en því miður varð tíminn þinn hér hjá okkur mun styttri en við vonuðumst til. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig og þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn sonur, Guðmundur. Það er mjög erfitt að þurfa að kveðja þig elsku afi minn, betri og hjartahlýrri maður er ekki til í heim- inum. Það eru svo margar og góðar minningar sem fara í gegnum hug- ann þegar ég hugsa um þig, allir sunnudagsmorgnarnir sem við kom- um til þín og þú tókst okkur alltaf jafn vel, þú varst alltaf svo glaður að sjá okkur og alltaf svo góður og hlýr. Það var yndislegt að fá þig til að búa hjá okkur síðasta sumar og var sú dvöl alltof stutt. Mér leið alltaf svo vel í kringum þig og er mjög leið og örlítið reið yfir því að fá ekki að faðma þig aftur eða finna fyrir hlýj- unni sem barst alltaf frá þér, en ég veit að þér líður betur núna og fylgist ennþá með okkur. Mér þótti rosalega vænt um þig elsku afi og er afskap- lega þakklát fyrir það að hafa átt þig fyrir afa. Þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Ég sakna þín. Þitt barnabarn, Anna Þórunn. Mörg orð fá lýst afa mínum Páli Jósteinssyni, hann var frábær maður sem hugsaði um okkur barnabörnin númer eitt. Hvern sunnudag þegar við kíktum til hans í Sandgerði áður en hann flutti í Grindavík til okkar var hann alltaf með eitthvað á boð- stólum fyrir okkur og hugsaði bara um að okkur liði sem best. Hann var frábær maður í einu orði sagt, hann afi, hugsaði aldrei um sjálfan sig númer eitt og gat alltaf fundið björtu hliðarnar á öllu. En mikið sjokk greip mig 25. ágúst sl. þegar hann fékk heilablóðfall og ég kom að hon- um. En hann var sterkur maður og náði málinu aftur og gat gengið ein- hvern spöl í göngugrind. 9. febrúar sl. lést hann afi og mikil sorg og styrkur hefur einkennt fjölskylduna okkar á þessum tímum. Ég trúi því að hann sé kominn á betri stað þar sem hann finnur ekki fyrir verkjum lengur. Við munum öll sem þekktum hann minnast hans sem eins besta manns sem uppi hefur verið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Lárus Guðmundsson. Páll stjúpi minn lést 9. febrúar síð- astliðinn á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Páll gekk mér og tveimur eldri systkinum mínum í föðurstað þegar hann kvæntist móður okkar Unni Lárusdóttur 1964. Móðir okkar var þá einstæð eftir að faðir okkar fórst með mb Rafnkeli 1960. Páll reyndist okkur systkinunum alltaf vel og studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var ljúfur í allri umgengni og skipti sjaldan skapi. Páll var vinnusamur maður. Býst við að lífsbaráttan hafi verið hörð norður á Ströndum þar sem hann ólst upp og hafi mótað hann fyrir lífs- tíð. Hann starfaði við sjómennsku nánast alla sína starfsævi. Síðustu æviárin var hann í beitningu á meðan heilsan leyfði. Ég vil með þessum kveðjuorðum þakka samfylgdina. Hvíl í friði. Jón B.G. Jónsson. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. … (Einar Benediktsson) Elsku tengdapbbi. Það eru skrítn- ar tilfinningar sem fara um huga minn þessa dagana. Aðallega tengj- ast þær þó þeim góðu stundum sem við höfum átt saman allt frá því að við hittumst fyrst í Sandgerði 1981. Ynd- islegri manni hef ég ekki kynnst. Alltaf lést þú mig finna hversu vænt þér þótti um mig og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Börnin mín fjögur, Páll, Anna Þórunn, Guðmundur Ingi og Lárus, voru gullmolarnir þínir og þú ljómaðir í hvert sinn er þú hittir þau eða talaðir um þau. Þegar þú fluttir til okkar í Grindavík í júní síð- astliðnum óraði mig ekki fyrir því að samvistir okkar þar yrðu eins stuttar og raun varð á eða einungis þar til í lok ágúst, þegar þú veiktist og þurft- ir að dvelja á sjúkrahúsi til dauða- dags. Í veikindum þínum kom enn og aftur fram hversu yndislegur þú varst og gast alltaf séð broslegu hlið- arnar á öllu sbr. þegar við göntuð- umst með það hversu illa þér héldist á herbergisfélögum, sem oftar en ekki voru tveir og jafnvel þrír á viku, þá hristist þú af hlátri. Elsku tengda- pabbi, þá er komið að kveðjustund og vona ég að þér líði núna sem allra best og getir fengið þér kaffi og góð- an vindil á þeim yndislega stað sem þínir líkar enda á. Ég lofa að gæta vel gullmolanna þinna. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ólöf Bolladóttir. Páll Jósteinsson HINSTA KVEÐJA Það er sárt að kveðja hann afa sem hefur alltaf verið mér og systkinum mínum svo góð- ur. Alltaf þegar við heimsóttum hann ljómaði hann allur og naut þess að stjana við okkur með harðfisk, nammi og kók í gleri. Á meðan við hámuðum í okkur góðgætið laumaði hann að okk- ur vasapening svo við ættum nú örugglega fyrir einni kók þang- að til við kæmum næst. Við vor- um alltaf í fyrsta sæti hjá afa. Páll Guðmundsson. Það er bráðum fjórðungur úr öld frá því að við Páll vorum svaramenn barna okkar, Guð- mundar sonar hans og Ólafar dóttur minnar. Alla tíð fylgd- umst við með hvernig líf þeirra þróaðist bæði í gleði og í sorg. Margoft fögnuðum við Páll áföngum í lífi þeirra, afmælum og áramótum. Um síðustu ára- mót var ljóst að hverju stefndi hjá Páli, en hann gat glaðst yfir því með mér hvað við eigum saman góð börn og barnabörn- in fjögur. Ég á margar góðar minningar um Pál og fjölskyldu hans. Bessuð sé minning hans. Anna Pálsdóttir. • Kransar • Krossar • KistuskreytingarHverafold 1-3 • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÞÓRÐARSON bifreiðasmiður, Boðagranda 2a, Reykjavík, lést á deild 13E Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. María Áslaug Guðmundsdóttir, Þórður Haraldsson, Þórdís Harðardóttir, Áslaug Haraldsdóttir, Matthew Berge, Stefán Haraldsson, Guðrún Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.