Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 BÓKAÚTGÁF- AN IÐNÚ hefur gefið út fyrstu víetnamsk-ís- lensku/íslensk- víetnömsku orða- bókina eftir þær Anh-Dao Tran og Valdísi Stefáns- dóttur. Anh-Dao Tran segir að bókin sé þannig til komin að þær Valdís hafi tekið til við að þýða orðalista úr norsku fyrir sautján árum og gera íslensk-víet- namskan orðalista, en þær ákváðu svo að bæta verulega í svo listinn varð um 5.000 orð. Hún fluttist svo til Bandaríkjanna um tíma 1999 og hélt þá áfram að vinna við bókina, en þegar hún sneri aftur hingað til lands 2001 æxluðust mál svo að hún hélt ein áfram með verkið, sem end- aði í 20.000 orðum. „Eitt af helstu vandamálunum var að það var ekki til víetnamskt stafa- sett og töluverð vinna var að koma því sem búið var að gera inn í rétt stafasett og síðan að raða orðunum í rétta stafrófsröð, en það endaði með því að ég varð að gera það í hönd- unum,“ segir Anh-Dao og bætir við að Geoffrey M. Pettypiece hjá Odda hafi einnig unnið mikið og gott starf við verkið. Þess má geta að Anh-Dao skrifaði einnig bókina Icelandic for beginners í samvinnu við Stanislaw Bartoszek, en sú bók hefur verið þýdd á pólsku og þýsku. 20.000 orð á bók Fyrsta víetnamsk- íslenska orðabókin Anh-Dao Tran PORTÚGALSKI píanóleikarinn Maria João Pires er nú á kveðju- tónleikaferð um heiminn, enda hyggst hún setj- ast í helgan stein á næsta ári og helga sig starfi fyrir fátæk börn í Brasilíu. Pires, sem fæddist 1944, er gjarn- an talin með helstu píanóleikurum síðustu áratuga, en hún vakti fyrst athygli í heimalandi sínu þegar hún hlaut helstu verðlaun ungra tónlist- armanna níu ára gömul. Hún sigraði síðan í sérstakri Beethoven-keppni píanóleikara í Brussel 1970 og hefur verið heimsþekkt síðan. Pires hefur leikið á grúa tónleika um allan heim og einnig inn á fjöl- margar plötur, en hún er samnings- bundin útgáfufyrirtækinu virta Deutsche Grammophon. Hún hefur verið umdeild í heimalandi sínu, að því er hún segir sjálf í nýlegu viðtali við breska dagblaðið The Times, vegna þess að hún hafi viljað að stuðningur við fátæk börn og börn sem verða fyrir ofbeldi yrði aukinn til muna, meðal annars með tónlist- arþjálfun. Fyrir fjórum árum sauð upp úr á milli hennar og portú- galskra stjórnvalda og lyktaði með því að hún fluttist til Brasilíu, hafn- aði portúgölsku ríkisfangi sínu og gerðist svo brasilískur þegn á síð- asta ári. Hún settist að í borginni Salvador og hefur starfað að líkn- armálum og vill nota tónlist, aðal- lega kórstarf, til að hjálpa börnum til að takast á við erfiðleika í lífi sínu. Pires kveð- ur píanóið Maria João Pires BRAGI Ólafsson ræðir um til- urð bókar sinnar Gæludýranna í hádegisfyrirlestri í stofu 105 á Háskólatorgi næstkomandi fimmtudag kl. 12.00. Fyrirlest- urinn er í röð hádegisfyrir- lestra sem Ritlist og Bók- mennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands efna til í vetur undir yfirskriftinni „Hvernig verður bók til?“, en þar veita rithöfundar innsýn í tilurð þekktra ritverka, lýsa vinnulagi sínu frá hugmynd að fullfrágenginni bók og ræða um viðhorf sín til skáldskaparins. Gæludýrin var önnur skáldsaga Braga og önnur skáldsaga hans til að verða til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókmenntir Bragi Ólafsson og Gæludýrin Bragi Ólafsson TÓNLEIKARÖÐINNI Tónar við hafið í Þorlákshöfn verður fram haldið í kvöld þegar Tóm- as R. Einarsson treður upp með sex manna latínsveit sinni, en Tómas hefur verið duglegur við latíntónlist á undanförnum árum og meðal annars gefið úr þrjár skífur með þannig músík. Tómas leikur á bassa í sveitinni en aðrir sveitarmenn eru Ósk- ar Guðjónsson á saxófón, Kjartan Hákonarson á trompet, Ómar Guð- jónsson á gítar, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Pétur Grétarsson á kongatrommur. Tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn, og hefjast klukkan 20:00. Tónlist Latíntónar við hafið í Þorlákshöfn Tómas R. Einarsson UNDANFARIN ár hafa Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verið lesnir á páskaföstunni í kirkjum lands- ins. Þar hafa ýmsir komið við sögu, en í Grafarvogskirkju hafa ráðherrar og þingmenn lesið úr sálmunum kl. 18:00 alla virka daga föstunnar. Stein- grímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra hefur lesturinn næst- komandi miðvikudag og les þá fyrsta sálminn. Hver lestur er hluti af stuttri helgistund sem stendur yfir í 15 mínútur og hefst hver stund kl. 18:00 og lýkur kl. 18:15. Alls verða lestrarnir 31 og verður síðasti lesturinn 31. mars nk., daginn fyrir skírdag. Bókmenntir Upp, upp, mín sál og allt mitt geð Steingrímur J. Sigfússon Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÚTGÁFA á ljósmyndabókum hér á landi hefur alla jafna byggst á því að gefa út „túristabækur“, bækur með landslagsmyndum fyrir ferðamenn sem hingað koma. Víst hafa reglu- lega komið út bækur sem ekki falla undir þessa skilgreiningu, en þær eru sjaldséðari. Það vekur því óneit- anlega athygli að bókaútgáfan Crymogea hyggst gefa út þrjár ljós- myndabækur á þessu ári og er með fleiri slíkar bækur í bígerð, aukin- heldur sem hún hyggst gefa út bæk- ur sem helgaðar eru íslenskri list og hönnun. Dreifing um heim allan Kristján B. Jónasson, annar eig- enda og útgáfustjóri Crymogeu, tek- ur undir það að það sé dýrt fyrirtæki að gefa út ljósmyndabækur, en hann telji að slík útgáfa geti vel borið ár- angur ef rétt sé að verkinu staðið. „Við setjum prentvélina ekki í gang með neina bók nema við séum búin að fjármagna grunnkostnað útgáf- unnar og séum með bók sem hægt sé að selja á stærra markaðssvæði,“ segir hann og bætir við að bækurnar sem forlagið gefi út séu hugsaðar fyrir dreifingu um heim allan. „Fyrstu verkin eru einmitt að fara í alþjóðlega dreifingu núna, eins og bókin Íslensk samtímahönnun, sem kemur út í lok mánaðarins, og eins erum við að fara að gefa út bók um sýningu Yoshitomo Nara og graf hópsins í Listasafni Reykjavíkur í vetur, sem við gefum út í samvinnu við safnið og er fyrst og fremst hugs- uð fyrir alþjóðlega dreifingu. Það er náttúrlega alltaf áhætta að gefa út svo viðamikil og vönduð verk, þrátt fyrir að við séum búin að fjármagna þau að mestu leyti áður en farið er af stað. Alla jafna gera bækurnar ekki mikið meira en standa undir sér, en ef bók gengur vel eru möguleikarnir að auka tekj- urnar eðlilega mun meiri á alþjóð- legum markaði.“ Ekki að finna upp hjólið Kristján segir að hann sé ekki að finna upp hjólið í þessum efnum, hugmyndafræðin að baki Crymogeu sé áþekk því sem ljósmynda- og listaverkaforlög Evrópu starfa eftir. „Þetta er því hefðbundið og eðlilegt form á þessari útgáfu. Við reynum að hafa þrjár stoðir í tekjuöflun; bækur fyrir alþjóðlegan markað, hefðbundna bókaútgáfu að mestu fyrir heimamarkað, eins og stórvirk- ið Flora Islandica eftir Eggert Pét- ursson sem kom út 2008 og vænt- anlega bók með fuglateikningum Benedikts Gröndals, og svo bóka- framleiðslu, sem byggist á því að við vinnum bækur fyrir önnur forlög hérlendis og erlendis.“ Miklar sviptingar hafa verið í bókaútgáfu víða um heim og sumir myndu ganga svo langt að segja tím- ana viðsjárverða, en Kristján segist ekki hafa miklar áhyggjur af framtíð bókaútgáfu, enda segist hann þeirr- ar skoðunar að útgáfa á vönduðum ljósmynda- og listaverkabókum sé sá hluti bókaútgáfunnar sem lengst muni lifa. „Það er auðvitað gaman að vinna við útgáfu á metsölubókum, skáldsögum, en það er enn skemmti- legra að vinna með ljósmyndurum, og myndlistamönnum og bækur skipta sjónrænar listir miklu máli, eru vitnisburður um feril, sögu og sýn, um ákveðin þroskaskeið og verkefni. Starfsemi Crymogeu byggir á skýrri sýn á að við erum forlag sem gefur út sjónrænar bæk- ur og á þeim grundvelli ætlum við okkur að stækka. Fyrirtækið er með skýrt tekjulíkan sem á að skila okk- ur þeim vexti sem við keppum að.“ Ljósmyndalist á bók  Crymogea sérhæfir sig í íslenskum ljósmynda- og listaverkabókum  Áhersla lögð á alþjóðlega útgáfu og dreifingu  Meiri áhætta og meiri tekjumöguleikar Morgunblaðið/Ernir Alþjóðleg Kristján B. Jónasson segir að starfsemi bókaforlagsins Crymo- geu snúist ekki um gróðabrask heldur að vaxa hægt og örugglega. SELLÓLEIKARINN Sæunn Þorsteinsdóttir leikur einleik í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld á tónleikum sem bera yf- irskriftina Tónar úr nýja heiminum, en á efnis- skránni eru verk eftir Dvorák, Bartók og Stra- vinskíj sem öll voru samin í Vesturheimi. Sæunn Þorsteinsdóttir byrjaði fimm ára gömul að læra á selló hjá Hauki Hannessyni, en þegar hún var sjö ára fluttist hún til Bandaríkjanna og hefur búið þar að mestu síðan. Hún útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music og hélt svo til náms í Juilliard-skólanum í New York. Hún býr um þessar mundir í New York og kem- ur fram reglulega sem meðlimur Ensemble ACJW og kynnir tónlist, kennir, og spilar fyrir nemendur í Public School 28 í Brooklyn og öðrum grunnskólum New York-borgar. Sæunn er nýbúin að taka upp þrjár svítur fyrir einleiksselló eftir Benjamin Britten sem eru væntanlegar til útgáfu í haust hjá Centaur Records. Sæunn segir að svo skemmtilega vilji til að sellókonsert Dvoráks sé einmitt ástæða þess að hún gerðist sellóleikari. „Ég heyrði hann fyrst átta eða níu ára gömul og hann er eiginlega ástæða þess að ég spila á selló í dag. Ég lærði hann svo þegar ég var fjórtán ára á Akureyri, en hef alltaf gengið með það í maganum að fá að spila hann með hljómsveit.“ Fyrir vikið segir Sæunn að hún sé laus við allan kvíða gagnvart einleikara- hlutverkinu á fimmtudagskvöld, hún finni bara til tilhlökkunar. „Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á Íslandi, frammi fyrir fjölskyldu og vinum, en það er líka skemmtilegt og þá sérstaklega að fá að vinna með íslenskum hljóðfæraleikurum.“ Laus við allan kvíða Morgunblaðið/Ernir Tilhlökkun Sæunn Þorsteinsdóttir segir að það sé erfitt að spila á Íslandi, en líka skemmtilegt. Leikur einleik í fyrsta sinn með Sinfóníunni Eins og Kristján nefnir hér til hliðar kemur Iceland in Comtemporary De- sign út hjá Crymogeu nú í lok febr- úar. Í vor kemur svo bók með ljós- myndum Einars Fals Ingólfssonar þar sem hann kallast á við 112 ára gamalt verk eftir William Coll- ingwood og gefin verður út í sam- vinnu við Listahátíð. Fyrsta al- þjóðlega útgáfa Crymogeu kemur líka út í vor, bók um norðurljósin sem gefin verður út í Kanada og Þýska- landi. Ljósmyndabókin Last Days of the Arctic eftir Ragnar Axelsson kemur út í fjórum löndum í sept- ember og um líkt leyti bókin með verkum Yoshitomo Nara, bók með áður óútgefnum teikningum Bene- dikts Gröndals, ljósmyndabók Péturs Thomsens og eins bók með mál- verkum Ragnars Kjartanssonar frá Feneyjatvíæringnum. Bækur í aðsigi Eitt athyglisverð- asta málmbandið nú um stundir er Trivium, sem á lögheimili í Orlando31 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.