Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 8

Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is ÝMISLEGT ber að varast við nið- urskurð í heilbrigðiskerfinu, og hef- ur í því samhengi verið bent á að hætt sé við atgervisflótta ef laun og starfsskilyrði heilbrigðisstarfsfólks eru skert um of. Í erindi Birnu Jónsdóttur, for- manns Læknafélags Íslands, á ráð- stefnunni „Heilbrigðiskerfi á krepputímum“, sem SÍBS efndi til í Norræna húsinu í gær, kom fram að frá 1. janúar 2008 hefði læknum hér á landi fækkað um níutíu. Sagði hún áhuga ungra lækna á að starfa er- lendis hafa aukist. „Kostnaðarvitund er siðferðisvitund“ Ef vel er að málum staðið er þó hægt að draga saman í heilbrigð- iskerfinu án þess að það komi niður á gæðum heilbrigðisþjónustunnar, sagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í heilsuhagfræði, í fyrirlestri á sömu ráðstefnu. Tinna benti á að samkvæmt rann- sókn OECD frá árinu 2008 gætum við Íslendingar framleitt fleiri „heilsueiningar“ með þeim fjár- munum sem við í dag verðum til heil- brigðismála. Lykilatriði í þeim efn- um sagði Tinna vera að forgangs- röðunin í heilbrigðiskerfinu yrði að byggjast á kostnaðar- og nytjagrein- ingu. Vissulega gætu siðferðisleg rök verið fyrir því að í einhverjum til- fellum væri æskilegt að ráðstafa fjármunum til verkefna þrátt fyrir að hægt væri að nýta þá betur – mælt t.d. í mannslífum sem er bjarg- að – með öðrum verkefnum. Engu að síður væri mikilvægt að þeir sem mótuðu heilbrigðisstefnu reyndu alla jafna að verja fjármunum til verka þar sem hver viðbótar- heilsueining væri ódýrust, sagði Tinna, og klykkti út með orðunum „kostnaðarvitund er siðferðisvit- und“. Hægt að spara með því að lækka hæstu launin Til máls tók einnig Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. Sagði hún forgangsröðun mikilvæga til að niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu kæmi ekki niður á aðgengi að heil- brigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra benti jafnframt á að mikill munur væri á upphæð launa innan heilbrigð- iskerfisins og sagði að ná mætti fram sparnaði með því að minnka það bil. Meðal mögulegra neikvæðra af- leiðinga þess að lækka laun lækna væri eins og áður sagði atgerv- isflótti. Í erindi sínu sagðist Birna ekki vera í vafa um að vaxandi læknaskortur yrði hér á landi á næstu árum. Eru frekar tilbúnir til að setjast að erlendis Áður fyrr var nánast óþekkt að læknanemar vildu ekki snúa heim að loknu sérfræðinámi í útlöndum, benti Birna á. Nú væri öldin önnur og ungir læknanemar gætu margir hverjir vel hugsað sér að setjast að erlendis, þar sem umhverfið væri að ýmsu leyti meira heillandi. Auk þess sagði Birna að sökum læknaskorts bæði á Norðurlöndum og í Evrópu væri mikið sóst eftir ís- lenskum læknum, sem meðal annars sæist á reglulegum atvinnuauglýs- ingum í Læknablaðinu. Læknum fækkað um níutíu  Formaður Læknafélags Íslands telur að hér á landi verði vaxandi skortur á læknum á næstu árum  Hægt er að nýta betur þá fjármuni sem varið er til heilbrigðismála segir lektor í heilsuhagfræði Birna Jónsdóttir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir SKERA ÞARF NIÐUR » Í fyrra voru framlög tilheilbrigðiskerfisins skorin niður um 9%, og er stefnt að 8% niðurskurði til viðbótar á þessu ári. » Frá því 1. janúar 2008 hef-ur læknum hér á landi fækkað um 90, og eru þeir nú 1.067 talsins. » 298 íbúar eru í dag umhvern lækni á Íslandi, sam- anborið við 268 í byrjun 2008. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is UMHVERFIS- og samgönguráð Reykjavíkur- borgar frestaði í gær deiliskipulagstillögu um grasæfingasvæði í Elliðaárdalnum. Gert er ráð fyrir íþróttavelli fyrir íþróttafélagið Fylki á auðu svæði austan við Árbæjarsundlaug, um 40 m frá bökkum Elliðaár. Minnihlutinn í umhverfis- og samgönguráði gerði athugasemdir við þessa fyrirætlan og lýsti yfir áhyggjum af því að gengið yrði of nærri lífríki Elliðaánna. „Í aðalskipulagi borgarinnar kemur fram að ekki skuli byggt nær ánum en 100 metr- um. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er allt innan við 100 metra frá ánum og vegna landhalla er þörf á talsverðum tilflutningi á jarðefnum inn og/eða út af svæðinu,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Málið hefur verið til skoðunar síðan um mitt síð- asta ár og var þá m.a. leitað eftir umsögn Veiði- málastofnunar, sem varaði eindregið við því að skipulaginu yrði breytt í samræmi við þáverandi tillögu, með hliðsjón af lífríki vatnasviðs ánna í heild sinni. Í framhaldinu lagði skipulags- og byggingasvið til breytingar og mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum framkvæmda og rekstrar svæðisins á lífríki ánna. Grasbali til að sparka bolta ekki mannvirki Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverf- is- og samgönguráðs, segir að nýjasta álit Veiði- málastofnunar sé mjög jákvætt, með hliðsjón af boðuðum mótvægisaðgerðum. „Garðyrkjustjóri leggst ekki gegn þessu og hefur ekki áhyggjur af málinu og Umhverfisstofnun segir líka að hún leggist ekki gegn þessu, þannig að öll þau fagálit sem við höfum á borðinu eru bara jákvæð.“ Í bókun sinni hinn 9. febrúar ítreka fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna þó að heildstæð stefnumótun þurfi að fara fram varðandi framtíð- armöguleika svæðisins. Hingað til hafi 100 metra mörkin ekki verið virt sem helgunarsvæði áa og engin trygging sé fyrir því að mótvægisaðgerðum verði fylgt eftir. Fulltrúar Samfylkingar og VG vilji því fylgja eftir yfirlýstri stefnu Reykjavík- urborgar um að ráðast ekki í framkvæmdir sem ógnað geti lífríki Elliðaánna. Gísli Marteinn segir að málinu hafi verið frestað nú vegna þess að ákveðið hafi verið að skoða betur önnur svæði sem komið hafi til tals fyrir hugs- anlegan sparkvöll. Hann ítrekar að 100 metra við- miðið eigi ekki við um þessa framkvæmd þar sem aðeins sé um lítinn sparkvöll fyrir yngstu börnin að ræða, sem ekki teljist mannvirki. Elliðaánum ekki stefnt í hættu „Það sem vakir fyrir okkur er að tryggja að íþróttafélagið hafi góða æfingaaðstöðu inni í hverfinu þannig að foreldrar geti verið öruggir um börnin sín þegar þau fara á æfingar. Fólki finnst líka skemmtilegt að hafa líf í Elliðaárdalnum. En það er alveg rétt að það þarf að fara varlega þegar farið er svona nálægt ánni og við munum auðvitað ekki samþykkja neitt sem stefnir Elliða- ánum eða útivistarsvæðinu í neina hættu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Útivistarperla Svæðið sem hugsanlega verður lagt undir völlinn er við Árbæjarlaug, um 40 metra frá bökkum Elliðaánna, þar sem er mikið íþróttasvæði. Lítill íþróttavöllur á bökk- um Elliðaánna til skoðunar  Samfylking og VG óttast áhrif á lífríki ánna vegna framkvæmda svo nærri þeim MP Reykjavík- urskákmótið, hið 25. í röðinni, hefst í dag og lýkur hinn 3. mars. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um 110 skák- menn taka þátt í því og þar af eru 22 stórmeistarar. Um helmingur þeirra kemur að utan, alls frá 22 löndum. Nokkrir af sterkustu skákmönn- um heims tefla á mótinu og má þar nefna bosníska stórmeistarann Iv- an Sokolov sem hefur þrívegis sigrað á sterkum alþjóðlegum mót- um hérlendis, þar á meðal á Mjólkurskákmótum Hróksins árin 2003 og 2004, og stórmeistarann Alexei Dreev, sem var fastamaður í sterkasta skáklandsliði heims, því rússneska, um langt árabil. Einnig taka þátt í mótinu marg- ar af sterkustu skákkonum heims og má þar t.d. nefna hina banda- rísku Irinu Krush sem er fasta- maður í bandaríska skáklandslið- inu, einu því sterkasta í heimi, og þrjár indverskar skákdrottningar. Ungir skákmenn setja svip Ungir og efnilegir skákmenn setja svip sinn á mótið og má þar nefna Illya Nyzhnyk frá Úkraínu sem er 14 ára og sterkasti skák- maður heims í þeim aldursflokki. Eftirtektarverðir keppendur koma frá Perú. Það eru Cori- systkinin, Jorge (14 ára) og Deyzi (16 ára). Þau urðu bæði heims- meistarar á HM unglinga sem fram fór í haust hvort í sínum aldurs- flokki. Jorge er yngsti stórmeist- ari í heimi í dag. Þá eru með nánast allir sterk- ustu skákmenn landsins, eins og t.d. Hannes Hlífar Stefánsson, tí- faldur Íslandsmeistari og sig- urvegari á Reykjavíkurskák- mótinu síðustu tvö ár, og Henrik Danielsen, núverandi Íslands- meistari. Skákskýringar verða á skákstað á hverjum degi og verða í umsjón eldri skákmeistara. Boðið verður upp á beinar útsendingar á vefsíðu mótsins, www.chess.is. Meistarar mætast í Ráðhúsinu 22 stórmeistarar á Reykjavíkurmótinu Ivan Sokolov

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.