Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 11

Morgunblaðið - 24.02.2010, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is EKKI hefur reynst unnt að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum það sem af er vetri. Veðurspár gera hins vegar ráð fyrir að snjóa kunni hér á suð- vesturhorninu næstu daga og því ekki útilokað að hægt verði að opna skíðasvæðið á næstunni. „Við erum tilbúin að taka á móti snjónum,“ segir Magnús Árnason, fram- kvæmdastjóri Bláfjalla, en hvatti þó til hóflegrar bjartsýni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er vissulega spáð ofankomu næstu daga en erf- itt er þó að segja til um hversu mik- il hún verði. Vel kunni svo að fara að mikil snjókoma verði á Blá- fjallasvæðinu, mögulega strax í kvöld og á morgun, og jafnvel má gera ráð fyrir einhverri snjókomu um helgina. Lítið þarf hins vegar útaf að bera til að það dragi úr lík- um á góðri ofankomu. „Lægðin þarf að koma langt upp undir suð- urströndina til að skila úrkomu- svæðinu, en þetta er ekki veiga- mikil lægð þannig að það er ekkert öruggt,“ sagði veðurfræðingur á vakt. Eftir helgi gera spár síðan ráð fyrir að það hlýni í veðri á ný. Fylgjast með snjóframleiðslu Er Morgunblaðið hafði samband við Magnús var hann staddur vest- ur á Ísafirði ásamt fleiri starfs- mönnum Bláfjalla til að fylgjast með snjóframleiðslu. „Þar sem lítið var að gera þá fórum við starfs- mennirnir hingað til að fylgjast með kynningu á snjóframleiðsluvél frá TechnoAlpin,“ sagði Magnús og fullvissaði blaðamann um að starfs- maður á snjótroðara stæði vaktina fyrir sunnan á meðan. Því yrði allt til reiðu tæki snjónum loks að kyngja niður. „Við hin komum heim á miðvikudag [í dag].“ Í snjóleysinu í vetur hefur gefist góður tími til lagfæringa á Blá- fjallasvæðinu og var t.a.m. ný geymsla fyrir lyftustóla Kóngslyft- unnar tekin í notkun nú í vetur. Áð- ur lágu stólarnir á slá sem þeim var komið fyrir á á hverju kvöldi. Að sögn Magnúsar fer óneitanlega betur með stólana að geyma þá í húsi. „Þeir áttu það til að fjúka af og skemmast og á núverandi gengi kostar stóllinn 2 milljónir króna.“ Mikill mokstur hafi líka geta fylgt því í snjóatíð að koma þeim upp á lyftu á hverjum morgni. „Þetta gat verið heilmikil vinna,“ segir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stólageymsla Lítið mál er að flytja stólana úr geymslunni og yfir á lyftuna er skíðafært verður í Kóngsgilinu. Tilbúin fyrir snjóinn  Spáir ofankomu suðvestanlands næstu daga  Lítið þarf þó útaf að bera til að spár breytist  Nógur tími hefur gefist til viðhaldsvinnu í Bláfjöllum ENN er ósamið í kjaradeilu stétt- arfélaga og Norð- uráls á Grund- artanga. Sl. mánudag lögðu samningamenn stéttarfélaganna nýtt tilboð fyrir forsvarsmenn álversins, sem ætla að svara því á næsta samningafundi hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn. Samninganefndin sem semur fyrir Norðurál lagði tilboð fyrir stétt- arfélögin á dögunum en því var ekki vel tekið og þótti rýrt skv. upplýs- ingum Verkalýðsfélags Akraness. Farið var yfir málin á samn- ingafundi sl. mánudag og þar lögðu stéttarfélögin fram nýtt tilboð fyrir viðsemjandann. Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir menn bíða nú eftir svari Norðuráls sem vegi það og meti. Verkalýðsfélagið hefur lýst því yfir að samningar verði ekki und- irritaðir nema launakjör starfs- manna Norðuráls verði jöfnuð við laun hjá öðrum stóriðjufyrirtækjum. Vega og meta nýtt tilboð Svara tilboði stéttar- félaga á föstudag BROT 36 ökumanna voru mynduð á Barónsstíg í Reykjavík í fyrradag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Barónsstíg í suðurátt, á milli Freyjugötu og Fjölnisvegar. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 101 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur öku- manna, eða 36%, of hratt eða yfir af- skiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Fjórir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hrað- ast ók mældist á 61, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Eftirlit lögreglunnar á Barónsstíg var tilkomið vegna ábendinga frá íbúum í hverfinu en þeir hafa kvart- að undan hraðakstri á þessari götu að undanförnu. Áfram verður fylgst með ökuhraða á þessu svæði, að sögn lögreglunnar. Ökumenn óku hratt á Barónsstíg Mikil umferð hefur verið í Hlíðarfjalli allt frá áramótum og gætir þeirra áhrifa ekki síður á veitinga- og gisti- stöðum inni á Akureyri. „Við fengum svo frábæran skíða- snjó á milli jóla og nýárs að fólk var farið að streyma í bæinn strax í jólafríinu,“ seg- ir María Tryggvadóttir, verk- efnisstjóri ferðamála hjá Ak- ureyrarbæ, og kveður gisti- staði vel bókaða í bænum. „Það er vinsælast að komast í stéttarfélagsíbúðir eða bú- staði, en það hefur líka verið mikið bókað hjá hótelum og gistihúsum, þótt enn megi finna eitthvað laust.“ Hún segir veitinga- og kaupmenn ekki verða síður vara við ferðamannastrauminn og þá njóti Leikfélag Akureyrar einnig góðs af. „Þetta smitast út í allt. Fólk er í fríi og leyfir sér að njóta lífsins þegar það kemur í skíðafrí til Akureyrar.“ Alls komu um 15.000 manns í Hlíðarfjall sl. laugardag sem fer nærri því að vera metaðsókn, en meiri fjöldi hefur sótt fjallið sem af er vetri en undanfarin ár. Að sögn Alfreðs Almarssonar, skrifstofustjóra í Hlíðarfjalli, vantar heldur ekki snjóinn þessa dagana og engin þörf á að nýta snjófram- leiðsluvélarnar. „Það hefur gengið á með hríð í dag [gær] og hér eru allar leiðir opnar.“ Nóg er af svokölluðum púðursnjó og mikið að gera hjá þeim sem manna snjótroðarana. „Hér eru þrír troðarar og þeir mæta síðla kvölds og eru að troða alla nóttina til að gera brekkurnar klárar fyrir næsta dag, því að þetta er 40-50 hektara svæði.“ Brekkurnar troðnar alla nóttina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Púðursnjór er í fjallinu. LINDBERG KID/TEEN margverðlaunaðar barnaumgjarðir sem farið hafa sigurför um heiminn – vega aðeins 2,3 grömm eða 0,01% af meðalþunga 6 ára barns 3ja ára ábyrgð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.