Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 12
Þjóðræknisfélag Íslendinga, í samvinnu við ut- anríkisráðu- neytið og ætt- ingja Neils Ófeigs Bardals, gengst fyrir sam- komu til minn- ingar um hann í Þjóðmenning- arhúsinu á morgun, fimmtudaginn 25. febrúar. Neil Bardal, útfararstjóri í Winnipeg í Kanada, var heið- ursfélagi í Þjóðræknisfélaginu, en hann lést 13. febrúar sl. Minning- arathöfn fór fram í Winnipeg 20. febrúar, en dagskráin á morgun hefst klukkan 16.00 og eru allir þeir sem vilja heiðra minningu hans boðnir velkomnir. Samkoma til minn- ingar um Neil Bardal Neil Bardal RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson hélt í gær af stað til loðnuleitar. Kannað verður hvort bæst hefur í loðnugöngur sem áður hafa verið mældar og verður svæðið austan við Vestmanna- eyjar sérstaklega kannað. Allmörg loðnuskip voru á Faxaflóa í gær. Þau sem náðu að kasta fyrri hluta dagsins fengu þokkalegan afla, en er leið á daginn versnaði veð- ur. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjart- anssyni SU, sagði að loðna væri víða við suður- ströndina, við Vestmannaeyjar og við Reykjanes. Ekki væri mikið magn í fremstu göngunni, en hrogn í henni væru komin lengst í þroska og því væri helst sótt í hana. Faxi RE var væntanlegur til Vopnafjarðar í gærkvöldi með fyrstu loðnuna á vertíðinni, rúm- lega 1500 tonn. Albert Sveinsson, skipstjóri, sagði að aflinn hefði fengist í Faxaflóa á einum sólar- hring, en síðan væri um 30 tíma sigling til Vopna- fjarðar. Loðnan fer í hrognavinnslu, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á allri aðstöðu á HB Granda á Vopnafirði síðustu mánuði. Albert sagðist hafa orðið var við talsvert af loðnu víða á leiðinni austur fyrir. Síldin komin inn í Grundarfjörð Dröfnin fer í vikulokin í síldarleiðangur. Síldin sem fyrir áramót var við Stykkishólm, er nú komin inn í Grundarfjörð. Síldin hefur áður haft vetur- setu þar, en flakk á þessum árstíma þykir sérstakt og ástæða til að kanna. Sjómaður sem rætt var við í gær sagði að Grundarfjörður væri fullur af síld. aij@mbl.is Enn haldið til loðnumælinga  Dauft yfir loðnuveiðum í Faxaflóa í gær og versnandi veður  Faxi með fyrstu loðnuna til Vopnafjarðar  Síldin á flakki fyrir vestan og er nú í Grundarfirði 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands og samtök tölvuleikjaframleiðenda, IGI (Icelandic Gaming Industry) hafa tekið höndum saman um að efla markaðsstarf fyrirtækja innan vébanda IGI og undirbúa nú þátt- töku í vörusýningunni Nordic Game 2010 sem haldinn verður í Malmö í Svíþjóð dagana 27.-29. apr- íl nk. Nordic Game er sýning og ráðstefna tileinkuð tölvuleikjaiðn- aðinum á Norðurlöndunum og er hluti af leikjaverkefni undir stjórn Norræna ráðherraráðsins. Samtökin hafa með aðstoð Út- flutningsráðs ráðist í endurprentun á kynningarefni um IGI sem var birt nýverið í tímaritinu EDGE, en það er eitt víðlesnasta tímarit á þessu sviði. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Leikir Tölvuleikir eiga hug margra. Útflutningsráð og tölvuleikir Í DAG, miðvikudag, boðar Félag um lýðheilsu ásamt Félagi lýð- heilsufræðinga til opins fundar í Iðnó um áhrif fjárhagsvanda á lýð- heilsu í landinu. Fundurinn stendur kl. 20:00-22:00. Flutt verða fimm framsöguerindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir úr sal. Farið verður yf- ir stöðuna frá sjónarhóli þeirra sem vinna að lausnum ásamt því að skoða niðurstöður rannsókna og fjallað um stöðuna sem myndast hefur hér á landi á undanförnum mánuðum eftir að fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa illa fjár- hagslega. Opinn fundur um lýðheilsu Á FÖSTUDAG nk. kl. 10:00-18:00 boðar Háskólinn í Reykjavík til ráð- stefnu um sjálfbærar samgöngur í nýju húsnæði skólans í Nauthólsvík. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla þekkingu og skapa umræðu um samgöngur og skipulagsmál og samtvinnun þeirra. Aðalfyrirles- arar ráðstefnunnar eru Terry Moore, verkfræðingur og Ben Ha- milton-Baillie sem rekur ráðgjafa- fyrirtækið Hamilton-Baillie Asso- ciates í Bristol á Englandi. Almennt ráðstefnugjald er 7.500 kr. Ráðstefna um samgöngur STUTT Morgunblaðið/Alfons Góður fiskur og nóg af honum Óskar Sigurpálsson, skipverji á Hafborgu EA, við löndun í Grundarfirði í gær. Aflanum er síðan ekið til Húsavíkur. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ ER ekkert mál að fylla bátinn af góðum þorski á stuttum tíma, en við reynum að taka löngu og ýsu með,“ sagði Ólafur Óskarsson, stýrimaður á Kristínu ÞH 157, í samtali í gær, en þeir voru þá nýbúnir að leggja línuna undan Vík í Mýrdal. Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri á Grímseyj- arbátnum Hafborgu EA 152, tók enn sterkar til orða um aflabrögðin. „Mig langaði að prófa einu sinni að róa frá Grundarfirði og ég ætla aldrei aftur að leggja net fyrir norðan. Hér er allt öðru vísi fiskur, stærri, miklu hold- meiri og með miklu minni haus. Hérna er bara mok,“ sagði Óli á Hafborginni. Aflabrögð hafa víða verið góð það sem af er ári og þá sérstaklega í Breiðafirðinum. Margir eru langt komnir með þorskvótann. Sverrir Vil- bergsson, hafnarstjóri í Grindavík, sagði að það hefði verið reytingsfiskirí hjá flestum, en undanfarið hafa yfir 20-25 bátar landað þar. Fimm lagnir og síðan landað á sjötta degi „En það er af og frá að það sé ein- hver vertíðarstemning yfir þessu, það er löngu liðin tíð,“ sagði Sverrir. „Netaveiðar heyra bráðum sögunni til og þessir hefðbundnu vertíðarbátar sjást varla lengur. Svo eru margir kvótalitlir og ef menn fiska of vel þá lenda þeir í veiðistýringu,“ sagði Sverrir. Níu stórir línubátar eru gerðir út frá Grindavík í vetur, Vísir er með fimm þeirra og Þorbjörn með fjóra. Kristín ÞH er eitt þessara skipa og sagði Ólafur Óskarsson að þeir tækju fimm lagnir og lönduðu síðan á sjötta degi, nema þegar búið væri að fylla skipið fyrr. „Í síðasta túr vorum við á löngu og þorski sunnan við Eyjar, suð- ur úr Surtinum, og þar var góð veiði. Við fengum mest 24 tonn í lögn og vor- um komnir með fullfermi eða yfir 70 tonn áður en við náðum fjórum lögn- um.“ Aðspurður um kvóta sagði Ólafur að Vísismenn hefðu verið framsýnir og aflaheimildir væru nokkuð góðar í flestum tegundum. Hann sagði að á haustin væri yfirleitt lagt upp á Djúpavogi og Húsavík, en á vetr- arvertíð í Grindavík. Auk þessara staða er Vísir með fiskvinnslu á Þing- eyri. Fjórtán eru um borð hverju sinni. Fæsta daga fara allar trossurnar sjö í sjó Fjórmenningarnir á Hafborgu EA, 48 tonna bát frá Grímsey, hafa gert það gott síðan þeir byrjuðu á þorska- netum frá Grundarfirði 10. febrúar. Þeir hafa farið 12 róðra og eru komnir með 120 tonn af þeim 150 tonnum sem eftir voru af þorskkvótanum. Tak- markið er að ná kvótanum fyrir mán- aðamót. Í gær var kaldaskítur og þeir voru á landleið upp úr hádegi með átta tonn úr fjórum trossum. „Við vorum með 15 tonn á mánudag og 24 á sunnudag úr sjö trossum, en fæsta daga fara trossurnar allar í sjó, segir Óli Þorláksson. Báturinn gæti borið allt að 30 tonnum, en þá þyrfti talsvert af aflanum að vera laust. „Hér í Breiðafirðinum er rosalegur haugur af fiski um allan sjó. Við erum aðallega í vandræðum að fá ekki of mikið í trossurnar. Það er bara dýrðarljómi að vera hér í Grundafirði. Þó að það sé hvasst er sjaldan kvika hérna. Á þess- um tíma vorum við alltaf í haugasjó við Grímsey.“ Spurður hvort nokkurra mánaða sumarleyfi tæki við þegar netavertíð- inni lyki sagði Óli svo ekki vera. Hann ætti eftir að veiða ufsa og kola á Haf- borginni og ætti auk þess krókaafla- marksbát sem hann ætlaði að róa á frá Grímsey í sumar. Hafborgin er í við- skiptum við GPG fiskverkun á Húsa- vík og fá þeir fast verð, rúmlega 300 krónur á kíló. Aflanum er ekið frá Grundarfirði til Húsavíkur þar sem hann fer að mestu í salt. Á fiskmörkuðum hafa undanfarið fengist um 330 krónur fyrir kíló af óslægðum þorski, rúmlega 300 krónur fyrir kíló af ýsu og um 180 krónur fyr- ir ufsann. Haugur af fiski um allan sjó  Ekkert mál að fylla bátinn af góðum þorski á stuttum tíma  Hefðbundnir vertíðarbátar sjást varla lengur  Ætlar aldrei aftur á þorskanet frá Grímsey Heildarstaða afla Þorskur Aflamark: 127.923 Afli t. aflamarks: 75.572 Hlutfall: 56,7% Aflatölur í tonnum Ýsa Aflamark: 61.887 Afli t. aflamarks: 26.023 Hlutfall: 42,1% Ufsi Aflamark: 48.195 Afli t. aflamarks: 22.822 Hlutfall: 47,4% Karfi Aflamark: 50.105 Afli t. aflamarks: 25.795 Hlutfall: 51,5% Langa Aflamark: 5.888 Afli t. aflamarks: 3.176 Hlutfall: 53,9% Skötuselur Aflamark: 2.449 Afli t. aflamarks: 2.010 Hlutfall: 82% Á netum Guðlaugur Óli Þorláksson hefur róið frá Grundarfirði í vetur. Á línu Ólafur Óskarsson stýrimaður á Kristínu ÞH 157.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.