Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 24.02.2010, Síða 14
Í HNOTSKURN » Konur verða fleiri hlut-fallslega en nokkru sinni fyrr í ríkisstjórn Danmerkur eftir uppstokkunina. » Konur voru í níu ráð-herraembættum af 20 í stjórn Pouls Nyrups Ras- mussens frá 23. febrúar til 21. desember 2000, eða 45% ráð- herranna. Konur eru nú í níu embættum af 19, eða í 47,4% ráðherraembættanna. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LARS Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, kom mörgum stjórnmálaskýrendum á óvart í gær með meiri uppstokkun á ríkisstjórn sinni en búist var við. Eftir upp- stokkunina gegna konur í fyrsta skipti embættum utanríkis- og varn- armálaráðherra í Danmörku. Lene Espersen, leiðtogi Íhalds- flokksins, verður utanríkisráðherra og tekur við embættinu af Per Stig Møller sem verður menningarmála- ráðherra. Espersen, sem er 44 ára að aldri, hefur farið með efnahags-, við- skipta- og iðnaðarmál í stjórninni. Hún var áður dómsmálaráðherra. Gade víkur úr stjórninni Þingkonan Gitte Lillelund Bech, sem er 41 árs, verður fyrsta konan til að gegna embætti varnarmálaráð- herra í Danmörku. Hún tekur við af Søren Gade, einum af vinsælustu ráðherrum stjórnarinnar. Gade tilkynnti skömmu fyrir upp- stokkunina að hann hygðist láta af embætti og hætta afskiptum af stjórnmálum. Hann kvaðst hafa tek- ið þá ákvörðun með hagsmuni lands- ins að leiðarljósi vegna nokkurra at- burða sem hefðu grafið undan trausti landsmanna á varnarmála- ráðuneytinu. Ákvörðun hans er meðal annars Uppstokkun Løkke talin koma of seint  Konur fara í fyrsta skipti með utanríkis- og varnarmál Dana rakin til deilu hans við herinn um umdeilda bók um störf sérsveita Dana í Afganistan. Deilan blossaði upp eftir að yfirmaður í danska hern- um þýddi bókina á arabísku þótt ráð- herrann hefði varað við því að hún gæti veitt uppreisnarmönnum í Afg- anistan góða innsýn í störf sveitanna og þannig stefnt dönskum hermönn- um í hættu. Sjö ráðherrar hætta Margir stjórnmálaskýrendur sögðu að það hefði komið þeim á óvart hversu viðamikil uppstokkunin var. Sjö ráðherrar hætta í ríkis- stjórninni og flestir hinna skipta um ráðuneyti. Aðeins þrír ráðherrar halda embættum sínum. Lars Løkke Rasmussen varð for- sætisráðherra í apríl á liðnu ári þeg- ar Anders Fogh Rasmussen lét af embætti til að verða framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins. Ríkisstjórn hægri- og miðflokk- anna hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum að undanförnu. Danskir stjórnmálaskýrendur sögðu að uppstokkunin væri líkleg til að blása nýju lífi í ríkisstjórnina fyrir næstu þingkosningar sem eiga að fara fram í nóvember á næsta ári. Nokkrir þeirra töldu þó að upp- stokkunin kæmi of seint. „Eftir á að hyggja hefði Løkke átt að gera þetta fyrr, úr því að hann ákvað að ráðast í svo stóra uppstokk- un,“ sagði Kristian Madsen, stjórn- málaskýrandi á vef danska dagblaðs- ins Politiken. „Kosningarnar verða ekki síðar en eftir hálft annað ár og erfitt verður fyrir nýju ráðherrana að láta til sín taka í málaflokkum sín- um á svo skömmum tíma.“ Lene Espersen Gitte L. Bech 14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 „ÞAÐ er einsdæmi meðal fiska hvað túnfiskurinn syndir langar vega- lengdir. Í Norður-Atlantshafi hrygnir þessi fiskur annars vegar í Mexíkóflóa og hins vegar í Miðjarð- arhafi. Þaðan syndir hann út í Atlantshaf og allt norður til Íslands og Norður- Noregs í fæð- ugöngum á haust- in. Svipaða far- hegðun er að finna hjá sömu tegund í Kyrra- hafi og er ótrú- lega löng vegalengd fyrir fisk. Ég veit ekki önnur dæmi um fiska sem synda sambærilegar vegalengdir í reglulegum göngum milli fæðu- og hrygningasvæða,“ segir Droplaug Ólafsdóttir, sérfræðingur á nytja- stofnasviði Hafrannsóknastofnunar, um ferðir túnfiska. Eru ferðir túnfiska því í líkingu við ferðir hvala, hvað þeir fara langt? „Já. Þetta er alveg í líkingu við far margra hvala þó að þeir hval- ir sem lengst fara leggi sennilega eitthvað lengri vegalendir að baki í sínum árlegu göngum. Eina túnfisktegundin Droplaug bætir því við að túnfiskurinn sem sést við Ísland sé stundum kallaður bláuggatúnfiskur sem sé bein þýðing úr enska heitinu bluefin tuna. „Á íslensku hefur hann einfald- lega verið kallaður túnfiskur, enda eina túnfisktegundin sem gengur hingað. Tegundinni er skipt í tvo stofna í Norður-Atlantshafi með línu sem liggur beint í suður frá syðsta odda Grænlands. Vitað er að tölu- vert far er milli stofnanna og hefur það valdið nokkrum áhyggjum í tengslum við stjórnun veiða úr stofnunum vegna þess að stofninn sem er Ameríkumegin er miklu minni en sá sem er Evrópumegin. Þegar skipting stofnanna var ákveðin fyrir um 40 árum voru litlar veiðar stundaðar á úthafinu sitt hvorum megin línunnar og menn höfðu því litlar áhyggjur af blöndun stofnanna á miðju Atlantshafi. Síð- ustu áratugi hafa veiðar á miðju Atl- antshafinu hins vegar aukist mjög mikið með aukinni hættu á að fiskur úr þessum litla vestari stofni fari yfir línuna og verði veiddur Evrópu- megin þar sem veiðálagið er mun meira, enda stofninn þar stærri.“ Heimild: Alþjóðatúnfiskráðið (ICCAT) * Túnis, Marokkó, Alsír og Líbía ** Þar með talið Kína, Króatía, S-Kórea og Taívan TÚNFISKUR Í ATLANTSHAFINU Alþjóðleg verslun með Norður-Atlantshafstúnfisk, eða bláuggatúnfisk, eða einfaldlega túnfisk, ætti að vera bönnuð til að vernda þennan stóra fisk frá útrýmingu vegna ofveiði Japana, að sögn Evrópusambandsins ÁÆTLUÐ ÁRLEG VEIÐI Byggt á skráðri löndun í þúsundum tonna V-Atlantshafið A-Atlantshafið & Miðjarðarhafið '90 '92 '94 '96 '98 '00 '02 '04 '06 '08 26 36,6 48,9 53,3 42,4 37,4 33,5 32,5 25,9 60 50 40 30 20 10 0 .000 Vegur allt að 680 kg Allt að 4 mN-ATLANTSHAFS TÚNFISKUR Eitt af mestu fardýrum sjávar, ferðast frá hitabeltissvæðum til norðurskautsins Eftirsóttur og seldur dýru verði vegna mikilla gæða kjötsins Getur orðið allt að 30 ára Getur synt á að allt að 40 km hraða og kafað niður að 1 km dýpi SAMANLÖGÐ LEYFILEG VEIÐI Tillaga ICCAT í tonnum Dæmi- gerð skipting kvóta ESB 57% N-Afríka* 27% Japan 9% Aðrir** 7% '07 '08 '09 '10 40 30 20 10 0 þúsund Heildarkvóti Kvóti ESB 16,8 16,2 12,4 7,1 29,5 28,5 22,0 13,5 SVÆÐISBUNDIN DREIFING Kynþroska og ókynþroska fiskar úr vestari og austari stofnunum fara saman í fæðuleit, einkum undan austurströnd N-Ameríku og í miðju Atlantshafinu Þegar hrygningartímabilið hefst snúa kynþroska fiskar ávallt til svæðanna þar sem þeir klöktust út Vestari stofninn Hrygnir í Mexíkóflóa Austari stofninn Hrygnir í Miðjarðarhafinu BANDARÍKIN BRASILÍA Atlantshaf ið Syndir óvenjulangt Droplaug Ólafsdóttir HANN er engin smásmíði hundurinn Georg þar sem hann stillir sér upp við hliðina á körfubolta. Heimsmetabók Guinness hefur nú skorið úr um að Georg sé hæsti hundur sögunnar en hann er hvorki meira né minna en 109 sentimetrar á hæð upp að herðakambi. Það þarf sterkan mann til að bera Georg því hann er 111 kílóa þungur og félli því í þungavigt í hnefaleikum. Georg er Stóri Dani (e. Great Dane) en slíkir hundar hafa átt heimsmetið yfir hæstu hunda heims. Georg er ekki ódýr í rekstri því á hverjum mánuði torgar hann um 50 kílóum af mat. Hann hefur þar með velt Títan, öðrum Stóra Dana, úr sessi sem hæsti hundur heims en hann er um 1,9 cm hærri. Georg er plássfrekur með endemum og þurfti um daginn þrjú sæti í flugvél á leið til Chicago þar sem hann kom fram opinberlega. Vakti hann svo mikla athygli í vélinni að flugstjórinn skipaði farþegum að spenna beltin. SÁ HÆSTI Í SÖGUNNI Reuters SPÆNSKIR sjómenn gætu náð yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni í Norðursjó ef breytingartillögur á Sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (CFP) ná fram að ganga í Brussel. Þetta er mat Struan Stevenson, þingmanns skoska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, sem varar við afleið- ingunum fyrir skoskan sjávarútveg. Stevenson, sem er aðstoðar- formaður sjávarútvegsnefndar Evrópuþingsins, óttast þannig að breytingartillögurnar muni leiða til nýrrar skilgreiningar á skoskum veiðiréttindum sem aftur muni greiða götuna fyrir því að þau geti fallið í eigu erlendra aðila. Vísar til Grænbókarinnar Máli sínu til stuðnings vísar Steven- son til 139 breytingatillagna í svo- kallaðri Grænbók um breytingar á fiskveiðistefnunni sem ætlunin er að kosið verði um á Evrópuþinginu í dag. Með breytingum verði erlend- um sjávarútvegsfyrirtækjum gert kleift að taka yfir fiskveiðiréttindin, enda sé ætlunin að samþykkja lög þar sem „aðgangur að aflaheim- ildum verði ekki lengur eingöngu byggður á sögulegri nýtingu“. Hans mat sé að breytingin kunni að fela í sér að núverandi reglum verði umbylt þannig að aflaheim- ildum verði ekki lengur úthlutað í hlutfalli við veiðireynslu Skota. „Ef þessum reglum verður breytt geta spænskir sjómenn fært rök fyr- ir því að þeir eigi sama nýtingarrétt og við á veiðisvæðum okkar í Norð- ursjó og vestur af Skotlandi,“ segir Stevenson og bætir því við að afleið- ingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir skoska sjómenn enda geti Spánverj- ar landað aflanum í heimahöfn. Miðin fari ekki á brunaútsölu Stevenson tekur fram að þótt hann sé mjög hlynntur umbótum á sjáv- arútvegsstefnunni, sem hafi reynst skoskum sjávarútvegi afar illa, sé hann staðráðinn í að tryggja að Skotar setji ekki fiskimið sín á brunaútsölu. Viðaukum sé ætlað að vernda skoskan sjávarútveg. Skotar gætu misst fiskveiðiréttindin Reuters Úrval Á fiskmarkaði í Madrid. Evrópuþingmaður varar við innrás spænska flotans í skosku landhelgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.