Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 KVENNAKÓR Garðabæjar fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir og efnir til djasstónleika í gamla Hag- kaupshúsinu á Garðatorgi næstkomandi fimmtudag undir yfirskriftinni „Djass á góu“. Á efnisskránni verða þekkt söng- lög, flest íslensk sem flutt verða í djassbúningi við undir- leik þeirra Ómars og Óskars Guðjónssona, Matthíasar Hemstock og Tómasar R. Einarssonar, en einnig kemur söngkonan Þuríður Sigurðardóttir fram með kórnum. Stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar er sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Tónlist Góudjass á Garða- torgi í Garðabæ Þuríður Sigurðardóttir Á SÍÐASTA ári kom út bókin Allir í leik: Söngvaleikir barna eftir Unu Margréti Jóns- dóttur, sem er fræðileg úttekt á söngvaleikjum barna á Ís- landi með ítarefni um uppruna leikjanna og tilbrigðin við þá. Una Margrét hefur rannsakað íslenska leikjasöngva frá árinu 1999 og á morgun, miðvikudag, fjallar hún um leikjasöngva á borð við „Fram fram fylking“ og „Bimm bamm bimm bamm“ og tengsl þeirra við sams konar söngva erlendis í fyrirlestri á veg- um Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 17:00, verður hald- inn í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu. Þjóðfræði Fram fram fylking í Borgarbókasafninu Una Margrét Jónsdóttir KATRÍN Elvarsdóttir opnar ljósmyndasýningu sem kallast Hvergiland í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu næstkomandi fimmtudag. Katrín lauk B.F.A. gráðu frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan þá sýnt víða, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og á Íslandi. Í texta sem Sigrún Sigurð- ardóttir hefur ritað um sýn- ingu Katrínar segir m.a.: „[Katrín Elvarsdóttir] beitir ljósmyndinni til að skapa ímyndaðan heim sem sprottinn er úr veruleikanum sjálfum og dregur þannig fram framandleika umhverfis sem alla jafna er álitið hversdagslegt.“ Ljósmyndun Hvergiland í Lista- safni Reykjavíkur Katrín Elvarsdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is VÍKINGUR Heiðar Ólafsson hefur verið á allra vörum frá því hann sigraði í háskólaflokki píanó- keppni Íslandsdeildar Evrópusambands píanó- kennara fyrir rúmum níu árum. Frá þeim tíma hef- ur vegur hans vaxið hér heima og erlendis og hann er marglofaður og -verðlaunaður fyrir frammistöðu sína og nægir að nefna að hann hefur tvívegis feng- ið Íslensku tónlistarverðlaunin og er nú tilnefndur til tvennra verðlauna og hlaut að auki Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir ári. Ekki skortir hann heldur verkefnin; á fimmtu- dags- og föstudagskvöld glímir Víkingur við eitt af helstu verkum píanóbókmenntanna, 1. píanókons- ert Chopins, í Rauðri tónleikaröð Sinfóníunnar, en uppselt er á hvora tveggju tónleikana. Á mánudag flýgur hann svo til Finnlands þar sem hann hyggst spila enn erfiðara verk, þriðja píanókonsert Rak- hmaninoffs með Fílharmóníuhljómsveit Turku í lok næstu viku undir stjórn Petri Sakari, sem er Ís- lendingum að góðu kunnur. Í þessu ljósi kemur kannski ekki á óvart að sam- tal okkar hefst á spjalli um það í hve góðu lík- amlegu formi Víkingur er: „Ég er eiginlega að vinna tvöfald eða þrefalt miðað við það sem venju- lega er og búinn að átta mig á því að formið skiptir gríðarlega miklu máli, enda er það ekkert svo óskylt því að vera íþróttamaður og að vera píanó- leikari; það eru mikil átök að spila píanókonserta og síðan að vera á sífelldu ferðalagi og spennan sem fylgir því að vera að fást við ný og ný verk op- inberlega. Maður þarf að byggja líkamann mark- visst upp, þjálfa bakið og handleggsvöðvana og hafa gott úthald. Þetta er ekki bara spurning um að mæta á staðinn og vera innblásinn og finna ein- hvern anda, þó að það sé mikilvægasti parturinn. Það er fullt af tónlist sem krefst ekki sama út- halds og styrks, en ég held að fólk átti sig ekki allt- af á því hvað það er mikil vinna að spila píanókons- erta og ég las það einhvers staðar á netinu að það væru fáar starfsgreinar þar sem starfsmenn brenndu eins miklu og píanóleikarar gera við það að spila konserta, þannig að það er mjög heilsu- samlegt að spila á píanó,“ segir hann og hlær, „en það getur algerlega farið með sálina í mönnum, maður verður að vera sterkur á báðum sviðum. Þetta verður náttúrlega erfitt en ég er búinn að undirbúa mig vel fyrir báða konsertana á síðustu mánuðum og þetta verður bara skemmtilegt. Þetta er svona – maður verður annars vegar að hugsa vel fram í tímann og svo hinsvegar að taka einn dag í einu.“ Margbrotin tónlist Píanókonsert Chopins hefur verið Víkingi Heiðari hugleikinn í gegnum tíðina. Hann nefnir það að Svana Víkingsdóttir, móðir hans, spilaði konsertinn á sínu lokaprófi í píanóleik og síðan þegar hann var tíu ára fékk hann að gjöf geisladisk með Evgení Kissin að spila píanókonserta Chop- ins. „Kissin var tólf ára þegar diskurinn var tekinn upp og ég einsetti mér að spila báða konsertana þegar ég væri orðinn tólf ára og nú er loks komið að því,“ segir Víkingur og hlær við. „Fyrir mér hef- ur Chopin verið mesta áskorunin og þá ekki bara líkamlega heldur líka ljóðrænt. Þetta er marg- brotin tónlist; mesta áskorunin í henni er það hvað hann teflir fram gífurlega stórum tilfinningum og ástríðum en samt er hún líka innhverf og persónu- leg. Maður þarf að vera með þessar risastóru til- finningar án þess að þær verði yfirborðskenndar og það er vandasamt að finna það jafnvægi. Þetta er æskuverk Chopins, glæsibravúrakonsert en það er svo miklu meira undir yfirborðinu og það er það sem ég er að reyna að ná fram.“ Morgunblaðið/Ernir Áskorun Víkingur Heiðar Ólafsson leikur 1. píanókonsert Chopins með Sinfóníuhljómsveitinni á tvennum tónleikum í Háskólabíói, á fimmtudag og föstu- dag. Hann segir að tónlistin sé margbrotin; Chopin tefli fram gífurlega stórum tilfinningum og ástríðum en samt sé tónlistin líka innhverf og persónuleg. Chopin mesta áskorunin  Leikur 1. píanókonsert Chopins í þessari viku  … og 3. píanókonsert Rakhmaninoffs í næstu viku  Áþekkt að vera íþrótta- maður og píanóleikari Fyrsti píanókonsert Frédéric François Chopins er í raun annar píanókonsert hans, ef svo má segja, því hann samdi opus 21 konsertinn (annan píanókons- ertinn) áður en hann samdi opus 11 konsertinn (fyrsta píanókons- ertinn). Báða konsertana samdi Chop- in um tvítugt og rétt búinn að ljúka námi, þann síðari 1829, og frumflutti hann sjálfur í Varsjá í desember 1829, en þann fyrri frumflutti hann 17. mars 1830 og því vel við hæfi að hann sé flutt- ur á Íslandi núna, fjórum dögum fyrir tvö hundruð ára afmæli tónskáldsins og þrem vikum fyr- ir 180 ára afmæli tónverksins. Konsertarnir voru ekki gefnir út fyrr en 1833 að opus 11 kons- ertinn kom út, en opus 21 kons- ertinn kom út 1836 og var þá þar með orðinn seinni píanókonsert Chopins. Fyrri konsertinn, opus 11, er saminn undir miklum áhrifum frá óperutónskáldinu Bellini og þá aðallega má finna óm úr Normu í verkinu. Fyrsti píanókonsertinn er annar píanókonsertinn Frédéric François Chopin JAPANSKI rit- höfundurinn Ha- ruki Murakami nýtur mikillar og vaxandi hylli um allan heim og einnig hér á landi, en þrjár bóka hans, Sunnan við mærin, vestur af sól, Spútnik-ástin og Eftir skjálft- ann, hafa komið út á íslensku. Fimm ár eru liðin frá síðustu bók Murakamis og sjö ár frá síðustu stóru skáldsögu og því bíða margir óþreyjufullir eftir næstu skáldsögu hans. Austur í Japan þurfa menn ekki að bíða, því skáldsagan 1Q84 hóf að koma út þar í landi á síðasta ári. Þegar hafa tvö bindi bókarinnar komið út, en þriðja bindið kemur út í apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út í enskri þýðingu í september á næsta ári og þriðja bindið einhverju síðar, en þýðendur verða tveir. Þess má geta að bókin er einnig komin út í Kóreu og sat þar nítján vikur í efsta sæti bóksölulistans. Heiti bókarinnar, 1Q84, er orða- leikur, því hljóðin Q og 9 eru eins á japönsku og því vísar titill bók- arinnar til skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell, en ein söguhetja bókarinnar telur sig hafa komist á snoðir um heim til hliðar við okkar sem hún kallar 1Q84 með Q-ið sem spurningarmerki. Þetta er þó ekki eina tengingin við bók Orwells því 1Q84 gerist einnig 1984; fyrsta bind- ið nær yfir tímabilið frá apríl til júní og annað bindið júlí til september. Mikil leynd hvíldi yfir bókinni áð- ur en hún kom út og skapaði slíka spennu að hún seldist í ríflega millj- ón eintökum í Japan í fyrsta útgáfu- mánuðinn. Ný bók Mura- kamis 1Q84 vísar í 1984 eftir George Orwell Haruki Murakami ÞAÐ getur borgað sig að fletta aðeins í hasarblaða- bunkanum áður en honum er hent á haugana; á mánudag seld- ist fyrsta eintak Action Comics á sem nemur um 130 milljónum króna, en fyrsta eintak þess rits er aðallega í metum fyrir það að þar birtist stálmaðurinn Superman í fyrsta sinn. Blaðið kom út í júní 1938, en ekki er vitað um nema 100 eintök af téðu blaði. Þetta tiltekna eintak af Action Co- mics #1 seldist á ríflega tvöfalt hærra verði en áður hefur verið greitt fyrir fyrsta Superman-blaðið, en þetta eintak var eitt af þremur best varðveittu eintökum heims. Þess er og getið að kaupandinn átti eintak fyrir, en ekki í eins góðu ásig- komulagi. Sá sem átti það fyrir keypti það á uppboði fyrir um tutt- ugu milljónir króna fyrir fimmtán árum. Milljónir fyrir fyrsta Super- man-blaðið Fyrsta Superman- blaðið. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það auglýsendur sem borga – fyrir aðgang að okkur! 28 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.