Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
HREYFING komst á Icesave-
viðræður Íslendinga við Breta og
Hollendinga seinni partinn í gær.
Útlit er fyrir að haldnir verði form-
legir fundir í dag á milli Íslendinga
og viðsemjenda.
Íslenska samninganefndin hélt til
London á laugardag, eftir að vera
nýkomin heim með það í farteskinu
að breska samninganefndin hefði
alls ekkert umboð til að skoða nein-
ar nýjar hugmyndir Íslendinga. Nú
virðist hins vegar vera komið annað
hljóð í strokkinn.
„Það hafa verið kynntar fyrir
[Bretum] tilteknar hugmyndir, og
viðbrögð þeirra við þeim hug-
myndum gefa okkur tilefni til þess
að fresta heimför,“ segir Guð-
mundur Árnason sem situr í samn-
inganefndinni. Upphaflega stóð til
að hann héldi til Íslands í gær-
kvöldi.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir jákvæða hreyf-
ingu hafa verið á viðræðunum í
gær. „Ég er þeirrar skoðunar að við
séum nú með besta tækifærið í
höndunum, fyrr og síðar, til að ná
árangri í þessu máli,“ segir Stein-
grímur, sem í gær ræddi bæði við
Paul Myners, bankamálaráðherra
Bretlands, og Jan Kees de Jager,
settan fjármálaráðherra Hollands.
Þær viðræður hafi verið gagnlegar.
Formlegir fundir í dag
Spurður hvort viðsemjendur Ís-
lendinga séu jákvæðari í garð nýrra
hugmynda nú heldur en fyrir helgi,
segir Steingrímur: „Það er allavega
ljóst núna að það er vilji til að skoða
þetta áfram. Menn eru í sambandi
og hafa ekkert gefist upp og til
marks um það eru þessi samskipti.“
Ekki hafa verið haldnir formlegir
fundir milli samninganefndarinnar
og viðsemjenda Íslendinga frá kom-
unni til London á laugardag. „En
það gæti orðið á morgun,“ segir
Guðmundur. Steingrímur tekur
hins vegar fram að ekki sé víst að af
eiginlegum viðræðufundum verði á
morgun. „En hugsanlega verða
tæknilegir samráðsfundir.“
Viðræður komust á skrið
Viðsemjendurnir orðnir jákvæðari fyrir að skoða nýjar hugmyndir Íslendinga
Fjármálaráðherra segir Íslendinga nú hafa sitt besta tækifæri fyrr og síðar
Morgunblaðið/Golli
London Kannski fundað á morgun.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÉG hygg að það sé sanngjarnt að
segja að slíkur velvilji hafi verið til
staðar. Íslensk stjórnvöld hefðu átt
að vera áberandi í viðræðum sínum
við Bretland svo þau hefðu getað
fengið viðurkenningu á því að hafa
lagt fram betra boð eða komið til
móts við sjónarmið Breta. Í staðinn
fór mjög lítið fyrir viðræðunum og
enginn gerði sér grein fyrir því hvað
íslensk stjórnvöld væru að reyna að
gera,“ segir Kevin Doran, stjórnandi
hjá breska almannatengslafyrirtæk-
inu Bell Pottinger Public Affairs, um
skort á almannatengslaherferð í
Bretlandi vegna Icesave-deilunnar í
kjölfar synjunar forseta Íslands.
Morgunblaðið ræddi við Doran um
miðjan janúar en þá kom fram sú
skoðun hans í blaðinu að mikilvægt
væri að bæði íslensk stjórnvöld og al-
menningur veitti breskum fjölmiðlum
viðtöl vegna deilunnar.
Hefði átt að ræða við þjóðina
Nú einum og hálfum mánuði síðar
telur Doran að það hefði verið í þágu
málstaðar Íslands ef Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra hefði rætt
milliliðalaust við breskan almenning í
gegnum fjölmiðla.
Þá telur Doran,
sem er í reglu-
legum sam-
skiptum við
bresku utanríkis-
þjónustuna, að sú
ákvörðun að leita
til bandarískra
stjórnvalda hafi
reynst misráðin.
„Ég held að sú
aðferðafræði að leita til Bandaríkj-
anna til að skapa þrýsting á Breta
hafi heldur ekki hjálpað. Þetta lítur
þannig út að það sé ekki nein að-
gerðaáætlun um almannatengsl í
gangi né heldur hvernig beri að haga
samskiptunum við Bretland […] Ég
hygg að ein heimsókn forsætisráð-
herrans hefði dugað, heimsókn sem
tekið hefði verið eftir. Á þessari
stundu er útlit fyrir að það séu mikil
samskipti í báðar áttir en þau sýnast
örvæntingarfull.“
Ræði við breska íhaldsmenn
Þingkosningarnar eru fram undan
í Bretlandi og metur Doran stöðuna
svo að íslensk stjórnvöld eigi að ræða
við breska Íhaldsflokkinn, sem líklegt
er að taki við völdunum í vor, og skýri
sjónarmið sín í deilunni.
Búast megi við að íhaldsmenn
muni færa sér deiluna í nyt í kosn-
ingabaráttunni með því að gagnrýna
tök stjórnar Verkamannaflokksins í
málinu. Íhaldsflokkurinn muni halda
á lofti hörðum kröfum í málflutningi
sínum um Icesave á næstu vikum.
Doran telur jafnframt að nýlegt til-
boð Íslands hafi ekki vakið mikla at-
hygli og að sú skoðun sé orðin út-
breidd að Íslendingar hafi neitað að
semja, jafnvel þó að samningavið-
ræður færu fram á bak við tjöldin. Ís-
lensk stjórnvöld hafi ekki fengið prik
í bresku pressunni fyrir tilraunir sín-
ar til að leggja fram málamiðlun, sem
aftur kunni að skýra hversu fáir Bret-
ar telji að breska fjármálaráðuneytið
eigi að ganga til samninga.
Engin almannatengslaherferð
Kevin Doran
Breskur almannatengill telur íslensk stjórnvöld ekki hafa upplýst almenning í Bretlandi um nýleg
tilboð sín í Icesave-deilunni Mislukkuð tilraun til að fá Bandaríkin í málið illa séð í Lundúnum
ENGUM varð meint af þegar bíll fór niður um
vök á Rauðavatni í gærkvöldi. Var ökumaður
einn í bílnum. Virðist hann hafa ekið út á ísinn,
sem gaf sig undan þunga bílsins. Var hann búinn
að koma sér á þurrt og beið í öðrum bíl þegar
lögregla og björgunarlið komu á staðinn.
Morgunblaðið/Kristinn
ÍSINN BROTNAÐI UNDAN BÍLNUM
HANNES Hlífar Stefánsson vann
mjög öruggan sigur á lettneska
stórmeistaranum Normunds Miez-
is, í sjöundu umferð MP-Reykjavík-
urmótsins sem fram fór í gær-
kvöldi. Sokolov er nú efstur með 6
vinninga. Jafnir Hannesi í 2.-5. sæti
eru úkraínska undrabarnið Illya
Nyzhnik, Frakkinn Nataf og Ind-
verjinn Gupta. Henrik Danielsen
gerði jafntefli við stigahæsta skák-
mann mótsins, Vladmir Baklan,
með svörtu. Guðmundur Kjartans-
son gerði jafntefli við úkraínsku
goðsögnina Oleg Romanishin og
Örn Leó Jóhannsson, sem er aðeins
16 ára, sigraði Jóhann H. Ragnars-
son og er með 4 vinninga.
Áttunda og næstsíðasta umferð
fer fram í dag.
Öruggur
sigur
Morgunblaðið/Ómar
Mát Friðrik Ólafsson stórmeistari
var með skákskýringar á mótinu.
Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup
sem sagt var frá í kvöldfréttum
Útvarps í gær, ætla 74% þjóðar-
innar að kjósa gegn Icesave-
lögunum. 19% sögðust ætla að
kjósa með lögunum, en 8% ætla
að skila auðu. Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra
segir það ekki koma á óvart að
færri styðji lögin nú þegar glitti
í að mögulega sé hægt að ná
samningum sem eru hagstæð-
ari en þeir sem lögin byggjast á.
Þrír fjórðu segja nei
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð nýtur meira fylgis en Sam-
fylkingin, samkvæmt könnun Capa-
cent Gallup sem RÚV greindi frá í
gær. Er þetta í fyrsta skipti frá því
ríkisstjórn VG og Samfylkingar-
innar var mynduð, sem VG nýtur
meira fylgis en samstarfsflokk-
urinn. Vinstri græn njóta stuðnings
25% þjóðarinnar skv. könnuninni,
en Samfylkingu styðja 23,2%. Í síð-
ustu könnun, sem gerð var í janúar,
fengu báðir flokkar 25%.
Ríkisstjórnin nýtur 47% fylgis,
samanborið við 50% í janúar. Lægst
fór fylgi ríkisstjórnarinnar í 46% í
desember.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur skv.
könnuninni mest fylgis íslensku
stjórnmálaflokkanna, og er með
32%, sem er sama fylgi og flokk-
urinn var með í janúar. Framsókn
styðja 14% og hefur flokkurinn
bætt við sig einu prósentustigi frá
því í janúar. Fimm prósent sögðust
styðja aðra flokka.
Vinstri græn
stærri en
Samfylking