Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
hann nemendum mikinn áhuga og
spurði þá í þaula um nám þeirra.
Hann sagði gjarnan sögur frá því
þegar hann sjálfur var nemandi við
skólann, prófessor og rektor.
Greinilegt var að sá tími var hon-
um mjög kær. Ármann sýndi námi
mínu og síðar starfi mikinn áhuga.
Það var bæði gagnlegt og
skemmtilegt að ræða við hann um
þau lögfræðilegu viðfangsefni sem
ég var að kljást við. Þegar ég skrif-
aði lokaritgerð mína við lagadeild-
ina fylgdist Ármann grannt með og
hvatti hann mig til dáða. Hvatning
hans á þeim tíma, sem og til alls
míns náms, var mér ómetanleg.
Það var einstakt lán og forrétt-
indi fyrir mig að kynnast Ármanni
og að því mun ég búa alla ævi. Ég
kveð hann með söknuð í huga en
um leið þakklæti fyrir góða og
kæra vináttu. Valborgu og fjöl-
skyldu þeirra hjóna votta ég mína
dýpstu samúð.
Barbara Inga Albertsdóttir.
Þegar ég var við nám í lagadeild
á níunda áratugnum tók ég að mér
framkvæmdastjórn norræna laga-
nemamótsins. Við undirbúning
þess var mér bent á að hafa sam-
band við Ármann Snævarr og leita
liðsinnis hans. Það reyndist mikið
gæfuspor bæði fyrir mig og mótið
sjálft. Ármann tók mér afar vin-
samlega og í raun eins og ég væri
að gera honum sérstakan greiða
með því óska eftir aðstoð hans. Bað
hann mig að hika ekki við að leita
til sín í stóru jafnt sem smáu og
hefur eflaust ekki gert sér í hug-
arlund hvað hann var að kalla yfir
sig. Ármann nefndi nöfn úr hópi
þekktustu fræðimanna Norður-
landa sem fengur væri að að fá til
mótsins. Ég skrifaði þeim bréf og
þótt dönskukunnáttan væri ekki
upp á marga fiska gerði ég mér
grein fyrir að texti bréfsins væri
það sennilega ekki heldur. Ég bað
því Ármann að lesa bréfið yfir og
að loknum yfirlestri tók við vand-
ræðaleg þögn þar sem togaðist á í
Ármanni háttvísi hans annars veg-
ar og nákvæmni fræðimannsins
hins vegar. Loks sagði Ármann:
„Heyrðu Helgi á ég ekki bara að
gera þetta fyrir þig.“ Þetta voru
hin bestu málalok og ekki liðinn
dagurinn þegar Ármann hringdi og
sagði mér að bréfin væru tilbúin á
dönsku, norsku og sænsku. Ár-
mann varð þannig óopinber ritari
mótsins og annaðist skrifleg sam-
skipti við fyrirlesara og félög laga-
nema á Norðurlöndunum auk ým-
issa annarra verkefna. „Verðum
við ekki að reyna að leysa þetta“
var jafnan viðkvæði Ármanns þeg-
ar ég kom með hin ýmsu erindi inn
á borð til hans. Þótt fleirtalan væri
notuð lærði ég fljótt að þetta þýddi
að hann sá um að vinna verkið en
ég skrifaði nafnið mitt undir.
Þegar kom að því að setja saman
dagskrá mótsins varð æ algengara
að koma við hjá Ármanni og þau
samtöl enduðu oft með því að ann-
ar hvor okkar sagði „Verðum við
ekki að reyna að leysa þetta“ og
vissu þá báðir hvað átt var við.
Lagður var mikill metnaður í að
dagskrá mótsins byði upp á allt
það sem áður hafði tíðkast en við
sáum þó fyrir erfiðleika með mót-
töku hjá forseta Íslands og Geysi-
sgos. Ég bar þetta upp við Ármann
og endaði að venju með þeim orð-
um að við yrðum að leysa þetta
sem gekk eftir. Ég þykist vita að
persónulegt samband hans við þá-
verandi forseta hafi ráðið miklu um
hið fyrra en hvaða sambönd Ár-
mann hafði til að útvega Geysisgos
reyni ég ekki að útskýra. Þessi
reynsla varð þó til þess að ég var
sannfærður um að það væru ekki
mörg vandamál sem ekki væri
hægt að leysa með hjálp Ármanns
Snævarr. Sá áhugi og dugnaður
sem Ármann sýndi þessu verkefni
var einkennandi fyrir viðhorf hans
til laganema og Orators.
Þegar Ármanni var veitt heið-
ursmerki Orators nokkru síðar
varð nokkur umræða um hvaða
skilyrði þyrfti að uppfylla til að
hljóta slíka viðurkenningu. Helstu
mótrökin fyrir of ströngum skil-
yrðum voru að þá myndi enginn
hljóta þessa viðurkenningu nema
Ármann Snævarr. Að leiðarlokum
þakka ég Ármanni góða viðkynn-
ingu, og þá fyrirmynd sem hann
var mér ungum laganema í skipu-
lögðum, skjótum og vönduðum
vinnubrögðum. Fjölskyldu hans
færi ég innilegar samúðarkveðjur.
Helgi Sigurðsson.
Ármann Snævarr sýndi mér
strax vinsemd, þegar við við kynnt-
umst í lagadeild Háskóla Íslands. Á
þeim tíma var samband prófessora
og nemenda annað og almennt
formlegra en síðar hefur orðið,
auðveldaði það öll samskipti okkar,
að hann bauð mér hátíðlega að
verða dús. Honum var ljúft að
minnast þess, að faðir minn hafði
verið meðal prófessora hans í laga-
deildinni.
Ármann var rektor Háskóla Ís-
lands meginhluta námstíma míns í
skólanum. Sem varaformaður og
formaður stúdentaráðs átti ég mikil
og góð samskipti við rektor og
kynntist því frá fyrstu hendi, hve
annt Ármanni var um hag stúd-
enta. Hann lagði þar mikilvægan
skerf af mörkum, sem reynst hefur
námsmönnum við skólann heilla-
drjúgur í 42 ár og orðið fyrirmynd í
öðrum skólum. Vísa ég þar til Fé-
lagsstofnunar stúdenta.
Fyrir daga stofnunarinnar
þvældust framkvæmda- og hags-
munamál í þágu stúdenta árum eða
jafnvel áratugum saman á milli
stúdentaráðs, háskólaráðs og
stjórnvalda. Ármann Snævarr
beitti sér á vettvangi háskólaráðs
fyrir samstarfi við stúdentaráð um
gerð tillagna að lagafrumvarpi, sem
var síðan fullmótað í samvinnu við
menntamálaráðuneytið og flutt af
Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð-
herra. Gat samvinnan af sér lögin
um Félagsstofnun stúdenta á árinu
1968.
Fyrirmyndin var sótt til Stud-
entsamskipnaden við háskólann í
Ósló. Sem lögfræðikandídat hélt
Ármann til Noregs á mót laganema
og ungra lögfræðinga sumarið
1947. Hafþór Guðmundsson lögfræ-
ðikandídat var auk þess í förinni og
laganemarnir Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Geir Hallgrímsson og
Guðmundur Ásmundsson, sem rit-
aði ferðasögu í tímaritið Úlfljót.
Þar segir frá frækilegri framgöngu
Ármanns í knattspyrnu, hindrunar-
hlaupi og í boccia-liði með Þorvaldi
Garðari.
Í norræna laganemastarfinu tók-
ust kynni Íslendinga við Norð-
manninn Tönnes Andenæs, sem
síðan lagði mikla rækt við Ísland,
þar til hann fórst í járnbrautarslysi
árið 1975. Tönnes tók að sér, áður
en hann lauk lagaprófi, að stofna
Universitetsforlaget við Student-
samskipnaden í Ósló, sem annar Ís-
landsvinur, Kristian Ottosen,
stjórnaði. Vegna kynna okkar Ár-
manns við fjölskylduvin minn Tön-
nes fengum við þá Tönnes og
Kristian til að koma hingað til
lands og kynna Studentsamskipna-
den og efla þannig stuðning við
hugmyndina um Félagsstofnun
stúdenta.
Án einlægs áhuga Ármanns og
eindregins stuðnings hefðu lög ekki
verið sett um Félagsstofnun stúd-
enta. Að því unnu stúdentar á Ís-
landi í náinni og góðri samvinnu við
rektor skóla síns á sama tíma og
spenna myndaðist í háskólum víða í
Evrópu og Bandaríkjunum í anda
stúdentaóeirðanna í París, sem síð-
an hafa verið kennd við 68.
Á hinstu kveðjustundu Ármanns
er mér þakklæti og virðing efst í
huga. Þakklæti fyrir vinarhug hans
í áranna rás og virðing fyrir leið-
sögn hans í laganámi og framsýni
hans í rektorsstörfum. Með Ár-
manni er kvaddur merkur fræði-
maður og leiðtogi á vettvangi Há-
skóla Íslands.
Við Rut vottum Valborgu, ekkju
Ármanns, og ástvinum öllum inni-
lega samúð. Blessuð sé minning
Ármanns Snævars.
Björn Bjarnason.
Fleiri minningargreinar um Ár-
mann Snævarr bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Ingibjörg Sig-urjónsdóttir
fæddist í Borgum í
Nesjum 25. mars
1919. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Grund 16. febrúar
2010.
Foreldrar hennar
voru Guðný Magnea
Pétursdóttir, hús-
móðir, f. 1893, d.
1978, og Sigurjón
Einarsson, bóndi, f.
1893, d. 1975.
Systkini Ingibjarg-
ar voru Einar Sigurjónsson, vega-
verkstjóri, f. 1917, d. 2003. Sig-
urlaug Sigurjónsdóttir (Silla),
húsfreyja á Reykjum á Skeiðum, f.
1926. Gunnar Sigurjónson, raf-
virkjameistari, f. 1929. Guðmundur
Sigurjónsson (Gúndi), bílstjóri f.
1929.
Ingibjörg giftist 11. nóvember
1944 Birni Kristjánssyni, f. 5. júlí
1920. Foreldrar hans voru Rann-
veig Oddsdóttir, f. 1890, d. 1986,
og Kristján Franklín Björnsson,
húsasmíðameistari, hreppstjóri og
bóndi á Steinum í
Stafholtstungum.
Dætur Ingibjargar
og Björns eru 1)
Birna, f. 1947, gift
Braga Gíslasyni, f.
1938. Börn þeirra eru
a) Björn Kristján
Bragason, f. 1983, og
hann á eina dóttur
Særósu Maríu, f.
2008. b) Sigríður
Björk Bragadóttir, f.
1988. c) Bjarki Steinn
Bragason, f. 1990. 2)
Rannveig, f. 1955,
gift Þórarni Flosa Guðmundssyni,
f. 1952. Börn þeirra eru a) Birna
Lára Þórarinsdóttir, f. 1977, synir
hennar eru Kjartan Ingi Þórisson
og Guðmundur Flosi Þórisson.
Sambýlismaður Birnu er Rík-
harður Utley, f. 1970. b) Ingibjörg
Kristín, f. 1982, gift Pétri Gunnari
Þór Árnasyni, f. 1970, og eiga þau
eina dóttur, Guðnýju Magneu, f.
2005. c) Valdimar Guðmundur, f.
1986.
Ingibjörg var jarðsungin frá
Grensáskirkju 25. febrúar.
Móðir mín nú kallið barst
frá himins himna föður.
Og er þinn sálar strengur brast
ei þrautir lengur hefur.
Þig englar sóttu, er þú varst sátt
að ljúka lífsins streði.
Nú lifir þú á himnum hátt
við allsnægtir og gleði.
Þrautum þínum þungum létt
er lagðir þú af stað.
Til ríkis þess er himna faðir
oss veitir friðar stað.
Nú lifir þú í nýjum heimi
og býrð þér samastað.
Við englasöng í alheimsgeimi
Guðs fóta faðma skar.
Elsku mamma, takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman og þau forréttindi að vera
samtíða þér.
Rannveig og Flosi.
Elsku amma mín
Þakka þér fyrir að benda mér á
að ég sé mannkyninu ómissandi.
Þakka þér fyrir að gera mér ljóst
að forfeður eru fólk eins og við – og
að skyldleikatengsl eru milli allra
jarðarbúa. Þakka þér fyrir að vera
amma mín og besti vinur minn.
Nú hefurðu loksins fengið hina
langþráðu hvíld sem að þú varst
búin að bíða eftir svo lengi. Nú haf-
ið þið afi fengið að hittast aftur við
gullna hliðið eins og þegar þið
kynntust fyrir tæpum 70 árum
þegar þér var boðið í leikhús að sjá
Gullna hliðið með nokkrum vinkon-
um og nokkrum strákum úr Iðn-
skólanum og þar hittust þið fyrst
við gullna hliðið. Þú fékkst aldrei
leið á því að segja okkur frá þess-
ari leikhúsferð.
Þú áttir nóg af sögum að segja
okkur þegar við vorum hjá þér,
sögum frá því að þú varst lítil
stelpa í Hraunkoti og svo þegar þú
varst að koma til Reykjavíkur. Það
var þér líka mjög mikilvægt að við
kynnum að lesa þegar við fórum í
skóla og tókst þú það að þér að
kenna okkur að lesa og skrifa, en
auðvitað mátti nú ekki gleyma
heimilisstörfunum og kenndir þú
þau eins og annað. Að elda, þvo
þvott, strauja og hvað annað sem
þurfti að gera kenndir þú með ein-
stakri þolinmæði.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu stundirnar við sjáumst aftur
seinna
Ég vildi að ég hefði blíða brosið
þitt
og notalegu hendurnar þínar.
Ég vildi að ég ætti styrk þinn.
Þín,
Ingibjörg (Inga Stína,)
Pétur og Guðný Magnea.
„Kærleikurinn er sterkasta aflið sem
til er í heiminum og þó jafnframt hið
hógværasta sem unnt er að hugsa
sér.“
(Mahatma Gandhi)
Elsku amma Imma. Við kveðjum
þig nú eftir yndislega samveru.
Minningarnar sem við eigum mun-
um við geyma í hjörtum okkar og
ylja okkur við, en þær eru ótal
margar. Þú varst alltaf svo létt og
kát og alltaf til í að syngja, spila
eða taka nokkur létt dansspor á
stofugólfinu. Það var alltaf gott að
koma til ykkar afa eftir skóla, fyrst
í Tjarnarbólið og svo á Skólabraut-
ina, og fá smásnarl áður en heima-
vinnan var gerð og svo mátti leika.
Þolinmæði þín var líka alveg ein-
stök, eins og þegar þú reyndir að
kenna mér að hekla kringlótta
dúka. Dúkarnir hjá mér voru líkari
gyðingahúfum í laginu en dúkum.
Mér er líka mjög minnisstætt þeg-
ar þú varst að kenna mér að gera
pönnukökur og sagðir mér að setja
slatta af hveiti í skál. Ég hef verið
um tíu ára gömul og fannst „slatti“
skrítin mælieining, svo ég spurði:
„Amma, hvernig mælir maður
slatta?“
Við gátum alltaf leitað til þín ef
ullarleistar eða vettlingar var orðið
of lítið, eða ef það þurfti að bæta,
laga eða sauma eitthvað nýtt. Bara
ein kvöldstund og daginn eftir voru
tilbúnir nýir ullarleistar eða vett-
lingar.
Það var alltaf svo gaman að
hlusta á þig þegar þú sagðir frá,
bæði þegar þú varst lítil austur í
Hornafirði og austur í Hraunkoti.
Ein skemmtilegasta sagan var þeg-
ar langamma hafði farið í burtu og
langafi fór að ná í klaka til að
bræða svo þið hefðuð vatn. Og þú
komst til Einars bróður þíns og
spurðir: „Veistu hvað við fáum í
kvöldmat? Við fáum soðinn klaka.“
Ferðalögin með ykkur afa voru
fjölmörg en flest þeirra hér innan-
lands. Við fórum þó eina ferð með
ykkur út fyrir landsteinana, til Jer-
sey. Sú ferð var æðisleg og ég man
enn eftir hótelinu, sjómannakirkj-
unni, Elísabetarkastalanum, dýra-
garðinum, fiðrildagarðinum, djöfla-
holunni og herspítalanum sem afi
leiddi mig í gegnum og margt
fleira.
Þú lagðir alltaf mikla áherslu á
að líta vel út og vera snyrtileg, en
hafðir aldrei stigið inn á snyrti-
stofu fyrr en ég bauð þér í dekur
hjá mér þegar ég var að nema
snyrtifræðina. Þetta var einstakur
dagur hjá okkur þar sem ég fékk
tækifæri á að dekra við þig eins og
(svo ég noti þín orð) drottningu.
Alltaf var mikið sungið og oft
dansað líka. Þið afi studduð okkur
systkinin í dansnám og nú er svo
komið að langömmustákarnir eru
komnir mjög langt í dansinum. Ég
veit að þú verður með okkur í anda
úti í Blackpool nú um páskana, en
Kjartan verður að keppa þar. Það
gladdi þig mjög mikið hvað dreng-
irnir hafa mikinn áhuga á dans-
íþróttinni.
Síðustu þrjú árin voru þér erfið
eftir að afi kvaddi okkur, en nú er-
uð þið saman á ný og ég veit að afi
beið eftir þér við Gullna hliðið í
sínu fínasta pússi.
Birna Lára Þórarinsdóttir.
Ingibjörg
Sigurjónsdóttir
Gott verð - Góð þjónusta
STEINSMIÐJAN REIN
Viðarhöfða 1, 110 Rvk
Sími 566 7878
Netfang: rein@rein.is
www.rein.is
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
20-50% afsláttur
af völdum legsteinum með áletrun
á meðan birgðir endast
10% afsláttur af öðrum vörum
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
mákona, systir, amma, langamma og langalang-
amma,
MAGNEA HULDA MAGNÚSDÓTTIR
WILHELMSEN
frá Klængsseli í Gaulverjabæ,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést í Skógarbæ miðvikudaginn 24. febrúar.
Útför fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 4. mars
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alf Wilhelmsen,
Bjarni F. Einarsson, Elín Elísabet Halldórsdóttir,
Halldór E. Faust, Hrafnhildur Dia Jack,
Ólöf Jónsdóttir,
Olga Vatle, systkini og ömmubörn.