Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is STUTTU eftir að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis kaus sér for- mann í vetur var boðað til nýs fundar í stjórninni þar sem var kosinn nýr formaður. Svo virðist sem nefndin hafi ekki fengið skilaboð um óform- legt samkomulag stjórnarflokkanna um hver ætti að verða formaður kjörstjórnar. Eftir þingkosningarnar var kjörin ný yfirkjörstjórn í Norðausturkjör- dæmi, en í henni sitja þrír menn til- nefndir af stjórnarflokkunum og tveir tilnefndir af stjórnarandstöðu- flokkunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu stjórnar- flokkarnir gert með sér óformlegt samkomulag um að fulltrúi VG fengi formennsku í yfirkjörstjórn í Norð- austurkjördæmi og Reykjavíkur- kjördæmi norður og í landskjör- stjórn, en Samfylkingin fengi formennsku í öðrum kjörstjórnum. Upplýsingar um þetta bárust hins vegar aldrei til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Formaður þingflokks hringdi Þegar kjörstjórnin kom saman í vetur kaus hún Ingu Þöll Þórgnýs- dóttur formann, en hún var tilnefnd af Samfylkingu í kjörstjórnina. Eftir þann fund hafði Björgvin G. Sigurðs- son, formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, samband við Ingu Þöll. Í framhaldi af því var boðaður nýr fundur í kjörstjórn þar sem Páll Hlöðversson var kjörinn formaður og Inga Þöll var kosin varaformaður. Inga Þöll vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar eftir því var leitað, en sagði að engin eftirmál yrðu vegna þess af sinni hálfu. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði verið búinn að koma þeim skilaboðum til Ingu að hann ætti að verða formaður kjör- stjórnar. Skilaboð um þetta hefðu hins vegar ekki borist til hennar frá þingflokki Samfylkingarinnar fyrir fyrri fund kjörstjórnar Norðaustur- kjördæmis. Þau hefðu hins vegar borist eftir fundinn og því hefði verið boðað til nýs fundar þar sem skipt hefði verið um formann. Í lögum um kosningar til Alþingis frá árinu 2000 segir: „Í hverju kjör- dæmi er yfirkjörstjórn. Skal hún skipuð fimm mönnum og jafnmörg- um til vara og eru þeir kosnir af Al- þingi á sama hátt og landskjörstjórn. Kýs hún sér sjálf oddvita.“ Þó kjörstjórn eigi sjálf að kjósa formann hafa flokkarnir haft afskipti af því hver verður formaður. Formaður nokkra daga  Stuttu eftir að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hafði kosið sér formann var boðaður nýr fundur þar sem nýr formaður yfirkjörstjórnar var kosinn Inga Þöll Þórgnýsdóttir Páll Hlöðvesson LÍKLEGT þykir að skemmdir hafi orðið á nýja Þór sem er í þurrkví skipasmíðastöðvar í Concepcion í Chile. Erfitt er að meta tjónið, að sögn Georgs Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þar sem enn hefur enginn komist um borð enda stöðin sjálf í rúst. „Annað skip í dokkinni, 70 metra langt hafrannsóknaskip í smíðum var fyrir Chilemenn, barst út á sjó og sökk þar,“ sagði Georg. „Þór hall- ast um 30 gráður, það kom flóð- bylgja á skipið og því eru leiddar lík- ur að því að þarna hafi orðið eitthvert tjón. Þá er helst giskað á að komist hafi vatn inn í skipið og það valdið tjóni á rafmagns- og tölvubún- aði og öðru.“ Verið sé að kanna hvort hægt sé að ljúka við Þór í annarri stöð sem sjóherinn á. Samkvæmt samningi sé skipið í eigu stöðvarinnar og því ólík- legt að tjónið lendi á Landhelgis- gæslunni þótt ljóst sé að tafir verði á afhendingu skipsins. „Við erum búin að fara yfir samn- inginn og teljum að ábyrgðin sé hjá skipasmíðastöðinni sem er í eigu flota Chile,“ segir Georg. Að öllu jöfnu gildi ákveðinn neyðarréttur, force majeure, þegar náttúruham- farir valdi tjóni og það skiptist milli aðila. En samningsákvæði virðist færa ábyrgðina að öllu leyti á stöðina að því undanskildu að hún borgi ekki skaðabætur ef afhending tefjist. Georg náði loks tali af starfs- mönnum Gæslunnar í Concepcion í gær og lýstu þeir algerri skálmöld á svæðinu. Starfsmennirnir eru vopn- aðir, þeir halda nú kyrru fyrir í húsi eins af fjórum Dönum sem einnig starfa fyrir Gæsluna. kjon@mbl.is Óvíst um tjón á varðskipi Nær tilbúið Varðskipið Þór, sem átti að verða tilbúið í lok mars. Alger skálmöld sögð ríkja í Concepcion Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STÆRSTI jarðskjálfti sem mælst hefur, eftir að farið var að reyna að mæla stærðina með tækjum fyrir rúmri öld, var skjálftinn mikli í Chile árið 1960, hann mældist 9,6 stig. Var þá, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings, notaður svonefndur vægis- stærðarkvarði sem í reynd hefur að mestu tekið við af Richters-kvarða. Páll segir að stóru skjálftarnir árið 2000 og 2008 hafi verið verðmæt reynsla hérlendis, íslensk hús hafi staðið sig býsna vel. „Þau hrundu ekki og það skiptir meginmáli í sam- bandi við manntjón. Ég held að ís- lensk verkfræðingastétt hafi komið mjög vel út úr þessum prófum,“ segir Páll. Þegar skjálftar verða mjög stórir hættir Richters-kvarðinn að sýna aukningu. Hann dugar sæmilega vel upp í sex stig en upp úr því fer hann að verða erfiður og sýnir of lítið, að sögn Páls. Hann minnir á rugling sem kom upp hérlendis árið 2000, en þá var stærð stóra skjálftans á Suðurlandi í fyrstu vanmetin. Skýringin hafi verið að ekki hafi verið beitt réttum kvarða. Þetta geti verið alvarlegt mál, varnar- viðbrögð séu miðuð við stærðina og slæmt ef þau séu of umfangslítil i upphafi. Upptök ekki á litlum og afmörkuðum stað Hann segir að stöðugt berist upplýsingar um skjálft- ann í Chile en nokkur vissa sé nú um stærðina, 8,8 stig á vægisstærðarkvarða. „Fyrst var talið að upptakasvæðið, búturinn af flekaskilunum sem brast, væri 500 km langt, en nú er talað um nær 700 km. Hámarksfærslan á mis- genginu er metin rúmlega sjö metrar. Í erlendum fréttaskeytum er alltaf talað um upptök þessara stóru skjálfta sem einn punkt, t.d. svo og svo langt frá Santiago eða Concepcion. En upptökin eru á misgengi sem er mjög langt þannig að þau eru ekki í reynd svona langt frá þessum borgum eins og stundum er gefið í skyn. Skjálftinn byrjar að vísu á einum punkti en síðan breiðist hreyfingin út eftir misgenginu. Þetta er stundum misskilið. Ef framrúða brotnar í bílnum byrjar það líka á einhverjum punkti en breiðist svo út.“ Íslensk hús stóðu sig vel í Suðurlandsskjálftum  Richters-kvarði ekki lengur notaður til að mæla stærð stórra skjálfta þar sem hann dugar aðeins upp í sex stig JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að menn hlytu að velta því fyrir sér hvort þjóðaratkvæða- greiðsla um Ice- save-lögin væri ekki í raun mark- laus í ljósi þess að þegar liggi fyrir tilboð frá Bretum og Hollendingum, sem feli í sér 70 milljarða króna lægri greiðslubyrði en Icesave-lögin gera ráð fyrir. Sagði hún að þetta yrði þá í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um samning, sem enginn væri að berjast fyrir. Ekki eru þó áform um annað en að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram næstkomandi laugardag, sagði Jó- hann. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jó- hönnu um málið í ljósi þess að aðeins eru 5 dagar í ætlaða atkvæða- greiðslu. Rúmlega tvö þúsund kosið utan kjörfundar Síðdegis í gær höfuð 2.341 greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæða- greiðslu vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Flestir kjósendanna eru úr Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Marklaus atkvæða- greiðsla? Jóhanna Sigurðardóttir Þegar sagðar eru fréttir af stórum jarðskjálftum er oftast talað um stærð á Richters-kvarða sem Char- les Richter hannaði árið 1935 til að mæla í grófum dráttum orkumagnið í skjálfta. En meðal jarð- skjálftafræðinga hefur hann á síðustu árum vikið að mestu fyrir öðrum aðferðum sem eru nákvæmari. Fréttamiðlar, hér á landi sem annars staðar, eru þó oft fastheldnir og tala yfirleitt um Richters- kvarða þótt í reynd sé verið að nota aðrar aðferðir. Einfaldast er líklega að tala núna bara um stærð skjálfta í stigum án þess að nefna Richter en fleira en stærðin ræður að sjálfsögðu því hve mikil áhrifin verða, m.a. hve djúpt í jörðu hreyfingin er. Íhaldssamir fréttamiðlar Morgunblaðið/ Neyð Borgin Concepcion í Chile varð illa úti í skjálftanum, hér er fólk að ná sér í vatn í lögnum sem safna vatni úr jarðvegi. Páll Einarsson Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA er vandasamt en mjög ögr- andi verkefni. Ég er búin að vinna fyrir Fjármálaeftirlitið í nokkra mánuði og hef kynnst því fólki sem þar er og þeim verkefnum sem eru á borð- um. Þetta eru vandasöm verk- efni en áhuga- verð. Það er mik- ið verk að vinna,“ segir Lilja Ólafs- dóttir héraðs- dómslögmaður um skipun sína í stöðu formanns stjórnar Fjármála- eftirlitsins (FME). Lilja tekur við af Gunnari Har- aldssyni hagfræðingi sem óskaði lausnar frá störfum 15. febrúar en hann hefur senn störf hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Láti gott af sér leiða Lilja hlakkar til að hefja störf. „Þetta er mjög áhugavert verk- efni og ég hlakka til að taka þátt í því og láta gott af mér leiða. Við stefn- um á að efla störf eftirlitsins og það starf er þegar hafið. Mér er sýnt gíf- urlega mikið traust.“ Lilja er starfandi lögmaður í Reykjavík og hefur meðal annars starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá því í júní 2009. Lilja hefur starfað sem yfirlögfræðingur hjá EFTA í Genf og sem ráðgjafi og samningamaður í alþjóðaviðskiptum. Hún var samningamaður Íslands um laga og stofnanamál við gerð EES-samningsins en í upphafi starfsferils síns starfaði Lilja sem dómarafulltrúi og síðar sem lögmað- ur. Lilja lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1982 og svo LLM-prófi frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum 1983, að því er segir í tilkynningu. „Sýnt gífurlegt traust“ Lilja Ólafsdóttir hefur störf hjá FME Lilja Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.