Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
NÝJU SKÓRNIR
ERU OF ÞRÖNGIR
ERTU
VISS?
FRÁ
MÖMMU
ÞINNI?
JÁ, HÚN
SETUR ÞÁ
Í NESTIÐ
MITT
„KÆRI SONUR... ERTU BÚINN
AÐ LÆRA VEL Í DAG? NÝTTIR
ÞÚ MORGUNINN NÓGU VEL?“
„PABBI ÞINN OG ÉG VILJUM
BARA ÞAÐ BESTA FYRIR ÞIG,
EN ÞÚ VERÐUR AÐ LEGGJA
ÞITT AÐ MÖRKUM“
ÉG HEF OFT VELT ÞVÍ FYRIR
MÉR AF HVERJU ÞÚ GENGUR
UM MEÐ ÞETTA TEPPI...
EN NÚNA VEIT ÉG ÞAÐ
ÞAÐ STÓÐ Í BOÐSKORTINU
AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ VERA
VEL KLÆDD!
EN
HELGA, ÉG
ER VEL
KLÆDDUR...
SÉRÐU EKKI
BLÓMIÐ Í
BJARNARFELDINUM?
HVAÐ ER
ÞETTA
EIGINLEGA?
FISKAR GETA
EKKI BREYTT
UM LÖGUN
HAFÐU
ÞAÐ
GOTT!
ÞETTA ER
VINUR MINN
DARWIN. ÞAÐ
ÞRÓUÐUST Á
HANN FÆTUR
ÞRÓUN ER BARA BULL!
ÞÚ GETUR EKKI SANNAÐ
ÞRÓUNARKENNINGUNA!
ANSI
FLOTT
KVÖLD
JÁ, HÉRNA
SÁUM VIÐ
KIDDA LJÓSIN
Á HIMNINUM
VÆRI EKKI
FRÁBÆRT
EF ÞETTA
HEFÐU
VERIÐ
GEIMVERUR?
HVERJU
SKIPTIR
ÞAÐ?
ÉG ÞARF EKKI
FLJÚGANDI DISKA
TIL AÐ GERA LÍFIÐ
MITT ÁHUGAVERT
ELSKAN MÍN, ÞÚ BJARGAÐIR MÉR
ALVEG MEÐ AÐ TAKA ÞESSAR MYNDIR
ÞÚ BJARGAÐIR NOKKRUM
MANNSLÍFUM Í DAG...
OG HANDSAMAÐIR
HÆTTULEGAN
GLÆPAMANN
EINA SEM MÉR
FINNST SLÆMT...
EN ÉG
VEIT ÞAÐ,
ÁSTIN
MÍN
ER AÐ FÓLK
SKULI EKKI VITA
AÐ ÉG SÉ KONA
KÓNGULÓAR-
MANNSINS
Námskeiðin hjá
Storkinum – frábær
Í FYRRA fór ég á nám-
skeið hjá Prjónaversl-
uninni Storkinum. Það
var albesta námskeið
sem ég hef sótt. Helga
Melsted og Guðrún
Hannele eru frábærir,
uppörvandi leiðbein-
endur og fylgja þær
nemendum eftir frá
léttu prjóni og út í erf-
iðari prjónaskap. Þær
samgleðjast manni svo
innilega þegar maður
hefur loks náð tökum á
ákveðnu prjóni. Hver
nýjung hefst með útskýringum og
greinargóðri sýnikennslu sem fylgt er
eftir við hvern nemanda. Motto þeirra
er: „Allir geta lært allar tegundir af
prjóni – bara smáþolinmæði.“
Hið besta er hversu ofsalega gam-
an er á námskeiðum þeirra. Maður
hlakkar til að fara og tíminn hreinlega
þýtur – þær takmarka fjöldann á
námskeiðinu til að hafa nægan tíma
fyrir hvern og einn. Hverju námskeiði
fylgir falleg mappa með leiðbein-
ingum um mynstur og svo prjónaupp-
skriftir.
Þær gefa kost á upprifjunarnám-
skeiðum og er frábært að halda þann-
ig tengslum og fá viðbótartilsögn. Eft-
ir jólin núna ákvað ég að fara aftur til
að læra meira og rifja upp og sé ekki
eftir því. Storkurinn er einstök versl-
un, enda einkennist allt af alúð og
hjálpsemi og garnið er
mjög fjölbreytt. Hjá
þessum fyrirmynd-
arkonum eru allir þátt-
takendur bestir meðal
jafningja. Helga og
Hannele, ástarþakkir.
Arndís Björnsdóttir.
Breiðfirskar sagnir
ÁGÆTU Breiðfirð-
ingar nær og fjær og
aðrir sem þetta lesa.
Ég leita til ykkar um
liðsinni. Svo er mál með
vexti að í fórum foreldra
minna var til bók sem
hét Breiðfirskar sagnir.
Þættir Árna og Guðbjargar
sem voru langafi og langamma mín.
Þessi bók var í svipuðu formi og
barnaskólabækurnar Unginn litli og
Litla gula hænan.
Nú bið ég ykkur, ef þið hafið ein-
hverjar upplýsingarum þetta rit og
vitið hvar það er að finna, að láta mig
vita. Ég er ekki viss um hver tók þetta
saman, en ég giska á það að Ingivald-
ur Nikulásson eða Jens Her-
mannsson, báðir frá Bíldudal, hafi
komið nálægt því.
Ef þið hafið einhverjar upplýsingar
gef ég ykkur upp símanúmer mitt
sem er 456-8153.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
Ást er…
… að láta sér detta í hug
frumlegar afmælisgjafir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatns-
leikf. (Vesturbæjarl.) kl. 10.50, postulín
kl. 13, leshópur kl. 14.
Árskógar 4 | Smíði/útsk./ leikfimi kl. 9,
boccia kl. 9.45, handav. 12.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Vefnaður, línudans,
handavinna, leiðbeinandi á staðnum.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vöfflukaffi
kl. 13.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
málsv. kl. 13, helgistund, Bjarni Gíslason.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13, félagsv. kl. 20.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu-
starf í Ármúlask. kl. 15, EKKÓ-kór æf. í
KHÍ kl. 16.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05/9.55, gler- og postulín kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga og myndlistah., tréskurð-
ur/ganga kl. 10, málm- og silfursm. kl.
13, jóga kl. 18. Leshóp. FEBK kl. 20, Sig-
urður Sigurðarson kynnir.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Trésmíði, gler, leir kl. 9, vatnsleikf. kl. 11/
12, kyrrðarst. í kirkju kl. 12, línudans, tré-
smíði, bútasaum., karlaleikf. og opið hús
í kirkju kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta kl.
14.45, miðasala á leikr. Gerplu 18. mars,
kr. 2.800, engin greiðslukort.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofa kl.
9, glersk./perlusaum., stafganga kl.
10.30, postulín kl. 13. Á morgun kl. 10.30
leikfimi.
Hallgrímskirkja | Bænastund kl. 10.30,
síðan er leikfimi, súpa og spjall.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd-
mennt og qI-gong kl. 10, leikfimi kl.
11.30, boltaleikf./brids kl. 12, mynd-
mennt kl. 13, vatnsleikf. kl. 14.10.
Hvassaleiti 56-58 | Bútas./leikfimi kl.
9, myndlist kl. 13, helgistund kl. 14, sr.
Ólafur Jóhannsson, söngstund, stóla-
leikfimi kl. 15.
Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50,
Stefánsganga kl. 9, listasm. og thaichi.
kl. 9, leikf. kl. 10, framhaldss. kl. 10.50,
Bónus kl. 12.40, brids í Baðstofu kl. 13,
bókabíll 14.15. Perlufestin kl. 16, leiksýn.
Gerpla 19. mars.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogssk. framh.hópur II kl. 14.30, fram-
h.hópur I kl. 16, byrjendur kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á morgun
kl. 13.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi, vísnaklúbb. kl. 9.15, leikfimi kl.
11, handverksst. kl. 11, verkstæði postu-
lín o.fl. kl. 13, Fróðleikshornið – karla-
klúbb. kl. 13.30, kaffi kl. 14.30.
Leshópur FEBK Gullsmára | Sigurður
Sigurðsson dýralæknir kynnir Kvæða-
mannafél. Iðunni þri. 2. mars kl. 20. Frítt
inn.
Norðurbrún 1 | Útsk., myndlist kl. 9,
leikf., postulín og handav. kl. 13, hljóð-
bók kl. 14.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrð-
arstund kl. 12.10, súpa – 250 kr., opið
hús og handav. í safnaðarh. kl. 13, kaffi á
250 kr.
Það er við hæfi að birta skák-vísur nú þegar Reykjavíkur-
skákmótið stendur yfir. Jón Arn-
ljótsson yrkir.
Þá lítið er um leikjakák
og leiðir huldar þokum,
en tapa hverri telfdri skák,
í tímahraki, að lokum.
Sigmundur Benediktsson var
fljótur til svars:
Oft þó beislum óðarfák,
andinn fleygur vaki.
Löngum hefur lífsins skák
lent í tímahraki.
Séra Hjálmar Jónsson veltir fyrir
sér hver hafi verið höfundur vís-
unnar:
Ævin er týnd við töf og kák,
tækifærin að baki.
Síðustu leikir í lífsins skák
leiknir í tímahraki.
Loks vitnar Jón Gissurarson um
það, að nafni sinn Arnljótsson sé
sleipur skákmaður, þó að hann tapi
að sjálfsögðu stundum. „Við tefld-
um stundum saman hér á árum áð-
ur, en ég er nú löngu hættur að
tefla, hef ekki tekið skák í 20 ár,
enda tapaði ég oftast.“
Þó viti ég nafna vænan strák
vinirnir snúa á’ann.
Tapar’ann hverri tefldri skák
tekst þó að sigra páfann.
Logi Óttarsson sendir Vísna-
horninu vetrarstemningu:
Heyið þrýtur hungur bítur
hnugginn lítur bóndi mel.
Snjórinn þýtur heimur hvítur
hengju brýtur norðan él.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af lífsins skák og tímahraki