Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 31

Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 CATHERINE Zeta-Joneshefur ekki verið áberandií kvikmyndum seinustuþrjú árin eða svo, sein- asta „stóra“ myndin sem hún sást í var The Legend of Zorro árið 2005. En hér er hin föngulega frú Mich- ael Douglas komin og ekki að sjá að hún hafi elst mikið. Hvort botox hefur þar komið við sögu skal ósagt látið en ekki er hrukku að sjá á enni hennar. Ennið hreyfist ekki þær 95 mínútur sem The Rebound stendur yfir. En hvað um það, ekki dæmir maður kvikmynd út frá enni leikara. Zeta-Jones stendur sig ágætlega í þessari rómantísku gamanmynd og sama má segja um leikarann Justin Bartha sem er sem sniðinn í hlutverkið: myndarlegur, vel snyrt- ur og strokinn og góðsemin upp- máluð. The Rebound segir af húsmóður nýskriðinni á fertugsaldurinn, Sandy, tveggja barna móður, sem kemst að því með heldur óvenju- legum hætti að eiginmaður hennar heldur framhjá henni. Hún ákveður að yfirgefa karlfauskinn og flytja úr úthverfum í ólgandi mannlífið í New York. Henni tekst að landa starfi hjá íþróttasjónvarpsstöð og leigir sér íbúð fyrir ofan kaffihús. Þar starfar hinn huggulegi en stefnulausi Aram Finklestein (Bartham). Sandy fær hann til að passa börnin sín, strák og stelpu sem eru með munninn fyrir neðan nefið. Aram áttar sig fljótlega á því að í honum blundar fyrirmyndarf- aðir og þau Sandy fella hugi sam- an. En aldursmunurinn (ein 15 ár) reynist þeim fjötur um fót. Zeta- Jones er fædd 1969 en Bartham 1978). Myndin dregur s.s. nafn sitt af því að Aram er „rebound“- gaurinn hennar Sandy, þ.e. karlinn sem hún kastast á, svo að segja, eftir langvarandi samband sem hún hefur ekki enn jafnað sig á. Aram er því sá sem veitir henni huggun. The Rebound kemur á óvart, ótrúlegt en satt, hún er betri en undirritaður átti von á (á vegg- spjaldinu situr Bartham á þvottavél með kvenmannsnærbuxur hangandi úr munninum!) og það er vissulega kærkomið því mikill er fjöldi lé- legra kvikmynda í flokknum „róm- antísk gamanmynd“. Ekki svo að skilja að hér sé mikil speki á ferð um samskipti kynjanna en nið- urstaðan er falleg og rómantísk, að aldurinn skipti engu máli þegar ástin er annars vegar. Hvað svo sem öðrum kann að finnast, fjöl- skyldu og vinum. The Rebound er krúttleg og rómantísk afþreying. Vissulega hefði mátt stoppa í nokkur göt í handritinu, sérstaklega í seinni hluta myndarinnar þar sem heldur ódýr og ótrúverðug lausn er fundin á vandræðum Sandy og Aram. Þá virkar Bartham ekki jafnungur og Aram á að vera, enda er leikarinn 32 ára, en mikið er gert úr því í myndinni. Fólk á að taka eftir greinilegum aldursmun á parinu sem er ekki sjáanlegur og má væntanlega skrifa á mistök í leik- aravali, þó leikararnir standi sig vel. Engu að síður er þetta allt sam- an voða notalegt eins og róm- antískar gamanmyndir eiga að vera. Maður gerir ekki kröfu til þess að pylsa með öllu bragðist eins og nautasteik með villi- sveppasósu. Og þetta er fín pylsa. Pylsa með öllu Bartham og Zeta-Jones Á þeim er 11 ára aldursmunur en bæði eru býsna ungleg að sjá. Myndin er krúttleg og rómantísk afþreying að mati rýnis. Sambíóin Álfabakka og Kringlu The Rebound bbbnn Leikstjóri: Bart Freundlich. Aðalleikarar: Catherine Zeta-Jones og Justin Bartha. 95 mín. Bandaríkin, 2009. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND IDOL-dómarinn Simon Cowell á að hafa samþykkt val móður sinnar á kirkju fyrir brúðkaup sitt og Mezhgan Hussainy en þau opin- beruðu trúlofun sína nýverið. Móðir hans, Julie Cowell, sagði í viðtali við Daily Mirror að auðvitað réðu brúðhjónin því í hvaða kirkju brúðkaupið færi fram en hún ósk- aði að kirkjan hennar, St. Marg- aret’s, í bænum Rottingdean í Bret- landi yrði fyrir valinu. Hún segist hafa sagt Simoni að presturinn í kirkjunni, Martin Morgan, hafi tek- ið vel í að gefa brúðhjónin saman. Heimildir herma að Simon sé að undirbúa tvær athafnir, eina í Bret- landi og aðra í Bandaríkjunum en fjölskylda Mezhgan Hussainy býr í Bandaríkjunum. Cowell vilji gera móður sinni til hæfis en þau eru af- ar náin. En eins vilji hann standa sig gagnvart tengdafjölskyldunni. Móðir og sonur Simon Cowell og Julie Cowell sýna brosið blíða. Mamma vel- ur kirkjuna 600 kr. Sýnd kl. 5 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÍSLENSKT TAL Shutter Island kl. 5 - 8 - 11 B.i. 16 ára Avatar 3D kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 5 - 8 - 11 B.i. 14 ára Alvin og Íkornarnir kl. 3:30 LEYFÐ Loftkastalinn sem hrundi kl. 3:30 - 6:30 - 9:30 LÚXUS Edge of the Darkness kl. 10:30 B.i. 16 ára PJ / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 B.i. 10 ára Skýjað með kjötbollum... 3D kl. 3:40 LEYFÐ Fráskilin... með fríðindum Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 7 og 10 STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á MARTIN SCORSESE MYND HHHH „Scorsese veldur ekki vonbrigðum frekar fyrri daginn.... Shutter Island er útpæld, vel unnin, spennandi og frábærlega leikin.” T.V. - Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5:40 og 8 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI ÞRIÐJA OG SÍÐASTA MYNDIN Í MILLENNIUM ÞRÍLEIKNUM HHH T.V. - Kvikmyndir.is HHH ÞÞ Fbl HHHHH H.K. Bítið á Bylgjunni HHH ÞÞ Fbl HHH -Ó.H.T, Rás 2 Nú með íslenskum texta Fráskilin... með fríðindum SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍOI SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM Sýnd kl. 10:20 Sýnd kl. 5 ÍSLENSKT TAL ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR! 600 kr. Gildir ekki á lúxus 600 kr. 600 kr. 60 0 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 900 kr. 600 kr. 600 kr. ÞRIÐJA OG SÍÐASTA MYNDIN Í MILLENNIUM ÞRÍLEIKNUM TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG Í BANDARÍKJUNUM 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! LEIKKONAN Emily Blunt komst í hann krappan á dög- unum. Þegar hún var að leika í bún- ingadramanu The Young Vic- toria. Hún missti bókstaflega and- ann þegar hún var sett í korse- lettið sem fylgdi skrúðklæðunum sem hún klædd- ist. Þetta upplýsti hún á verðlaunahátíð búningahönn- uða fyrir stuttu. Það var hinn goð- sagnakenndi hönnuður Sandy Powell sem sá um að klæða Blunt í klæðnað- inn lífshættulega. Þegar Blunt kvart- aði og sagðist ekki ná andanum svar- aði Powell ákveðin. „Mér er alveg sama.“ Allt fyrir listina eða hvað? Emily Blunt Var að kafna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.