Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
✝ Jóhann Jón Jó-hannsson fæddist
á Svínárnesi við Eyja-
fjörð 9. nóvember
1929. Hann lést á
krabbameinslækn-
ingadeild Landspít-
alans 14. febrúar sl.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug Jó-
hannsdóttir, fædd á
Hóli í Þorgeirsfirði,
og Jóhann Jón Hil-
aríus Jónsson, fæddur
í Neðri-Breiðdal við
Önundarfjörð. Jóhann
var elstur systkina sinna. Hin yngri
eru: Sigurður Friðgeir, sem er lát-
inn, Magnús Gunnar, Margrét Hild-
ur, Svanfríður Bjarney, sem er látin,
Friðgerður Lilja, Önundur Ingi og
Sigríður Ásdís.
26. desember 1958 kvæntist Jó-
hann Friðbjörgu Kristjönu Ragn-
arsdóttur, f. á Akranesi 22. febrúar
1933. Foreldrar hennar voru Ragn-
ar Þórður Sigurðsson og Friðbjörg
Friðbjarnardóttir, bæði frá Akra-
nesi. Börn þeirra Jóhanns og Frið-
bjargar eru: 1) Jóhann Þór, f. 1954,
hann var kvæntur Helgu Andreu
Guðmundsdóttur, þau slitu sam-
vistir, þau eignuðust
dóttur f. 1976 sem dó
ung og son, Daníel
Þór, f. 1978, kona hans
er Linda Vestman, f.
1980, börn þeirra eru:
Ella Freyja, f. 2004, og
Elías Þór, f. 2007. Sam-
býliskona Jóhanns
Þórs er Rúna Baldvins-
dóttir f. 1960. 2) Ragn-
ar Steinþór, f. 1958. 3)
Friðjón Viðar, f. 1962.
4) Edda Sigurbjörg, f.
1969, eiginmaður
hennar er Rúnar Páll
Brynjúlfsson, f. 1958, dætur þeirra
eru: Hjálmfríður Bríet, f. 1997, Frið-
björg Lilja, f. 2000, og Jóhanna
Brynja, f. 2006.
Eftir að hafa stundað nám í kvöld-
skólanum í Hrísey gekk Jóhann í
Laugaskóla í tvo vetur og síðan í Vél-
stjóraskólann, fyrst á Ísafirði og síð-
an í Reykjavík, og útskrifaðist 1962.
Hann var til sjós fyrri hluta starfs-
ævinnar og starfaði síðan í álverinu í
Straumsvík í aldarfjórðung og stund-
aði jafnframt grásleppuveiðar.
Útför Jóhanns fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 2.
mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Elsku vinur.
Nú er mín sál ekki glöð að hafa þig
ekki hjá mér lengur, en við eigum
eftir að hittast aftur, það er mín trú.
Mikið var gaman þegar við fórum
saman til Benidorm, Majorka og
Kanarí, stundum voru börnin með
eða bara við tvö. Þér þótti svo gott að
vera í sólinni. Ekki má gleyma sum-
arbústaðarferðunum hér heima og
þegar ég fór með þér út á sjó til að
draga grásleppunetin, það þótti mér
gaman. Nú verður þetta bara í minn-
ingunni hjá mér. Nú er komið að
kveðjustund elsku vinur, farðu sæll.
Þín eiginkona,
Friðbjörg.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem)
Það kemur ýmislegt upp í hugann
við fráfall ástvinar. Minningar; við
og pabbi í sumarfríum í tjaldi eða í
sumarbústöðum. Og í ferðalögum er-
lendis, við í samræðum um ýmis mál-
efni, heima og heiman. Og ekki alltaf
sammála, en það kemur ekki við
sögu hér. Svo má nefna sjóferðirnar
sem við fórum saman á Böggunni.
Hann pabbi stoppaði stutt við í sín-
um sjúkrahúslegum eða 11 daga
samtals, og Guð veit hvað hann hefur
þjáðst þar. Og það var erfitt fyrir
okkur að sjá þá baráttu til síðasta
dags.
Kveðja frá
Friðjóni og Ragnari.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okk-
ar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsd.)
Elsku pabbi. Það er svo erfitt að
kveðja, ótal minningar birtast í hug-
anum. Þú varst hetjan mín og ég gat
alltaf leitað til þín og fengið góð ráð.
Ég man eftir því þegar ég beið við
stigann sem lá frá Hellubrautinni og
niður á Strandgötu. Ég var að bíða
eftir „álrútunni“. Ég vissi að ég
mátti ekki hlaupa af stað til þín fyrr
en ég sæi þig stíga út úr rútunni – og
hvað ég hljóp þá hratt. Við löbbuðum
svo saman og þú leiddir mig heim og
á leiðinni ræddum við um heima og
geima. Þessar gönguferðir voru mér
mjög dýrmætar og ég passaði vel
upp á klukkuna til að missa ekki af
þér þegar þú komst heim af vökt-
unum í álverinu.
Ég vann lengi með þér á sumrin í
grásleppunni. Fyrst fékk ég að selja
rauðmaga og signa grásleppu fyrir
þig á Strandgötunni. Þannig vann ég
mér inn vasapening sem voru ger-
semar í augum níu ára stelpu. Þegar
ég varð eldri fékk ég að fara með þér
á sjóinn og þannig unnum við saman
í nokkur sumur. Þessi sumur gáfu
mér ljúfar minningar – þér var alveg
sama þó að ég spilaði Wham fram og
til baka allan róðurinn, bara ef þú
fékkst smápásu til að hlusta á fréttir
og veðurfréttir sem þú máttir aldrei
missa af.
Svo liðu árin og ég fullorðnaðist.
Okkur Rúnari er minnisstætt þegar
hann fór að venja komur sínar á
Hellubrautina. Í fyrsta skiptið sem
hann hitti þig varstu að koma heim
af kvöldvakt. Þú komst inn í eldhús
og það hnussaði í þér þegar þú sást
Rúnar sitja í eldhúsinu. Þú fékkst
þér te og reyktir pípuna þína og last
blöðin. Nokkrum dögum seinna
komstu aftur heim af kvöldvakt, aft-
ur sat Rúnar í eldhúsinu þegar þú
komst inn, aftur hnussaði í þér þegar
þú sást hann en núna sagðir þú:
„Hvað, ert þú hér enn?“ Ykkur
Rúnari varð svo ósköp vel til vina og
ég held að þér hafi ekkert líkað illa
val einkadótturinnar á mannsefni.
Seinna komu svo dætur okkar til
sögunnar og það var svo gaman að
sjá ykkur saman. Það var ekkert
sem þú vildir ekki fyrir þær gera.
Stoltið og ánægjan skein úr augum
þínum þegar þú varst með þeim.
Í desember síðastliðnum fengum
við svo slæmar fréttir. Þú varst orð-
inn veikur, við tók barátta við illvíg-
an sjúkdóm sem tók þig frá okkur
allt of fljótt. Við söknum þín alveg
óumræðilega mikið en við vitum líka
að þú ert laus undan verkjum og
þjáningum. Þú ert kominn á betri
stað og við vitum að þú vakir yfir
okkur og fylgist með því sem við er-
um að gera. Hafðu hjartans þökk
fyrir allt elsku pabbi minn.
Edda og Rúnar.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl, höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
vor brjóst eiga bústað,
– þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku afi. Það var alltaf gaman að
koma í heimsókn til þín og ömmu á
Hellubrautina og svo í Skipalónið
eftir að þið fluttuð þangað. Þú varst
alltaf til í að leika við okkur, við spil-
uðum saman, tefldum, þú fórst með
okkur í sund og skutlaðir okkur
hingað og þangað. Þú áttir alltaf eitt-
hvert góðgæti sem þú gaukaðir að
okkur og alltaf fórum við heim með
smápeninga eða Pez í vasanum. Við
vitum að þú vakir yfir okkur og pass-
ar okkur. Guð blessi þig afi.
Kveðja frá afastelpunum þínum,
Hjálmfríður Bríet, Friðbjörg
Lilja og Jóhanna Brynja.
Jóhann Jón
Jóhannsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR R. BENEDIKTSDÓTTUR,
áður Naustahlein 4,
Garðabæ.
Einnig þökkum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði
sem annaðist hana í veikindum hennar.
Unnur Pálsdóttir,
Rúnar Pálsson,
Sævar Pálsson
og fjölskyldur.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur,
systur og tengdadóttur,
HALLDÓRU BENEDIKTSDÓTTUR,
Brekkubyggð 28,
Garðabæ.
Sérstakar og innilegar þakkir til Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, björgunarsveitarmanna, þyrlusveitar
Landhelgisgæslunnar, starfsfólks gjörgæsludeildar Borgarspítalans og
Barnaspítala Hringsins fyrir frábær störf og umönnun.
Kristján Gunnarsson,
Benedikt Kristjánsson,
Kristín Edda Kristjánsdóttir,
Gunnar Kristjánsson,
Benedikt Steindórsson, Þórey Eyjólfsdóttir,
Sigurbjörg Benediktsdóttir,
Steindór Benediktsson,
Gunnar Skaftason, Kristín Edda Kornerup-Hansen.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
PÁLL THEÓDÓRS
frá Stóra-Holti,
lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík
föstudaginn 26. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
PÁLMFRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR BERGMANN,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
aðfaranótt föstudagsins 26. febrúar, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. mars
kl. 14.00.
Vignir Bergmann, Jónína Holm,
Albert Bergmann, Eva Carlsen,
Gylfi Bergmann, Helga Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR B. SIGURÐSSON,
lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
mánudaginn 22. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 3. mars kl. 14.00.
Svavar Sigurðsson,
Bogi Sigurðsson,
Enrique Llorens Izaguirre, Auður Finnbogadóttir,
Gunnar Sigurðsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Ó. Helgason,
Sigurður Rúnar Sigurðsson, Rósa Finnbogadóttir,
Ómar Sigurðsson, Una Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.