Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 25
Charlotta Ýr Davíðsdóttir og
Silmanta Sprogis héldu tombólu og
söfnuðu 1.745 kr. sem þær færðu
Rauða krossi Íslands til styrktar
börnum á Haítí.
Hlutavelta
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Sudoku
Frumstig
3
2 5 7
3 4 6
1 8 5
7 3 1
5 8 6 4
7 6 5 2
8 2 1
1 7
2 9
7 4 2
1
9 7
4 2 3 8
4 6 2
3 7 6 1
8 3 4
9 1 7 8
1 9 3
3 6
2 7
2 9
3
6 2 7
5 6 9
1 8 5 2
2 4 6 1 3 8 5 9 7
1 5 3 9 7 6 8 4 2
9 7 8 4 2 5 1 6 3
4 6 2 5 9 3 7 1 8
5 8 7 6 1 4 2 3 9
3 1 9 7 8 2 4 5 6
6 2 1 3 4 7 9 8 5
7 3 4 8 5 9 6 2 1
8 9 5 2 6 1 3 7 4
3 8 2 5 1 9 4 6 7
1 6 9 4 3 7 2 5 8
7 5 4 2 8 6 9 3 1
8 4 5 7 9 2 3 1 6
9 1 3 6 5 8 7 2 4
6 2 7 1 4 3 5 8 9
4 7 6 8 2 5 1 9 3
5 9 8 3 7 1 6 4 2
2 3 1 9 6 4 8 7 5
1 2 6 3 7 8 4 9 5
3 8 5 6 9 4 7 2 1
4 9 7 1 5 2 6 8 3
8 5 9 4 2 1 3 6 7
7 6 4 8 3 9 1 5 2
2 1 3 5 6 7 8 4 9
9 7 1 2 8 6 5 3 4
6 3 2 7 4 5 9 1 8
5 4 8 9 1 3 2 7 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 2. mars, 61. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Víkverji var lengi lélegur tilþvotta. Henti í mesta lagi í
nokkrar vélar í mánuði. Þótti kapp-
anum lengi ágætt að skýla sér bak
við þá staðreynd að hann kynni ekki
almennilega til verka. Spúsan lauk á
hinn bóginn ung doktorsprófi í þeim
fræðum hjá mömmu sinni og því
sjálfgefið að hún hefði yfirumsjón
með þvottavélinni. Álagið var um-
talsvert, enda Víkverji barnmargur,
og dag einn þótti spúsunni nóg kom-
ið. „Jæja, Víkverji minn góður,“
sagði hún einbeitt. „Þetta gengur
ekki lengur, við lifum á tímum jafn-
réttis og héðan í frá skiptum við
þvottinum á milli okkar.“
Víkverji stökk ekki hæð sína í full-
um herklæðum yfir þessum tíð-
indum en sá sæng sína upp reidda.
Orð spúsunnar eru lög, eins og á öll-
um almennilegum heimilum.
x x x
Víkverji fór hægt af stað en óxfljótt ásmegin. Það á nefnilega
dæmalaust vel við hann að þvo þvott.
Það var mikil uppgötvun, bæði fyrir
Víkverja og spúsuna. Í fyrstu lét
Víkverji vel að stjórn, setti bara í
vélina þegar hann fékk fyrirmæli um
það, en síðan seig á ógæfuhliðina
fyrir spúsuna, Víkverji hafði slíkt
yndi af gjörningnum að hann fór að
þvo þvott að eigin frumkvæði. Eins
og gefur að skilja fór allt í bál og
brand á heimilinu við þetta, konur
þola ekkert verr en að hafa ekki fulla
stjórn á húsverkunum.
Víkverji var tekinn á beinið og
þráspurður hvernig hann vogaði sér
að setja í þvottavélina óumbeðinn.
Bar hann við jafnrétti en komst að
því að það er teygjanlegt hugtak.
Stríðsástand ríkir nú á heimilinu,
Víkverji og spúsa hans harðneita
bæði að gefa eftir forræði yfir
þvottavélinni. Þegar þau koma heim
eftir vinnu hefst því jafnan æð-
isgengið kapphlaup inn í þvottahús.
Öllum brögðum er beitt enda er eng-
inn annars bróðir í leik. Víkverji var
til dæmis í essinu sínu sl. föstudags-
kvöld. Spúsan var lúin eftir mat-
arboð og tók snemma á sig náðir.
Víkverji sá sér þá leik á borði og
skellti í tvær vélar um nóttina. Á
spúsan svar við því? víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 höllin, 8
lengdareiningar, 9
furða, 10 afkomanda, 11
dökkt, 13 ábati, 15
dökkt, 18 mannsnafn, 21
rándýr, 22 málgefin, 23
snjókomunni, 24 mann-
mergðin.
Lóðrétt | 2 auðir, 3 rödd,
4 fiskinn, 5 súrefnið, 6
frumeind, 7 nagli, 12
húsdýr, 14 blóm, 15 listi,
16 hamingja, 17 ræktuðu
löndin, 18 óhræsa, 19
kimi, 20 rifa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fljót, 4 semur, 7 lætur, 8 Óðinn, 9 get, 11 arra,
13 miði, 14 lydda, 15 stút, 17 nekt, 20 urr, 22 asann, 23
eggja, 24 skiki, 25 mirra.
Lóðrétt: 1 fella, 2 Jótar, 3 torg, 4 snót, 5 meiði, 6 runni,
10 endar, 12 alt, 13 man, 15 skass, 16 útati, 18 elgur, 19
tjara, 20 unni, 21 reim.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 d6 3. Rc3 c6 4. e4 g6 5.
Be2 Bg7 6. a4 0-0 7. 0-0 Rbd7 8. h3 e5 9.
dxe5 dxe5 10. Dd6 He8 11. Hd1 Bf8 12.
Dd2 Bb4 13. Rg5 De7 14. Bc4 Hf8 15.
De2 h6 16. Rf3 Kg7 17. Ra2 Ba5 18. b4
Bc7 19. De3 Hh8 20. a5 b5 21. Bf1 a6 22.
c4 Bb7 23. c5 Had8 24. Bb2 De6 25. Rc1
Hhe8 26. Re2 Rf8 27. Rh4 Hxd1 28.
Hxd1 Da2 29. Rg3 Bc8 30. Bc1 Rg8 31.
Be2 Re6 32. Hd2 Da1 33. Hd1 Da2 34.
Hd2 Da1 35. Hd1 Da4 36. Dc3 Rd4 37.
Hd2 Rxe2+ 38. Rxe2 Rf6 39. Rg3 Hd8
Staðan kom upp á MP Reykjavík-
urskákmótinu sem fer senn að ljúka í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Stefán Bergsson
(2.079) hafði hvítt gegn portúgalska
stórmeistaranum Luis Galego (2.487).
40. Hxd8 Bxd8 41. Dd2! hvítur hótar nú
bæði biskup og peði. 41. …Bd7 42.
Dxh6+ Kg8 43. Rxg6! fxg6 44. Dxg6+
Kf8 45. Bh6+ Ke7 46. Bg5 Ke6 47. Bxf6
og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Blekking og þekking.
Norður
♠Á105
♥KG7
♦Á83
♣Á742
Vestur Austur
♠9732 ♠G84
♥1064 ♥8532
♦DG105 ♦972
♣K3 ♣1086
Suður
♠KD6
♥ÁD9
♦K64
♣DG95
Suður spilar 6G.
Það er fljótséð að slemman vinnst
aldrei nema laufið skili fjórum slögum.
En þá er að vona það besta og teikna
upp jákvæða mynd af spilum mótherj-
anna. Tvær „teikningar“ koma til
greina: ♣Kx í vestur eða ♣Kxx og tían
önnur í austur. Bróðir Lucius var í suð-
ur með Ábótann og bróður Xavier í
vörninni. Út kom spaði, sem Lucius tók
heima og lét ♣D svífa yfir, en Ábótinn í
austur fylgdi lúmskt með ♣8. Bróðir
Lucius lét þó ekki blekkjast. Hann
vissi að Ábótinn var nógu góður til að
láta áttuna frá þrílit. Lucius tók meira
mark á þristi vesturs. Með ♣K63 hefði
Xavier vafalítið sett sexuna í blekking-
arskyni. Lucius tók því ásinn næst og
felldi kónginn.
„Sástu ekki áttuna mína,“ kvartaði
Ábótinn.
„Léstu áttuna – æ, ég fylgist svo illa
með smáspilunum.“
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú munt fá mörg tækifæri til að
ferðast og mennta þig á þessu ári en fyrst
þarftu að taka skref aftur á bak og gefa
öðrum pláss til að taka sínar eigin ákvarð-
anir.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver þér nákominn þarf nú á
ráðum þínum að halda. Að vilja eitthvað
og fá þýðir ekki endilega að það verði þér
til góðs. Þú ert vinsælli en þú heldur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Svo virðist sem þér hafi tekist að
finna það form, sem hentar þér best í leik
og starfi. Nú er rétti tíminn til þess að
gera hreint fyrir sínum dyrum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Gerðu þér grein fyrir hvað hjarta
þitt þráir og gríptu það með báðum hönd-
um. Þú ákveður framtíð þína, enginn ann-
ar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú gerir jafnan þitt besta og það er
ekki hægt að fara fram á meira. Það fjölg-
ar brátt í fjölskyldunni. Aðdáandi í leyn-
um stígur fram.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Eitthvað er að angra þig í dag og
þar að auki heyrast efasemdaraddir innra
með þér. Góð heilsa er gulli betri, ekki
hunsa viðvörunarmerkin.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Gættu þess að lenda ekki í milli þegar
vinir þínir deila. Ekki gleyma að setja þitt
eigið nafn á lista yfir þá sem þú vilt veita
aðstoð. Varaðu þig á gylliboðum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Nú ferðu að uppskera árang-
ur erfiðis þíns bæði í einkalífi og starfi.
Leyfðu öðrum að njóta sín og sinntu þínu.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það kemur í þinn hlut að sjá
um að allt gangi upp svo stattu þig. Gerðu
þér far um að kanna alla málavexti til hlít-
ar. Sérhvert markmið er mikilvægt ef því
er sinnt af heilindum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Of miklar eignir geta skapað
vandamál og leitt huga þinn frá því sem
þér er í raun annt um. Reyndu að koma
hugmyndum þínum á framfæri.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú verður önnum kafin/n á
næstu vikum. Treystu á hæfileika þína og
vertu óhrædd/ur við að breyta til, þú ert
sterkari en þú heldur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar „Eru þetta örlögin?“ muntu spyrja.
Nærðu sálina jafn á við magann. Gamall
vinur leitar til þín og biður um hjálp. Ef
þú vilt þá getur þú hjálpað.
Stjörnuspá
2. mars 1940
Þýsk herflugvél réðst að
togaranum Skutli frá Ísafirði
þegar hann var á siglingu við
Bretland. Enginn slasaðist.
Þetta var fyrsta árásin sem ís-
lenskt skip varð fyrir í styrj-
öldinni.
2. mars 1956
Bandarísk herflutningaflugvél
með sautján mönnum hrapaði
í sjóinn djúpt út af Reykjanesi.
Enginn komst lífs af.
2. mars 1976
Átta manns fórust þegar vél-
báturinn Hafrún frá Eyrar-
bakka sökk út af Grindavík.
Hann var á leið til loðnuveiða.
2. mars 1999
Áburðarverksmiðja ríkisins
var seld Haraldi Haraldssyni
og fleirum fyrir 1257 milljónir
króna. Kaupverðið var stað-
greitt daginn eftir.
2. mars 2006
Forma, samtök átröskunar-
sjúklinga, hlaut Samfélags-
verðlaun Fréttablaðsins þegar
þau voru veitt í fyrsta sinn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
VALTÝR Sigurðsson ríkissaksóknari er 65 ára í
dag. Hann segir að dagurinn verði venjulegur í
vinnunni og svo verði kvöldinu eytt með þeim nán-
ustu en ekki standi til neitt tilstand sem slíkt.
Í hópi Siglfirðinga eru margir skíðamenn og
þar á meðal Valtýr. Hann segir að þegar hann hafi
átt stórafmæli hafi hann yfirleitt verið á skíðum
erlendis og oftast í Austurríki. „Ég byrjaði sem
fararstjóri hjá Guðna í Sunnu þegar ég var þrítug-
ur,“ segir hann og bætir við að hann hafi farið
með hópa í eina eða tvær skíðaferðir árlega í
mörg ár. Ferðirnar hafi yfirleitt verið á þessum
tíma en hann segist reyndar vera búinn að taka út skíðaferðina í ár.
Valtýr segir að skíðamennskan bjóði upp á útiveru og skemmti-
legan félagsskap. Fjöllin heilli og sem stjórnarmaður í Ferðafélagi Ís-
lands reyni hann að komast sem mest á fjöll. „Ég fer líka mikið á skíði
norður á Siglufjörð,“ segir hann. Valtýr fylgdist með nýafstöðnum
Vetrarólympíuleikum í sjónvarpi og segir að þeir hafi ekki lengur
áhrif á skíðaiðkun sína en brettaáhuginn hafi aukist. „Það er kannski
orðið of seint og ég held að ég láti skíðin nægja.“ steinthor@mbl.is
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari 65 ára
Skemmtir sér best á skíðum
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is