Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Dapurlegarfréttirhafa dunið yfir að undan- förnu. Samfélagið á Haíti, sem mátti ekki við miklu, fékk á sig ógnarhögg. Hundruð þúsunda manna fór- ust í einni svipan og léleg lífs- skilyrði þeirra sem lifðu ham- farirnar versnuðu enn. Umheimurinn hefur lagt þessu hrjáða fólki lið, en við- fangsefnið er yfirþyrmandi. Þá varð gríðarlegur jarð- skjálfti í Chile, 500 sinnum öfl- ugri en sá sem lamaði Haítí- menn. Manntjón virðist þó mun minna en varð í Haítí- skjálftanum, þótt ekki séu öll kurl komin til grafar. Fjár- hagstjón er á hinn bóginn mjög mikið. Tugir manna fór- ust um síðustu helgi í óveðrum í Evrópu, og fjártjón var um- talsvert. Á sama tíma eru þjóðirnar enn að fást við eftirköst bankakreppunnar í heiminum. Gjaldmiðlar með mikla út- breiðslu eins og evra og pund búa við brest á trúverðugleika og fjárfestar flýja þá, sem þýð- ir gildislækkun og jafnvel fall. Og hvert flýja menn? Máttur vanans er mikill og dollarinn er skjólið sem skotist er í. En er þar varanlegt öryggi að fá? Vaxandi efasemdir eru um það. Bandaríkin heyja út- gjaldasamar styrjaldir, sem ekki sér fyrir endann á. Og heima fyrir eru vandamálin ærin. Þaðan er bankakreppa heimsins ekki síst runnin. Fasteignir hafa hrunið í verði. Fjöldi banka hefur orðið gjaldþrota. Búið er að dæla ógrynni fjár út úr ríkissjóði og hirslum Seðlabanka Banda- ríkjanna til að hleypa lífi í banka og markaði. Þó minnka útlán bankakerfisins jafnt og þétt á sama tíma og vaxandi skuldsetning ríkisins fyllir menn efasemdum um getu þess til að halda peninga- streyminu áfram. Kínverjar horfa órólegir úr fjarska á að trúverðugleiki og þar með virði dollarans láti undan síga. Forðum tíð hefðu þeir grátið slíka þróun þurrum tárum. Ekki lengur. Þeirra sjóðir skreppa hratt saman ef verð- mæti dollars þver. Og allir vita hvernig Evrópa er stödd. Í hugann koma Grikland, Spánn, Portúgal, Írland, Ítalía, Ungverjaland, Lett- land, Eistland og Litháen. Og á austurjaðri Evrópu engist Úkraína í efnahagskreppu. Við þessu á Seðlabanki Evr- ópu ekkert svar. Hann segist raunar stikkfrír, samkvæmt Evrópureglum. Og vandræða- laus lönd eins og Finnland horfa nú fram á mesta sam- drátt sem þar hefur sést í ára- tugi. Ástandið er heldur ekki gott í Svíþjóð, en þó skárra, þar sem ekki tókst að flækja þá inn í evruna. Vandi Íslend- inga er kunnur. Úrræðalaus ríkisstjórn, þorrin kjarki, eyk- ur vanda þeirra dag frá degi. Umheimur í upplausn er svo sannarlega ekki það sem við þurftum helst núna. Nú berast víða að vondar fréttir}Óveðursský hrannast upp Morgunblaðiðhvatti til þess í liðinni viku að lífeyrissjóð- irnir lærðu af reynslu nýliðinna ára við ákvarðanir um fjárfestingar. Bent var á að Lífeyrissjóðirnir hefðu tapað gríðarlegum fjár- hæðum á því að fjárfesta í fyr- irtækjum með tilteknum að- ilum og þeir þyrftu að vara sig á að endurtaka ekki þau mistök. Það kann að vera skiljanlegt að gera slík mis- tök einu sinni, en óskiljanlegt að endurtaka þau. Bent var á að Kennara- sambandið hefði tekið mjög eindregna afstöðu í því „að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn aðila sem áður hafa valdið sjóðunum alvarlegu fjárhagstjóni“. Nú hafa nokkrir forystu- menn innan lífeyr- issjóðanna tekið undir þessi sjón- armið. Þá vekur ekki síst athygli að Ágúst Einarsson, formaður stjórnar Framtakssjóðsins, fjárfestingarsjóðs 16 lífeyris- sjóða, er sama sinnis. „Við er- um hluti af samfélaginu, okk- ar hlutverk er að vera leiðandi í endurreisninni og það verður að gerast í sátt við þjóðfélagið sem er verið að endurreisa,“ segir hann. Sjónarmið Ágústs Einars- sonar og forystumanna lífeyr- issjóðanna eru fagnaðarefni og sýna skilning á þeim að- stæðum sem nú ríkja í sam- félaginu. Þessi sjónarmið mættu að ósekju verða stjórn- endum Arion banka umhugs- unarefni. Lífeyrissjóðirnir sýna skilning á þeim aðstæðum sem uppi eru } Rétt afstaða lífeyrissjóðanna H austið 2008 fór allt á hvolf á Ís- landi. Við þekkjum öll hvernig ekkert reyndist eins og það sýndist þegar kom að fjármála- starfsemi í landinu. Við höfum líka upplifað hvernig fyrirtæki, stofnanir og stjórnendur sem áður voru nokkurs konar akkeri samfélagsins eru nú ýmist rúin trausti eða jafnvel ekki lengur uppistandandi. Nýlega áttaði ég mig á því að um leið gerð- ist eitthvað undarlegt með málið okkar og orð- ræðuna. Ekki aðeins talar fólk á annan hátt en áður um samfélagið og fólkið í landinu, heldur er eins og merking einstakra orða hafi koll- varpast og nánast snúist upp í andhverfu sína. Það sorglega er að þarna eru einmitt á ferð- inni orð sem einhverju sinni stóðu fyrir falleg gildi; orð eins og sátt, gegnsæi og jafnrétti. Ég veit ekki um aðra en í hvert sinn sem ég heyri talað um mikilvægi þess að stjórnun og viðskiptahættir séu gagnsæir og að allt eigi að vera uppi á borðum, fæ ég samstundis á tilfinninguna að fiskur hljóti að liggja undir steini. Að ekkert sé líklegra en að þá sé einmitt verið að möndla með eitthvað á bak við tjöldin sem við, sauð- svartur almúginn, megum alls ekki fá pata af. Og ég afber hreinlega ekki lengur að heyra talað um „breiða sátt“. Þar hlýtur að vera á ferðinni eitt misnot- aðasta orð í tungumálinu um þessar mundir. Hvert mun t.d. tal um nauðsyn þess að ná sátt um breytingar á kvótakerfinu eða stjórnarskránni leiða okkur? Er stað- reyndin ekki einmitt sú að þeir sem tala hvað ákafast um téða sátt vilja ekkert frekar en óbreytt ástand sem engin sátt ríkir um? Leit- in og þvargið um sáttina verður þannig til þess að ýta undir úlfúð og viðhalda bullandi ósætti í þjóðfélaginu, allt í þeim tilgangi að ákveðnir hagsmunaaðilar missi ekki spón úr aski sínum. Svo er það hið gullfallega orð: jafnrétti. Hversu mikið var ekki rætt um nauðsyn þess að konur kæmu meira að stjórnun og fyrir- tækjarekstri í kjölfar bankahrunsins af því að það hafi verið karllægur stjórnunarstíll sem kom okkur þangað sem við erum nú. Nýlega var rykið dustað af þessari umræðu þegar kynnt var samkomulag Samtaka atvinnulífs- ins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Við- skiptaráðs, um að í lok árs 2013 verði hlutur hvors kyns ekki undir 40 prósentum. Stuttu síðar kynntu fjórir mið- aldra karlmenn endurreisnaráætlun SA þar sem m.a. var lögð áhersla á þetta atriði. Og einhvern veginn er það svo að eftir því sem meira er talað um nauðsyn þess að konur komi meira að málum, því ákafar berjast karlarnir fyrir því að viðhalda völdum sínum. Nægir þar að benda á þá baráttu sem nú stendur yfir um eignarhald fyrir- tækja þar sem allt bendir til þess að sömu karlarnir og komu þeim á kaldan klaka séu að eignast þau aftur. Tungumálið hefur ætíð verið einn okkar dýrasti fjár- sjóður. Við skulum fara að hlusta eftir því betur. ben@mbl.is Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Pistill Látum orðin standa STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Samdráttur í innflutningikemur illilega við starfsemiFaxaflóahafna og fyrir-tækja á hafnarsvæðinu. Áætlað er að vörugjöld hafnarinnar af almennum innflutningi hafi minnkað á síðasta ári um 20-30%, miðað við árið á undan, og um 40% er miðað er við árið 2007 þegar inn- flutningur til landsins náði hámarki. Um hafnir Faxaflóahafna fóru á síðasta ári liðlega 2.928 þúsund tonn af vörum. Er það um 204 þúsund tonnum minna en árið á undan en ríflega 600 þúsund tonnum minna en metárið 2007, þegar alls fór 3.541 tonn af vörum um höfnina. Tekjur Faxaflóahafna af vöru- gjöldum minnkuðu mun meira en nemur samdrætti í flutningum í heild. Þannig lækkuðu vörugjöldin úr 920 milljónum kr. í 750 milljónir, eða um 18,5%. Ástæðan fyrir því er sú að vöruflutningar vegna stóriðj- unnar á Grundartanga eru tiltölu- lega stór hluti í vörumagninu og haldast lítið breyttir milli ára, en vega minna í heildartekjunum. Komum flutningaskipa fækkar Ekki liggja enn fyrir sundurlið- aðar upplýsingar um innflutning á síðasta ári. Gísli Gíslason, hafn- arstjóri Faxaflóahafna, segir þó ljóst að samdrátturinn sem varð í al- mennum innflutningi 2008 hafi hald- ið áfram 2009. Áætlar hann að al- menni innflutningurinn hafi minnkað um 20-30% á síðasta ári og um 40% frá árinu 2007. Skipafélögin hafa brugðist við minnkandi innflutningi meðal ann- ars með því að fækka ferðum. Þann- ig var afgreitt 451 flutningaskip á síðasta ári, 123 færri en á árinu á undan. Á móti minni tekjum af vörugjöld- um kemur aukning tekna af afla- gjaldi sem greitt er af lönduðum afla. Aflagjaldið hækkar í takt við aukin útflutningsverðmæti vegna gengisfalls krónunnar. „Með minnkandi innflutningi er vegið að grundvelli okkar,“ segir Gísli. Hann vonast til botninum hafi verið náð á síðasta ári en segir ekki hægt að fullyrða um það. Enn sé mikil óvissa um framvinduna í ár. Gísli segir nauðsynlegt að hafa í huga að samdrátturinn bitni ekki einungis á starfsemi hafnanna, held- ur einnig á fyrirtækjunum á hafn- arsvæðinu. Nefnir hann skipa- félögin, vöruflutningafyrirtæki og heildsölur. „Útgerðin er ljósi punkt- urinn og það er ánægjulegt, einnig stóriðjan. Flest önnur fyrirtæki áttu í vök að verjast og munu einnig eiga í vandræðum í ár.“ Mismunandi áhrif stóriðju „Ef það á að auka tekjurnar þarf að grípa til aðgerða,“ segir Gísli og nefnir tækifæri sem tengjast sölu á orku. „Það þarf að hafa í huga að slík starfsemi skapi veltu í flutninga- starfsemi og annarri þjónustu,“ seg- ir Gísli. Hann segir afar mismunandi hvað fyrirtækin skapi mikla veltu inn í samfélagið. Nauðsynlegt sé að leggja mat á þann þátt þegar ákveð- ið er hvaða starfsemi njóti forgangs við sölu á orku. Samdráttur bitnar á starfsemi við höfnina Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurhöfn Til hafna innan Faxaflóahafna komu 1504 skip á árinu 2009, 21 færra en 2008. Flutningaskipum fækkaði en togurum fjölgaði. Ástand efnahagslífsins á Íslandi speglast vel í umsvifum Faxaflóa- hafna og fyrirtækja á hafnar- svæðinu. Samdráttur er í al- mennum innflutningi en út- flutningsstarfsemin blómstrar. Rekstur Faxaflóahafna skilaði 103 milljóna króna hagnaði á liðnu ári. Hagnaðurinn er ekki helmingur af hagnaði fyrirtæk- isins á árinu á undan. Heildartekjur Faxaflóahafna voru 2.271 milljón kr. á árinu 2009, 325 milljónum kr. minni en á árinu á undan. Mest mun- aði um samdrátt í vörugjöldum og óreglulegum tekjum. Rekstrargjöld voru 2004 milljónir í fyrra, 196 milljónum minni en á árinu á undan. Minnkun útgjalda stafar af breytingum á óreglulegum út- gjöldum. Fjármagnsgjöld voru 163 milljónir. „Þegar horft er á reikn- ingana í heild sést að regluleg hafnarstarfsemi skilar ekki hagnaði. Við náum að skila já- kvæðri afkomu með eigna- tekjum svo sem lóðarleigu og leigu fasteigna. Það hjálpar okkur,“ segir Gísli. Hann segir að Faxaflóahafnir eigi töluverð verðmæti í lóðum og aðstöðu sem ekki muni kosta mikla fjármuni að koma í sölu þegar atvinnulífið fari að rétta úr kútnum á ný. Tekjurnar minnka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.